Morgunblaðið - 11.11.1973, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÖVEMBER 1973.
ATVIWVil
Fulltrúi
Sérhæft iðnfyrirtæki í örum vexti
óskar að ráða viðskiptafræðing eða
mann með viðskintareynslu tií að
sjá um m.a. fjármal og bókhald fyr-
irtækisins.
Góð kjör og framtíðarmöguleikar
fyrir áhugasaman mann.
Tilboð sendist Mbl. fyrir 15. nóv.
merkt „Fulltrúi — 1372“.
Starf
leikmyndateiknara
við Þjóðleikhúsið er laust til
umsóknar frá 1. janúar 1974 að
telja. Umsóknir, ásamt greinargerð
um menntun og fyrri störf, sendist
skrifstofu Þjóðleikhússins fyrir 1.
desember n.k. Launakjör sam-
kvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna.
Þjóðleikhússtjóri.
Lagerstörf — útkeyrsla
Oss vantar nú þegar mann til lager-
starfa og dreifingar á vörum.
Upplýsingar hjá verkstjóra, Lauga-
vegi 178, (ekki í síma).
Katla h.f.
Verkamenn
Duglegir verkamenn óskast til starfa nú þegar við
brennslu og sundurgreiningu á brotajárni og af-
greiðslu i stálbirgðastöð. Mikil vinna, gott kaup.
Upplýsingar hjá verkstjóranum Sundahöfn, sími
84390 eða á skrifstofunni hjá starfsmannastjóra sími
19422.
SINDRA-STAL h.f.
Skipstjórar!
Ungur, reglusamur maður, vanur sjómennsku, óskar
eftir að komast á loðnubát eða góðan skuttogara i
vetur, hvar sem er á landinu. Getur verið fram á
sumar eða haust. Uppl. i síma 33269 í Rvik (Jón).
Geymið auglýsinguna.
Vélstjóri
með full réttindi frá Vélskóla ís-
lands og sveinspróf í vélvirkjun ósk-
ar eftir góðri vinnu í landi. Mikil
reynsla í meðferð véla. Margt kem-
ur til greina. Tilboð sendist Mbl.
merkt „3267“, fyrir 20. þ.m.
Deildarhjúkrunarkona
óskast á St. Jósepsspítala, Hafnar-
firði, lyflækningadeild, frá 1. janúar
eða 1. febrúar 1974.
Upplýsingar á skrifstofunni sími
50188.
St. Jósepsspítali,
Hafnarfirði.
Afgreiöslugjaldkeri
Staða afgreiðslugjaldkera hjá
Bæjarsjóði Kópavogs er laus til um-
sóknar. Umsóknarfrestur er til 22.
nóvember n.k. og skal skila umsókn-
um á þar til gerð eyðublöð til undir-
ritaðs, sem ásamt bæjargjaldkera
veitir allar nánari upplýsingar um
starfið.
Kópavogi 9. nóvember 1973,
Bæjarritarinn Kópavogi.
Atvinnurekendur
athugiÓ
Rúmlega þrítugur maður með
stúdentspróf frá Verzlunarskól-
anum óskar eftir góðu starfi á næsta
vori, helzt á Reykjavíkursvæðinu.
Starf í allt að 4—5 tíma akstursfjar-
lægð frá Reykjavík kemur þó einnig
til greina. Mikil reynsla í hvers kyns
viðskiptum og rekstri, en mestur
áhugi er fyrir starfi viðkomandi
sjávarútvegi og fiskvinnslu. Þeir,
sem hafa áhuga á að sinna þessu,
leggi nöfn sín á afgreiðslu Morgun-
blaðsins fyrir 20. þessa mánaðar
merkt: „Reyndur — áhugasamur
1356“.
Félagasamtök
óska eftir stúlku til almennra skrif-
stofustarfa eftir hádegi. Umsóknir
ásamt upplýsingum um menntun og
reynslu leggist inn á afgr. Mbl. fyrir
föstudagskvöld merkt: „Félagasam-
tök — 4690“.
KranamaÖur
Kranamaður óskast eða maður, sem
vill læra á krana.
Lyftir h.f.
sími 36548.
Röskur sendill
óskast til starfa nú þegar. Nánari
upplýsingar eru gefnar hjá
UTANRlKISRÁÐUNEYTINU,
HVERFISGÖTU 115, REYKJAVÍK.
FramtíÓaratvinna
Okkur vantar laghenta menn til
starfa í verksmiðjunni. Góð kjör í
boði. Mötuneyti er á staðnum og
hentugar strætisvagnaferðir. Upp-
lýsingar veittar á skrifstofunni
mánudag milli kl. 2—5 e.h. í síma
85411 eða hjá verkstjóra á staðnum.
Glit h.f.,
Höfðabakka 9.
Óskum eftir
að ráða stúlku við sölu- og kynn-
ingarstörf í gegn um síma á kvöldin.
Lifandi starf, og góðir tekjumögu-
leikar. Upplýsingar ekki gefnar í
síma.
íþróttablaðið
Laugavegi 178, R.
Óskum eftir
að ráða stúlku hluta úr degi við
vélritun á daginn eða á kvöldin.
Viðkomandi þarf að hafa góða vél-
ritunarkunnáttu. Tilboð sendist
Morgunblaðinu merkt: Vélritun
4687.
FramtíÖarstarf
Maður með Verzlunar- eða Sam-
vinnuskólapróf getur fengið at-
vinnu við afgreiðslu- og bókhalds-
störf hjá Sparisjóði Reykjavíkur og
nágrennis. Uppl. um starfið veittar
milli kl. 11 — 12 (ekki í síma).
Sparisjóður Reykjavíkur og
nágrennis. v
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa í verzlun í mið-
bænum.
Tilboð merkt: „Reglusöm — 4688“
sendist afgr. Mbl. fyrir 14. þ.m.
TrésmiÓir
Olíufélagið h.f., vantar nokkra tré-
smiði við mótauppslátt að Suður-
landsbraut 18. Góð vinnuaðstaða.
Upplýsingar í síma 85248.
AfgreiUslustúlka
Vön afgreiðslustúlka óskast í skart-
gripaverzlun, ekki yngri en 20 ára.
Upplýsingar um fyrri störf sendist
Morgunblaðinu fyrir miðvikudag
14. nóv. merkt „Afgreiðslustúlka —
4691“.
KjötiÖnaBarmenn
Kjötverzlun í Hafnarfirði vantar
góðan kjötiðnaðarmann nú þegar.
Þeir, sem kynnu að hafa áhuga á
þessu starfi, leggi nöfn sín í lokuðu
umslagi á afgr. Mbl. merkt: „1441“
fyrir þriðjudagskvöld 13. þ.m.