Morgunblaðið - 11.11.1973, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 11.11.1973, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1973. 35 m ■ ■ HELIj ARÞROM Framhaldssagan i PýcNngu Bjömö Vignis Byssan hafði losnað frá fingr- um hennar, þeyttist eftir gólfinu, snerist nokkra hringi, en stað- næmdist síðan. Willis tók undir sig stökk og sveif á eftir byssunni. Hann rétti út höndina og Hawes hélt niðri í sér andanum, því að loksins, loksins voru þeir að losa sig við kerlingarflagðið. Én þá rak Willis upp hátt sársaukafullt vein, því að eitthvað beitt úr leðri og járni stakkst f handarbak hans og þrýsti lóf- anum að gólfinu. Þrettándi kafli Svart pilsið féll niður þokka- fulla fótleggi Angelicu Gomez. Það lagðist þétt að þrýstnum lærum hennar, féll niður yfir hnén, en þá komu í ljós lögulegir kálfar og grannir ökklar. Svartar ólar voru reyrðar um ökklana en þar fyrir neðan tóku við rauðir leðurskór með háum en mjóum hælum. Þessa stundina var annar hælanna á kafi . í handabaki Willis. Nú lyfti Angelica fætinum og beygði sig snöggt eftir byssunni á gólfinu. Augu hennar skutu gneistum er hún snarsneri sér að Byrnes, er hugðist teygja sig í nitró-glysserín flöskuna á borð- inu. „Ekki snerta!" hrópaði hún. Byrnes fraus í sporunum. „Burt frá borðinu!" hrópaði hún enn. „Til baka. Baka.“ Mennirnir fóru frá borðinu, mjökuðu sér frá því, hörfuðu frá þessari nýju og óvæntu ógnun, sem var jafnvel enn ægilegri en hin fyrri. Angelica Gomez hafði stungið mann á hol, og eftir því sem þeir vissu bezt, gat hann allt eins verið dauður á þessari stundu. Hún átti þess vegna yfir höfði sér ómildan vönd réttlætis- ins, og hún átti einnig yfir höfði sér hefnd glæpaflokks. Af andliti hennar mátti lesa, að örvæntingin hafði knúið hana til ákvörðunar. Angelica Gomez ætlaði að flýja, hvað sem það kostaði, og guð veri með þeim, er hugðist hindra för hennar. Hún rétti úr sér, skambyssan haggaðist ekki í hendi hennar. „Ég ætla að sleppa ’éðan,“ sagði hún. „Ekki reyna að stoppa mig.“ Virginia Dodge hafði staðið upp. Hún sneri sér að Angelicu, og það lék bros um varir hennar. „Gott hjá þér, stúlka mín,“ sagði hún. „Fáðu mér nú byssuna." I fjrstu virtist Angelica ekki skilja, hvað hún var að fara. Hún horfði furðu lostin á Virginiu og sagði: „Ertu geggjuð? Ég fara. Núna.“ Velvakandi svarar ( sfma 10- 100 kl. 10.30—11.30. fri mánudegi til föstudags. 0 Foreldradagurinn Anægð móðir skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég á dóttur í Melaskólanum, en þar var foreldradagur nú í vik- unni. Forráðamenn barnanna voru boðaðir S sameiginlegan fund með kennaranum á ákveðn- um tfma, en um leið var tekið fram, að tækifæri gæfist til að ræða einslega við kennarann, ef þörf þætL á því. Fundur þessi fór í alla staði mjög vel fram, kennarinn sagði frá ýmsu, sem verið væri að gera og öðru, sem væri í bígerð o.s.frv. Auk þess gafst foreldrum kostur á að bera saman bækur sínar um hin ýmsu vandamál, en um leið kom skýrt fram, að ánægjuefnin voru fleiri en það, sem miður fer. Ég tel mjög æskilegt, að þessi háttur sé hafður á, þegar um er að „Ég veit. Láttu mig fá byssuna. Ég held þeim spökum hér inni meðan þú forðar þér.“ ,,‘Vers vegna skal ég láta þig fá byssuna?" spurði Angelica. „I guðs bænum! Ertu þeirra megin? Þeirra þarna, sem ætla að stinga þér i svartholið? Svona láttu mig nú fá byssuna." „Ég þarf ekki að gera neitt fyrir þig. Ég bað þig áðan að leyfa mér að fara, en þú sagðir nei. Nú viltu byssuna? Ertu vitlaus?