Morgunblaðið - 11.11.1973, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÖVEMBER 1973.
fclk í
fréttum
Silfurbrúðkaupskossinn.
Útvarp Reykjavík
* GÓÐ HUGMYND
VERÐLAUNUÐ
FLUGFÉLAGIÐ SAS hefur
þann háttinn á að verðlauna
beztu tillögur starfsmanna
sinna um hagræðingu i rekstr-
inum og vonast með þessu til að
hvetja alla til að reyna að koma
fram með gagnlegar tillögur. I
nýjasta tölublaði starfsmanna-
blaðs SAS er mynd af nokkrum
þeim, sem stærst peningaverð-
laun höfðu hiotið fyrir tillögur
sínar. Meðal þeirra er Bryndís
Torfadóttir, sem starfar hjá
SAS í Reykjavík. Hún fékk 10
þús. kr. danskar fyrir tiliögu
um breytta tilhögun á hádegis-
verði farþega, sem eru á leið til
Grænlands, en verða af ein-
hverjum ástæðum að bíða um
stund á Keflavíkurflugvelli. I
stað þess að láta útbúa og bera
fram hádegismat fyrir farþeg-
ana inni f flugstöðinni, sem get-
ur verið erfiðleikum háð sakir
skamms fyrirvara, lagði Bryn-
dfs tii, að farþegamir fengju
hádegismatinn úti í flugvélinni
★ MARLENE DATT
í GRYFJUNA
SÖNGKONAN og leikkonan
Marlene Dietrich féll niður af
sviðinu á miðvikudagskvöldið,
er hún hafði rétt lokið við loka-
atriði skemmtidagskrár sinnar
það kvöldið.
Marlene, sem orðin er 72 ára
gömul, sagðist ekki hafa meitt
sig. En hún neitaði að fara úr
hljómsveitargryfjunni, þar sem
hún hafði lent, fyrr en áhorf-
endur væru famir heim. Hún
1 datt, er hún var að teygjasig til
að þakka hljómsveitarstjóran-
um með handabandi, eftir að
áhorfendur höfðu hyllt hana
með því að standa upp allir sem
einn.
Svo virðist sem kjóll hennar
hafi rifnað í fallinu. Einhver
varpaði yfir hana frakka, en
samt neitaði hún að fara úr
gryfjunni.
Um stund stóð hún þarna,
á vellinum, þann mat, sem þeim
hafði verið ætlaður i fluginu til
Grænlands. I sjálfu fluginu
yrði í staðinn borið fram kaffi.
borsti og veifaði i kveðjuskyni.
Síðan hreytti hún út úr sér
skipuninni: „Farið þið öli
heim!“
Að iokum, þegar starfsliðið
hafi smalað öllum úr úr hljóm-
leikasalnum, kom hún upp, en
þvertók fyrir að hafa meitt sig.
it SILFURBRUÐKAUP
RÁÐHERRANS
Klukkan var sex að morgni
þriðjudagsins 6. nóv. sl., er litill
hornaflokkur hóf að leika lög
sín fyrir utan húsið nr. 1 við
Bjergborgsveg í Kaupmanna-
höfn. Fyrsta lagið var eins kon-
ar „Sjá roðann i austri“, þ.e. „I
östen stiger Solen Op“, en sólin
lét ekki á sér bæra. Hins vegar
tylltu tvær manneskjur sér út í
glugga á þriðju hæð hússins og
virtu fyrir sér hornaflokkinn
og á milli tuttugu og þrjátíu
aðrar hræður, sem stóðu niðri á
stétt. Anker og Ingrid sáu
þarna vini og kunningja, sem
komnir voru til að samgleðjast
þeim á 25 ára brúðkaupsaf-
mælinu, silfurbrúðkaupinu.
Eftir nokkur lög, með tilheyr-
andi klappi, söng og húrrahróp-
um, komu gestirnir upp og þar
beið þeirra kaffi og með því og
sitthvað fleira. Gjafir voru
færðar forsætisráðherrahjón-
unum og síðan var sungið og
dansað, hlegið og kætzt langt
fram eftir morgni, þar til skyld-
an kallaði Anker forsætisráð-
herra til starfa. Og hans beið
ekki neinn venjulegur vinnu-
dagur. Heilmiklar hræringar
urðu í dönskum stjórnmálum,
sem á endanum leiddu til þess,
að Anker baðst lausnar fyrir
ráðuneyti sitt á fimmtudag.
Sambúðin er ekki alltaf eins
langvarandi í stjórnmálunum
og f hjónabandinu!
