Morgunblaðið - 23.10.1973, Síða 31

Morgunblaðið - 23.10.1973, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1973 31 Ölvaður skaut á hópferðabíl ÖLVAÐUR maður, tvítugur að aldri, skaut af riffli á hópferða- bifreið, sem var að leggja af stað, full af fólki, af stæði á Laugarnes- tanga um kl. 20 á laugardags- kvöldið. Kúlan lenti á milli tveggja glugga á hlið bifreiðar- innar, en fór ekki í gegn, heldur sat föst f klæðningunni. Sakaði þvf engan. Bifreiðin hélt áfram ferð sinni og skaut maðurinn ekki öðru skoti að henni. Var lögregl- unni tilkynnt um athæfi hans, og var hann handtekinn f fjörunni skammt frá litlu sfðar og sýndi engan mótþróa. Við yfirheyrslur hjá rann- sóknarlögreglunni kom fram, að hann hafði verið að ræða við nokkra farþega bifreiðarinnar, áður en hún fór af stað. Gaf hann enga skýringu á athæfinu og kom ekki fram við yfirheyrslurnar, að hann hefði fremur ætlað að hæfa hjólbarðana en annað. Hann hafði haft meðferðis talsvert magn skota I riffilinn. — Honum var sleppt sfðdegis á sunnudag, enda þá af honum runnið, en lög- reglan hélt vopninu eftir. — Á myndinni er ökumaður bifreiðar- innar, Ragnar Bjarnason, við kúlugatið. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Fara síldveiðiskip- in yfir milljarðinn ? Hafa selt fyrir 930 milljónir — ISLENZKU sfldveiðiskipin f Norðursjó eiga nú aðeins eftir að selja fyrir um 80 milljónir til að komast yfir milljarðinn. Á laugardaginn voru þau búin að selja fyrir 910 milljónir, og í gær seldu sex skip fyrir 12,4 milljónir. A sama tfma f fyrra Mótmæla breytt- um fréttatíma útvarpsins MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá 61 starfsmanni við brúagerðina á Skeiðarársandi: Við brúagerðarmenn á Skeiðar- ársandi samkvæmt meðfylgjandi undirskriftalista mótmælum harðlega breyttum kvöldfrétta- tíma hljóðvarps. Vinnutíma okkar, sem svo margra annarra, er þannig háttað, að við komum ekki til kvöld- verðar fyrr en kl. 19. Missum við þvf alltaf af aðalfréttatíma hljóð- varpsins. Slíkt álítum við alger- lega óviðunandi ástand. Það eru því eindregin tilmæli okkar til útvarpsráðs, að fréttatíminn verði aftur fluttur á sinn gamla góða stað í dagskránni, og það sem fyrst. höfðu skipin selt fyrir 424.6 milljónir og er þvf aflaverðmætið úr Norðursjónum orðið tæpum 500 milljónum kr. meira en i fyrra. Þrjú aflahæstu síldveiðiskipin eru sem fyrr Loftur Baldvinsson EA, sem hefur selt fyrir 56.8 milljónir, Guðmundur RE, sem hefur selt fyrir 43.4 milljónir og Súlan EA, sem hefur selt fyrir 40.9 milljónir. I síðustu viku seldu skipin alls 2.619 lestir fyrir 77 milljónir kr. og var meðalverðið gott sem fyrr, eða kr. 29.41. Alls hafa skipin nú landað 37 þúsund lestum af síld, en í fyrra hafði verið landað 30 þús. lestum. Þá var meðalverð fyrir hvert kíló kr. 13.93 en er núna 24.57 krónur. Góð veiði hefur verið hjá bátun- um að undanförnu, þegar gefið hefur, en brælur hafa verið nokkuð tíðar síðustu dagana. Skipin halda sig nú mest austan við Hjaltland og hafa farið allt norður á Víkingabanka, en þar heldur síldin sig oft á haustin. 