Morgunblaðið - 14.11.1973, Síða 7

Morgunblaðið - 14.11.1973, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÖVEMBER 1973 7 ftskRækc og ftsketöf Eftir Árna * Isaksson fiski- frœðing MARKMIÐ með þætti þeim, sem hér hefur göngu sína, er að koma á framfæri ýmsum fróðleikskornum um fiskrækt og fiskeldi, en áhugi á þeim málum hefur stóraukizt hér á landi á undanförnum árum, og má segja, að mikil gróska riki á þessu sviði víða um land. Væntum við góðrar samvinnu við þá, sem á þessum málum hafa áhuga og vinna að þeim á einhvern hátt. Greinina, sem hér fer á eftir, ritaði Ámi ísaksson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnuninni fyrir skömmu, og hefur hann góðfúslega veitt leyfi sitt til, að hún verði birt í þessum þætti. — ihj. Eldi laxfiska í sjó Inngangur Á undanförnum mánuðum hef- ur mikið verið rætt um laxeldi í sjó hér á landi. Ýmsar þjóðir eru farnar að ala ýmsar laxfiskateg- undir í sjó. Norðmenn byrjuðu að gera tilraunir með regnbogasil- ungseldi i sjó 1910. Þó var ekki farið að stunda það fyrir alvöru, fyrr en um 1955. Árið 1968 gerði norskur vísindamaður, Leidolv Berge úttekt á nokkrum sjóeldis- stöðvum í Noregi. Valdi hann þær, sem að hans dómi voru bezt reknar. Hann komst að því að aðeins 1 af 14 sjóeldisstöðvum, sem hann kannaði, var með launa- kostnað á kg. af framleiddum fiski undir því, sem álíta mætti eðlilegt, ef reka ætti stöðina með hagnaði. Dag Möller (1972) komst að þeirri niðurstöðu að eldi í Noregi væri enn á þróunarstigi og mjög væri mjótt á mununum milli gróðaog taps. Þótt það skiptist á skin og skúr- ir i sjóeldismálum Norðmanna, eru þeir bjartsýnir á framtíðina, enda hafa þeir efni á þvi. Þeir hafa að mörgu leyti einstakar að- stæður til sjóeldis. Öll ströndin er mjög vogskorin og því gott skjól fyrir brimi. Golfstraumurinn vermir ströndina, og fer því hita- stig sjávar aldrei niður fyrir4° C. Sfðast en ekki síst er þar mjög lítill munur á flóði og fjöru (1.5 — 2.5m), sem gerir það að verk- um að fiskeldiskvíar og annar út- búnaður getur verið alveg uppi í landsteinunum. Eðlilegt er, að við ísiendingar gerum tilraunir með eldi laxfiska í sjó, en gerum okkur jafnframt grein fyrir því, að aðstæður hér eru á margan hátt frábrugðnar þvf, sem er í Noregi. Hér á eftir mun verða reynt að gera grein fyrir því, hvar möguleikar til sjó- eldis eru mestir á landi, og hvaða aðferðir munu gefa bezta raun. Byggist sú álitsgerð á upplýsing- um frá Hafrannsóknarstofnun, Veðurstofu svo og athugunum á aðstöðu, sem framkvæmdir hafa verið á undanförnum árum vegna V eiðimálastofnunar. Aðferðir Norðmenn hafa aðallega notað þrjár aðferðir við eldið: a) I flotkvíum; b) í afgirtum víkum og sundum; c) I þróm á landi, sem sjó er dælt Tvær fyrstu aðferðirnar hafa það sameiginlegt, að þær eru ekki framkvæmanlegar, nema þar sem öldugangs gætir mjög lítið. Þriðja aðferðin er ekki eins háð veðri og vindum. Hún hefur þann ókost, að stofnkostnaður er til- tölulega hár og dæling með raf- magni nokkuð dýr. Á hinn bóginn er auðveldara að fylgjast með