Morgunblaðið - 11.11.1973, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 11.11.1973, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÖVEMBER 1973 15 JOHN MILES SET Á HL J ÓMLEIKUM: HRESSILEGT TRÍÓ IFPHAF NYRRI sfðu er sjálfsagt að fylgja úr hlaði (eða e.t.v. er réttara að segja „fylgja úr blaði“) — les- endum til útskýringar. SLAGSlÐ- AN verður að efni til helguð ungu fólki, störfum þess og áhugamálum, en lesendum slð- unnar verða engin aldurstakmörk HVER skyldi hlutur ungra islenzkra rithöfunda vera i jóla- bókaflóðinu, sem nú er að skella yfir réttláta sem rangláta? Það kann raunar að vefjast fyrir mörgum, hvar setja á mörkin í þessu efni, því löngum hefur loðað við slíkt mat sú skoðun, að rithöfundar séu alltaf hátt í tug ára eldri en annað fólk. Þannig hafa t.d. menn eins og Thor Vil- hjálmsson, Guðbergur Bergsson, Svava Jakobsdóttir o. fl. til skamms tíma verið taldir með „fremstu fulltrúum" yngri skáldakynslóðarinnar á íslandi. Dynturinn hefur nefnilega verið sá, að skipta rithöfundum I tvennt liklega til þess að móðga engan — þ.e. yngri og eldri. Og eru þá menn allt að fimmtugs- ef ekki sextugsaldri kallaðir „yngri“. Það má löngum deila um, hvort þetta fólk sé öfundsvert af þessu hlutskipti eða ekki. Við hérna á siðunni tókum á okkur rögg og gerðum skyndi- könnun á aflahlut ungra (ekki „yngri") rithöfunda í yfirstand- andi jólabókavertíð og miðuðum mjög gróflega við 25 ár eða þar um bil. Þessi könnun var vel að merkja mjögsvo lausleg, langt frá því að veravísindalegTölfræðileg, ellegar yfirhöfuð fræðileg, og má kannski kallast yfirveguð ágizkun, ef menn eru nógu vel- viljaðir. Því sláum við því fram hér og nú, að öllum þeim frumsömdu, nýju ritverkum — og þá einkum fagur- fræðilegs eða skáldskaparlegs eðlis sem út eru komin og upplýs- ingar liggja nú fyrir um, þá eru um það bil 10% runnin úr penna fólks, sem hefur að baki um 25 ár eða minna. Og ætli sú tala standist ekki almennt þó svo ein- hverjir tínist á markaðinn siðar. Sumum ka'nn að þykja, aö þetta sé ekki nógu gott. Utgefendur eru náttúrlega, og hafa álltaf verið, hræddir við að taka til útgáfu verk ungs, óþekkts höfundar. Þó setL Hún mun að nokkru leyti taka við hlutverki Poppkorns, sem verið hefur fastur þáttur I blaðinu um skeið. Ungir blaða- menn við Morgunblaðið munu leggja siðunni til efni, en efni frá ungu fólki eða um ungt fólk, fréttir, frásagnir eða frumsamið efni, verður vel þegið. — Nafn sfðunnar þarf ekkert endilega að vera táknrænt fyrir eitt eða ann- að, nemasfður sé! segja sumir, að sú hræðsla sé minni nú en áður. Skyldu einfald- lega fáir senda útgefendum handrit sin? Það eru auðvitað ágæt sannindi, að menn skuli ekki rasa um ráð fram, en engu að siður virðist þetta hlutfall heldur lágt ef tillit er tekið til þess, að vitað er, að skáldskapariðkanir og önnur skriffinnska er firna algeng og mikil hjá mönnum á þessum aldri. Eru sumir raunar með slíka andlega offramleðslu, að til hinna mestu vandræða horfir fyrir þá. Málið hefur vitaskuld á sér margar hliðar (eins og svo mörg mál) og er bezt að afgreiða þær með þvf að ræða þær ekki. Þetta er t.d. spurning um þörf fyrir tímarit fyrir slík skrif. En við bjóðum skoðanir fólks og allar (eða flestar) andlegar afurðir hjartanlega velkomnar á þessa slagsíðu. I lokin má nefna nokkuð af þvl unga fólki, sem komið hefur bók á markað í ár. Hrafn Gunnlaugsson er auðvitað einn af hinum reynslumeiri á þessu sviði, — maður frægur vítt og breitt og þá kannski ekki sizt fyrir miðla- verk sfn, en í gegnum hann skrifar eins og kunnugt er það mæta þjóðskáld Þórður Breið- fjörð. Hrafn er nú upp á eigin spýtur með ljóðabók hjá Helga- felli og stutta skáldsögu, „Djöfl- ana“, hjá Almenna bókafélaginu. Guðrúnar Sigríður Birgisdóttir er menntaakólanemi, sem gefur út hjá Helgafelli „Blóm og blómleys- ingja“. Ómar Þ. Halldórsson sendir frá sér sína aðra bók, „Hversdagsleik", skáldsögu, sem Isafold gefur út. Sigurður Guð- jónsson er með sannferðuga skáldsögu hjá Helgafelli, sem tals- verða athygli hefur vakið, og nefnist hún „Truntusól". Þá eru tveir stúdentar frá síðasta vori með ljóðabækur hjá Almenna bókafélaginu, — Gísli Ágúst Gunnlaugsson með „Gerðir" og Ragnheiður Erla Bjamadóttir með „Grænt lff“. Kann vel svo að fara, að við kynnum einhverja af þessum rithöfundum (eða þá ein- hverja allt aðra) hér á síðunni ef færi gefst. — A Þ. ENN er Ámundi kominn með brezka hljómsveit til að skemmta landsmönnum á dansleikjum, samkomum og hljómleikum um nokkra hríð. Að vonum