1 gær seldu fjögur skip í Hirts- hals og tvö í Skagen. I Hirtshals seldu Jón Garðar GK 1732 kassa fyrir 2.1 milljón, Rauðsey AK 2103 kassa fyrir2.6 milljónir, Þor- steinn RE 1785 kassa fyrir 2.1 milljón og Víðir NK 1335 kassa fyrir 930 þúsund kr. I Skagen Stolið úr rútu AÐFARARNÖTTsl. mánudags var brotizt inn í hópferðabifreið á stæði við Umferðarmiðstöðina í Reykjavík og stolið úr henni út- varpstæki og einnig útvarpsloft- netinu af bifreiðinni. seldi Heimir SU 2497 kassa fyrir 2.8 milljónir og Börkur NK 1540 kassa fyrir 1.9 milljónir. Stjórnarfundir Norræna hússins og eldfjallarann- sóknastöðvarinnar STJÓRNARFUNDUR Norræna hússins hefst I dag og stendur í tvo daga. Að sögn Maj-Britt Imn- ander, forstjóra hússins, verður á fundinum gengið frá fjárhags- áætl. fyrir næsta fjárhagsár, sem hefst 1. nóv. nk., og einnig verður fjallað um dagskrá hússins undanfarið og á næstunni. I stjórninni eiga sæti sjö manns, einn frá hverju hinna Norður- landanna og þrír íslendingar. I gær var haldinn fundur 27 manna ráðs Norræna hússins, sem er að mestu skipað fulítrúum íslenzkra félaga og stofnana. A fimmtudag hefst svo i Norr- æna húsinu tveggja daga stjórnar- fundur Norrænu eldfjallarann- sóknastöðvarinnar, sem komið hefur verið á fót á Islandi. Toll- og lög- gæzla í ís- lenzkar hendur UNDIRRITUN samkomulags um að toll- og löggæsla f aðalhliði Keflavfkurflugvallar verði eingöngu í höndum tslendinga. Frá vinstri standandi: hr. Frederiek Irving, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi og Einar Ágústsson utanríkisráðherra. Sitjandi talið frá vinstri: Captain Jack H. McDonald í varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli og Hannes Guðmundsson, fulltrúi í varnarmáladeild utan- ríkisráðuneytisins. SAMKVÆMT niðurstöðum af við- Viðgerðarkostnaður 30 milljónir BIRGIR Isleifur Gunnarsson borgarstjóri greindi frá þvf á fundi borgarstjórnar nýlega, að viðgerðin á skuttogara B(JR, Bjarna Benediktssyni, hefði kostað 30 milljónir og hefði Bæjarútgerðin þurft að leggja það fé fram, að undanskildum 3 milljónum, sem rfkissjóður hefði greitt. Hins vegar er nú unnið að gerð skaðabótakröfu á hendur seljanda skipsins, þ.e. ríkissjóði, og vonazt er til, að borgin fái tjón sitt bætt. Þessar upplýsingar komu fram í til- efni af fyrirspurn Kristjáns Benediktssonar (F). Borgarstjórn: Hitaveitusamnjng- samþykktur ur við HafnarQörð ÓLAFUR B. Thors borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerði samn- inga þá, er gerðir hafa verið milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar um að Hitaveita Reykjavfkur leggi hitaveitu f Hafnarfjörð, að umtalsefni á fundi borgarstjórn- ar Reykjavfkur á fimmtudaginn var. Ólafur B. Thors (S): Ég kveð mér hér hljóðs til þess að ræða um 14. lið í fundargerð borgarráðs frá 9. þ.m., þar sem greint er frá, að lagðir hafi verið fram samningar milli borgarinnar og Hafnarfjarð- ar um lagningu og rekstur hita- veitu í Hafnarfirði. Tæknilega séð er hér um að ræða mjög svipaða saíúninga og gerðir voru við Kópavog á sínum tíma. