Morgunblaðið - 14.11.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.11.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÖVEMBER 1973 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavik Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 1 0-1 00. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. Eftir umræður um og afgreiðslu á samkomu- laginu við Breta um land- helgina stendur tvennt eft- ir. Kommúnistar hafa gert sig að fífli í augum alþjóð- ar. Afstöðu þeirra verður ekki betur lýst en Geir Hallgrfmsson gerði í ræðu sinni á Alþingi í fyrradag, er hann sagði: „Fyrst er sem sagt samþykkt, að samningurinn sé óaðgengi- legur, síðan er sagt, að ástæðulaust sé að gera óað- gengilegan samning og loks er veitt heimild til að gera óaðgengilegan samn- ing að ástæðulausu.“ Þjóð- in hlær að Lúðvík Jóseps- syni og félögum hans fyrir þennan fáránlega hring- snúning, og samstarfs- flokkar kommúnista í ríkis- stjórninni vita nú, að stól- arnir eru þeim svo mikils- verðir, að hægt er að fá þá til að kyngja hverju sem er, gegn því, að þeir fái áfram að vera ráðherrar. Samningurinn, sem nú hefur verið gerður við Breta, er mun lakari en samningurinn 1961. Þetta er óumdeilanlegt. Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins gerði rækilega grein fyrir þessari staðreynd í ræðu sinni á Alþingi í fyrradag. Hann sagði: „í fyrsta lagi fékkst með samningnum 1961 full viðurkenning Breta á útfærslu landhelg- innar í 12 mílur. Með þeim samningi, sem nú er til um- ræðu, er beinlínis tekið fram, bæði í formála og lokaorðum, að hann hafi ekki áhrif á lagaskoðanir aðila eða réttindi varðandi efnisatriði deilunnar. Eftir tvö ár getur því sama ástand upphafizt aftur og verið hefur nú í sumar, með þeim hættum, sem því hafa fylgt.“ „I öðru lagi var það alveg ljóst samkvæmt samningn- um 1961, að engin sérregla gilti um lögsögu íslenzkrar landhelgisgæzlu að því er varðaði framkvæmd samn- ingsins eða viðurlög við brotum á honum, eins og óneitanlega er um að ræða samkvæmt þeim samningi, sem nú er hér til umræðu. . . . I þriðja lagi vil ég benda á það, að samkvæmt samningnum frá 1961 voru grunnlínur leiðréttar okk- ur í hag, sem jók fiskveiði- lögsögu okkar mjög veru- lega. Og varð sú aukning í raun og veru mun meira virði heldur en þær tak- mörkuðu veiðiheimildir, sem gert var ráð fyrir í samningnum og að verður vikið síðar. Samkvæmt þessum samningi er ekki um neina aukningu ís- lenzkrar fiskveiðilögsögu að ræða og ekki hefur einu sinni verið eftir slíkri aukningu leitað. í fjórða lagi er rétt, að það komi fram, að þær veiðiheimildir, sem veittar voru samkvæmt samningn- um 1961, voru hlutfallslega mun takmarkaðri en þær veiðiheimildir, sem nú eru veittar ... I fimmta lagi skal þess getið, að þá var bein yfirlýsing um það, að við mundum færa út fisk- veiðilögsögu okkar frekar í framtíðinni, en nú er ekki á það minnzt einu orði í þessum samningi, að til þess skuli koma.“ Eins og þessar tilvitnanir í ræðu Geirs Hallgrímsson- ar sýna glögglega er samn- ingur sá, sem vinstri stjórnin hefur nú gert við Breta, mun óhagstæðari en sá samningur, sem við þá var gerður 1961. Ennfrem- ur er ljóst, að við hefðum getað náð mun hagstæðari samningum, ef rétt hefði verið að málum staðið af hálfu ríkisstjórnarinnar. En þrátt fyrir það ber að fagna því, að þessi deila er úr sögunni. Áframhald hennar hefði skapað aukið hættuástand á miðunum, gert Bretum kleift að taka mun meira fiskimagn en ella af miðunum í kringum landið og veitt kommúnist- um tækifæri til að fiska í gruggu vatni. Þess vegna er það tvímælalaust mikill ávinningur, að þessi samn- ingur hefur verið gerður, þótt hann sé lakari en samningurinn 1961 og unnt hefði verið að ná betri samningi nú með skynsam- legri