Morgunblaðið - 01.11.1973, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1973
17
Skáld frá
Fœreyjum
Rœtt við Jens
Pauli Heinesen
JENS Pauli Heinesen er skáld f
Færeyjum. Þau eru ekki mörg
skáldin þar, ekki frekar en á
íslandi. Flest eru líka eitthvað
annað, — rennismiður, bóndi,
sjómaður, skrifstofumaður. En
Jens Pauli er „bara“ skáld. Það
hefur verið talið nógu erfitt að
vera „bara skáld“ á Islandi. En
einhvern veginn þrffast þau við
erfiðar aðstæður, og jafnvel
dafna. Lftiðsvigrúm veitir visst
aðhald, sem sumum er nauð-
synlegt. Það þarf að kreppa að
andanum. En þá verða skáldin
að grípa til sinna ráða. „Eg var
kennari þar til fyrir þremur
árum,“ segir Jens Pauli, „en þá
hætti ég því alveg. Sfðan hef ég
bara verið ritöfundur. En
konan mfn vinnur. Maður getur
ekki lifað af því að skrifa f
Færeyjum.“
Morgunblaðsmaður hitti Jens
Pauli stuttlega að máli fyrir
skömmu, er hann var staddur
hér á landi til að fylgja úr hlaði
fyrstu bók sinni, sem birtist á
erlendu máli. Það er Almenna
bókafélagið sem gefur út smá-
sagnasafnið „Gestur" eftir Jens
Pauli, og hún er, þótt undarlegt
megi virðast, önnur bókin, sem
þýdd hefur verið úr færeysku
yfir á íslenzku. William Heine-
sen skrifar á dönsku eins og
kunnugt er, en þeir Jens Pauli
munu vera einu mennirnir í
Færeyjum sem kallast geta því
ábúðarmikla nafni „atvinnurit-
höfundar.“
Og Ijóst er að Jens Pauli
Heinesen er smátt og smátt að
festa sig í sessi sem slíkur. Það
hefur þó engan. veginn gerzt i
einu vetfangi. Hann er búinn
að vera skrifandi frá því hann
var smápatti, að eigin sögn, og
hefur gegnum tíðina sent frá
sér 10 bækur og eitt leikrit, og
enn er hann ungur að árum.
Þótt ,,Gestur“ sé fyrsta bókin,
sem þýdd er á erlent mál eftir
hann, hafa smásögur hans birzt
ein og ein á dönsku, sænsku og
ensku. Og leikritið hans „Uppi í
eini eikilund" var flutt hér á
landi ekki alls fyrir löngu af
færeyskum leikurum.
Hvernig er það þá að vera
,,bara“ skáld núna? „Mjög
gott“, segir Jens Pauli, „og
bezta starf sem ég get hugsað
mér. Raunar það eina.“
Hitt er þó annað mál, hvernig
það passar inn i umhverfið að
vera rithöfundur. „Færeyingar
sýna bókmenntum ekki sama
áhuga og íslendingar. Þar er
mikill munur á. Af hverju? Ég
veit það varla. Þeir hafa ekki
ykkar gömlu, sterku bók-
menntahefð. En áhugi þeirra
vex hins vegar með hverju ári.
Ég hef fulla ástæðu til að vera
bjartsýnn, og er alveg staðráð-
inn í að einbeita mér áfram að
ritstörfum."
Hann segir, að það vanti
einna helzt virka bókmennta-
umræðu f Færeyjum, daglega
þátttöku og innlifun almenn-
ings í það, sem á döfinni er í
færeyskum sem erlendum bók-
menntum. „Það er til dæmis
allt of lítið um bókmenntaleg
efni og umræður í blöðum og
útvarpi. Fyrir mér er það alveg
nýtt, að maður komi og biðji um
viðtal við mig. Eða ljósmyndari
til að taka mynd. En einnig
þetta er að koma. Ég er bjart-
sýnn.“
Jens Pauli segir að raunar
hafi færeyskir rithöfundar með
sér félag, og í því eru um 50
manns. En þarna eru taldir með
þýðendur og kennslubókahöf-
undar og fleiri, sem ekki starfa
beinlínis að listrænni sköpun.
Jens Pauli gefur út sinar
bækur sjálfur. Hann fær að
vísu einhvern styrk frá stjórn-
völdum, en það nægir ekki. „Ég
borga tapið sjálfur. Þetta ber
sig ekki strax, en hins vegar
gerir það það smám saman, —
t.d. eftir 10 ár.“ Nú síðast sendi
hann frá sér stóra skáldsögu,
„Fræni eitur draumurinn".
Hún kom út í vor á hans eigin
kostnað, prentuð á íslandi.
