Morgunblaðið - 11.11.1973, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1973.
7
Kvikmyndir
Eftír Björtt Vígní Sígurpálsson
Gatsby mikli
í þriðja sinn í kvikmyndabúning
THE Great Gatsby er vafalaust
sú kvikmynd, sem beðið er með
hvað mestri eftirvæntingu frá
bandarfska kvikmyndaiðnaðin-
um um þessar mundir. Eins og
heitið gefur til kynna er mynd-
in gerð eftir samnefndri sögu
Scott Fitzgerald. Það er Para-
mount kvikmyndafélagið sem
kostar gerð myndarinnar og
hefur kostnaðurinn verið
áætlaður um 6 milljónir dollara
eða röskar 500 milljónir ísl.
króna. Þetta er þriðja kvik-
myndaútgáfan eftir þessari
þekktustu skáldsögu Fitzger-
ald, og þegar ljóst að hún tekur
hinum fyrri langt fram uni
íburð og umfang.
Svo sem kostnaðurinn gefur
til kynna hafa aðstandendur
myndarinnar kappkostað að
vanda til hennar sem mest má.
Þannig er allt gert til þess að ná
auðstéttarandrúmi bandarísks
samfélags á þriðju áratugnum.
I því skyni hefur kvikmynda-
takan að verulegu leyti farið
fram á Rhode Island, þar sem
kvikmyndagerðarmennirnir
fundu sumarhallir auðkýfinga
á borð við þær, sem Fitzgerald
lýsir á Long Island. Sumar-
hallirnar á Löngueyju standa
að vísu enn, en umhverfið hef-
ur tekið slíkum stakkaskiptum
frá því að Fitzgerald reit sögu
sína, að hún reyndist ekki
henta myndinni. Að öðru leyti
fer takan fram í Englandi, þar
sem forráðamenn kvikmynda-
félagsins telja sig geta haldið
kostnaði niðri með því móti.
Annar veigamikill þáttur
fyrir ytri ramma myndarinnar
er tízka þessa tíma. Ekkert
hefur verið sparað í þeim efn-
um. Láta mun nærri að um 1900
alklæðnaðir séu til brúks f
myndinni, og fjöldinn allur af
hárgreiðslumeisturum kemur
einnig við sögu. Telja tízku-
frömuðir ekki ósennilegt, að
myndin eigi eftir að hafa tals-
verð áhrif á mótun tízkunnar á
vorum dögum.
En inniviðir myndarinnar
eru þó þyngri á metunum, og
við fyrstu sýn virðist Para-
mount hafa tekizt allvel upp í
þeim efnum. Það hefur ráðið
brezka leikstjórann
Jay Clayton til að leikstýra
myndinni, en Clayton þessi nýt-
ur mikillar virðingar í kvik-
myndaheiminum, enda hefur
hann á löngum starfsferli verið
viðriðinn alla þætti kvikmynda-
gerðar. Hann státar líka af ýms-
um athyglisverðum kvikmynd-
um, svo sem Room at the Top,
Pumpkin Eater og My mother's
house, og sérlega trúrri og
anrifaríkri kvikmyndaútgáfu
af hinni annáluðu sögu Henry
James — „The Turn og the
Screw“, sem hlaut titilinn
„The Innocent's". Þessi afrakst
ur gefur manni alltént vonir
um, að það sé á færi Claytons að
koma þeim skötuhjúum Catsby
og Daisy þannig til skila, að úr
verði annað og meira en skart á
ytra borði.
Þegar hugmyndin að The
Greath Gatsby var I fæðingu,
fékk einhver snillingurinn hjá
Paramount þá hugdettu að
skipa algjörlega óþekktan leik-
ara í hlutverk Gatsby — og átti
þessi ráðstöfun að undirstrika
leyndardómshjúpinn, sem um-
lykur þennan bruggara, er fest-
1917: Daisy Fay frð Lousiville
stfgur dans við Jay Gatsby, liðs-
foringja... neðri mynd: en sfðan
vfkur sögunni til sumarhalla
auðmanna á Long Island, þar
sem auðstéttin dansar villtan
Charleston f goshrunni.
ir kaup á sumarhöll á Long
Island til að brúa stéttagjána,
sem aðskilur hann og auðsfétt-
arstúlkuna Daisy. Þannig telur
hann sig geta unnið ástir henn-
ar aftur. Fljótlega var þó horfið
frá þessu ráði, aðallega vegna
.þess að þeim Paramount-niönn
um þótti það of djarft fjár-
hættuspil að tefla fram óþekkt-
um leikara í þetta lykilhlutverk
myndarinnar. Clayton fékk þvf
sjálfur að ráða, og hann valdi
Robert Redford f hlutverkið.
