Morgunblaðið - 11.11.1973, Blaðsíða 11
HS'íifSV'
\'r t r gri
DACTt
íflVtTJDROW
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÖVEMBER 1973.
11
TÆKI SEM SEGIR SJÖ
Þér finnst nú kannske, að hér sé dálítið einkennilega
að orði komist, en málið skýrist. — Bæði er það, að
menn eru að verða hálfþreyttir á SEX(!?) eftir allt
það SEX tilstand, sem yfir hefur gengið síðustu miss-
eri, og eins er hitt, að SJÖ er mjög þýðingarmikið í
sambandi við tæki þetta, eins og reyndar öll GRUN-
DIG sjónvarpstæki. Ástæða þess er sú, að við gefum
viðskiptavinum okkar kost á að sannreyna mynd- og
tóngæði GRUNDIG sjónvarpstækjanna í einmitt SJÖ
daga án endanlegra skuldbindinga. Við vitum sem
er, að allir sjónvarpstækjasalar lýsa kostum tækja
sinna æði fjálglega fyrir væntanlegum viðskiptavin-
um, og getur því verið erfitt fyrir menn að átta sig á
hlutunum. Þess vegna tökum við af skarið og bjóð-
um fólki SJÖ daga skilyrðislausan skilarétt (þú getur
jafnvel skilað tæki, ef þér finnst, að það passi ekki í
stofuna hjá þér, þegar til kemur), og viljum við á
þennan hátt veita viðskiptavinum okkar tækifæri til
að sannreyna fullyrðingar sölumanna okkar um á-
gæti GRUNDIG sjónvarpstækjanna. Myndskýrleiki
og tóngæði eru auðvitað mikilvæg atriði, en við
gleymum heldur ekki hinu, að ending og örugg fram-
búðar afnot hafa ekki síður gildi. Við getum að vísu
ekki boðið SJÖ ára ábyrgð á GRUNDIG sjónvarps-
tækjunum, en hins vegar bjóðum við ÞRIGGJA ára
ábyrgð, eða þrefalt lengri ábyrgð, en nokkur annar
sjónvarpstækjasali býður. — Er nokkru við þetta að
bæta?
NESCO HF
LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI SJÓNVARPS-, ÚTVARPS- OG HLJÓMTÆKJA.
LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 19150 - 19192