Morgunblaðið - 14.11.1973, Page 22

Morgunblaðið - 14.11.1973, Page 22
22 Guðmundur Þorvalds son á Litlu - Brekku Guðmundur Þorvaldsson á Litlu-Brekku dáinn? Það er erfitt að trúa því, að nú sé Guðfríður Jóhannesdóttir frá Gufuá orðin ein, að dauðinn sé búinn að að- skilja Litlu-Brekku hjónin, að Guðmundur standi ekki ennþá við hlið hennar eins og hann hefur gert í 58 ár, yfirlætislaus, góð- mannlegur og teinréttur með þykka hrokkna árið, sem mjög lftið lét á sjá fyrir tímans tönn. Þannig var hann til þeirrarstund- ar, er hann gat ekki lengur á fótunum staðið. „Eins og björkin, sem bognar ei, en brotnar í bylnum stóra seinast." Þegar svona efasemdir sækja móti staðreyndum, getur þá ekki skeðaðsjálf eilífðinsé aðminna á sig og vilji segja: mundu eftir mér? Svo mikið er víst, að minningin um svo gáfaðan og góð- an mann sem Guðmundur var fyrnist ekki fljótlega. Guðmundur Þorvaldsson var fæddur á Hofsstöðum, Álftanes- hreppi, Mýrars. , 4, febrúar, 1886. Foreldrar hans voru ágætis hjón- in Helga Sigurðard. Og Þorvaldur Erlendsson. A öðru ári fluttist hann með foreldrum sínum að Litlu-Brekku í Borgarhreppi. Hann var næstelstur af átta systkinum, svo að nærri má geta að elstu drengirnir hafa fljótt farið að hjálpa föður sínum við fjárgæslu o.s.frv. Guðmundur tók svo við búinu, þegar Þorvaldur fór að eldast. Ekki var mikið um skólamennt- un fyrir unglinga í þá daga, síst fyrir elstu börnin af stórum barnahóp, en greindir unglingar höfðu „allir klær úti“ til að viða að sér þekkingu, svo sem unnt var. Tímarit komu þar oft að góðu gagni og bækur, svo og samtöl við greinda og menntaða menn, ná- granna og hjúin, sem oft lúrðu á furðulegustu hlutum og að ógleýmdum þeim menningararfi, sem börnin námu við móður kné. Fyrsta sinn, ers'e sá Guðmund, stóð hann fýrir innan borð f gamla bamaskólanum f Borgar- nesi við hlið Guðfriðar ljósmóður konu sinnar og aðstoðaði hana við að bólusetja okkur krakkana, en við horfðum hrifin á þessi há- vöxnu, ljóshærðu, glæsilegu ungu hjón. Guðfríður ljósmóðir, það er mikil birta yfir þeirri nafngift. Ekki spillti það, að ég hafði séð hana breyta fallegum dúkum í finar flíkur; það var talsverðar virðingarauki i þá daga að vera góð saumakona, og þá höfðu allir tíma til að máta og gerðu það með mikilli gleði. Htthvað höfum við vfst heyrt um Guðmund, jú að hann væri fjárflesti bóndinn í héraðinu, vildi ekki eiga öðruvísi hesta en hvíta og rauðar kýr hyrndar. Það þurfti að afla mikilla heyja handa svo mörgum gripum, enda var oft mannmargt á Litlu- Brekku einkum á sumrin. Ekki voru vélar til að létta störfin, síðar þegar þær fóru að flytjast, var Guðmundur bæn<Ja fyrstur til að kaupa þær. Þá þurfti líka að slétta og stækka túnið, það var gert með svo miklum myndar- brag, að allar mýrar, móar og mó- grafir í kringum túnið breyttust í fallegar flatir, sem munu lengi prýða staðinn, sem veglegur minnisvarði bóndans, sem bjó þar um miðbik tuttugustu aldarinnar. Þá voru líka börnin sjö, sem lifðu af tíu.komin á unglings og æskuár og unnu mikið sérstaklega á sumrin. Drengirnir, Jóhannes og Öskar, tóku að sér alla vélavinnu. Sfðar eftir að drengirnir fóru að heiman, iðraði Guðmund þess að hafa ekki strax lært á vélarnar, en þá fannst hinum hann vera orð- inn of gamall til þess að byrja á því, en sárt fannst honum að verða að íþyngja sonum sínum með allri vélavinnu fyrir sig, hversu hlaðnir störfum, sem þeir