Morgunblaðið - 01.11.1973, Qupperneq 22
&
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1973
t
|
'•ginkona mín, móðir og tengdamóðir
SIGRÚN BERGLJÓT
ÞÓRARINSDÓTTIR,
lezt að Hrafnistu að morgni 3 1. október sl.
Guðmundur Jónsson,
Helga Sigfúsdóttir, Már Jóhannsson,
Dóra Sigfúsdóttir, Trausti Thorberg Óskarsson,
Inger Sigfúsdóttir. Jónas Jónsson.
t
L ginmaður minn og faðir okkar
JÓN JÓHANNESSON,
frá Klettstíu,
sem andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 26. október, verður
■ rrrðsunginn frá Hvammskirkju i Norðurárdal, laugardaginn 3. nóvem-
bor kl 2, Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 10 sama
dag
Sæunn E. Klemensdóttir og synir.
t
F.ginmaður minn
GUÐNI JÓNSSON,
skósmiður
' rður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. nóv. kl. 1.30 e.h.
Margrét Lýðsdóttir
t
1 jartkær eiginkona mín, móðir og amma okkar
BIRNA GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR,
Heiðmörk 48, Hveragerði
er andaðist að heimili sinu, mánudaginn 29 okt, verður jarðsungin frá
Kotstrandarkirkju, laugardaginn 3 nóv kl. 1 4 00
ætaferð verður frá BSÍ k! 1 2 45.
Sigurður Auðunsson,
Auður Agnes Sigurðardóttir
og barnabörn.
r
i
■i
| '!->kkum innilega samúð og vinsemd við andlát og útför systur okkar
SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR.
Jóna Jónsdóttir, Sigurður Jónsson,
Gunnar Jónsson.
H
«c:
itkkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður minnar,
. gdamóður og ömmu
FRÚ JÓHÖNNU ÞORSTEINSDÓTTUR
Hátúni 4, Reykjavík.
Ragnhildur Helgadóttir,
Bolli B. Thoroddsen,
Helgi Bollason.
t
ö*l-im, sem hafa auðsýnt okkur vinarþel og samúð við fráfall eigin-
n. ^ins míns, föður, tengdaföður og afa,
EINARS PÁLSSONAR,
skrifstofustjóra,
Lynghaga 1 5,
'• Jkkum við af heilum hug og biðjum ykkur Guðsblessunar.
Guðlaug Á. Valdimars
Valdimar Einarsson Þórdís Richter
Einar Páll Einarsson Edda S. Erlendsdóttir
Hildur Einarsdóttir Örn Kjærnested
og barnaborn
Minning:
Jens E. Nikulás-
son, Svefneyjum
F. 21.mal 1899 hafa haft gaman af sjóferðum og
D.18okt. 1973
UTI á Breiðafirði er lítil byggð,
sem á breiðfirzku máli er nefnd
Vestureyjar. Þar verða vornætur
fegurri en ég hef séð annars
staðar, fuglakliður vorsins
ómþýðari, og hann þagnar jafnvel
ekki alveg að vetrinum, því að
tjaldurinn og hávellan halda vit-
und manna um vorið vakandi i
hverri hláku vetrarins. Þar er
grasið grænna en annars staðar,
sólin vermir öðruvísi, og jafnvel
skýin á loftinu hafa annansvip en
á öðrum stöðum frá mínum
bæjardyrum séð. Sem sagt i einni
setningu: Þetta eru æskustöðv-
arnar.
Þessi orð, sem ég skrifaði einu
sinni, er ég minntist æskustöðv-
anna, koma mér í hug, er ég minn-
ist Jens E. Nikulássonar í Svefn-
eyjum, og ber þar tvennt til. 1
fyrsta lagi hef ég fáum mönnum
kynnzt, sem bundnir eru átt-
högum sinum traustari böndum
en hann, og í öðru lagi var Jens
einn af þeim mönnum, sem sett
hafa svo mikinn svip á umhverfi
sitt um margra áratuga skeið, að
unglingum, sem vaxa upp í ná-
grenni slíkra manna, finnst þeir
vera svo tengdir minningum um
átthagana, að það verður allt ein
órofa heild.