Hann er ekkert að hafa mikið
fyrir því, að stilla sér upp sem
einhverjum ákveðnum ista,
hefur ekki á hraðbergi neina
þaulhugsaða skilgreiningu á
stöðu sjálfs sín í hinum og þess-
um ismum og hefðum innan
bókmenntanna. Hann skrifar
eins og honum er eðlilegt. „Ég
rita auðvitað með færeyska
hefð og færeyskt umhverfi í
bakgrunni, en ég lyfti því í al-
þjóðlegt, eða öllu heldur
f almannlegt samhengi.
Færeysk bókmenntahefð er
ekki auðgreind sem
slík. Innan bændaskáldskapar-
ins rúmast nokkurn veginn
allra handa rithöfundar, —
módernistar, realistar o.s.frv.
Hins vegar er ekki það mikið
skrifað af óbundnu máli, að það
sé tímabært að tala urh isma.
Sjálfur skrifa ég um nútímann,
en ég er samt ekki módernisti í
eiginlegum skilningi. Ég geri
ekki tilraunir með stíl og form.
Mér finnst ég hafa svo mikið að
skrifa um, að ég hef einfaldlega
ekki tíma til slíkrar tilrauna-
starfsemi. Það er alger lúxus í
Færeyjum."
Og efniviðinn sækir hann í
sitt nánasta umhverfi. „Margar
af þeim sögum, sem ég skrifa,
Jens Pauli Heinesen, og eigin-
kona hans, Maud. (Ljósm.
Mbl.: Sv. Þorm.)
eru um mig sjálfan. Aðrar eru
um allt milli himins og jarðar í
færeysku mannlífi, — um það
sem ég þekki bezt. Ég skrifa þó
ekki mjög mikið um sjómanna-
lif. Eg hef aldrei verið sjó-
maður. Auðvitað þekkja allir
Færeyingar sjómennsku, og
bræður mínir og mestöll
móðurætt hafa stundað hana.
En égþekki hana ekki af eigin
reynslu og því skrifa ég ekki
mikið um hana. Hins vegar veit
ég allt um hvernig það er að
vera bóndi. Faðir minn var
bóndi. En það eru svo til allar
hliðar á lifinu í Færeyjum, sem
verða mér að efniviði."
Hann kveðst ekki rita bein-
línis um Færeyjar utan frá eins
og Halldór Laxness gerir titt
um ísland. „Laxness er meiri
satíristi en ég get orðið. Þó er
ekki að efa, að Færeyingar
hefðu gott af slíkri meðferð."
En nú er Jens Pauli Heinesen
með hugann við bókina, sem út
er komin á íslenzku, og hann
sagðist gleðjast mjög yfir þessu
tækifæri. Bókin „Gestur" er úr-
val smásagna, bæði eldri og
yngri. Hann valdi þær sjálfur
úr þremur bókum. Jens Pauli
og Maud kona hans segjast
bæði vera mest hissa yfir því
hversu ólík viðbrögðin við
hinum ýmsu sögum eru hjá
Færeyingum og Islendingum.
„Islendingar virðast veita allt
öðrum sögum og allt öðrum
atriðum innan hverrar sögu at-
hygli en Færeyingar. Þeir virð-
ast velta öðrum hlutum fyrir
sér. Þetta þótti mér mjög furðu-
legt. Ef tslendingur hefði valið
sögurnar í bókina hefði það lfk-
ast til orðið allt önnur og ger-
ólfk bók.“
Og hann ætlar að sjálfsögðu
að fylgjast spenntur með við-
tökum þeim sem „Gestur" fær
hér á landi. „En ég ætla heim á
morgun,“ segir Jens Pauli
Heinesen og brosir, „— á
undan skandalnum.“
— a. þ.
BRUGÐIÐ Á LEIK
Jón Dan:
ATBURÐIRNIR A STAPA.
Að mestu skráð eftir frásögn
Sigurðar Karelssonar.
Skáldsaga.
Almenna bókafélagið, september
1973.
JÖN DAN kvaddi sér hljóðs árið
1956 með smásagnasafninu Þytur
um nótt. Bókin skipaði honum á
bekk með listrænustu smásagna-
höfundum okkar og enn held ég
að óhætt sé að fullyrða að Þytur
um nótt sé besta bók hans. Skáld-
sögurnar Sjávarföll (1958) og
Tvær bandingjasögur (1960) létu
ekki nema að litlu leyti þær vonir
rætast, sem menn bundu við Jón
Dan. En vandvirkni hans var aug-
ljós og ekki drógu menn í efa
sérkenni hans í íslenskum sagna-
skáldskap.
