Morgunblaðið - 01.11.1973, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1973
7
Hér fer á eftir spil frá leiknum
milli Frakklands og V-Þýzkalands
í Evrópumótinu, sem fram fór ný-
lega i Belgíu.
Norður
S 6-2
H K-D-10-8-6
T 8-5-4-3
L D-2
Vestur
S K-10-9-8-3
H 9-5
T A-K-10-9
L A-5
Austur
S A-D
H Á-G-7-4-3-2
T D
L 10-9-8-7
Suður
S G-7-5-4
H —
T G-7-6-2
L K-G-6-4-3
Við annað borðið var
lokasögnin 4 hjörtu hjá A-V;
spilið varð2 niður.
Við hitt borðið gengu sagnir
þannig:
Austur Vestur
1 H 1 S
2 H 3T
4 S P
Norður lét út laufa drottningu,
sagnhafi drap með ási, tók spaða
ás og drottningu, lét út laufa 7 og
suður drap með kóngi. Suðu lét
næst laufa 4, sagnhafi lét hjarta
heima og vann þar með spilið, þvi
hann gaf aðeins einn slag í spaða,
einn í tígul og einn á lauf.
Með morgun-
kaffinu. . . .
— Já væni minn, þetta er sko
fínasta tryllitæki, burtséð frá
smáskrölti, þegar hann er kom-
inn yfir 190 kílómetra hraða á
klukkustund.
nTP^ií"
— Þetta er nú eiginlega ástæð-
an fyrir þvf, að ég hætti að
reykja.
— Það er liðin tfð, þegar maður
gat látið fara vel um sig á hey-
sátunum.
DAGBÓK
BARWWV..
Þýtur í skóginum
— Eftir Kenneth Grahame
3. kafli — STÓRISKÓGUR
I hólnum eðaþústinni, sem í fyrstu hafði bara virzt
snjóskafl, var lítil en sterkleg hurð, máluð dökk-
græn. Við hliðina á henni hékk bjöllustrengur og
fyrir neðan hann koparskjöldur þar sem á stóð
skrifað með upphafsstöfum :GREIFINGINN.
MoTdvarpan datt á bossann af einskærri undrun og
hrifningu. „Rotta,“ hrópaði hún. „Þú ert alveg ein-
stök. Það má nú segja. Nú skil ég allt. Þetta gaztu
ráðið af hugvitssemi þinni, alveg frá því ég datt og
skar mig í fótinn og þú leizt á sárið og um leið sagðir
þú við sjálfa þig: „Spaði,“ og svo fórstu að leita og
fannst einmitt spaðann, sem ég hafði skorið mig á.
En ætli þú hafir látið þar við sitja? Ónei. Sumir
hefðu áreiðanlega látið það gott heita. En öðru máli
er að gegna um þig. Hugsanir þínar runnu í beinu
framhaldi af því fyrra: „Bara að ég f.yndi nú dvra-
mottu,“ segir þú við sjálfa þig. „Þá væri komin
sönnun fyrir því, sem ég held.“ Og auðvitað fannst
þú mottuna. Þú ert svo gáfuð, að ég held, að þú gætir
fundið, hvað sem þér dytti í hug. „ Jæja,“ segir þú við
sjálfa þig, „dyrnar eru hérna einhvers staðar. Það er
alveg áreiðanlegt. Nú er aðeins eftir að finna þær.“
Ég hef lesið um hvílíkt í bókum, en aldrei upplifað
slíkt. Þú ættir að fara þangað, sem hæfileikar þínir
eru metnir að verðleikum. Þeir gætu farið til spillis
hér innan um okkur. Ó, bara að ég hafði heilabúið
þitt, rotturófa."
„En þar sem svo er ekki,“ sagði rottan dálítið
hvassyrt, „þá býst ég við að þú ætlir að láta þér
nægja að sitja hér úti í snjónum í alla nótt og tala.
Stattu strax upp og togaðu í bjöllustrenginn þarna
og hringdu eins og þú getur á meðan ég ber að
dyrum.“
Þarna biðu þær, moldvarpan og vatnsrottan, við
dyrnar hjá greifingjanum. Þær stöppuðu fótunum f
snjóinn, því þeim var kalt og biðin var löng. Loks
heyrðu þær hægt og silalegt fótatak nálgast að
innan. Moldvarpan hafði orð á því við rottuna, að
engu væri líkara en sá sem væri að koma, væri í allt
FRAMHALÐ55AGAN
of stórum.inniskóm með bældum hælkappa. Þetta
var skarplega athugað, því það reyndist rétt vera.
Svo heyrðu þær, að slagbrandi var skotið frá,
dyrnar opnuðust lítið eitt, svo að sá á langt nef og
syfjuleg augu.
„Ef þetta kemur fyrir aftur,“ sagði önug og tor-
tryggin rödd, „þá verð ég mjög reiður. Hver er það
eiginlega, sem leyfir sér að ónáða slíka óveðursnótt?
tJt meðsprokið."
„Ó, greifingi," hrópaði rottan. „1 hamingjunnar
bænum hleyptu okkur inn. Það er ég, rottan og
vinkona mín, moldvarpan. Við villtumsti f hríðinni."
„Hvað er að heyra? Ert þetta þú, rotta?“ sagði
greifinginn og hafði nú alveg breytt um málróm.
„Komið þið inn, báðar tvær. Þið hljótið að vera
úrvinda. Að hugsa sér annað og eins. Villtust þið í
hríðinni? Og það í Stóraskógi um hánótt. Komið þið
inn fyrir.“
Þær hrösuðu hvor um aðra í ákafanum að komast
inn og heyrðu dyrnar lokast á eftir sér.
Ef þú litar alla reitina, sem merktir eru með punkti. þá
verður útkoman mynd af dýri. Hvaða dýr er það?
Smáfólk
PEANLÍTS
I TK0U6HT THEY U)EKE LIKE
MAVPE, HQO KNOU), THE 6EAUTIFUL
PEOPLE í HAÍ ALLTHEY EVER
po 1$ luatch tv 'í
AMD ITH0U6HT THEV'P HAVfe A
NICE GVE5TC0TTA6E..HA! IT
L00K5 MOKE LIKE A V06 HOl&E!
I EVEM HADTO 5HARE IT
CJlTH THAT FVMNY-L00KIM6
K10 WITH THE Bl6 N05E!
1) Ég hélt, að það yrði heil-
mikil lífsreynsla að búa
heima hjá Kalla.
2) Ég hélt, að þau væru eins
og, kannski, þú skilur, dýrð-
lega fólkið! HA! Allt og
sumt sem þau gera er að
horfa á SJÖNVARPIÐ!
3) Og ég hélt, að þau ættu
fallegan gestaskála. HA-HA!
Ilann er nú líkari hunda-
kofa. Ég varð meira segja að
búa þar með einkennilega
krakkanum með stóra nefið!
I 5UPP05E H00 REALLY) 5T0P
CAN‘T 6LAME ŒOCK (CALUH&
FORUHATWTHOUÖHT, ME
can Hoo,eiR?
4) Ég býst við, að þú getir
ekki kennt Kalla um það,
sem þú hélzt, herra, eða
hvað? Hættu að kalla mig
„herra“.
FERDIN4ND
jn)nj)s :usn«i