Morgunblaðið - 01.11.1973, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR/1. NÓVEMBER 1973
fclk
í
fréttum
Danny Kaye brá sér upp á hljómsveitar pallinn á dögunum og stjórnaði fsraelsku
filharmónluhljómsveitinni á tónleikum f Tel Aviv til ágóða fyrir styrktarsamtök hermanna.
Að gera það sem ekki má!
Nori litla — gerir það sem ekki
má!
Nori litla er aðeins fjögurra ára
gömul og þess er vart að vænta, að
börn á þeim aldri séu vel að sér í
boðum og bönnum hirðsiðanna.
Þegar foreldrar Nori litlu,
Akihito krónprins Japans og
Michiko prinsessa, héldu frá
Tókýó I tíu daga opinbera heim-
sókn til Spánar, smellti Nori litla
kossi á kinn móður sinnar, fyrsta
keisaralega kossinum opinber-
lega.
Þótt keisarafjölskyldan komi
einstöku sinnum fram f sviðsljós-
ið — keisaraynjunni Nagako var
nýlega leyft að halda sýningu á
vatnslitamyndum sínum — þá
lætur fjölskyldan úrkynjaða vest-
urlandasiði, eins og að kyssast á
almannafæri, alveg eiga sig. En
framtak Nori litlu virtist vera
smitandi, því að við komuna til
Madrid gekk Michiko prinsessa að
spænska prinsessunni Soffiu og
kyssti hana á kinnina.
KEITH DÆMDUR
Keith Richard, gítarleikarinn
Rolling Stones, sem nú er orðinn
29 ára að aldri, var á dögunum
dæmdur til greiðslu 205 sterlings-
punda sektar (rúm. 41 þús. ísl.
krónur) vegna meðferðar fíkni-
efna og skotvopna. Þýzk vinkona
hans, Anita Ðallenberg, fékk skil-
orðsbundna frávísun fíkniefna-
brots síns, en svissneski skemmti-
krafturinn prins Jean Stanislas
Klossowski, sem handtekinn var
um leið og hjúin í júní sl. á
heimili Keiths í London, verður
látinn sæta þyngri dómi fyrir brot
sitt.
PABLO CASALS OG
POPPIÐ
Þegar poppið varð fyrst vinsælt
hafði Pablo Casals þetta um það
að segja: „Það gerir mig dálítið
dapran. Ekki vegna tónlistar-
innar, sem mun lifa, þegar allt
þetta er gleymt. Heldur vegna
þessa aumingja fólks, sem verður
að hlusta á þennan hávaða þangað
til..."
Casals, sem lézt fyrir skömmu,
96 ára að aldri, æfði sig á hverjum
degi: „Ég held áfram á æfa mig
vegna þess að ég held, að mér sé
að fara frarn."
Visnasöngvarinn Burl Ives
missti eitt sinn af Casals, er þeir
ætluðu að hittast, elti hann að
hóteli hans og söng fyrir neðan
gluggann hans „Big Rocky Candy
Mountain". Casals beið þar til
Ives var búinn, teygði sig þá í
sellóið og svaraði með því að leika
kaf la úr Bach-sónötu.
I Þýzkalandi lék Casals á
Beethoven-hátíð í Beethoven-
húsinu, þar sem aðeins voru
sæti fyrir 50 áheyrendur. Pablo
Casals neitaði að láta færa tón-
leikana yfir í stærri sal. „Tón-
leikarnir eru til heiðurs
Beethoven," sagði hann, „ekki
mér.“.
ást er....
í BÍÓ Á BYLTINGARDAGINN
átti á gerast, missti Sadat á ein-
hvern hátt af undirbúningsorð-
sendingunni og eyddi kvöldinu í
kvikmyndahúsi. Þegar hann loks
komst að því, hvað var að gerast,
voru höfuðstöðvar Farúks í Kaíró
þegar fallnar. Samt sem áður var
Sadat valinn til að tilkynna um
valdatökuna I Kaíró-útvarpið...
Hann hefur löngum verið
áhugasamur borðtennisleikari. Er
hann var í heimsókn á Bandaríkj-
unum fyrir nokkrum árum, rölti
hann í gegnum fornbókasölur og
keypti heildarsafn ritverka Zane
Grey (sögur úr villta vestrinu!).