Ljóðabókina Berfætt orð sendi
Jón Dan frá sér 1967, auk þess
fékkst hann við leikritagerð með
nokkrum árangri, en sagna-
gerðina virtist hann hafa lagt á
hilluna. Það er þvf lesendum Jóns
Dan fagnaðarefni að fá í hendur
nýja skáldsögu eftir hann.
Atburðirnir á Stapa heitir sagan
og kom út í byrjun hausts.
Atburðirnir á Stapa sver sig í
ætt við hrekkjasögur, hinar svo-
nefndu píkareskur. Slíkar sögur
Jón Dan
taka ekki mið af veruleikanum
nema að vissu marki. Það, sem
mestu máli skiptir, er að koma
lesandanum á óvart með skemmti-
legri uppáfinningasemi, jafnvel
skrípalátum. En til þess að halda
athygli lesandans vakandi þarf
hið ótrúlega að verða trúlegt
innan marka sögunnar. Bestu sög-
ur af þessu tagi, eins og til að
mynda Lazarus frá Tormes,
Birtingur og Don Quijote, hafa oft
merkilegan boðskap að flytja,
siðareglur eða heilræði þrátt fyrir
allt skopið.
Menn munu sjálfsagt hafa
gaman af að ráðatáknmál Atburð-
anna á Stapa. Að mínu viti f jallar
Jón Dan í sögunni um hið kynlega
sambland þjóðtrúar og veruleika,
Islendingseðlið, eins og okkur er
títt að skilgreina það. Stapajón er
það afl sögunnar, sem allt snýst
um. Hann er fjölkunnugur,
sveipar um sig dularhjúpi, en er
fyrst og fremst maður klókinda.
Hann er hinn slóttugi einstakl
ingur, sem hefur sitt fram með
góðu eða illu. Trúverðugur er
hann að sjálfsögðu ekki, enda
höfundurinn ekki að skrifa
raunsanna þjóðlífslýsingu, heldur
er það tilgangur hans að leiða
lesandann inn í furðuheima
ímyndunarinnar.
Stapajón á mikla kostakú,
Dumbu, sem auðvitað er af
sækúakyni. Dag nokkurn er
Dumba horfin. Stapajón leggur af
stað að leita hennar. Hann lendir
í ævintýrum ásamt Jónistrák, syni
sínum. Dumbu finnur hann ekki,
en í staðinn stúlkuna Kýrunni,
sem hann heldur fram, að sé
Dumba í álögum. Tilraunir Jóns
til að losa stúlkuna úr álögunum
er með því kostulegasta í sögunni.
Þáttur heimilisfólksins á Stapa,
Sigurlaugar húsfreyju, Alfinnu
gömlu, vinnumannsins Sigurðar
Karelssonar og Jónsstráks, er á
margan hátt eftirminnilegur, en
sjálfur er Stapajón jafnan mið-
punktur sögunnar. Málleysi
stúlkunnar á sér eðlilegar orsakir.
Við brottför hennar fellur allt í
ljúfa löð á Stapa, þeir feðgar fara
i mógrafir og Stapajón leikur á
als oddi.
Margir skemmtilegir kaflar eru
í þessari sögu. Til dæmis þeir,
sem greina frá hinu óstjórnlega
gosdrykkjaþambi Jónsstráks,
fundi þeirra Stapajóns og Sigga
sögu í öldurhúsi iKyljuvík, hvarfi
protúgölsku prinsessunnar,
innreið sömu prinsessu, og
þannig mætti lengi telja.
Atburðirnir á Stapa er fljótlesin
bók, þótt hún sé í lengra lagi.
Lesandann fýsir að fá botn íþessa
kátlegu furðusögu. En því er ekki
að neita, að umbúðirnar eru oft í
meira lagi hjá höfundinum,
söguna hefði mátt stytta töluvert
án þess að komið hefði að sök.
Sjálfur klæðist höfundurinn
gervi sögumanns og fær þar að
auki Sigurð nokkurn Karelsson
til þess að vitna um kynni sín af
Jóni. Þetta gefur höfundinum
aukið svigrúm, en er að mínum
dómi vafasamur ávinningur.
Eins og fram hefur komið í
þessari umsögn, las ég Atburðina
á Stapa mér til skemmtunar. Jón
Dan er kunnáttusamur höfundur,
og það kemur vel fram í bestu
köflum þessarar skáldsögu. En
Atburðirnir á Stapa boða ekki
nein tíðindi í skáldsagnagerð Jóns
Dan. Hér er um millibók að ræða,
glettinn leik þjálfaðs rithöfundar,
sem hiýtur að hafa upp á meira að
bjóða vilji hann af alvöru leggja
eitthvað verulegt af mörkum til
skáldsagnagerðar samtímans.