Morgunblaðið - 11.11.1973, Page 34

Morgunblaðið - 11.11.1973, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÖVEMBER 1973. Eftir Kenneth Graheme 4. kafli Froskur Það var fagran morgun snemma sumars. Áin var komin aftur í sinn venjulega farveg og rann með jöfnum hraða á milli bakka sinna, og það var eins og hlý sólin togaði allt, sem grænt var og oddhvasst, upp úr moldinni og í átt til sín. Moldvarpan og rottan höfðu verið í önnum síðan snemma um morguninn Hvert ætlar maðurinn? Getur bú á bessu óvenlulega landakorti séð til hvaða lands maðurinn með töskuna ætlar? Þú getur fundið það með því að draga strik með lit effir útjöðrum þeirra flata, sem merktir eru meðpunkti. spuB[iaja-BJ9JS IhL rusne^ við ýmis undirbúningsstörf varðandi báta og báts- ferðir. Nú þurfti að mála og tjarga, gera við árar, bæta púða og sessur, leita uppi króka og krækjur o.fl. Þessa stundina voru þær að ljúka við morgun- verðinn í litlu stofunni sinni og ráðguðust um það, hvernig deginum skyldi varið. Þá var barið að dyrum þungum höggum. „Hver skrambinn,“ sagði rottan. „Gáðu hver það er, moldvarpa, úr því þú ert búin að borða.“ Moldvarpan fór til dyra og rottan heyrði, að hún rak upp undrunaróp. Siðan var stofuhurðinni hrundið upp og moldvarpan tilkynnti gestakomuna meðtígulegum tilburðum. „Herra greifinginn.“ Það var sannarlega ánægjulegur viðburður, að greifinginn skyldi heiðra þær með heimsókn, því hann var hvorki tíður gestur hjá þeim né öðrum. Ef þörf gerðist að hitta hann, þá var helzta ráðið að reyna að ná honum á hlaupum meðfram limgerði árla morguns eða siðla kvölds, — nú, eða leita hann upp heima í miðjum Stóraskógi, en það gat verið áhættusamt fyrirtæki. Greifinginn stikaði inn í stofuna og horfði alvöru- þunginn á svip á vinkonurnar tvær. Rottan missti eggjaskeiðina á borðdúkinn og leit upp full eftirvæntingar með opinn munninn. „Úrslitastundin er komin,“ sagði greifinginn loks. „Hvaða stund?“ spurði rottan og leit ósjálfrátt á klukkuna á arinhillunni. Henni varð ekki um sel. „Úrslitastund hvers? ættirðu heldur að segja,“. sagði greifinginn. „Úrslitastund frosks. Ég sagðist mundu taka mál hans fyrir, þegar vetur væri genginn um garð og ég ætla að taka mál hans fyrir í dag.“ „Já, auðvitað,“ sagði moldvarpan og var hin kátasta. „Húrra! Nú man ég það ... við ætlum að gera úr honum annan og betri frosk.“ „Við vindum okkur í það núna fyrir hádegi,“ sagði greifinginn „vegnaþess aðégfrétti ígærfrááreiðan legum heimildum, að nú væri væntanlegur til Glæsi- hallar annar nýr og afar aflmikill bíll af fínustu gerð. Ef til vill er froskur þegar á þessari stundu að skrýðast „ökuskrúðanum" svokallaða, sem breytir honum úr (sæmilega) þokkalegum froski í afskræmi, sem öllum heiðarlegum dýrum hlýtur að standa stuggur af. Við verðum að hefjast handa áður en það er um seinan. Þið tvær komið tafarlaust með mér til Glæsihallar og við hefjum björgunarstarfið.“ GunnLAUG^MGú o^nueuncu gerður: „Hversu lfzt þér, bróð ir, á stúlkur þessar, er hér sitja gegnt okkur?