Redford hefur hlotið skjótan
frama innan kvikmyndanna, en
hlutverk hans til þessa hafa
flest verið af því tagi að þau
hafa naumast krafizt mikilla
átaka. Verður því fróðlegt að
sjá hvernig honum vegnar í
þessu margslungna hlutverki.
Clayton hefur tröllatrú á Red-
ford. „Hann er kjörinn maður I
þetta hlutverk, “ segir Clayton,
„hefur öll hin réttu persónuein-
kenni.“
Hitt lykilhlutverkið er f
höndum Miu Farrow. Hún var
valin að undangenginni til-
raunaupptöku, og er það eins-
dæmi að jafnviðurkennd leik-
kona hafi áður verið fengin til
slíks eða látið sér það vel llka,
Upphaflega átti Ali McGraw að
fá hlutverk Daisy vegna hjóna-
bandstengsla sinna við
Paramount, en er hjónaband
hennar eins forstjóra Para-
mount fór út um þúfur, hætti
hún við allt saman. Þá var í
fyrstu leitað á náðir Barböru
Streisand og Candice Bergen.
Síðan varð Fay Dunaway fyrir
valinu, og segir sagan að hún
hafi mætt til tilraunaupptöku
með eigin förðunarmann og
hárgreiðslumeistara, og undir-
búið sig í fjóra klukkustundir
fyrir einnar mínútu töku. öll-
um, sem séð hafa hin ýmsu til-
raunaeintök, ber saman um að
Farrow hafi borið þar af. Þó
eru ekki allir á eitt sáttir um
það, hvernig hún samræmdist
þeim hugmyndum, sem gerðar
eru um Daisy, Lois Wilson, sem
fór með hlutverk Daisy I fyrstu
kvikmyndinni árið 1926, finnst
hún of stráksleg. Clayton held-
ur fram hinu gagnstæða;
Farrow sé einkar lagið að tjá
særanlega og brothætta sál.
Kvikmyndahandritið er einn
þátturinn enn, sem valdið
hefur Paramount heilmiklum
heilabrotum og þó nokkru
angri. Félagið réð upphaflega
Truman Capote til að skrifa
handritið, en hafnaði því óðar
og hann hafði lagt það fram.
Copote fór harla frjálslega með
efnið, að því er sögusagnir
herma því að hann gerði sögu-
manni bókarinnar Nick upp
kynvillu og annarri helztu
kvenpersónu lesbískar til-
hneigingar. Capote brást reiður
við, þegar ritsmfði hans var
hafnað og fór í mál. Tókust
sættir á þann veg, að Para-
mount greiddi honum 100
þúsund fyrir vikið. Á endanum
var það Francis Ford Coppola
(handritshöfundur og leik-
stjóri Godfather), sem skrifaði
nothæft handrit og fékk fyrir
það aðeins 50 þúsund dollurum
meir en Gapote fyrir rusla-
körfuhandritið. Handrit
Coppola er sagt I alla staði mjög
sannferðugt og trútt Fitzgerald,
og það haft til marks, að í
myndinni verði ekki nema eitt
rúmatriði.
Þannig er bandarískur kvik-
myndaiðnaður samur við sig.
Nú er að sjá hvort Clayton tekst
að koma viti í öngþveitið og
hvernig stéttaskipting
bandarfsks samfélags á þriðja
áratugnum ásamt villtu garð-
teiti og gosbrunnadansi auð-
stéttar koma brezkum Ieik-
stjóra af millistétt fyrir sjónir.
ÖNNUMST ÝMISS KONAR viðgerðir, glerisetningar, hrein- gerningar, málningu og flísalagn- ir. Útvegum húsdýraáburð í lóðir og leggjum stéttir. Sími 40083. MIÐALDRA KONA óskar eftir 1—2ja herb. íbúð. Húshjálp kæmi til greina. Upplýsingar I sima 71452.
ATVINNA ÓSKAST Kona óskar eftir léttri vinnu t.d. við afgreiðslu, símavörzlu spjaldskrá eða öðru álíka. Sími 71503 sunnudag og mánudag milli kl. 1—3. VOLGAÁRG. 1971 Mjög góður bill til sölu, má borg- ast með 3ja til 5 ára skuldabréfi eða eftir samkomulagi. Simi 16289.
