Morgunblaðið - 11.11.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.11.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1973. Zhores Medvedev: honum, og að hann hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að framtfð hans sjálfs sem rithöfundur væri í hættu og hann fengi ekki að gefa verk sín út, út, ef hann neitaði að skrifa undir þetta Plagg- Þessi þróun hefur sýnt skkur, að það reynist stjórnvöldum ekki ýkja erfitt að neyða vísindamenn og aðra menntamenn til að styðja þá i kúgunarbaráttu sinni. I ágúst 1972, skömmu eftir að Pyotr Yak- ir var handtekinn birti tímaritið Possev forsíðumynd af Yakir og grein, sem bar yfirskriftina: „Baráttumaður og vinur.“ Og þar var sett fram þessi spá: „Þeim (Þ.e. sovézkum stj.völd- um) mun ekki takast að fá hann til að játa. Réttarhöld yfir honum myndu vera pólitískt hneyksli. Það er enginn vafi að, reynt verður að breiða yfir þetta á einhvern hátt og sleppa honum, án þess mikið beri á. En í september 1972 var orðið augljóst, að Yakir var að gefast upp og farinn að segja þeim, sem rannsökuðu mál hans, ekki aðeins allt sem hann vissi, heldur einnig ýmislégt sem átti sér enga stoð i veruleikanum. Réttarhöldin yfir Yakir stóðu frá 27. ágúst til 1. september nú í ár. Og framburði þaðan var hampað. Þar var ekki farið dult með neitt, hvorki í útvarpi né blöðum. Hinir ákærðu Yakir og Krasin „játuðli" og gfu nákvæma skýrslu um samskipti þeirra við ólöglegar hreyfingar og samtök og sögðust hafa þegið borgun fyrir frá þessum samtökum, svo og hefðu þeir látið vestrænum aðilum i té rangar og villandi upp- lýsingar. Yakir og Krasin til- kynntu, að þeim hefði tekizt að komast að öllum sannleikanum með aðstoð KGB og þeir ákærðu yfir 100 sovézka borgara um fjandsamlega áróðursiðju. Þó að hvorugur þeirra hefði nokkru sinni hitt Sakharov eða Solzhenit- syn beindu þeir sérstaklega Hvað getið þið gert okkur til hjálpar? ZORES Alexandrovitsj Medvedev og tvíburabróðir hans, Roy, fæddust í Tibl- isi árið 1925. Faðir þeirra andaðist í nauðungar- vinnubúðum Stalíns upp úr 1930. „Við fædd- umst inn í kerfið. Ég komst fljótlega á snoðir um hættur þess,“ segir hann. Hann hóf ungur gagnrýni á framkvæmd kerfisins, Hann hefur skrifað fjölda bóka og greina, sem dreift hefur verið með Ieynd innan Sovétrfkjanna. Hann er náinn vinur og félagi Alex anders Solzhenitsyns, Hann var sendur á geð- veikrahæli um hríð 1970 eins og stjómin iðkar til að losna við erfiða gagnrýn- endur. Hann er líffræðing- ur að mennt og var boðið í ársferðalag til Bretlands. Hann hugðist hverfa heim á næsta ári, en hefur nú verið sviptur sovézkum rfkisborgararétti. Hann býr nú með eiginkonu sinni og 16 ára syni í London. Nýjasta bók hans er „Tíu árum eftir Ivan Denisovitsj.“ Réttarhöldin yfir Pyotr Yakir og Victor Kraskin, sem eru fyrir nokkru um garð gengin í Moskvu, þýða það ríkjunum. En það sýnir okkur, að héðan f frá verða öll mótmæli mun hættulegri og færri verða til að taka áhættuna, sem þeim fylgir. Það kom greinilega i ljós þann 29. ágúst, hversu hættan er mikil, þegar 40 sovézkir háskóla- menn, þar á meðal þrir Nóbels-verðlaunahafar birtu yfir lýsingú í Prövdu og Izvestiu, þar sem þeir réðust á kjarnorkuvís- indamanninn Andrei Sakarov, sem hefur látið æ meira að sér kveða. Var hann gagnrýndur fyr- ir viðtöl, sem hann hefur átt við vestræna fréttamenn og margt annað, sem hann hefur látið frá sér fara. Tveimur dögum síðar birti Pravda bréf frá hópi vel- þekktra rithöfunda, þar sem atför var gerð að Sakharov og rithöf- undinum Alexander Solzhenitsyn. Enginn vafi er á því, á Sak- harov og Solzhenitsyn hafa á síðustu árum notið þess að vera heimsfrægir og því hefur ekki verið gerð gangskör að