“ „Allt í lagi. Ég skal þá sýna þér þetta svart á hvítu. Ef þú ferð héðan með byssuna á þér, þá verð ég tekin, um leið o_g þú ert farin úr salnum. Það þyðir, að þeir verða komnir í simann eftir fimm sekúndur, og allt helvítis lögregluliðið verður komið á hæla þér. Ef þú aftur á móti lætur mig fá byssuna, held ég þeim í skefj- um hérna. Engin símtöl. Og engir löggubílar á hælunum á þér. Þú verður frjáls." Angelica braut heilann um þetta í fáeinarsekúndur. „Fáðu mér byssuna," sagði Virginia og gekk eitt skref áfram i átt til Angelicu. Pouerto rícanska stúlkan stóð óstyrk i fæturna og byssan skalf í hendi hennar. Virginia nálgaðist enn. „Láttu mig nú fá hana,“ sagði hún. „Þú ætlað að ’alda þeim kyrrum ’érna?" spurði Angelica. „Þú passar þá fyrir mig?“ „Komduþá. Komdu nær.“ Virginia kom upp að hlið hennar. „Réttu út ’endina," sagðu hún. Virginia rétti út handlegginn og Angelica lagði byssuna í opin lófa hennar. „Ég fer núna,“ sagði hún. „Þú halda þeim ’ér. Ég fara frjáls," sagði hún. „Frjáls." Hún tók fáein skref fram á við með bakið í hina konuna. Skyndi- lega reiddi Virginia byssuna til höggs. Hún barði henni af alefli í höfuð Angelicu Gomez. Stúlkan féll meðvitundarlaus í gólfið. Virginia klofaði yfir hana og hélt aftur að borði sínu. „Er ennþá einhver hér inni, sem heldur, að ég sé að gera að gamni mínu“ spurði hún við- stadda. Heimilisþjónninn, Roger gamli, hafði starfað hjá Scottfjölskyld- unni í tvo áratugi. Þegar Carella birtist aftur á efri hæðinni, var hann önnum kafinn við að sópa ganginn. Hann var hávaxinn grannur maður, hvítt hárið var tekið að þynnast á höfði hans, þannig að það glitti í skallann, þar sem hann stóð hálfhokinn og sóp- aði flísum og spýtukubbum, fer- köntuðum og þríhyrndum, upp á fægiskúffuna. Það mátti sjá, að það voru vanar hendur, sem handléku kústinn. ræða samstarf skóla og heimilils, en mér finnst auðsætt, að svona fundir þurfi að vera langtum oft- ar en nú er. Raunar furðar mig á því, hversu tengsl skóla og heimilis eru losaraleg. Mér finnst skorta tilfinnanlega, að starfandi sé for- eldrafélag við hvern skóla. Sums staðar eru slík félög við lýði sum- hver tiltölulega nýtilkomin en mér segir svo hugur um, að slik félög verði stofnuð innan tiðar. Vitund foreldra á velferðarmál- um þeirra hefur aukizt mjög hin siðari ár, og það vel. Með þökk fyrir birtinguna, ánægð móðir.“ 0 Minjarum styrjöldina F.S.Þ. skrifar: Það var sagt frá því um daginn í þingfréttum Morgunblaðsins, að þingmenn hefðu borið fram á al- þingi áskorun um að fjarlægðar „Þú ert að hreinsa til“ sagði Carella góðlátlega. „Já,“ svaraði Roger, já, herra, herra Scott vildi alltaf hafa allt snyrtilegt í kringum sig.“ „Þekktuð þér gamla manninn vel?“ „Ég vann fyrir hann lengi, herra,“ sagði Roger, og svo hækk- aði hann róminn: „Mjöglengi." „Gaztyður að honum?" „Hann var sérlega góður maður. Mér féll mjög vel við hann.“ „Átti hann í nokkrum vandræð- um meðsynisina?" „Vandræðum?" „Þér vitið. Deildu þeir. Veruleg rifrildi. Reyndi nokkur þeirra að ógna honurn?" „Þeir deildu stöku sinnum, herra, en aldrei ofsalega. Og eng- inn þeirra hafði í hótunum við hann.“ „Hmm. Hvað um tengdadóttur- ina? Voru nokkur vandræði vegna hennar, þegar David kom með hana heim?