Morgunblaðið - 01.11.1973, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1973
VANTARMÚRARA Til að múrhúða í stigahúsi Góð vinnuaðstaða Hiti og allar lagnir frágengnar Upplýsingar í síma 32053. BROTAMÁLMAR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. Nóatún 2 7, sími 25891.
TVEGGJA HERBERGJA íbúð óskast á leigu til eins árs. Tvennt fullorðið í heimili, algjör reglusemi, góð umgengni. Tilboð sendist Mbl merkt: „Skilvis greiðsla — 501 2". VÉLAR TIL SÖLU Til sölu er 24ha. Buch diesel báta- vél með skrúfu og öðru fylgjandi einnig 48 ha. Benz dieselvél. Uppl. næstu daga og kvöld í símum 33269 og 72728.
HESTAMENN Tökum hesta í haustbeit Hesta- mannafélagið Máni. Uppl. í síma 92-1 165. TIL LEIGU er húsn. i R.vík, sem getur verið, hvort sem er 4 eirístaklingsherb. með aðgangi að eldhúsi eða 4ra herb ibúð Tilb. send. afgr Mbl. „íbúð - 5014".
SNIÐKENNSLA Síðdegisnámskeið eru að hefjast, aðeins tvisvar í viku. Innritun í síma 19178. Sigrún Á. Sigurðar- dóttir, Drápuhlíð 48, 2. hæð. ÍBÚÐ TIL LEIGU 4ra herb. íbúð til leigu i Árbæjar- hverfí. Tilboð sendist Mbl. „1341"
ÖNNUMST ÝMISS KONAR viðgerðir, glerísetningar, hrein- gerningar. Útvegum húsdýra- áburð í lóðir og leggjum stéttir. Sími 40083 HÚSNÆÐI ÓSKAST ca 100 fm. Þarf að vera með stórum dyrum. Simi 51972 83229
HESTAMENN Hesthús til sölu i Viðidal og nokkrir ótamdir folar Uppl. i sima 20717 frá kl 8-10 e.h KEFLAVÍK Til sölu 70 smálesta fiskibátur. Bátur og vél i góðu lagi. Talsvert af veiðifærum fylgir. Eigna- og verðbréfasalan, Sími 1234 Tómas Tómasson, hdl. s. 1 430.
LÍTIL ÍBÚÐ ÓSKAST á leigu Uppl i síma 32044. TIL LEIGU stór stofa með aðgangi að eldhúsi og baði að Asparfelli 6, 4A, Breið- holti. Uppl. á staðnum eftir kl. 1 8.
TILSÖLU Flyt inn vörubifreiðar og flestar gerðir þungavinnuvéla. Einnig byggingakranar. Mulningsvélar og margt fleira. Uppl. i sima 1 1342, milli kl. 5-7 virka daga KEFLAVÍK Til sölu glæsileg 146 fm. íbúð á 2. hæð. Einnig einbýlishús og rað- hús af ýmsum gerðum. Eigna- og verðbréfasalan, Simi 1234
ATVINNA ÓSKAST Ungur maður óskar eftir vinnu úti á landi. Er vanur meðferð þunga- vinnuvéla. Æskilegt að íbúð fylgi eða útvegun íbúðar. Tilboð merkt: TILBOÐ. Pósthólf 935, Reykjavík. KONUR ÓSKAST til að hjúkra fullorðnum manni 5 kl. á dag, 4 daga vikunnar. Uppl. í síma 1 1 765 frá kl. 1-5.
1 8 ÁRA NORSK STÚLKA óskar eftir að komast á heimili, sem Au-pair stúlka. Upplýsingar í síma: 1401 9 eftir kl. 5 ÓSKA EFTIR að taka tvo bása á leigu fyrir hesta í vetur, f nágrenni Reykjavikur. Uppl. i sima 35183 milli kl 9-12 f.h. og eftir kl. 20.30.
CHERVOLET CAMARO '70 TIL SÖLU. Bifreiðin er með 8 cyl. vél, sjálf- skipt og vökvastýri. Mjög vel með farin og glæsileg. Uppl. í síma 36571. HÚSBYGGJENDUR — VERKTAKAR Framleiðum milliveggjaplötur og holstein. Steypuiðjan s.f. Selfossi. Sími 1 399.
— EFNALAUGIN VESTURGÖTU 53—
Við undirrituð, María Hákonardóttir og Erick
H. Köppel hófum hinn 15. október 1973
starfrækslu efnalaugar að Vesturgötu
53, Reykjavík (þar sem áður var Efnalaug
Vesturbæjar h.f.)
Við munum leggja áherzlu á fljóta afgreiðslu
og vandaða vinnu.
KEMISK HREINSUN
KÍLÓHREINSUN
HRAÐHREINSUN
RÚSKINNSHREINSUN
Póstsendum um land allt
Efnalaugin Vesturgötu 53
_ i
I
DAGBOK
I
1
$ %
I dag er fimmtudagurinn 1. nóvember, 305. dagur ársins 1973. Eftir
lifa 60 dagar. Allra heilagra messa.