Þegar slíkir menn falla í valinn,
eru því höggvin skörð, sem aldrei
er hægt að fylla aftur í hugum
okkar. Þess vegna drúpir eyja-
byggðin okkar fagra höfði í dag
með þökk og virðingu.
Jens Elías Nikulásson er fædd-
ur í Hvallátrum á Breiðafirði 21.
maí 1899. Hann var einkabarn
hjónanna Klásínu Guðfinnsdóttur
og Nikulásar Jenssonar. Hann ólst
upp á heimili foreldra sinna í
Sviðnum á Breiðafirði við leik og
störf, sem til falla í eyjum, bæði á
sjó og landi. Hann mun snemma
t
Elskulegur eiginmaður, faðir,
sonur og bróðir
SVANUR EYLAND
AÐALSTEINSSON,
Ferjubakka 1 6
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni, föstudaginn 2. nóv. kl.
13.30.
Hjördís Jónasdóttir,
Þráinn Ómar Svansson,
Berglind Svansdóttir,
Brynjar Svansson,
Óðinn Svansson,
Anna Guðjónsdóttir,
systkini og aðrir aðstandendur.
t
JÓN HALLUR
SIGURBJÖRNSSON
Fyrrv. framkvæmdastjóri
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 2. nóvember
kl. 15
Kristín Karlsdóttir
Dómhildur Jónsdóttir
Pétur Ingjaldsson
Karl Ómar Jónsson
Ólöf Stefánsdóttir
og barnabörn
t
Sonur okkar,
ÞÓRÓLFURÞORLÁKSSON
Eyjahólum,
verður jarðsunginn frá
Skeiðflatakirkju laugardaginn 3.
nóvember kl 2 slðdegis,
ingibjörg Indriðadóttir
Þorlákur Björnsson
tekið vel eftir, hvar hann fór, því
að síðar varð hann einn með
leiðarglöggari mönnum á Breiða-
firði, og var oft til hans leitað,
þegar leiðbeina þurfti bátum á
I ferðum þeirra um norðanverðan
fjörðinn, þar sem skerjótt er og
vandratað. Avallt leysti hann þau
störf vel af hendi.
Framan af ævi hans voru ára-
bátar einu farartækin í eyjunum,
en þegar vélar fóru að koma, mun
Jens hafa verið fyrstur bænda i
Vestureyjum til að láta vél í bát
sinn. Jens tók við búi í Sviðnum
árið 1931 að föður sfnum Iátnum
og bjó þar til ársins 1956, en þá
brann bærinní Sviðnum til
kaldra kola. Þetta gerðist í ágúst,
og var heimilisfólkið allt við
heyskap í úteyjum. Þetta var
mikið áfall fyrir Jens og Nikulás,
son hans og fjölskyldur þeirra, en
Nikulás var þá farinn að búa í
Sviðnum ásamt föður sinum.
Fólkið dvaldi í Reykjavík vetur-
inn eftir. Ekki varð að ráði að
byggja upp aftur f Sviðnum, og
hafa Sviðnur ekki verið í byggð
síðan.
Vorið 1957 keypti Jens jörðina
Svefneyjar, sem þá var til sölu, og
árið eftir hófu þeir feðgar búskap
f Svefneyjum og nytjuðu einnig
Sviðnur og Bjarneyjar. Þar bjó
Jens síðan til dauðadags.
Arið 1935 kom Dagbjört
Andrésdóttir á heimili Jens, og
hefur hún verið lífsförunautur
hans síðan. Þau eignuðust einn
son, Nikulás, sem áður er getið og
býr nú í Svefneyjum. Dagbjört
átti tvo syni áður: Ragnar bónda í
Hraunhálsi í Helgafellssveit og
Magnús bónda á Kljá í sömu sveit.
Dagbjört hefur verið Jens góð
kona og, nærgætin. Það þekki ég
vel. Og traust mun hún hafa
reynzt í veikindastríði hans síð-
ustu mánuðina, þegar mest á
reyndi, er hann lá á sjúkrahúsinu
í Stykkishólmi. Hafi hún þökk og
virðingu fyrir það. Jens andaðist
á spítalanum í Stykkishólmi 18.
október.
