Morgunblaðið - 01.11.1973, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1973
John Miles
Set: Tón-
list hreyfí-
gleðinnar
BREZKA tríóið John Miles
Set kom til landsins í gær og
mun leika í fyrsta sinn fyrir
íslenzka áheyrendur á hljóm-
leikum í Austurbæjarbíói f
kvöld, ásamt annarri brezkri
hljómsveit, Capricorn, og
Júdasi frá Keflavík. — John
Miles Set mun dveljast hér á
landi í 17 daga og er ætlunin,
að trfóið ferðist um landið og
leiki tónlist sína á ýmsum stöð-
um.
John Miles Set hefur starfað í
hálft þriðja ár. Liðsmenn þess
eru frá Sunderland og
nágrenni, en hafa leikið á
skemmtistöðum og hljómleik-
um um allt Bretland. Þá hafa
þeir einnig leikið í útvarpi og
komið fram í sjónvarpi og gefið
út sex litlar plötur með tónlist
sinni. Liðsmenn tríósins kváðu
erfitt að lýsa tónlistinni; hún
væri „funky“, sem táknar tón-
list, sem kemur áheyrandanum
öllum á ið af dans- og hreyfi-
gleði. — Hljómsveitin er á
samningi hjá Orangeplötufyrir-
tækinu og kemur hingað fyrir
milligöngu Magnúsar Kjartans-
sonar, sem hefur átt samvinnu
við fyrirtækið.
Myndin var tekin þegar liðs-
menn John Miles Set og að-
stoðarmaður þeirra litu inn í
Hljóðfæraverzlun Sigríðar
Helgadóttur hf. f Vesturveri í
gær til að kanna hvernig for-
sala aðgöngumiða að hljómleik-
unum gengi. Ljósm. Mbl, Br.
Ahugamenn ræða
nýja fiskveiðilaga-
frumvarpið
FELAG áhugamanna um sjávar-
útvegsmál er nú að hefja vetrar-
starf sitt og verður, sem fyrr á
fundum félagsins f vetur leitazt
við að taka til umræðu ýmsa þætti
og vandamál sjávarútvegsins á
liðandi stund. Fyrsti fundur
þessa vetrar verður í Kristarsal
Hótel Loftleiðaf kvöld kl. 20.30.
A þessum fundi mun Gils Guð-
mundsson formaður fiskveiði-
laganefndar reifa málin og tala
um frumvarp fiskveiðilaganefnd-
ar. Þetta er frumvarp til laga um
veiðar með botnvörpu og dragnót
í fiskveiðilandhelginni, sem lagt
var fram á siðasta þingi, en af-
greiðslu þess frestað til þessa
þings.
Sjávarútvegsráðherra mun
koma á fundinn og svara fyrir-
spurnum um þessi mál. Elinnig er
búizt við, að ýmsir athafna-menn í
sjávarútvegi mæti á fundinn og
má því vænta mikilla umræðna
um málið.
R-24133 stolið
AÐFARARNÓTT s.l. sunnudags,
milli kl. 2 og 15, var bifreiðinni
R-24133 stolið frá Fornhaga 17.
Þetta er Moskovits, árgerð 1970,
hvít að lit. Leit að bifreiðinni
hefur ekki borið árangur, en þeir,
sem kynnu að hafa orðið hennar
varir, eru beðnir að hafa samband
við rannsóknarlögregluna í
Reykjavik.
1 stjórn félagsins nú eru: dr.
Jakob Magnússon, formaður, dr.
Jónas Bjarnason, ritari og Þór-
oddur Th. Sigurðsson, gjaldkeri,
en í varastjórn eiga sæti Loftur
Júlíusson, Eyjólfur Marteinsson
og Þorsteinn Arnalds.
Kjarvalsstaðir:
UÓS73
1 DAG opna 6 ungir ljósmynd-
arar stóra ljósmyndasýningu á
Kjarvalsstöðum þar sem þeir
sýna um 120 myndir f vestur-
salnum. Allar myndimar eru
svart-hvftar og sumar mjög
mikið stækkaðar, en Gunnar
Hannesson, hinn góðkunni lit-
myndaljósmyndari, tekur þátt
I sýningunni sem gestur og
sýnir litskuggamyndir í
Kjarvalssalnum. Þar munu 6
sýningarvélar ganga samfellt á
sýningartímanum.
Sýningin, sem heitir LJÓS
73, opin þriðjudaga og föstu-
daga frá kl. 16—22 og laugar-
daga og sunnudaga kl. 14—22.
