Morgunblaðið - 14.11.1973, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.11.1973, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1973 DAGBÓK ÁFWIAO Áttræður er í dag Sigurpáll Þorsteinsson, Nesvegi 63, Reykja- vík, fyrrum bóndi að Hóli í Breið- dal. Hann verður að heiman í dag. Þann 18. ágúst voru gefin sam- an í hjónaband í Utskálakirkju af séra Guðmundi Guðmundssyni, Auður Guðmundsdóttir og Rafn Torfason. Heimili þeirra er að Asabraut 12, Keflavík. (Ljós- myndast Suðurnesja). 31. júlí voru gefin saman í hjónaband af séra Arelíusi Níels- syni, Guðrún Sigríður Björnsdótt- ir og Kristján B. Laxdal. Heimili þeirra verður að Víðisvegi 7, Vest- mannaeyjum. (Ljósmyndast. ísa- fjarðar). IMÝIR BDRGARAR Á Fæðingarheimili Reykjavík- ur fæddist: Krístínu Björgvinsdóttur og Ómari Jónssyni Helgafellsbraut 17, Vestmannaeyjum, dóttir þann 1. nóvember, kl. 02.00. Hún vó rúmar 10 merkur og var 48 sm að lengd. Tapað — fundið Lftil, hvít læða er í óskilum að Háleitisbraut 125. Uppl. í sfma 36239. Vikuna 9. til 15. nóvember er kvöld-, nætur- og helgidaga- varzla apóteka I Reykjavfk f Apóteki Austurbæjar og Ingólfsapóteki. Næturvarzla er í Apóteki Austurbæjar. Læknastofur eru lokaðar á laugardögum og helgidögum, en læknir er til viðtals í göngudeild Landspítalans í síma 21230. Almennar upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu í Reykjavík eru gefnar í símsvara 18888. Mænusóttarbólusetning fyrir fullorðna fer fram í Heilsu- verndarstöðinni á mánudögum kl 17.00—18.00. Vaktmaður hjá Kópavogsbæ — bilanasimi 41575 (símsvari). Krossgátan Lárétt: 1. leika á, 6. forskeyti, 8. ásaka, 10. ósamstæðir, 11. vonzk- an, 12. samstæðir, 13. 2 eins, 14. fugl, 16. ræflinum. Lóðrétt: 2. 2 eins, 3. flauta, 4. ósamstæðir, 5. depla, 7. Ifkams- hlutum, 9. sund, 10. mær, 14. bjór, 15. 2 eins. LAUSN Lárétt: 1. safar, 6. sel, 8. saklaus, 11. ani, 12. rík, 13. ðn, 15. RV, 16. éli, 18. regninu. Lóðrétt: 2. aski, 3. fel, 4. álar, 5. ósaðir, 7. óskuðu, 9. ann, 10. úir, 14.öln, 16. ég, 17. ii. SÖFNIN Borgarbókasafnið Aðalsafnið er opið mánud. — föstud. kl. 9-22, laugard. kl. 9—18, sunnud. kl. 14—18. Bústaðaútibú er opið mánud. — föstud. kl. 14—21. Hofsvallaútibú er opið mánud. — föstud.kl. 16. — 19. Sólheimaútibú er opið mánud. — föstud. kl. 14 — 21. Laugard. kl. 14 — 17. Landsbókasafnið er opið kl. 9—19 alla virka daga. Bókasafnið f Norræna húsinu er opið kl. 14—19, mánud. — föstud., en kl. 14.00 — 17.00 laugard. og sunnud. Arbæjarsafn er opið alla daga nema mánudaga kl. 14—16. Einungis Árbær, kirkjan og skrúðhúsið eru til sýnis. (Leið 10 frá Hlemmi) Ásgrfmssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnud., þriðjud. og fimmtud. kl. 13.30 — 16.00. tslenzka dýrasafnið er opið kl. 13 —18 alla daga. Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnudögum kl. 13.30 — 16. Opið á öðrum tímum skólum og ferðafólki. Sfmi 16406. Listasafn tslands er opið kl. 13.30 — 16 sunnud., þriðjud.m fimmtud. og laugard. Náttúrugripasafnið, Hverfis- götu 115, er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30 — 16 Sædýrasafnið er opið alla daga kl. 10 — 17. Þjóðminjasafnið er opið kl. 13.30 — 16 sunnud., þriðjud., fimmtud., laugard. I dag er miðvikudagurinn 14. nóvember, 318. dagur ársins 1973. Árdegisháflæði er kl. 08.38, síðdegisháflæði kl. 21.05. Fyrir því getur hann og til fulls frelsað þá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð, þar sem hann ávallt lifir til að biðja fyrir þeim. (Hebreabréfið, 7.25.). Síðdegisstundin endurtekin í Iðnó ást er... ... aö hjálpast aö viö aö skreyta fyrsta heimiliö TM Reg. U $ Pot. Off — All rights reierved C 1973 by los Angeles Times Eftirfarandi spil er frá leiknum milli PóIIands og V-Þýzkalands í Evrópumótinu 1973. Sfðdegisstund Leikfélags Reykjavíkur verður endurtekin í Iðnó á morgun kl. 17.15. á dagskránni er vfsnasöngur Kristfnar Ólafsdðttur, Böðvars Guðmundssonar, Kjartans Ragnarssonar og Kristins Sigmundssonar, sem sjást á meðfylgjandi mynd. Aformað er að koma fram með nýja dagskrá mánaðarlega, sem flutt verður á þessum tfma, þannig að fólki gefst tækifæri til að koma við f Iðnó á leið sinni frá vinnu. Síðan bók Norman Mailers um Marlyn Monroe kom út, eins og frægt er orðið, hefur tízkan dregið nokkurn dám af því, hvernig Marilyn klæddist — einnig hefur andlitsförðun hennar og hárgreiðsla orðið eftirlifandi kynsystrum henn- artil eftirbrejdni. Kjóllinn á myndinni er svartur og hvítur, og er hann mikið fleginn í bakið. FRÉTTIR Kvenfélag Bústaðasóknar gengst fyrir fótsnyrtingu fyrir roskið fólk i safnaðarheimilinu alla fimmtudaga kl. 8.30 — 12 f.h. Upplýsingar eru veittar í síma 32855. Kvenfélagið Aldan heldur fund að Bárugötu 11 miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20.30. Mynda- sýning. — Ef þessar árásir á Nixon Bandaríkjaforseta halda áfr- am öllu lengur, verður þess áreiðanlega ekki langt að bíða, að hann biður okkur um hæli ■sem pólitískur flóttamaður, félagi Kósigín. Norður S. Á-10-6-2 H.D-4-3 T. G-2 L. G-10-7-6 Vestur S. 8-7-6 H. 9-8-7-5 T. 8-3 L. K-D-9-4 Austur S. K-D-G-9 H.G-6 T. K-7-6-5 L. Á-8-3 Suður S. 5-4 H. Á-K-10-2 T. Á-D-10-9-2 L. 5-2 Við annað borðið sátu v-þýzku spilarnir A-V og þar varð Ioka- sögnin 1 spaði. Spilið varð2 niður eftir að suður hafði í byrjun látið út lauf. Pólska sveitin fékk 100 fyrir spilið. Við hitt borðið sátu v-þýzku spilararnir N-S og þar gengu sagnir þannig: A S V N 11 D P is P 21 P 2 g Allir pass. Austur lét út spaðadrottningu, fékk þann slag, lét næst spaða- gosa, sagnhafi drap með ási og lét út tígulgosa, sem var svínað. Enn var tígull látinn út og svfnað, en þar sem austur átti kónginn vald- aðan, tapaðist spilið, og Pólland græddi 5 stig á spilinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.