þvi, að þagga niður í þeim. Nú eru þeir skotspónn stöðugrar gagnrýni og hótana, og það er augljóst, að sovézk stjórnvöld munu ná til- gangi sínum með þessari herferð, nema því aðeins að allur þorri þekktra vestrænna vísindamanna og rithöfunda láti í ljós amið sína á, hvað þama er að gerast. Enn er óvíst, hversu langt sovézk stjórnvöld þora að ganga að svo stöddu. Að mestu hefur enn verið látið nægja að birta hvassyrt „lesendabréf" í Prövdu, Izvestiu og Trud. En þar hefur lika verið haldið á spöðunum. Og frameftir september leið varla sá dagur, að ekki rigndi inn bréfum frá reiðum lesendum um atferli þeirra Solzhenitsyns og Sak- harovs. Meðal þeirra, sem tóku þátt í að setja fram gagnrýni voru Dmitri Shostakovitsj og Aram Khachaturian, en þeir hafa báðir sætt gagnrýni fyrrum. Og fleira hefur komið til, annað bréf frá háslólamönnum og lista- mönnum. Verkamenn, námu- verkamenn, fyrrverandi her- menn, samyrkjubændur hafa fundið hjá sér hvöt til að láta ljós sitt skína. Þessir fulltrúar „alþýð- unnar“ hafa fengið að nota mun mergjaðra orðalag og þeir hafa verið látnir krefiast bess. að Sak- harov verði sviptur stöðu sinni í akademíunni og öðrum trúnaðar- störfum, sem hann hefur gegnt. Erfitt hlýtur að verafyrir fólk á Vesturlöndum að skilja, hvernig það má vera að virtir borgarar á borð við Shostakovitsj, Khacha- turian (og nú einnig Oistrakh) ljá nöfn sín undir slík „mótmæli" Ég verð einmitt að játa, að mér er hulin ráðgáta, hvaða þvingunum þeir voru beittir til að skrifa undir. Nefna mætti dæmi um Vasyly kov, sem er einn af „frjálslynd ari rithöfundum i Sovétríkj- unum. Hann var einn þeirra, sein undirritaði bréf þeirra fjörutíu- menninganna. Bykov hefur alltaf verði kjarkaður maður og afdrátt- arlaus í stuðningi sínum við Solz- henitsyn. Hann var einnig mjög hliðhollur Alexander Tvar- dovsky fyrrverandi ritstjóra og studdi við bakið á honum, þegar hann reyndi að birta verk Solzhelitsyns „Krabbadeild- ina“, I tímariti sínu „Novy Mir“, og skrifaði undir bréf, þar sem látin er i ljós hollusta við Solzhenitsyn á fjórða rithöfundaþingi sovézkra höf- unda. É> get aðeins gert mér í hugarlund, að hvað Bykov varðar hafi komið til þrýstingur frá flokknum, en hann er félagi í spjótum slnum að þeim tveimur í framburði sínum. Fulltrúi saksóknara var svo himinlifandi yfir samstarfinu, sem hinir ákærðu sýndu, að honum tókst meira að segja að fá yfirlýsingu frá þeim um, að öll skjöl, sem þeir hefðu sent til Vesturlanda um að beitt væri lyfjagjöfum og menn settir á geð- vekrahæli vegna _ pólitískra skoðana, væru fölsuð. Ýmsir hátt- settir geðlæknar og prófessorar komu einnig fyrir réttinn og stað- festu að allar slíkar frásagnir væru lognar og þetta gerði geð- læknisrannsóknum í Sovétríkj- unum mikið ógagn. Prófessor Snezhenevsky sagði fyrir rétt- inum, að á 50 ára starfsferli hefði hann aldrei vitað til þess, að heil- brigður maður væri settur á geð- veikrahæli vegna stjórnmála- skoðana. Þetta er að sjálfsögðu hinn mesti þvættingur. Réttarhöldin yfir Yakir og Krasin enduðu með þvi, að þeir fengu sérstaklega væga dóma og tóku dómarar með í reikninginn, hversu sakborningarnir hefðu reynzt einstaklega samvinnu- þýðir. Ýmsir þeir á Vesturlöndum, sem hafa fylgzt með þróun mála í Sovétríkjunum kunna að spyrja hvers vegna „mannréttindasam- tökin“, sem voru talin vera raunhæf andspyrnuhreyfing, voru aflífuð svo fljótt og á svo fyrirhafnarlítinn hátt Hvernig mátti vera að hinir hugdjörfu „baráttumenn" á borð við Yakir og Krasin, þekktir stuðnings- menn aukins andlegs frelsis í Sovétrikjunum, gáfust upp rétt eins og hendi væri veifað. Hvað er í vændum fyrir þá mörgu sovézku menntamenn, sem trúa því að sósialismi og lýðræði geti