voru á sínum eigin búum og annars staðar. Bót í máli var það að þeir þurftu ekki langan veg að fara til að liðsinna pabba sínum og gerðu það alltaf með einlægri ljúfmennsku. Sömuleiðis dóttir- in Helga Guðfríður, og hennar maður, Sigursteinn Þórðarson, sem sáu um allan aðdrátt o.s.frv. fyrir þau, eftir að Brekkuhjónin t Faðir og fósturfaðir okkar ÞÖRHALLUR BJÖRNSSON andaðist mánudaginn 12. nóvember. Svavar Þörhallsson Hafdís Þórhallsdóttir Brynhildur Bjarnarson. t Dóttir mín RAKEL ARNADÓTTIR Laugarnesvegi 106, sem andaðist í Borgarspít- alanum fimmtudaginn 8. nóv. verður jarðsungin frá Fossvogski rkj u fi mmtudag- inn 15. nóv. kl. 3. eh. Blóm vinsamlegast afþiikk- uð. Þeini sent vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélag Islands. Fyrir hiind vandamanna Sigrfður Jakohsdóttir. voru orðin ein, allt þar til Sigur- steinn dó 1967, þá fluttu þau til Helgu dóttur sinnar í Borgarnes og dvöldust þar, þar til húnfluttist til Reykjavíkur fyrir ári síðan. Þá hurfu Brekkuhjónin aftur til átt- haganna að Tungulæk til Öskars sonar síns og Ragnhildar tengda- dóttur. Hugurinn leitar til baka til þeirra tíma, sem glaumurinn og gleðin ríktu á heimilinu, ekkert vélaskrölt, allt unnið með hand- af li, allt gras slegið, sem hægt var, Iíka fyrir ofan veg meðfram Tungulæk og Háfslæk allt upp undir Einkönnur, þessar þekktu söguslóðir Egils Skallagrímsson- ar. Á þeim árum gat það komið, fyrir, að unglingar skældu í laumi út af þvf, að geta ekki haldið áfram að læra, þegar barnaskóla Iauk. Þeim var gott að komast að Litlu-Brekku, þar var ekkert bæjarslúður, erjur eða þras eða neinn lágkúrulegur hugsunar- háttur ríkjandi. Hvar sem fólkið tyllti ser niður til að borða eða drekka kaffi, var húsbóndinn alltaf tilbúinn að segja eitthvað fræðandi og skemmtilegt, þá spillti það ekki að koma í bæinn og heyra hús- freyjuna leggja orð í belg. Það er ráðgáta, hvernær þau höfðu tfma til að viða að sér þeim fróðleik og nýjungum, sem þau höfðu alltaf á takeitnum. Það var þeim líka til gleði og uppörvunar að systkini Guð- mundar og mágkonur voru oft í sumarvinnu hjá honum og þá gjarnan með börn sfn með sér. Oft voru þar líka óskyldar konur með börn, oft um 10 börn á heimilinu, þó að yngstu systkinin væru ófædd. Aldrei voru börnin til leiðínda eða óþæginda, en lærðu fljótt að hjálpa og gleðja aðra. Heimabörn- in eru minnisstæðust, hve þau voru ljóshærð falleg og góð. Arið 1940 byggði Brekkufólkið einlyft steinhús á Lambhúsaflöt- inni. Þá var stóra skemmtilega timburhúsinu breytt í heyhlöðu: t Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐMIJNDUR HALLDÖRSSON, frá Aðalvík, Akurgerði 8, Reykjavík. verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 15. þ.m. Margrét Bjarnadóttir og börn. t Sonur okkar, JON JL’LILS Klettahlíð 12, Hveragerði, andaðist að Landspftalanum sunnudaginn 11. nóvember af viildum slvsfara. Júlía Jönsdöttir Magnús Joehumsson. t BALDVIN HELGASON, prentari, Þingholtsstra-ti 26, lézt 10. þ.ni. Fyrir hönd aðstandenda. Jón Baldvinsson. t Eiginmaður minn, MAGNÚS JOGHUMSSON, fyrrv. póstmeistari, andaðist 11. növember. Utförin verður gerð frá Dömkirkjunni fimmtudaginn 15. nóv. kl. 13.30. Guðrún Geirsdóttir. t Þiikkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, RAGNHEIÐAR BLANDON. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og hjúkrunarkon- um að Sólvangi. Hafnaifirði. fvrir frábæra hjúkrun. alúð og umhyggju í veikindum hennar. Ragna Blandon, Þorsteinn Blandon. Innilegt þakklæti konu ntinnar. + f.yrir auðsýnda santúð við andlát og útför ; IIOLLU JONSDOTTUR. Eskihlið 16a. Páll Sigurðsson. t Hjartkærar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og jarðarför mannsins míns. SIGURÐAR BJARNA GUNNARSSONAR. Li11 a-IIvam m i, Mýrd aI. Astríöur Stefánsdöttir. t Hjartkærar þakkir f>rir auðsýnda samúð og virðingu við fráfall og jarðarför eiginkonu minnar og móður okkar. GUÐRÚNAR BOASDÖTTUR BRUNBORG. Salomon Brunborg, Reidunn, Erling og Egil. t Þökkum innilega samúð, er okkur var sýnd við andlát og jarðarför IIINRIKS BENEDIKS OLAFSSONAR, Höfðahlfð 11. Akureyri. Sérstaklega viljum við þakka læknum og hjúkrunarliði Lyfja- deildar Fjörðungssjúki ahússins á Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Sigurlín og Ilerberl Matehe, Karl Hinriksson, Gunnlaug Heiðdal, Sæbjörg Hinriksdóttir, Guðleifur Einarsson, Olína Hinriksdóttir. Gunnar Markússon, Stefanía Hinriksdóttir, Albert Guðlaugsson og harnabörn. „Já, hann á mikið hey múna í húsinu, gamli maðurinn,“ sagði Guðfríður einhverntíma, er ég hitti hana i Reykjavík á þessum árum. Svo fóru börnin að týnast burt og stofna sín eigin heimili. Jó- hannes var tekinn við landmáms- jörðinni Árbrekku, en þar hafði Guðmundur búið líka nokkurt árabil. Þá fór búið eðlileg að dragast saman, hagahúsin voru lögð niður og öll útihús á túninu þurrkuð út. Gripunum öllum komið fyrir í lambahúsunum, en þau rúmuðu þó nokkuð. Eftir það fóru Brekkuhjónin að geta látið meira eftir ser. Bóka- safnið breiddi úr sér, Þau ferð- uðust líka bæði innan lands og í Bandaríkjunum. Guðmundur fór í bændaför til Noregs 1953 og skemmti sér mjög vel, sagðist hann hafa þekkt suma dalina og friðina eftir lýsingunni, þetta fór ég allt í huganum, þegar ég var unglingur sagði hann. Mesta ánægja hafði hann þó áreiðanlega af því að rökræða í gamni við konu sína, sem kepptist því meir við handavinnuna, sem hitnaði meir í samræðunum. Það fækkaði óðum á heimilinu. Loks var bara fósturdóttirin Kolbrún Jóhannesdóttir, elsta barnabarnið þeirra, eftir hjá þeim og ein vinnukona, sem var þar í tíu ár samfleytt og er það ágætt dæmi um það, hve hjúasæl þau voru. Sfðast voru Brekku- hjónin orðin ein eftir, en þá höfðu þau símann, og börnin skruppu heim til að hjálpa pabba sínum og mömmu, einkanlega þessi þrjú, sem bjuggu í nágrenninu, Jó- hannes, Öskar og Helga, eins og áður hefur verið minnst á. Litlu-Brekku hjónin áttu sér að baki langan og hamingjuríkan Framhald á bls. 23. SKILTI Á GRAFREITI OG KROSSA Flosþrent s.f. Nýlendugötu 1 4, sími 1 6480. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður, STEINUNNAR GUNNHILDAR GUÐMUNDSDOTTUR, Marías Finnbogason, Klara Asgeirsdöttir, Sigtryggur Kjartansson. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför KARITASAR ingibergsdOttur, Seyðisfirði. Fyrir hönd vandamanna Sölveig Gísladöttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför bróður okkar JÖNS MAGNIJSSONAR Elín Magnúsdóttir, Ragnhildur Magnúsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð, hjálp og vinarhug vegna fráfalls og útfarar eig- inmanns rníns og föður okk- ar, GUNNARS KRISTINSSONAR, Iloltsgötu 36, Ytri-Njarðvfk. Inga Jöna Steingrímsdóttir, S t e i ngr ím ur G u n n arsson, Hallgerður Gunnarsdóttir og aðrir vandamenn. «

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.