fiskinum, og möguleikar á upphit- un sjávar eru fyrir hendi, sem getur verið nauðsynlegt og síðar mun verða vikið að. Aðstæður Aðstæður hér við land eru óhagstæðar, einkum á tvennan hátt: 1. Mikill munur er á flóði og fjöru 2. Sjávarhiti er víða mjög lágur á vetrum Munur á flóðí og f jöru Mikill munur er á flóði og fjöru hér við Iand. Mestur er munurinn við Suðvesturland, allt að 5 metr- ar. En þar eru möguleikar á sjó- eldi hvað mestir, eins og síðar kemur fram. Þetta gerir það að verkum, að flotkvíar sem eiga að vera á 3 — 4 metra dýpi, verða að vera a.m.k. 100 metra frá landi til að ná því dýpi á fjöru, þar sem aðdýpi er venjuiega fremur lítið. Þetta gerir alla umhirðu og fóðr- un mjög erfiða. Hinn mikli munur á flóði og fjöru hér við Iand er einnig ein aðalástæðan fyrir mikilli kælingu sjávar inni á fjörðum og víkum yfir veturinn. Sjávarhití Kæling sjávar niður fyrir frost- mark getur verið mjög óhagstæð fyrir fisk i eldi, en sjór frýs ekki fyrr en við -1.9° C. Koops (1972), sem gerði tilraunir með regnboga- silungseldi í sjó komst að þeirri niðurstöðu, að fiskurinn þyldi ek- ki hita niður fyrir frostmark, og yrði þvi að segja hann í ferskt vatn yfir veturinn. Hafrannskóknarstofnunin hef- ur framkvæmt ýtarlegar mæling- ar á sjávarhita í nágrenni Reykja- víkur síðastliðin 9 ár. Að dómi haffræðinga stofnunarinnar gefa þessar mælingar góða hugmynd um hita nálægt landi, allt frá Straumsvik vestur á Mýrar. Nið- urstöðurnar sýna að meðalhitinn getur farin niður fyrir frostmark. Það kemur greinilega fram, að árin eru mjög misjöfn. Sem dæmi má nefna, að árin 1966 og ’69 voru yfir 20 dagar með hita fyrir neðan 0°C. Hins vegar var aldrei frost í sjónum árin 1964 og ’65. Því miður eru ekki möguleikar að spá um þetta fyrirfram, og er því allt- af tekin áhætta, ef fiskurinn er hafður i sjónum á þessum tima. Það má því búast við, að erfitt geti orðið að ala lax árvisst í heilt ár i flotkvium eða afgirtum vík- um við Vesturland, sem þó er mun hlýrra en Norður- og Austur- land. Veðurstofa íslands hefur í ara- tugi látið mæla sjávarhita víða á landinu. Ef miðað er við 2 — 3 °C sem lágmarkshita fyrir sjóeldi, er meðalhitinn á Norður- og Austur- landi greinilega það lágur, að sjávareldi í flotkvíum væri ekki framkvæmanlegt, nema 7 — 8 mánuði á ári. Á Suðurlandi, t.d. við Grindavík, mætti stunda sjáv- areldi árið um kring og búast við miklum vexti, sambærilegum við það, sem fæst t.d. í Noregi. Þetta atriði kemur greinilega í ljós, þegar reiknaðir eru út gráðu- dagar fyrir hin ýmsu svæði. Gráðudagar eru reiknaðir út með því að margfalda gráður yfir 0 með dagafjölda í mánuði (30). Sfðan eru mánaðarlegir gráðudag- ar lagðir saman fyrir árið. Ef Grindavík og bezti staðurinn skv. mælingum, Stykkishólmur, eru bornir saman, kemur í ljós, að Grindavík hefur að meðaltali 40 — 50% fleiri gráðudaga. Þar sem vöxtur fisks eykst með hækkandi hitastigi upp í kjörhita, sem fyrir lax i sjó Iiggur trúlega f rá 6 — 10° C, má búast við 40 — 50% meiri vexti á laxi i Grindavík. Saman- burður á Grindavík og Teigar- horni gefur 80 — 100% mun. Þess má geta, að miðað við meðaltal 30 ára (1931 — 60), munar u.