líkar Félagi. ísl. hljómlistarmanna þetta illa, en fær lítt að gert. Ámundi er nógu klókur til að láta ekki hanka sig, skyldi maður halda. Nú hefur hann fært okkur yfir hafið hljómsveitina The John Miles Set og er sú heimsókn popp- unnendum áreiðanlega ánægju- efni, hvað sem öðru líður. SLAGSlÐAN sendi fulltrúa sína á hljómleika f Austurbæjarbíói í fyrri viku til að hlýða á Ieik John Miles og félaga, svo og Capricorn og Júdasar. Aðsókn á hljómleik- ana var allgóð, lfklega annað hvertsæti setið. Auðvitað byrjuðu hljómleikam- ir talsvert á eftir áætlun og auð- vitað var allt of langur tími milli liða. Áhorfendur tóku því þó bet- ur en æskilegt væri. Menn eru sjálfsagt orðnir vanir þessu og búast ekki við öðru. En slíkar tafir eru óafsakanlegar — íslenzk- ir hljómlistarmenn og rótarar ættu að vera komnir yfir byrj- unarörðugleikana. Að vissu leyti fóru hljómleik- arnir bæði batnandi og versnandi eftir þvf sem á leið. Fyrsta hljóm- sveitin, Júdas, var sú eina með frumsamið efni eingöngu. Capri- corn var aðeins með tónlist frá öðrum listarmönnum, en gerði þó sinar útsetningar á henni eftir megni. John Miles Set var nánast eingöngu með harla nákvæmar stælingar á tónlist annarra lista- manna.— Hins vegar var flutning- ur Júdasar slakastur, miðað við hæfni liðsmannanna. Capricorn notaði betur sína getu, þótt hún hafi ekki verið mikil. John Miles Set var hins vegar i sérflokki hvað framsetningu og flutning snerti og væri það gagnlegur lær- dómur íslenzkum hljómlistar- mönnum að hlýða á slíkan flutn- ing. Júdas flutti tónlist af væntan- legri stórri plötu Magga Kj., tón- list, sem væri fyllilega sam- keppnishæf á mörkuðum austan hafs og vestan, ef hún væri flutt af þeim krafti, samstillingu og öryggi, sem John Miles Set sýndi. Júdas vantaði hins vegar sam- æfinguna og þvi varð hljómlistin aldrei verulega ánægjuleg áheyrnar — og á köflum þreyt- andi. Hljómsveitin getur gert mun betur. Capricorn flutti léttmeti sitt ágætlega, miðað við hæfni liðs- mannanna. Hún myndi þó líklega batna nokkuð með nýjum trommuleikara. Hljómsveitin er fulltrúi sölumennskunnar i popp- inu og meðan kaupendur eru nóg- ir, er sú stefna skiljanleg. John Miles Set er trío, en nær léttilega sömu útkomu og fjög- urra og fimm manna hljómsveitir, án þess að nokkuð virðist á vanta. Liðsmenn trfósins eru ágætir hljóðfæraleikarar og greinilega mjög vel samæfðir. Þeir þekkja möguleika hljóðfæra sinna og nota þau rétt; gítarleikarinn sam- einar t.d. sóló- og rythmagítarleik i eitt og bassaleikarinn og trommuleikarinn skapa mikla fyllingu með leik sínum. John Miles er mest i sviðsljósinu, leik- ur bæði á gftar og orgel eða pfanó og er aðalsöngvari. Kann hann vel til verka og rödd hans nýtur sín jafn vel í þrumandi rokklögum og rólegri, viðkvæmari lögum. Trommuleikarinn, Barry Black, minnir um margt á John Bonham f Led Zeppelin og segir það sitt. Bassaleikarinn, Bob Marshall, er fyrst og fremst maður undirleiks- ins; hann beitir hljóðfæri sinu ekki sem einleikshljóðfæri, eins og svo mjög hefur tíðkazt f tríóum á undanförnum árum. Hljómleikarnir stóðu fram yfir kl. 03 og voru margir famir að geispa stórum er yfir lauk. En frammistaða John Miles Set sá til þess, að menn fóru ánægðir heim. Hvað sem líður kröfum um frum- samið efni, er hressilegur flutn- ingur hljómsveita á annarra manna tónlist alltaf áhugaverður. —Sh. STANDA BREZKU HUOMSVEIT- IRNAR ÞEIM ÍSLENZKU FRAMAR? Ámi Blandon, sálfræðinemi: Mér finnst það alveg ferlega niðurlægjandi, hvað þetta efni hjá hljómsveitum er almennt orðið „commercial" og slappt og poppið á niðurleið yfir höfuð. Aðeins Júdas var með frumsamið efni, hinir bara með stælingar og Capricorn ferlega slöpp hljómsveit. Ingvar A. Jóhannsson, iðn- nemi: Brezku hljómsveitirnar hafa skemmtilegri framkomu og tón- list þeirra er vandaðri og þró- aðri en hjá islenzkum hljóm- sveitum. Ég held samt, að fslenzkar hljómsveitir geti örugglega náð þvf að verða eins góðar og hinar, ef þær fá betri aðstöðu, t.d. til að æfa. Fjóla Sigurðardóttir, af- greiðslustúlka: Mér finnst enginn munur á hljómsveitunum, nema hvað sú sfðasta (John Miles Set) var ofsalega góð. Annars skara út- lenzku hljómsveitirnar ekkert sérlega fram úr þeim íslenzku og þær islenzku yrðu jafngóðar hinum, ef þær fengju betri að- stöðu til að æfa og meiri mögu- leika á að koma sér áfram. HVERSU ALDIN ERU SKÁLDIN? Gagnlegur lærdómur íslenzkum poppurum — Sjá grein um John Miles Set □ □ □ □ □

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.