átt samleið, að i sósialisku þjóðfélagi geti þróast frjáls list- sköpun og tjáningafrelsi? Til að svara slíkum spurningum þurfum við að rifja upp fyrir okkur liðna atburði í sögunni. I þeim löndum, þar sem reynt var að byggja upp lýðræðislegri sósíalisma, gerðist það í beinum tengslum við afhjúpunina á glæpaverkum Stalíns, sem hófst með hinni frægu ræðu Krúsjefs á 20. fkokksþinginu 1956. Þetta gerðist með misjöfnum hraða í hinum ýmsu sósíslistaríkjum og náði hámarki sínu sumarið 1968, eftir hið fræga „vor í Prag“. sumarið 1968, eftir hið fræga „vor í Prag“. Á árunum 1966 til 1968 gerðu ýmis afturhaldsöfl í Sovétrikj- unum gætnislegar tilraunir til að endurreisa Stalín, að minnsta kosti að einhverju leyti. Þetta mæltist mjög illa fyrir i röðum sovézkra menntamanna og margra þeirra, sem nú eru að tala gegn Sakharov og Solzhenitsyn. Þá skrifuðu sömu aðilar undir bréf, þar sem þeir mótmæltu allri viðleitni til að réttlæta hryðju- verk Stalíns og sömuleiðis létu þeir í ljós andúð sína á réttarhöld unum yfir Siniavsky og Daniel. Avarp Solzhenitsyns til fjórða rithöfundaþingsins fékk mikinn hljómgrunn og það svo, að stjórn rithöfundasambandsins gaf Tvar- dovsky leyfi til að birta „Krabba- deildina" í riti sínu. Þetta leyf-i var síðan afturkallað og eyðilagt það, sem hafði verið sett af sög- unni. Þegar 500 þúsund hermenn úr fimm ríkjum Varsjárbandalags- ins gerðu innrás sína í Tékkósló- vakíu þann 21. ágúst 1968 til „að koma ástandinu þar i eðlilegt horf“ varð óhjákvæmilega alger stöðvun í lýðræðislegri þróun í sósialiskum rikjum. Aðeins fámennur hópur „Oánægðra“, þar á meðal var Yakir, reyndu enn að hafa uppi mótmæli og streitast á móti. Lögreglan beið eftir að handtaka hóp örfárra, sem kom saman í einu horni Rauða torgsins til að mótmæla innrásinni. Yakir var ekki þar. Samkvæmt eigin frásögn hafði lögreglan tafið för hans, hvar hann var á leiðinni á staðinn. Þar með gerði hann til- raun til að fremja glæp, að mati sovézkra stjórnvalda. Yakir var þó ekki sóttur til saka við réttarhöldin, né heldur leiddur þar fram sem vitni. I „Medvedeskjölunum" sem gefin voru út í Bretlandi árið 1971, sagði ég söguna um mann nokkurn, sem einhverra ástæðna vegna naut þó nokkurs frelsis í bréfaskriftum sínum og hafði leyfi til að fá nokkuð af bókum erlendis frá. Ég sagði einnig frá því, hvaða þátt þessi maður átti í að eyðileggja lítinn hóp lýðræðis- sinnaðra sérfræðinga. Enda þótt ég segði ekki berum orðum, að þessi maður væri útsendari stjórnvalda, þá hnigu ýmis rök að þvf, að svo væri. Við skulum kalla hann G. Arið 1967 og 1968 fór G. utan, þar sem hann hitti siðan hópa af mönnum, sem börðust fyrir auknum mannréttindum I Sovét- rikjunum. Hann lézt vera vinur ákveðinna manna í Sovétríkj- unum, sem höfðu uppi mótmæli gegn stjórninni. G. var einnig vel þekktur i Moslvu fyrir að sjá um dreifingu á Possev, sem var ólöglegt rit og ýmsa aðra staarf- semi, svo sem að koma á framfæri ýmsu efni, sem var bannað. Hann reyndi egtir megni að fá aðgang að öllum þeim hópum og sam- tökum, sem höfðu aðrar skoðanir en vitað var að stjórnvöldum voru hlynnt. Því má nú bæta við að G. var náinn vinur Pyotr Yakirs. Meira að segja þegar það var orðið ljóst, að G. var ekkert annað en útsend- ari, hélt Yakir trúnaði og tryggð við hann og brást illa við, þegar hann var varaður við því að treysta G. um of. Þegar Yakir fór á fund erlendra fréttamanna í Moskvu, sendi hann iðulega eftir G. og þeir fóru saman á þessa fundi. Meðan Yakir ræddi við fréttamennina beið G. eftir honum úti I bílnum. Enda þótt meira en eitt hundrað manns væru handteknir og leiddir fram sem vitni við Yakir réttarhöldin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.