þ.b. 20% áGrindavík og Reykjavík. Það þarf því enginn að efast um, að suðurströndin býður upp á hagstæðasta hitastig fyrir laxeldi í sjó. Er þar um að ræða svæði frá Ingólfshöfða vestur fyrir Reykja- nes. Samkvæmt upplýsingum úr riti Unnsteins Stefánssonar um sjávarhita við Island má búast við, að næst bezti staður, hvað hitastig snertir, sé á þeim hluta Snæfellsness er að úthafinu snýr. Því miður er öll þessi strönd mjög opin fyrir úthafi og hvergi skjól fyrir öldugangi nema inni á höfn- um, sem oft eru mengaðar. Eldi í flotkvíum og í víkum og sundum eru því illframkvæmanlegt á þeim slóðum. Hins vegar eru möguleikar á að dæla sjónum i eldisþrær á þurru landi. Þetta væri sérstaklega hentugt f ná- grenni fiskvinnslustöðva, þar sem nóg væri af fiskúrgangi til að fóðra laxinn með. Ennfremur nota slík fyrirtæki það mikið raf- magn, að aukarafmagn til dæling- ar fengist tiltölulega ódýrt. Þetta hefur ýmsa aðra kosti, sem hér eru taldir upp: a) Enginn flutningskostnaður á fiski eðafóðri; b) Auðvelt að fylgjast með fiskin- um og ástandi hans; c) Fyrsta flokks aðstaða til að- gerðar, pökkunar og frystingar á fiskinum er á staðnum; d) Eldismaður gæti jafnframtsinnt öðrum störfum í fiskvinnslustöðinni. Niðurstöður Möguleikar á eldi laxa, 2 — 3 kg. hggja fyrst og fremst við suð- urströnd landsins, og frumathug- anir benda til þess, að yfirleitt verði að notast við dælingu á sjó i þrær á landi. Eldi slfkra laxa annars staðar á landinu væri framkvæmanlegt með dælingu og upphitun sjávar. Með aukinni hitaveitu úti á lands- byggðinni má búast við, að mögu- leikar opnist til að nýta afrennsli hitaveitunnar til slíkra þarfa. Ennfremur er ástæða til að at- huga, hvort ekki megi nýta beint eða óbeint þann sjó, sem notaður er til að kæla frystivélar í frysti- húsum. Til þess að hægt sé að nota hann beint, verður að útiloka alla möguleika á ammoniakleka. Eldi í flotkvíum getur verið hentugt til að ala lax eða bleikju tímabundið upp í 300 — 500 g á tfmabilinu apríl — desember. Markaður fyrir slíkan fisk, pakk- aðan og frystan, gæti verið fyrir hendi víða erlendis. Samkvæmt þeim hitamælingum, sem fyrir liggja, er varasamt að treysta á eldi í flotkvíum yfir veturinn við Vesturland og algjörlega útilokað við Norður- og Austurland. Eðlilegt er, að farið sé af stað með tilraunaeldi, bæði í flotkvf- um, eins og þegar hefur verið byrjað á i Hvalfirði, svo og með kælingu sjávar á land. En hafa verður í huga þær takmarkanir, sem þessum aðferðum eru settar og hér hefur verið drepið á. Gæta skal þess, að aðstaða sé öll vel könnuð af sérfræðingum, áður en áætlanir um framkvæmdir eru gerðar. Rétt er að geta þess, að öll opinber fjárhagsleg aðstoð er háð því skilyrði, að teikningar og áætlanir af mannvirkjum hafi verið samþykktar af veiðimála- stjóra, áður en hafizt er handa um framkvæmdir. SANSUI STEREOMAGNARI til sölu með útvarpi (2000X) og plötuspilari (2050 C). Gott verð