SÖLUTURN Óska að taka á leigu eða kaupa söluturn. Tlb. með uppl. leggist inn á afgr Mbl. fyrir 15. þm. merkt: Góður staður 4565. CITROEN GS árg. 1971, sportbill með svefn- stólum o.fl. Ekinn 22 þús. km. til sölu. Má borgast með 3ja til 5 ára skuldabréfi eða eftir samkomulagi. Simi 16289
LÍTIL2JA HERB. íbúð til leigu með eða án hús- gagna. Tilboð óskast sent Mbl. merkt: „Snorrabraut 1355” Barngóð kona óskast helzt í Breiðholti 1 til að gæta tveggja drengja, 5 ára og 1 'h árs frá 8—1 5.30, 5 daga vikunnar Upplýsingar i sima 85496.
STOFUORGEL (orgel — harmonium) óskast til kaups Uppl. I síma 52949. GOTT STARF. Ung stúlka með stúdentspróf úr máladeild, öskar eftir góðu starfi. Uppl. í sima 35532.
TILSÖLU Electrolux kæliskápur og Philips kæliskápur. Uppl. í símum 86952 og 15649. Get tekið ungabörn 1 gæzlu nú þegar eða síðar. Slmi 86952. KEFLAVÍK Koria óskast til að gæta 2ja ára telpu 2—4 virka daga I viku. Uppl. í síma 92-1031 eða 91- 1890.
KEFLAVÍK Til sölu vel með farin 2ja herb rishæð við Hátún. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavík. Slmi 1420. AUSTIN 1300 '68 til sölu. Uppl. í síma 1 2643.
' KEFLAVIK-NJAROVfK Til sölu nokkrar 3ja herb. Ibúðir. Hagstætt verð og skilmálar. Lausar strax. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavík. Slmi 1420. BRONCO 1972 Til sölu er Bronco '72 8 cyl.. klæddur, með útvarpi. Til greina kemur greiðsla með skuldabréfi Uppl i sima: 301 50.
JÓLATRÉSDÚKAR og jólavörur, nýkomið mikið úrval, bæði áteiknað og úttalið. Póst- sendum. Hannyrðabúðin, Linnetstíg 6, Hf. Sími 51314. VOLKSWAGEN FASTBACK Til sölu Volkswagen Fastback TL 1 600árgerð '72. Upplýsingar 1 sima 81265.
GRÓFAR KROSSSAUMS- MOTTUR og góbelinteppi I úrvali. Áteiknaðir kaffidúkar og Ijósadúkar, úttalin puntuhandklæði og margt margt fleira nýtt. Hannyrðabúðin, Linnetstíg 6, Hf S. 51314. OPEL REKORD FASTBACK 1700 L '68 til sölu. Ný nagladekk, Sumardekk á felg- um. Stereo kasetttutæki. Skipti möguleg. Uppl. I síma 92- 2020 kl. 13 — 15 1 dag HEIMAVÉLRITUN Tek að mér vélritun fyrir einstak- linga og fyrirtæki Hef góða raf- magnsritvél. Uppl í sima 84913. Geymið auglýsinguna. EIGNIZT VINI UM ALLAN HEIM Gangið i stærsta pennavinaklúbb Evrópu. Uppl. á ensku eða þýzku og 1 50 myndir ókeypis HERMES Berlin 1 1, Box 1 7, Germany.
VOLVO AMAZON árg 1965. Sérlega góður bíll til sölu. Má borgast með 3ja til 5 ára skuldabréfi eða eftir samkomulagi. Slmi 1 6289. ÚRVALS SÚRMATUR Súrsaðir lundabaggar, hrútspung- ar, sviðasulta, svínasulta. Úrvals- hákarl, sild og reyktur rauðmagi. Harðfiskur, bringukollar. Kjötmiðstöðin, Laugalæk 2, simi 35020.
ULLARJAFADÚKAR löberar, púðar og strengir, nýjar gerðir Antikmyndirnar úttöldu, allar gerðir komnar aftur. Hannyrðabúðin, Linnetstig 6, Hafnarfirði S. 51314 HAFNARFJÖRÐUR 2ja eða 3ja herb ibúð óskast strax. 2 fullorðnir I heimili. Tlb. sendist Mbl. fyrir 14. þm. merkt: ..ibúð 4564".
BÍLAVIÐGERÐIR Tökum að okkur allar almennar bllaviðgerðir. Bilaverkstæðið Bjargi, við Sundlaugaveg, sími 38060 HÚSMÆÐRASKÓLAR Handavinnuunnendur, við bjóðum dúkadralon og harðangursjafa i 20 litum Margir litir og gerðir af kongress efnum og hör. Allar gerðir af garni og úrval af dúka- munstrum. Hannyrðabúðin, Linnetstíg 6, Hf.
BEZT að auglýsa
í Morgunblaðinu