A myndinni sést Bryndis
veita viðtöku verðlaununum
frá SAS úr hendi svæðisstjór-
ans J. Svane-Christensen.
„Eg hef gengið gegnum tvær
styrjaldir og verið á vígvöllun-
um, og ég hef fengið heiðurs-
viðurkenningu sem hetja,"
sagði Marlene við starfsfólk
hljómleikahallarinnar. „Það
þyrfti meira til en að detta i
hljómsveitargryfjuna."
SUNNUDAGUR
11. nóvember
8.00 Morgunandakt
Herra Sigurbjörn Einarsson
biskup flytur ritningarorð og
bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög
Hljómsveitin Philharmonia
hin nýja leikur forleiki eftir
Auber og Adam; Richard
Bonynge stj.
Rúmenska útvarpshljóm-
sveitin leikur vinsæl lög;
Iosif Conta stj.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr for-
ystugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
Veðurfregnir).
a. Tveir forleikir í ítölskum
stfl eftir Franz Shubert.
Ríkishljómsveitin í Dresden
leikur; Wolfgang Sawallisch
stj.
b. Oktett fyrir fjórar fiðlur,
tvær lágfiðlur og tvær kné-
fiðlur op. 20 eftir Felix
Mendelssohn.
Félagar úr hljómsveit þýzku
óperunnar í Berlín leika.
c. Frá norrænu organista
keppninni í Stokkhólmi í f.m.
Hans Fagius frá Svíþjóð, sem
hlaut önnur verðlaun, leikur
Tokkötu, adagio og fú^U i C-
dúr eftir Johann Sebastian
Bach og Kóral í E>dúr nr. 1
eftir César Franck.
11.00 Messa í Bústaðakirkju á
kristniboðsdegi þjóðkirkj-
unnar
Séra Ólafur Skúlason þjónar
fyrir altari. Benedikt Arn-
kelsson cand. theol. prédikar.
Organleikari: Jón G. Þórar-
insson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.15 Brotasilfur um Búdda-
dóm.
Sigvaldi Hjálmarsson flytur
annað erindi sitt: Hjól sann-
leikans.
14.00 Brezk viðhorf til land-
helgisdeilunnar, séð með
augum fjögurra lslendinga
búsettra f Bretlandi.
Páll Heiðar Jónsson ræðir
við Níels P. Sigurðsson sendi-
herra, og þrjá framkvæmda-
stjóra: Jóhann Sigurðsson,
Kjartan P. Kjartansson og
Olaf Guðmundsson.
A skjánum
SUNNUDAGUR
11. nóvember 1973
17.00 Endurtekið efni
Surtur
Mynd um Surtsey og Surts-
eyjargosið gerð haustið 1966
af Paul Leth Sörensen, fyrir
íslenska og danska sjónvarp-
ið.
Þulur Eiður Guðnason.
Aður á dagskrá 13. mars 1967
17.15 Janis, Drffa og Helga
Janis Carol Walker, Drifa
Kristjánsdóttir og Helga
Steinsson syngja í sjónvarps-
sal.
Aður á dagskrá 14. mai 1973.
17.35 Skólahljómsveit
Kópavogs. Hljómsveitin
leikur lög úr ýmsum áttum.
Stjórnandi Björn Guðjóns-
son. Aður á dagskrá 23.
september 1973.
18.00 Stundin okkar
Börn úr Handlða- og mynd-
listarskólanum flytja sögu
með leikbrúðum, Rósa
Ingólfsdóttir syngur, sýnd er
mynd um Róbert bangsa og
sagt frá ferðum Rikka. Loks
er svo spurningakeppni á
dagskrá og einnig verður
farið í Sædýrasafnið og
heilsað upp á mörgæsir og
súlur. Umsjónarmenn Sigrið-
ur Margrét Guðmundsdóttir
og Hermann Ragnar
Stefánsson.
18.50 Hlé
20.00 Fréttir
15.00 Lúðurhljómar.
Skólahljómsveit Kópavogs
leikur ýmis þekkt lög undir
stjórn Björns Guðjónssonar.
15.30 Utvarp frá trimmdægur-
Iagakeppni FlH og tSf á
hótel Sögu. Átján manna
hljómsveit leikur undir
stjórn Magnúsar Ingimars-
sonar. Kynnir: Jón Múli
Ámason.
16.30 Létt lög.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
17.10 Utvarpssaga barnanna:
„Mamma skilur allt“ eftir
Stefán Jónsson. Gísli Hall-
dórsson leikari les (7).