“ „Nei, herra. Herra Scott féll mjög vel við hana. Hann sagði oft, að hann óskaði þess að hinum tækist eins vel upp, þegar þeir kvæntust." „Það er nefnilega það,“ sagði Carella. „Jæja, þakka yður fyrir. Ég ætlaði að líta aðeins á her- bergið aftur. Vita hvort ég verð ekki einhvers vísari." „Já, herra," sagði Roger. Hann sýndi á sér fararsnið. Samt stóð hann áfram þarna frammi á gang- inum með fægiskúffuna í annarri hendi en kústinn í hinni og beið sýnilega einhvers. „Já?“ sagði Carella. „Við snæðum hér kvöldverð venjulega klukkan sjö. Hún er núna rúmlega hálfsjö. Ég var að velta því fyrir mér, hvort þér hygðust snæða með okkur kvöld- verð?“ Carella leit á úr sitt. Það sýndi 6.37. „Nei,“ sagði hann svo. „Sannast sagna ætlaði ég að vera kominn niður á stöð klukkan sjö. Konan mín ætlar að hitta mig þar. Nei, þakka yður fyrir. Engan kvöldverð fyrir mig.“ Hann þagnaði, en bætti síðan við upp úr þurru: „Við eigum von á bami. Konan mín og ég.“ „Já, herra," sagði Roger og brosti. „Já,“ sagði Carella og brosti líka. Þeir stóðu þarna í hálf- myrkvuðum ganginum og brostu hvor við öðrum. „Jæja,“ sagði síðan Carella. „Vinnan bíður." „Já, herra.“ Carella gekk inn I herbergið. Hann heyrði fótatak Roger á leið niður stigann. Jæja, gott fólk, hugsaði hann með sér. Hér er Steve Carella yrðu minjar frá dvöl herjanna hér á landi á styrjaldarárunum. Ut á það er í sjálfu sér ekkert verið að setja. En þetta vakti hjá mér löng- un til að vekja athygli á því, hvort ekki mætti vekja áhuga á þvi hér heima, og jafnvel erlendis líka, vegna þess hve fáir við erum og smáir, — eins og sífellt hvín í eyrum okkar — að ráðizt yrði í það að reisa hér á landi, vegleg- an minnisvarða um þátttöku íslands og tslendinga, eða fram- lag Islands og tslendinga, i heim- styrðjöld'nni síðari. Hlutur Islendinga var mikil- vægur og því ber að halda á lofti. Stríðssaga Hvalfjarðar væri án efa mikil og merkilegaflestraref hún hefði verið skráð. Uti í heimi hefur fólk litla sem enga hug- mynd um þær fórnir, sem Islend- ingar færðu á styrjaldarárunum og til minningar um þá hefur ekk- ert minnismerki verið reist. Einu minjarnar nú eru plöturnar undir bröggunum, sem þingmennirnir vilja burtu, og hér á höfuðborgar- aftur orðinn innsti koppur í búri. Taktu þig nú taki, Steve gamli, mér sýnist þú vera að missa þetta út úr höndunum á þér, sagði hann við sjálfan sig. Við skulum rann- saka þetta herbergi, spyrja síðan svolítið fleiri spurninga, fá ein- hvern botn i þetta og drífa sig síðan, ha? Já. Herbergið. Engir gluggar. Engir helvítis gluggar, það fór ekki á milli mála. Engar leynidyr, engin dulin göng bak viðþilin. Jefferson Scott fannst hér hengdur — svona um þrjá metra frá dyrunum og við fætur hans var stóll, sem oltið hafði um koll. Reipi hafði verið leitt yfir leiðslurnar í loftinu og bundið i hurðarhúninn. Hurðin opnaðist út á ganginn. Þungi líksins hefði ekki nægt til að halda hurðinni lokaðri. Af því leiðir, að dyrnar höfðu verið læstar; þremur sterkbyggð- um karimönnum hafði ekki tekizt að þvinga upp hurðina ... Jesús minn, þeir voru engarveimiltítlur þessir Scott-bræður. Það var ekki hægt að læsa hurðinni að utanverðu. Það þurfti að þrýsta hurðinni þétt að stöfum innan frá til að koma renni- lokunni í læsinguna. Þar af leiddi, að það kom tæpast til greina, að hér væri maðkur f mysunni, það er að segja, að hurðinni hafi verið læst með því að toga í sterkan tvinna að utan- verðu, eins og maður var alltaf öðru hverju að lesa um í saka- málablöðunum. Kúbeinið hafði sprengt lásinn frá dyrastafnum, og það hafði nægt til þess, að mennirnir þrír gátu þvingað upp hurðina og skorið Scott gamla niður, þar