vinnubrögðum. Landhelgisdeilan við Breta er nú að baki, en barátta okkar Íslendinga fyrir stækkun fiskveiðilög- sögunnar er ekki úr sög- unni. Nú þegar verðum við að einbeita kröftum okkar að því að tryggja fullnaðarsig- ur 200 mílnanna á hafrétt- arráðstefnunni, eins og Geir Hallgrímsson benti á f þingræðu sinni og jafn- framt að hefjast handa um undirbúning að útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur í árslok 1974 eins og þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa lagt til. NÚ ERU ÞAÐ 200 MÍLURNAR Að lifa á fiski ogkunna að metafisk — er tvennt ólíkt SAN FRANSISKÓ, Kaliforníu. HAFIÐ og borgin hafa löngum verið eitt, enda liggur sjórinn að borginni á þrjá vegu. Höfnin er ein sú stærsta og öruggasta í heimi, sannkölluð friðarhöfn í San Fransiskóflóanum, einum stærsta flóa á strönd Banda- ríkjanna, en innsiglingin í hann er fremur þröng, Golden Gate- sundið, sem tengir hann við Kyrrahafið. San Francisco varð snemma mikil hafnarhorg, einkum þó eftir að gulhð fannst hér um 1850, og mikilvægi hafnarinnar hefur enn aukizt. Hér getur að líta allra þjóða skip hlaðin varningi, iðandi líf, og margartungur eru talaðar. Bátahöfnin er heimur út af fyrir sig. Snyrtilegir fiskibátar speglast í sléttum sjávarfletin- um, möstur þeirra ber við himin, sjómenn sitja við að bæta net og aðrir landa aflan- um. Ég veit, að sumir þeirra, sem Iesa þessar línur, hugsa sem svo, — er þetta ekki ein- mitt það, sem hægt er að sjá í hverju einasta sjávarplássi á Islandi, ekki þurfum við að fara alla leið til San Fransiskó til þess að sjá báta og fisk. Það er mikið rétt. En smábátahöfnin, Fishermans Wharf, er að einu leyti ólík íslenzkum höfnum; það er vegna þess, að hún er ekki aðeins heimur fiski- mannanna, heldur snar þáttur í lífi allra borgarbúa. Þar hefur verið komið á fót fjölmörgum veitingastöðum, sem allir eiga það sameiginlegt, að þeir eru sérhæfðir í framreiðslu fisk- rétta. Það er í rauninni undarlegt, að á Islandi skuli ekki vera til veitingastaðir, sem einungis bjóða upp á fiskrétti. Þjóð, sem á allt sitt undir fiskveiðum og býr yfir bezta hráefni til slíkrar matreiðslu, getur varla verið þekkt fyrir að bjóða nær einungis kjötrétti á matseðlum veitingahúsa höfuðborgar- innar. Að vísu eru til staðir eins og Naust, sem leggja talsverða áherzlu á fiskrétti og á matseðl- um hinna veitingahúsanna fljóta nokkrir fiskréttir með. Fiskur hefur ekki þótt fínn matur á Islandi, — enda kannski ekki von, þegar svo til eína matreiðsluaðferðin, sem notuð hefur verið, er soðning, og fiskurinn er borinn fram eins og hann kemur af skepnunni. En það hefur orðið nokkur breyting á þessu síðustu ár og meiri fjölbreytni er orðin í matreiðslu á fiski en áður var. Auðvitað er ekkert við því að segja, ef fólk kann bezt að meta soðna ýsu eða þorsk í öllum sínum einfald- leika. Aftur á móti væri gaman að því, ef þróunin yrði sú, að farið yrði að líta á fisk sem herramannsmat og veitinga- húsin, sem þegar eru farin að bjóða ýmsa fiskrétti reyndu að fjölga matreiðsluaðferðunum, sem notaðar eru að ég tali nú ekki um, ef einhver veítinga- maður setti á stofn skemmti- legan veitingastað við höfnina, þar sem gestirnir gætu notið úrvals sjávarrétta, sem á borð væru bornir, horft á bátana og jafnvel andað að sér fersku sjávarloftinu, — ef hægt væri að hafa opinn glugga vegna veðurs. Ef til vill er ekki grund- völlur fyrir rekstri slfks veitingastaðar í Reykjavík, en engu að síður velti ég þessu fyrir mér, þar sem ég sat við glugga í veitingahúsinu Castagnolas við bátahöfnina í Fishermans Wharf í San Fransiskó og borðaði einstak- lega skemmtilega framreiddan íslenzkan humar. — ór. Frá höfninni f San Fransiskó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.