Morgunblaðið - 11.11.1973, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1973.
Suipmynd
Fjallagarpurinn
Guðmund Jðnasson, öræfa-
bflstjóra hittum við á förnum
vegi og auðvitað barst taiið að
fjallaferðum. Að venju vildi
Guðmundur Iftið segja um
áformaðar vetrarferðir á fjöll.
Sagði aðeins, að sér hefði dott-
ið ýmislegt f hug.
M.a. minntist hann á, að
gaman væri að geta farið á
Langjökul á snjóbfl f vetur. Þá
er venjulega farið um Þing-
velli og upp með Skjaldbreið,
til að komast á jökulinn sunn-
anverðan. 1 haust kvaðst Guð-
mundur hafa komið við hjá
Borgfirðingunum, sem hafa
aðstöðu fyrir skfðafólk Borgar-
fjarðarmegin við Langjökul.
Hann sagðist rétt hafa verið að
Ifta á aðstæður.
Annars sagði Guðmundur,
að litlendingar væru oft að
spyrja um ferðir upp til fjalla
að vetrinum. Miðuðu þeir þá
við, að ekið yrði f snjóbflum og
gist f sæluhúsunum, en lftið
hefði orðið úr slfku. Öskir
manna væru mjög mismun-
andi f þessu efni. Sumir vildu
komast f skfðabrekkur á
áfangastað, en aðrir ganga á
fjöll.
Guðmundur sagði, að
haustið hefði verið mjög fail-
egt. Snemma f október, áður
en hálendið lokaðist vegna
snjóa, hafði hann farið ákaf-
lega skemmtilega ferð með
nokkrum vinum f þremur
jeppum. Farið var úr Reykja-
vfk á föstudagskvöldi og ekið
til Gæsavatna og þaðan á 5
klst. f Sigurðarskála f Kverk-
fjöllum. Eftir að hafa gengið
upp að Vatnajökli og skoðað
útfall Jökulsár undan jökli,
var ekið f Hvannalindir og
þaðan f Möðrudal. Þá var tekið
að dimma, en samt var haldið
áfram f Mývatnssveit og gist
þar. Sagði Guðmundur, að
veður hefði verið ákaflega gott
og fögur fjallasýn alla Ieiðina,
en oft sé einmitt svo fagurt á
fjöllum á haustin. A sunnu-
dagsmorgun var Mývatnssveit-
in kvödd og ekið aftur inn á
hálendið og komið við hjá veð-
urathugunarfólki, þar sem
borinn var heitur matur fyrir
gesti.
! Sandbúðum eru þau Guð-
rún Sigurðardóttir og Þor-
steinn Ingvarsson, sem voru
við veðurathuganir f fyrravet-
ur í Nýjabæ ofan Eyjaf jarðar,
en þangað kom Guðmundur þá
nokkrar ferðir f snjóbfl. Nú f
haust flutti hann húsið f Nýja-
bæ á trukk suður á hálendið
með Gunnari Jónssyni hjá
Orkustofnun, sem sér um að-
drætti þangað. Var húsið sett
niður nálægt Sandvatni og
nefnist nú Sandbúðir. Sagði
Guðmundur, að vel færi um
hjónin á nýja staðnum. Nýtt
eldhús hefði verið flutt þangað
og hfbýlin þvf rýmri. Enda er
nú með hjónunum fjögurra
ára dóttir þeirra.
Eftir þessa gestakomu að
Sandbúðum, kom þar Gunnar
Jónsson einu sinni, áður en
tók að snjóaog leiðir lokuðust.
Ekki kvað Guðmundur ákveðið
hvort farið yrði þangað á snjó-
bfl f vetur.
Útflutningur hafinn á
bílrúðum til Svíþjóðar
ölvaðs
ökumanns
leitað
UM kl. 21 á fimmtudagskvöldið
varð mjög harður árekstur
þriggja bifreiða á mótum Klepps-
vegar og Hjallavegar, eins og
skýrt var frá f Mbl. f gær. úku-
maður einnar bifreiðarinnar sat
fastur f bifreið sinni eftir
áreksturinn og tók langa stund að
ná honum út og þurfti að beita
ýmsum tækjum við það. Var hann
síðan fluttur f slysadeild og
reyndist hafa hlotið opíð fótbrot
og fleiri meiðsli. Bifreið hans var
gjörónýt eftir áreksturinn.
Tvær stúlkur, sem voru f
annarri bifreið, hlutu meiðsli, þó
ekki alvarlegs eðlis, að talið var.
Sú bifreið skemmdist talsvert
mikið. Minna tjón varð á þriðju
bifreiðinni og fólk f henni slapp
við meiðsli.