sem hann hékk í reipinu. Þetta voru staðreyndimar í málinu. Fjandinn hafi það, ég er alveg orðinn ruglaður. Látum okkur nú sjá, látum okkur sjá. Hann gekk yfir að hurðinni og athugaði rennilokuna, þar sem hún hékk á dyrastafnum á einni skrúfu. Dyrastafurinn var illa leikinn, blessað kúbeinið hafði sannarlega staðið hér vel að verki. Roger karlinn hafði sópað upp nægu magni af flísum til að stofna tannstönglaverksmiðju. Carellalokaði hurðinni. Auðvitað, dyrnar voru einangraðar fyrir gegnumtrekk, eins og þeir höfðu haldið fram. Maður þurfti að skella fjandans hurðinni og siðan þrýsta á hana, til að hægt væri að loka henni almennilega. Hann opnaði hurðina út á ganginn, gekk út og lokaði á eftir sér. Sfðan beygði hann sig niður. svæðinu nokkur skotbyrgi með- fram sjónum, sem ekkert hefur verið haldið við, en eru vissu- legar sögulegar minjar frá styrjaldarárunum og þátt Islands í sigri Bandamanna. — Það gæti verið athugandi, að spyrja þjóðminjavörð, hvort þessi gömlu grasigrónu skotbyrgi hafi sögulegt gildi eða ekki. — Ef svo væri, þá er fyllsta ástæða til þess, að hlúa að þeim, er það ekki?, i stað þess að sprengja þau í loft upp. — Seinnitíma menn myndu sennilega telja okkur hafa spillt sögulegum minjum eins og við í dag teljum það mikið tjón að vatnsþróin við Norðurpól — við Hlemmtorg, skuli hafa verið molduð niður og Skólavarðan rif- in. En víkjum aftur að hugmynd- inni um minnismerki um framlag Islands og Islendinga í síðari heimsstyrjörldinni. Er hún ekki þess virði að henni sé gaumur gefinn? F.S.Þ. Storesefni, geysimikið úrval. Storesefni með bómullarblúndu og knipplingblúndu, breiddir frá 150 sm — 250 sm. Bobinett í mörgum breiddum Blúnduefni, breiddir 120 sm — 300 sm. Storesar [ litum og hvttir með litar- röndum. Eldhúsgardfnur, margir litir, margar gerðir. Löberar I metratali, fallegir ofnir löb- erar frá Sviþjóð, margar breiddir á ýmsu verði. Veggmyndir, stórar og litlar, í stofur og barnaherbergi Servíettur úr sænskum hör, margir litir. Sænskur hör ! metratali, margir fal- legir litir BaSmottusett, 3 stk. á Kr. 4.100.00 — 4.350 00 Gluggatjöld eiga vissulega að vera til prýði og gegna auk þess mikilvægu hlutverki. í skammdeginu útiloka þau myrkur og illviðri, og halda heimilislíf- inu i skjóli innan veggja, eftir að búið er að kveikja. Á sumrin þurfum við að geta dregið fyrir birtuna, sem sker í augun, upplitar húsgögn, húsgagna- áklæði, myndir og veggi Það á a.m.k. við um suðurgluggana, og hér norður í heiðrikjunni er birtan alveg miskunnar- laus, þegar sólin keppist sem mest við að skína Það er auðvjtað ágætt að eiga bæði sumar- og vetrargardínur fyrir þessa glugga og skipta vor og haust. Annars verðum við bara að muna eftir sumarljósinu, þegar við fáum okkur heilsárs gluggatjöld i skammdeginu. JÖPff til sölu Tilboð óskast í jörðina Garð I í Ólafsfirði, sem er til sölu og laus til ábúðar á næsta vori. íbúðarhúsið er steypt og hitað með jarðhita úr landi jarðarinnar. Fjós og fjárhús er einnig steypt, svo og hlaða, sem í er súgþurrkun. Rafmagnsveitur ríkis- ins láta í té endur- gjaldslaust rafmagn 1 /2 kwst. pr. klukku- stund vegna virkjunar í landi jarðarinnar. Jörðin liggur við Ólafsfjarðarvatn og á þar veiðirétt. Hún er við þjóðveg 2 km frá Ólafsfjarðarbæ. Tilboð óskast send fyrir 1. desember 1973 til undirritaðs, sem gefur allar nánari upplýsincjar. Nývarð Olfjörð, Garði I, Ólafsfirði, sími 62111.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.