Þessi fátæklegu orð mín verða
ekki nein tæmandi frásögn á ævi-
ferli og störfum Jens Nikulás-
sonar, aðeins fáein kveðjuorð.
Eins og nærri má geta, hefur
hann tekið þátt f félagsmálum
sveitar sinnar á sinni löngu ævi.
Hefur hann meðal annars setið
löngum í hreppsnefnd og sómt sér
þar vel.
Jens var greindur vel og hafði
gaman af lestri góðrá bóka. Hann
var sérlega ræðinn og skemmti-
legur í viðræðum. Glaðlegur var
hann í viðmóti og barngóður.
Hann var bjartsýnismaður, en
skapfastur og ákveðinn í skoð-
unum og hélt á málum af festu, ef
því var að skipta. Hann var sér-
lega góður nágranni, bóngóður og
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför
GUÐJÓNS GÍSLASONAR
Girnli I GarSi.
Valdis Jónsdóttir,
systkini hins látna
og aSrir vandamenn.
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð og vinarhug við andlát og
útför systur minnar og móður-
systur
RAGNHILDAR
MAGNÚSDÓTTUR
Fyrir hönd aðstandenda
Marin Magnúsdóttir,
Júliana Mathiesen.
hjálpsamur. Hann var höfðingi
heim að sækja og gleðimaður í
góðra vina fagnaði eins og sagt er.
Að lokum ætla ég að ávarpa
Jens nokkrum orðum í kveðju-
skyni og minnast örfárra atvika af
svo ótal mörgum, sem í hugann
koma.
Góði vinur. Margs er að minnast
að leiðarlokum frá liðnum dögum.
Ég minnist þín, er þú komst sem
gestur á heimili okkar hjónanna
og heimili foreldra minna. Þá
skildir þú alltaf eftir þig hlýju og
ánægju, og handtakið þitt var
þannig, að manni leið alltaf vel
eftir það. Ég minnist þín, er ég
kom gestur á heimili ykkar Dag-
bjartar. Þar ríkti einlæg gestrisni
og höfðingsskapur, og umræðu-
efnin voru óþrjótandi, svo að við-
staðan varð oft lengri en ætlað
var í byrjun.
Ég minnist þess, er þú stýrðir
báti þínum milli eyjanna í dimm-
viðri og náttmyrkrum af þinni
alkunnu glöggskyggni og ratvísi.
Ég minnist þess, er við reyndum
að koma til hjálpar, er heimili þitt
í Sviðnum stóð í ljósum logum.
Það vissi ég, að var þér þung
raun. En ég gleymi því aldrei,
hvernig þú tókst á móti okkur,
þegar við komum, með sömu hlýj-
unni og glettninni og þú varst
vanur. Ég verð þér alltaf þakk-
látur fyrir þann tíma, sem þú
dvaldir á heimili foreldra minna
eftir brunann. Þá var oft glatt á
hjalla, því að þú hafðir svo gott
lag á að ýta erfiðleikunum til hlið-
ar af og til, þó ekki væri nú létt
fyrir fæti þá dagana. Ég minnist
þess, er þú varst beðinn bónar,
svo sem að fara ferðir eða annað,
hvað þú varst alltaf boðinn og
búinn til hjálpar. Það var alltaf
gert af fúsum vilja, en aldrei með
tregðu. Eg mun minnast þín sem
góðs nágranna og vinar, sem setti
svip á umhverfið og flutti með sér
góðvild og hlýju milli manna.
Blessuð sé minning þín.
Eg sendi Dagbjörtu og Nikulási
og öllu þeirra fólki hjartanlegar
samúðarkveðjur og vona, að
minningin um góðan dreng verði
þeim styrkur i framtíðinni.
Danfel Jónsson,
Dröngum.
Leiðrétting
I FYRIRSÖGN á minningargrein
um Önnu Margréti Halldórs-
dóttur urðu þau mistök hér 1
hlaðinu í gær, að Margrét var
sögð Stefánsdóttir. Þessi leiðu
mistök leiðréttast hér með.
JflorStmMiilíiiía
margfnldor
markað uðar
«zné