17.30 Sunnudagslögin. Tilkynn-
ingar.
18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregn-
ir. 18.55 Tilkynningar.
19.00 Veðurspá
Leikhúsið og við
Helga Hjörvar og Hilde
Helgason sjá um þáttinn.
19.35 „Sjaldan lætur sá betur,
sem eftir hermir“
Umsjónarmaður: Jón B.
Gunnlaugsson.
19.50 Sinfónfuhljómsveit !s-
lands leikur f útvarpssal.
Einleikarar: Gunnar Egilsson
og Pétur Þorvaldsson.
Stjórnandi: Páll P. Pálsson.
a. „Látalæti" fyrir litla
hljómsveit eftir Jónas
Tómasson yngri.
b. „Hoa-haja-nana-ia“, tónlist
í fjórum þáttum eftir Hafliða
M. Hallgrímsson.
c. „E3egie“ op. 24 fyrir selló
og hljómsveit eftir Gabriel
Faure.
20.20 Gegnum brim og boða
Ami Gunnarsson fréttamað-
ur tekur saman dagskrárþátt
um skipstjóra- og stýri-
mannafélagið ölduna.
20.50 „Tóbfas Mindernickel",
smásaga eftir Thomas Mann.
Ingólfur Pálmason íslenzk-
aði. Hjalti Rögnvaldsson les.
21.15 Tónlistarsaga
Atli Heimir Sveinsson tón-
skáld rekur söguna með tón-
dæmum (3).
21.45 Um átrúnað
Anna Sigurðardóttir talar
aftur um Ásynjur.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Danslög
Heiðar Ástvaldsson dans-
kennari velur og kynnir.
23.25 Fréttir f stuttu máli. Dag-
skrárlok.
*
20.20 Veður og auglýsingar
20.30 Ert þetta þú?
Stuttur fræðslu- og leiðbein-
ingaþáttur um akstur og um-
ferð.
20.40 Strfð og friður
Sovésk framhaldsmynd,
byggð á sögu eftir Leo Tol-
stoj.
4. þáttur.
Þýðandi Hallveig Thorlacius.
Efni 3. þáttar:
Lísa, kona Andrei Bolkons-
kís, deyr af barnsförum og
hann er harmi sleginn.
A nýársdansleik f Pétursborg
hittir hann Natösju og þau
fella hugi saman. Ándrei bið-
ur hennar, er vill þó fresta
brúðkaupinu um eitt ár, bæði j
af tillitssemi við föður sinn,
og eins til að gefa Natösju
tíma til að hugleiða málið.
21.40 Einleikur í sjónvarpssal
Erling Blöndal Bengtsson
leikur Svítu nr. 2 fyrir selló
eftir Johann Sebastian Bach.
22.00 Kvennahúsið
Þáttur um miðstöð Rauð-
sokkahreyfingarinnar í
Kaupmannahöfn.
Þýðandi Dóra Hafsteinsdótt-
ir.
(Nordvision — Norska sjón-
varpið)
22.40 Að kvöldi dags
Séra Guðmundur Öskar
Ólafsson flytur hugvekju.
22.50 Dagskrárlok
♦
★ KONUNGLEGT
BRÚÐKAUP
A PLÖTU
Anna prinsessa, verðandi
eiginmaður hennar Mark, erki-
biskupinn af Kantaraborg og
kór Westminster Abbey virðast
einkennilegir flytjendur á met-
söluplötu. En samt er þess
vænzt, að þau velti Rolling
Stones eða öðrum poppkóngum
úr efsta sæti brezka vinsælda-
listans innan tíðar. BBC-útvarp
ið hyggst hljóðrita alla hjóna-
vígsluathöfnina 14. nóv. nk., er
Anna prinsessa og Mark
höfuðsmaður verða gefin sam-
an í Westminster Abbey.
BBC býst við að framleiðaum
100 þús. eintök til að byrja með.
Slfkt risaupplag er venjulega
aðeins framleitt, þegar um plöt-
ur stórstjamanna er að ræða,
og telja má stórsölu örugga. En
hljómplötudeild BBC tekur nú
mið af óvæntri metsölu á stórri
plötu fyrir sex árum, þegar
bróðir önnu, Karl prins, var
vígður sem prins af Wales við
litríka og gamaldags athöfn í
Caernarvon-höll í Wales. Plat-
an, sem þá var hljóðrituð, seld-
ist í 44 þús. eintaka upplagi!