Einn fréttamanna Time sendi
fréttir frá Israel:
I bráðabirgðaframvarðarstöðv-
um innan landamæra Sýrlands
hittum við Chaim Topol — kvik-
myndastjörnuna, sem lék Tevje
mjólkurpóst í myndinni Flðlaran-
um á þakinu. Um leið og stríðið
h ''st, flýtti Topol sér heim frá
don til að bjóða sig fram til
arfa. Hann var skipaður fylgd-
armaður erlendra fréttamanna.
Hermennirnir, sem hópuðust
kringum leikarann, urðu ekki
fyrir vonbrigðum. „Ég fór með
nokkra fréttamenn út í Sinai um
daginn," sagði hann glottandi við
mennina. „Þegar við nálguðumst
skothríðina, sagði einn þeirra, að
hann þyrfti að fara aftur til Tel
Aviv, því að hann væri að verðaof
seinn að senda fréttir." Hermenn-
irnir hlógu.
Þegar regntíminn stendur yfir f Kólombfu, þarfnast menn eínhvers
konar þægilegra farartækja — til að losna við að plampa um f forinni
— og ef bfll er ekki til reiðu, koma asni og regnhlíf alveg jafnt að
gagni, eins og drengirnir tveir sýna og sanna.
Strfð Israelsmanna og Araba
hefur að sjálfsögðu skipað hæstan
sess í skrifum fréttatímarita eins
og Time og Newsweek. I tengslum
við frásagnir af átökunum sjálf-
um og stjórnmálatogstreitunni að
baki þeirra hafa tímaritin einnig
fjallað nokkuð um ýmsa þá
merkismenn, sem mjög eru nú i
sviðsljósinu.
Time segir í nýlegu tölublaði
nokkuð frá ævi Sadats, forseta
Egyptalands, og skulu hér tíndir
til nokkrir molar úr þeirri frá-
sögn:
I siðari heimsstyrjöldinni var
Sadat fangelsaður sem pólitískur
undirróðursmaður, eftir að tvær
fáránlega klaufalegar ráðagerðir
um að smyglafyrrverandi egypzk-
um hershöfðingja til Þjóðverja
höfðu misheppnazt. Fyrst bilaði
bíllinn, sem nota átti við undan-
komuna, síðan hrapaði flugvél,
sem nota átti við flóttann, í flug-
taki. Asamt tveimur njósnurum
nasista, sem voru samstarfsmenn
hans í málinu, var Sadat svikinn
af magadansmey og handtekinn
Ásamt öðrum mynduðu Sadat
og Nasser kjarnann í þvi, sem
varð Nefnd frjálsra foringja, sem
að lokum vék Farúk konungi frá
völdum árið 1952. Þrátt fyrir
ákafa andstöðu við konungdæm-
ið, missti Sadat næstum því af
valdaráninu. Kvöldið, sem það
...aö hlusta á
frœgðar sögurnar
hans úr golfinu
afáhuga
ITm Reg U.S. Pot OfL—All ríghit rettrved
C 1973 by lot Angelet Timet
HÆTTA A NÆSTA LEITI — Eftir John Saunders og Alan McWilliams
A SHORT
LATER
TlMEj4 PHEW/ GOLDIE MARKEE
DOESN'T WASTE MONEY
ON FANCY OFFICES /
MAYBE SHE WANTS HER
PLANS TO MAKE A MOVIE
KEPT secret/
I G.M.
-L PwroucTioHS
TEMPORARY
OFFICES J
WALK IN
s *■
Hæ Lee Roy, hvað segirðu um að koma
yfir I íþróttahúsið og spila handbolta?
Ekki I dag drengur, ég á ... mjög mikil-
vægt stefnumót. (2. mynd) Off, Goldie
Markee eyðir ekki peningum I dýrar
skrifstofur. Kannski vill hún halda kvik-
myndagerðinni leyndri. (3. mynd) Sýnið
þolinmæði gott fólk. Goldie Markee mun
tala við ykkur öll. Eitt I einu.