Sýningartími er til 13. nóv.
Þeir félagar í LJÓS 73 sýndu
síðast 1971, og hét sú sýning
LJÓS 71. Allar myndirnar á
sýningunni eru til sölu, en
efniviðurinn er sóttur vítt og
breitt í hversdagslífið á Is-
Mótmæla harðlega afekiptum
ASÍ af launakjörum annarra
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Bandalagi háskólamanna:
„1 kröfum Alþýðusambands ís-
lands við væntanlega kjarasamn-
inga, sem stjórn Bandalags há-
skólamanna getur i ýmsum atrið-
um tekið undir, er þó eitt atriði,
sem vara verður sérstaklega við.
Er það krafan um, að verðlags-
uppbót verði skert á öllum
mánaðarlaunum yfir kr. 50.000.-.
Stjórn BHM telur þessa kröfu af-
ar rangláta, þar eð hún mun fyrst
og fremst bitna á fámennum hópi
Aðalfundur
Sjálfstæðis-
félags Kópavogs
AÐALFUNDUR Sjálfstæðis-
félags Kópavogs verður haldinn
n.k. mánudag í Sjálfstæðishúsinu,
Borgarholtsbraut 6, og hefst kl.
8,30 e.h.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa flytur Oddur Ólafsson
alþm. (mynd) ræðu á fundinum.
launþega, þar sem eru háskóla-
menn, ekki slzt þeir, sem eru í
ríkisþjónustu. Beinir hún þeim
eindregnu tilmælum til ríkis-
stjórnarinnar, að hún beiti sér
gegn slíkri skerðingu. Vill stjórn
BHM í þessu sambandi vekja at-
hygli á eftirfarandi atriðum:
I. Mótmæla verður harðlega af-
skiptum ASl af launakjörum ann-
arra launþega en þeirra, sem þeir
hafa umboð fyrir. Samkvæmt nú-
gildandi samningum myndu engir
launataxtar ASl verða fyrir barð-
inu á vísitöluskerðingu, og ein-
ungis örfáir hæstu taxtamir, ef
gengið yrði að öllum launakröfum
þeirra f væntanlegum samning-
um. Auk þess er málum svo
haganlega fyrir komið, að
ákvæðisvinnutaxtar og uppmæl-
ingataxtar myndu sleppa við
skerðingarákvæðið. Kröfunni er
því augljóslega stefnt gegn öðrum
launþegum. Því verður ekki trúað
að óreyndu, að ASl, í krafti stærð-
ar og pólitísks valds, haldist uppi
að hafa á þennan hátt frekleg
afskipti af kjaramálum annarra
stétta.
II. Verðlagsuppbót á laun er til
þess ætluð að viðhalda kaupmætti
launa, þótt verðlag breytist. Ljóst
er, að skerðing á slíkri uppbót
minnkar verðgildi launa þeirra
launþega, sem fyrir henni verða.
Það er einnig einkenni skerðing-
ar af þessu tagi á verðbólgutim-
um, að hún fer sívaxandi, kaup-
máttur minnkar meir og meir eft-
ir því, sem tímar líða, og launa-
stigar þjappast saman. Óhætt er
að fullyrða, að kjarasamningar
yrðu af þessum sökum markleysa
ástuttum tíma.
III. Glöggt dæmi um áhrif vísi-
töluskerðingar má finna á ár-
unum 1968 og 1969. Hinn 1. apríl
1968 gekk í gildi dómur kjara-
dóms ríkisstarfsmanna um vísi-
tölubætur. Helztu atriði hans
voru að greiða skyldi að fullu
verðlagsuppbót á grunnlaun upp
að kr. 10.000,- á mánuði. Sfðan
skyldi uppbótin haldast óbreytt
að krónutölu á kr. 16.000.-, en
lækka úr því.
Afleiðingarnar létu ekki á sér
standa. Á 20 mánuðum frá gildis-
töku dómsins hækkaði kaup-
gjaldsvísitala úr 103 stigum f
128.87 stig. Þá var vísitöluskerð-
ing í 23. launaflokki, en í honum
voru ýmsir háskólamenn, svo sem
dómarafulltrúar, náttúrufræð-
ingar og verkfræðingar, kr. 3.981.-
á mánuði, eða 16.7% af launum 1.
des. 1969 (miðað er við hámarks-
laun). Þetta samsvaraði þálauna-
lækkun um nær 4 launaflokka.