“ Hann svar- ar: „Allvel,“ segir hann, „og er þó ein fegurst miklu, og hefur hún vænleik Ólafs, en hvfti og yfirbragð vort Mýramanna." Þorgerður svarar: „Vfst er það satt, er þú segir, bróðir, að hún hefur hið hvfta yfirbragð vorra Mýramanna, en eigi vænleik Ólafs pá, þvf að hún er eigi hans dóttir," „Hversu má það vera,“ segir Þorsteinn, „en þó sé hún þín dóttir?“ Hún svarar: „Með sannindum að segja þér, frændi," kvað hún, „þá er þessi þín dóttir, en eigi mfn, hin fagra mær,“ og segir honum sfðan allt, sem farið hafði, og biður hann fyrirgefa sér og konu sinni þessi afbrígði. Þor- steinn mælti: „Ekki kann ég ykkur að ásaka um þetta, og veltur þangað sem vera vill um flestra hluti, og hafið þið vel yfir slétt vanhyggju mfna. Lfzt mér svo á mey þessa, að mér þykir mikil gifta í að eiga jafn fagurt bam, eða hvað heitir hún?“ „Helga heitir hún“, seg- ir Þorgerður. „Helga hin fagra," segir Þorsteinn. „Nú skalt þú búa ferð hennar heim með mér.“ Hún gerði svo. Þor- steinn var þaðan út leiddur með góðum gjöfum, og reið Helga heim með honum og fæddist þar upp með mikilli virðingu og ást af föður og móð- ur og öllum frændum. IV. kapítuli. Þennan tíma bjó uppi á Hvftársfðu, á Gilsbakka, Mlugi svarti Hallkelsson, Hrosskels sonar; móðir Illuga var Þurfður dylla, dóttir Gunnlaugs orms- tungu. Illugi var annar mestur höfðingi í Borgarfirði en Þor steinn Egilsson. IHugi svarti var stóreignamaður og harð- lyndur mjög og hélt vel vini sfna; hann átti Ingibjörgu, dótt- U’- Asbjarnar Harðarsonar úr Ömólfsdal; móðir Ingibjargar var Þorgerður, dóttir Mið- f jarðar-Skeggja. Böm Ingi- bjargar og Illuga voru mörg, en fá koma við þessa sögu. Hermundur hét sonur þeirra, en annar Gunnlaugur, báðir voru þeir efnilegir menn og þá frum vaxta maður. Svo er sagt frá Gunnlaugi, að hann var snimmendis bráðger, mikill og sterkur, Ijósjarpur á hár, og fór allvel, svarteygur og nokkuð nefljótur og skapfellegur í and- liti, miðmjór og herðamikill, kominn á sig manna bezt, hávaðamaður mikill f öllu skap- lyndi og framgjarn snimmend- is og við allt óvæginn og harður og skáld mikið og heldur nfð- skár og kallaður Gunnlaugur ormstunga. Hermundur var þeirra vinsælli og hafði höfðingjabragð á sér. Og er Gunnlaugur var tólf vetra gam- all. bað hann föður sinn farar- efna, og kvaðst hann vilja fara utan og sjá sið annarra manna. Illugi bóndi tók þvf seinlega, kvað hann eigi mundu þykja góðan f útlöndum er hann þótt ist trautt mega semja hann þar ' heima, sem hann vildi. Og ein- hvern morguninn var það, all- litlu sfðar, að Illugi bóndi gekk út snemma og sá, að útibúr hans var opið, og voru lagðir út vörusekkir nokkrir á hlaðið sex og þar lénur með; hann undraðist þetta mjög. Þar gekk þá að maður og leiddi fjögur hross, og var þar ' m«Ölhnoi9UAkoífinu — Nú á dögum getur maður ekki verið þekktur fyrir annað en hafa sundlaug f garðinum, en hvorki konan mín né ég kærum okkur um sundböð. — Heyrðu Stína, ég var að taka eftir þvf að við erum á rangri hæð. — Þér er hér með vfsað af velli. — Ja og svo gæti ég vel óskað mér að eignast brauðrist, elskan. — Ja, ég tók pokann með, ef vera kynni að við yrðum ósátt f fyrsta sinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.