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir eignaraðild Hafnarfjarðar að Hitaveitu Reykjavíkur heldur ágóðahluta hans í réttu hlutfalli við vatnssölu, sem komi til fram- kvæmda eftir 15 ár og þá því aðeins, að arður af endurmetnum eignum Hitaveitu Reykjavíkur verði 7% enþað ereinnig skilyrði þess að framkvæmdahraðinn haldist, en gert er ráð fyrir að lögninni verði lokið 1976 — 1977. Sérstakt samkomulag var gert um réttindi Hafnarfjarðar yfir hita- svæðunum í Krýsuvík. Þar hefur Hitaveita Reykjavfkur rétt til vatnsöflunar til húsahitunar og annarrar vanalegrar notkunar hennar á heitu vatni en Hafnar- firði skal endurgreiddur sá kostn- aður, sem hann hefur lagt f könn- un og starf á svæðinu í sama hlutfalli og er notað til þess að finna verðgildi endurmetinna eigna Hitaveitunnar. Hagur Reykjavíkur af þessum samningum er augljös. Reykjavík er nú að leggja í mikinn kostnað við vatnsöflun og það er því ómetanlegt að fá söluna til Hafnarf jarðar inn i dæmið. Þann- ig dreifist stofnkostnaður allur á miklu fleiri notendur og kemur því minna í hlut hvers og eins en verið hefði að óbreyttu. Reykjavík tekur hins vegar á sig á gengisáhættuna af erlendum lánum, sem taka verður til þess- ara framkvæmda en giskað er á, að taka þurfi að láni allt að 400 milljónir króna. Þessi áhætta veg- ur þó alls ekki upp á móti því hagræði, sem það mun verða Hita- veitu Reykjavíkur að hafa einka- leyfi til sölu á heitu vatni I Hafnarfirði en samningurinn er óuppsegjanlegur nema með sam- þykki beggja aðila. Bókun borgarráðs var sam- þykkt samhljóða í borgarstjórn. Nýr Kyndill til landsins NVR Kyndill kemur til landsins I dag f stað gamla olíuflutninga skipsins Kyndils, sem selt var úi landi fyrir skömmu. Nýja skipið er 1220 lestir, en gamli Kyndill var 980 tonn og var seldur til brezks fyrirtækis, sem hefur aðsetur í Panama. Eigend- ur Kyndils eru Olíuverzlun Is- lands og Skeljungur h.f. Fundur um frjáls- ar fóstureyðingar ORATOR, félag laganema við Háskóla Islands, efnir til fundar n.k. miðvikudag um FRJÁLSAR FÓSTUREYÐINGAR. Fjallað verður um efnið frá sjónarhóli þriggja fræðigreina: Lögfræði, guðfræði og læknisfræði. Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu miðvikudaginn 24. október og hefst kl. 20.30. Öll- um er heimill aðgangur. Frummælendur verða: Prófessor Jónatan Þórmundsson, prófessor Björn Björnsson og Gunnlaugur Snædal læknir. Að framsöguerindum loknum verða frjálsar umræður, og frum- mælendur munu svara fyrir- spurnum fundargesta. Fyrirlestur um Evrópurétt PRÓFESSOR H. G. Schermers, forstöðumaður Evrópustofnunar háskólans i Amsterdam, er staddur hér á landi f boði Háskóla Islands. Stendur hann fyrir nám- skeiði um Evrópurétt I lagadeild. N.k. föstudag hinn 26. október mun hann halda opinberan fyrir- lestur, sem nefnist: Legal Problems within the EEC. Fyrir- lesturinn verður fluttur á ensku oe hefst kl. 17 í Lögbergi, 1. hæð. ræðum utanríkisráðherra við ráðamenn í Washington, D.C., fyrr i þessum mánuði, var I gær undirritað i utanríkisráðuneytinu samkomulag milli ráðuneytisins og varnarliðsins á Kef lavíkurflug- velli, þess efnis, að öll toll- og löggæsla í aðalhliði Keflavíkur- flugvallar verði framvegis ein- göngu í höndum Islendinga. Samkomulagið, sem tekur gildi frá 1. nóvember n.k. að telja, undirritaði Hannes Guðmundsson fulltrúi, fyrir hönd ráðuneytisins, og Captain Jack H. McDonald af hálfu varnarliðsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.