Eins og meðfylgjandi tafla sýnir,
jókst skerðingin enn í 24. — 28.
launaflokki.
Skerðing mánaðarlauna
1. ap. 1968 —l.des. 1969.
23. launafl. kr. 3.981,- 16.7%
24. — kr. 4.434.- 17.9%
25. — kr. 4.917.- 18.9%
26. — kr. 5.423,- 20.0%
27. — kr. 5.948.- 20.9%
28. — kr. 6.373,- 21.3%
Verulegur hluti þeirrar launa-
hækkunar, sem samið var um í
síðustu samningum ríkisstarfs-
manna í desember 1970, var óum-
flýjanleg leiðrétting kjara, vegna
þeirrar langvarandi og sívaxandi
vísitöluskerðingar, sem á undan
fór, og hér hef ur verið lýst.
IV. Stjórn BHM mun meðöllum
tiltækum ráðum berjast gegn vfsi-
töluskerðingu. Hún er ranglát,
þar eð hún leggst með síauknum
þunga á launþegana eftir þvi sem
Framhald á bls. 18
Framhald á bls. 18
Lýst eftir vitni
SUNNUDAGINN 30. septem-
ber sl. varð kona fyrir óhappi,
er hún var að fara út úr strætis
vagni á biðstöðinni við Lauga-
veg 13, laust eftir kl. 14. Vagn-
inn fór af stað áður en hún
var komin úr tröppunum
og féll hún við það á gang-
stéttina og meiddist á fæti.
Maður kom henni til aðstoðar,
en ekki er vitað, hver hann er.
Óskar rannsóknarlögreglan eft-
ir að ná tali af honum vegna
þessa atviks.
Tíminn sakar átta miðstjórnar-
menn um „soralegan róg”
1 GÆR dró til tfðinda í átök-
um þeim sem verið hafa milli
vinstri og hægri arms Fram-
sóknarflokksins. I forystugrein
Tímans f gær, sem rituð er af
Tómasi Karlssyni ritstjóra, er
ráðizt harkalega að 8miðstjórn-
armönnum í Framsóknar-
flokknum, sem skipa fram-
kvæmdanefnd svokallaðrar
„Möðruvallahreyfingar", og
þeir sakaðir um að svívirða „í
einni kippu“ formann Fram-
sóknarflokksins „og aðra í
æðstu stjórn hans og trúnaðar-
stöðum, framkvæmdastjórn,
þingflokk og ráðherra, svo og
ritstjóra Tfmans“.
Tilefni forystugreinar þess-
arar er stefnuávarp Möðru-
vallahreyfingarinnar, sem, að
því er segir í fréttatilkynningu
frá hreyfingunni, hefur verið
sent til 300 trúnaðarmanna
Framsóknarflokksins. Segir
Tfminn, að stefnuávarp þetta sé
„soralegur rógur um forystu-
menn Framsóknarflokksins".
I fréttatilkynningu Möðru-
vallahreyfingarinnar segir hins
vegar, að hreyfingin sé samtök
félagshyggju fólks innan Fram-
sóknarflokksins. Hún hafi að
markmiði „að halda á loft
innan flokksins þeim hugsjón-
um, sem eru grundvöllur til-
veru hans, og efla tengslin við
þau stjórnmálaöfl önnur, sem
eiga mesta samleið með slíkri
stjórnmálabaráttu".
I stefnuávarpi Möðruvalla-
hreyfingarinnar er Fram-
sóknarflokknum m.a. lýst með
svofelldum orðum: „A undan-
förnum árum hefur jafnt og
þétt ef lzt að völdum í flokknum
fámennur hópur manna, sem
skeytir lftt um grundvallar-
stefnu og sýnist f verki vera
sumum þáttum hennar bein-
línis andstæður. Þessir nýju
herrar eru í dag hin raunveru-
lega forysta f lokksins. Þeir eiga
lykilmenn í æðstu stöðum og
þeir ráða málgagni flokksins,
húseignum hans og skrifstofu-
liði f Reykjavík ásamt ýmiss
konar aðstöðu, sem reynist
áhrifamikil við stjórnarstörf."
I stefnuávarpi Möðruvalla-
hreyfingarinnar kemur fram,
að þeir framsóknarmenn, sem f
henni eru, aðhyllast í raun ná-
kvæmlega sömu stefnu og
kommúnistar i utanríkis- og
Framhald á bls. 18