Árdegisháflæði er kl. 09.56, síðdegisháflæði kl. 22.20.
Þannig veit Drottinn, hvernig hann á að hrffa hina guðhræddu úr
freistingu. (2. Péturs bréf 2.9.)
Arbæjarsafn er opið alla daga frá
kl. 14—16, nema mánudaga.
Einungis Árbær, kirkjan og
skrúðhúsið eru til sýnis. (Leið 10
frá Hlemmi).
Ásgrímssafn,
Bergstaðastræti 74, er opið á
sunnudögum, þriðjudögum og
fimmtudögum frá kl. 1.30—4. Að-
gangurókeypis.
Listasafn Einars Jónssonar er
opið alla súnnudaga kl. 13.30—16.
Opið á öðrum tímum skólum og
ferðafólki. Sími 16406.
N áttúr ugripasaf n ið
Hverfisgötu 115
Opið þriðjudaga, fimmtudaga,
laugardaga og sunnudaga kl.
13.30—16.
Læknastofur
Læknastofur eru lokaðar á
laugardögum og helgidögum, en
læknir er til viðtals á göngudeild
Landspitalans i síma 21230.
Almennar upplýsingar um lækna
og lyTjabúðaþjónustu f Reykjavík
eru gefnar í simsvara 18888.
Arnað heilla
Þann 23. júní sl. voru gefin
saman í hjónaband af séra Þor-
steini Björnssyni, Sigrún Sigurð-
ardóttir og Terry Nilsen. Heimili
þeirra er að Maríubakka 24,
Reykjavík. (Studio Guðm.)
Þann 1. september voru gefin
saman í hjónaband í Dómkirkj-
unni af séra Jóni Auðuns, Anna
Harðardóttir og Kjartan Ölafur
Nilsen. Heimili þeirra er að Hofs-
vallagötu32. (Studio Guðm.)
Sjötugur er f dag Kristmundur
Sæmundsson frá Draumbæ f
Vestmannaeyjum. Hann dvelst nú
aðElliheimilinu Grund.
— En hvað þú ert kominn með
mikinn lubba! Þú hefðir átt að láta
klippa þig fyrir löngu.
— Ég lét klippa mig fyrir löngu.
Kvenfélagið Bylgjan heldur
fund f kvöld að Bárugötu 11, kl.
8.30.
Styrktarfélag lamaðra og fatl-
aðra, kvennadeild, heldur síðasta
föndurfund fyrir basar í kvöld, 1.
nóv., kl. 8.30 að Háaleitisbraut 13.
Kvenfélag Laugarnessóknar
heldur fund mánudaginn 5.
nóvember kl. 8.30 e.h. í fundarsal
kirkjunnar. Tízkusýning.
Til leiðbeiningar
fyrir reykinga-
menn
ekki á þeim tíma. Hugsið ekki um
þetta sem ráðstöfun til að draga
úr reykingum, — heldur sem
stutt hlé.
Minningarspjöld
Minningarkort Styrktarfélags
vangefinna fást á eftirtöldum
stöðum:
Bókaverzlun Snæbjarnar,
Hafnarstræti, Bókabúð Braga,
Hafnarstræti, Verzluninni Hlín,
Skólavörðustíg, Bókabúð Æsk-
unnar, Laugavegi. Og í skrifstofu
félagsins að Laugavegi 11, R.,
sími 15941.
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld
hafa sent frá sér eftirfarandi leið-
beiningar fyrir þá, sem reykja, og
telja sig ekki færa um að láta af
ósiðnum. Þar, sem það er stað-
reynd, hvort sem mönnum llkar
betur eða verr, að fjöldi fólks
heldur áfram að reykja, þrátt
fyrir stóraukna fræðslu um skað-
semi reykinga, og miklar fortölur,
eru þessar leiðbeiningar gefnar, í
því skyni að reyna að bjarga því,
sem bjargað verður:
1. Reynið að velja vindlingateg-
und með sem minnstu tjöru-
magni.
2. Forðizt að reykja vindlinginn
svo að segja upp til agna. 40% af
tjöru- og níkótínmagninu í hverj-
um vindlingi er í fyrri helmingn-
um, en 60% i þeim seinni.
3. Venjið ykkur á að taka færri
„reyki“ úr hverjum vindlingi, en
þið gerið nú.
4. Fækkið þeim vindlingum,
sem reyktir eru daglega. Takið
vissan tíma dagsins, t.d. milli kl.
tvö og þrjú, og ákveðið að reykja
Guðmundur Guðgeirsson, rakarameistari f Hafnarfirði, opnaði fyrir
nokkru nýja rakarastofu að Strandgötu 37. Guðmundur annaðist
sjálfur teikningar og skipulag stofunnar, sem er f alla staði hin
vistlegasta. Myndin er af Guðmundi í rakarastofunni.