Upplýsingar' í síma 92-1 432. BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði Staðgreiðsla Nóatún 27, sími 2589 1 ATVINNA ÓSKAST Óska eftir vel launaðri vinnu strax Hef Samvinnuskólapr og góða enskukunnáttu. Margt kemur til greina. Hef reynslu í skrifstofust Uppl. í síma 8451 7. BMW 1800 ÁRG. 1968 Tilboð óskast Er með svefnstólum og Blaupunkt útvarpi Litur blár Uppl. í síma 92-8063. UNGUR MAÐUR óskar eftir rúmgóðu herbergi á ieigu í Hafnarfirði eða Garða- hreppi. Reglusemi heitið. Upp- lýsingar í slma 72146 eftir kl. 8 á kvöldin. HJÓN utan af landi óska eftir 3|a herbergja ibúð strax. Uppl i síma 35342. KEFLAVÍK Til sölu ný og glæsileg 3ja herb íbúð ásamt bílskúr. (búðin laus strax Fasteignasalan Hafnargötu 27 Simi 1420 BARNAGÆZLA — TIL SÖLU. Get tekið vöggubörn i gæzlu nú strax eða siðar Einnig eina 2'/2 árs telpu. Til sölu Electroluxog Philips kæliskápar. Uppl i sima 86952. HÚSNÆÐI TIL LEIGU Rúmgóð 3ja herb íbúð með hús- gögnum til leigu á Suðurnesjum. Laus nú þegar, Uppl i sima 84517 RÁÐSKONA ÓSKAST á fámennt sveitaheimili á Suður- landi (Fljótshlíð). Má hafa börn Uppl. í síma 26856 SKÓLAHEFILBEKKIR Sænsk gæðavara á hagstæðu verði Opið kl 14—17 Stafn h.f umboðs- og heildv , Brautarholti 2. SYSTUR óska eftir ibúð nú þeqar eða um áramót. Fyrirframgreiðsla. Uppl í síma 25488 eftir kl. 6 e.h. KEFLAVÍK Til sölu lítil 2ja herb. íbúð. Hag- stætt verð og greiðsluskilmálar. íbúðin verður laus til íbúðar fljót- lega. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns. Símar 1 263 og 2890. ÚRVALS SÚRMATUR Súrsaðir lundabaggar. hrútspung- ar, sviðasulta, svinasulta. Úrvals- hákarl, sild og reyktur rauðmagi Harðfiskur, bringukollar. Kjötmiðstöðin, Laugalæk 2, simi 35020 EINKAMÁL Er ekki einhver fullorðinn reglu- maður, sem leiðist einvera? Vill hann ekki kynnast konu, sem er svipað ástatt fyrir? Tilboð ásamt fullu nafni og heimilisfangi sendist afgr. Mbl. fyrir kl 6 á föstudag merkt Áramót — 3268 BÍLAVIÐGERÐIR Tökum að okkur allar almennar bílaviðqerðir BílaverkstæSið Bjargi, við Sundlaugaveg, sími 38060 Öllum vinum okkar, nær og fjær, sem heiðruðu okkur með heillaóskum, gjöfum og heimsóknum á gullbrúð- kaupsdegi okkar 3. nóvember s.l. sendum við kveðjur okkar og þakkir. Unnur Sveinsdóttir, Snorri Lárusson, Jöklagrunni 1. Sinfóníuhljómsveit íslands Tónlelkar I Háskóladlói fimmtudaginn 1 5 nóvember kl. 20.30. Stjórnandi KARSTEN ANDERSEN Einsöngvari JENNIFER VYVYAN Efnisskrá: Forleikur að Brúðkaupi Figaros eftir Mozart, Les llluminations (Ljómanir) eftir Britten, og Sinfónía nr, 4 eftir Mahler, Aðgöngumiðar í Bókabúð Lárusar Blöndal og Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar 13000 Tll SðlU Við Hvassaleiti nálægt Borgarspítala Falleg og vönduð 1 10 ferm, endaíbúð á 1. hæð i 4ra hæða blokk. 3 rúmgóð svefnherb,, stór stofa og hol. Með suðursvölum. Teppalögð. Stórt baðherb og gott eldhús með borðkrók Bílskúrsréttur Laus, Uppl hjá sölustjóra Auðunni Hermannssyni í síma 1 3000 Fasteignaúrvalið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.