Nokkur áður en slysið varð
hafði lögreglunni verið tilkynnt,
að ölvaður ökumaður væri á ferð f
ákveðinni bifreið. Er lögreglan
var að byrja að skyggnast um eft-
ir henni, bárust fregnir af slysinu
á Kleppsvegi og er lögreglan kom
á staðinn, kom í ljós, að bifreiðin,
sem hafði verið leitað að, var sú
verst leikna og ökumaðurinn, sem
sat fastur í henni, var grunaður
um ölvun við akstur. Er hann var
á slysadeildinni til aðgerðar, var
tekið úr honum blóðsýni til
könnunar á áfengisinnihaldi þess.
Kristni-
boðsdagur
1 DAG 11. nóv., er kristniboðs-
dagurinn. Verður fslenzka
kristniboðsins f Konsó f Eþfópfu
minnzt f kirkjum og á sam-
komum. Nú eru liðin um 20 ár
sfðan fslenzkir kristniboðar
reistu kristniboðsstöðina f Konsó.
Starfið f Konsó er f örum
vexti. Fjöldi safnaðarmeðlima er
nú á 3ja þúsund. Veríð er að
hefjast handa um kirkju-
byggingu, sem einnig mun skapa
betri möguleika en nú eru fyrir
hendi til námskeiðshalda f kristn-
um fræðum.
Kristniboðið f Konsó hefur
notið vaxandi skilnings og vel-
vildar. Vfða mun þessa starfs
verða minnzt f dag f kirkjum og á
samkomum. Þar gefst fólki kost-
ur á að leggja fram gjafir sfnar
starfinu til stuðnings.
STJÓRN Húseigendafélags Vest-
mannaeyja gerði eftirfarandi
samþykkt á fundi sfnum 7. nóv.
sL:
Stjórn Húseigendafélags Vest-
mannaeyja bendir á, að eftir að
heimflutningur fólks til Vest-
mannaeyja hófst, hefur komið í
ljós, að íbúðarhúsin í eldri hluta
bæjarins eru mörg hver óseljan-
leg og ónothæf til íbúðar um
ófyrirséðan tíma sem afleiðing
eldgossins, ýmist vegna staðsetn-
ingar nærri hraunjaðri, jarðhita
og gufu, sem leggur upp um frá-
rennsli eða vegna skemmda af
ýmsum ástæðum, og húsin mörg
hver ekki komin í kyndingu né
glerjuð undir veturinn.
Telur stjórn Húseigendafélags
Vestmannaeyja ekki nægilega
komið til móts við húseigendur
með sfðustu ákvörðun Viðlaga-
sjóðs um kaup á húsum, sem
standa næst hraunkantinum og á
jarðhitasvæðum. Er því skorað á
stjórn Viðlagasjóðs aðgefa öðrum
húseigendum, sem ekki geta hag-
FYRSTA sending Bflrúðunnar
h.f. f Garðahreppi var afgreidd til
útflutnings í gær og voru það 115
bflrúður til Kubex Import AB f
Umea f Svfþjóð. Utflutningsverð-
mætið er um 250 þús. kr. Er þar
með hafinn nýr þáttur f útflutn-
ingsiðnaði Islendinga, en hér er
um lfmt öryggisgler að ræða.
Fyrirtækið Bflrúðan h.f. var
stofnað 1972, og eftir uppsetningu
véla, var framleiðsla hafin á
miðju ári 1973. Hafa sfðan verið
seldar á annað þúsund rúða, og
eftirspurn eftir framleiðslunni
slík hér á heimamarkaði, að fyrst
nú hefur unnizt tfmi til að sinna
fyrirliggjandi pöntunum til út-
flutnings.
Bflrúðan framleiðir framrúður
i flestar gerðir bíla, en jafnframt
er framleitt límt öryggisgler í
skífum fyrir glerslípanir, bíla-
smiðjur o.fl., eða tilskornar rúður
úr öryggisgleri í vinnuvélar, fast-
ar rúður í langferðabifreiðar og
aðrar, og á tilraunastigi er fram-
leiðsla á mjög þykku öiyggisgleri
fyrir skartgripaverzlanir, fangelsi
o.fl.
öll framleiðsla á framrúðum í
bíla er úr bezta fáanlega hráefni.
Glerið er svokallað FLOAT-gler
eða slípað gjer, sem veitir full-
nýtt sér húsin og kynnu að óska
eftir þvf, kost á að selja þau Við-
lagasjóði á brunabótamatsverði á
sama hátt og þeir, sem hafa misst
hús sín undir hraun og vikur.
IBUAR f jölbýlishúsa þeirra, sem
Einhamar sf. byggðí við Vestur-
berg f Breiðholti, hafa skorað á
borgarstjórn að veita Einhamri
sf. byggingalóðir undir sams
konar fjölbýlishús og það hefur
byggt við Vesturbergið, svo að
félagið þurfi ekki að hætta starf-
semi sinni, eins og nýlega hefur
komið f Ijós. Allir íbúar, sem til
náðist, skrifuðu undir áskorunar-
skjalið, og telja þeir eðlilegt, að
fyrirtæki sem Einhamar sf. eigi
að njóta forgangs við úthlutun
byggingalóða.
komið öryggi gegn spémyndun í
framrúðum.
1 grundvallaratriðum fer fram-
leiðslan þannig fram, að tilskorn-
ar glerskífur eru settar í til þess
gerð rúðumót og beygðar tvær
saman við mikinn hita. Sfðan er
lögð plastfilma á milli þessara
tveggja glerskífa, og þær síðan
pressaðar við 150 stiga hita, þar
til rúðan er glær og fullkomlega
samanlímd. Rúðan er þá tilbúin
til afgreiðslu eftir slfpun, hreins-
un og gæðaeftirlit, sem er mjög
strangt.
Allar framrúður Bílrúðunnar
eru framleiddar með sérstöku
leyfi sænsku verksmiðjunnar
KUBEX, og hefur framleiðslan
Heiðmerkur-
hliðum lokað
HLIÐUNUM í Heiðmörk þ.e.a.s.
við Jaðar, Silungapoll og Vífils-
staðahlfð hefur verið lokað, og
meðan svo er, er tekið fyrir
bifreiðaumferð um Mörkina.
Vegirnir um Heiðmörk eru að-
eins gerðir fyrir sumarumferð, og
þola ekki umferð þann árstíma,
sem frost og þíðviðri skiptast á, og
er þvf nauðsynlegt að hlífa þeim
við bifreiðaumferð yfir veturinn
og þar til frost er að mestu leyti
farið úr jörð að vori.
Þeir, sem vilja ferðast um Heið-
mörk meðan hliðin eru lokuð
verða því, ef þeireru akandi.að
skilja bflinn eftir fyrir utan hlið
og nota girðingarstigann
(príluna) sem næst er hliðinu til
þess að komast inn fyrir.
(Fréttfrá Skógræktarfélagi
Reykjavíkur.)
Helztu rök fbúanna fyrir
áskoruninni eru:
1. Einhamar sf. hefur sýnt og
sannað, að hægt er að byggja
ódýrar, en vandaðar íbúðir.
2. íbúamir telja, að fleiri
borgarbúar ættu að eiga þess kost
að eignast íbúðir á sömu kjörum
og þeir sjálfir.
Að lokum segir í áskoruninni,
að íbúarnir leyfi sér að vona, að
borgarstjórn taki áskorunina til
greina og stuðli þar með að
lækkun byggingakostnaðar, í stað
óþarfa hækkunar.
hlotið hæsta gæðamat, AS 1, og
mætir því þeim kröfum, sem sett-
ar eru stífastar f U.S.A., Svíþjóð,
Kanada og Þýzkalandi, sem hafa
sett reglur um, að einungis skuli
notað límt öryggisgler f alla bíla,
tvær 3 mm glerskífur með 0.76
plastfilmu.
Bflrúðan bindur miklar vonir
við að geta annað þörfum íslenzks
markaðs á bílrúðum strax á vori
komanda, og geta jafnframt flutt
út frá 6000—10.000 rúður á ári
áður en langt um líður.
Heildarframleiðslugeta fyrsta
áfanga verksmiðju Bflrúðunnar
h.f. er um 15.000 framrúður á ári
miðað við dagvinnutíma.
Aætlað er, að milli 5000 og 6000
f ramrúður brotni árlega á Islandi.
Bílrúðan h.f. er eina verksmiðja
sinnar tegundar á Islandi.
Formaður stjórnar Bílrúðunnar
h.f. er Jóhann Friðriksson; fram-
kvæmdastjóri er Friðrik
Theódórsson og verksmiðjustjóri
er Hallgrímur Einarsson.
Myndin: Hallgrfmur Einarsson
verksmiðjustjóri til vinstri og
Friðrik Theódórsson fram-
kvæmdastjóri standa þarna hjá
einum ofninum, sem beygir rúð-
urnar eftir ákveðnum formum.
Rúðan er bein og skorin í ákveðna
lögun þegar hún er sett inn í
ofninn, sfðan er hann hitaður í
800—900 gráður og þá leggst gler-
ið eftir mótinu. Þá eru tvær gler-
skffur lagðar saman með möttu
plasti á milli og sfðan er það
pressað þannig að skífurnar fest-
ast saman og plastið verður gagn-
sætt. Rúðan er tilbúin. — Ljós-
mynd Mbl. Brynjólfur.
Hér birtist mynd af Ingibjarti
Jónssyni, Skipholti 48, sem beið
bana f vinnuslysi f Súðarvogi á
fimmtudaginn.
Viðlagasjóður
kaupi fleirihús
Skora á borgarstjórn að
veita Einhamri lóðir