Morgunblaðið - 14.11.1973, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NOVEMBER 1973
31
ÍÞRdTTAFIitTTIK MOnUSIIIS
Slökum leik FH og IR
lauk með 21:18 sigri
FH
LEIKIR FH og IR og Hauka og
Ármanns, sem fram áttu að
fara s.l. sunnudagskvöld, en var
þá frestað sökum rafmagns-
truflana, fóru fram f Iþrótta-
húsinu I Hafnarfirði
f fyrrakvöld. Notaði
mótanefnd HSl þar með einu
mögulegu smuguna fyrir leiki
þessa, þar sem sennilega hefði
orðið að fresta þeim um langan
tfma, hefðu þeir ekki verið háðir
á mánudagskvöldið. Verða þvf IR
og FH að leika með aðeins eins
dags millibili í mótinu, þar sem
bæði liðin eiga leik f kvöld.
FH-sigur f leiknum f fyrrakvöld
var nokkuð öruggur, 21: 18, eftir
að jafnt hafði verið f hálfleik 8:8.
Hin háa markatala segir nokkra
sögu um leikinn, sem f heild var
fremur slakur og Ieiðinlegur á að
horfa, jafnvel þótt haim væri
lengst af jafn. Varnir beggja lið-
anna voru ákaflega slakar, svo og
markvarzlan, sérstaklega hjá FH-
ingum, en flest skot, sem náðu á
annað borð að marki þeirra voru
inni. Hjalti Einarsson gat ekki
mætt til leiks sökum vinnu
sinnar, og Birgir Finnbogason
átti ákaflega dapran dag, en fékk
þó ekki að fara útaf, þótt hann
æskti þess.
Það voru öðrum fremur þeir
Gunnar Einarssoú og Viðar
Sfmonarson, sem unnu leikinn
fyrir FH. Þeir skoruðu 18 af 21
marki liðsins, og auk þess var
Viðar lykilmaðurinn í spili FH-
liðsins. Var hann inná mestan
hluta leiksins, og því í.erfiðu hlut-
verki. FHliðið virkar annars ekki
sterkt um þessar mundir, og gagn-
stætt því sem oftast hefur verið,
virðist ekki mikil breidd hjá
félaginu. T.d. komu tveir leik-
mannanna aldrei inná í leiknum.
ÍR-ingar voru einnig miklu
daufari en maður átti von á. Fjar-
vera Brynjólfs Markússonar
hefur greinilega mikil áhrif á lið-
ið. Ekki bara það, að Brynjólfur
skoraði jafnan flest mörk iR-inga,
heldur var það hann, sem hélt
baráttunni í liðinu uppi og batt
það saman. Vfst er, að bæði ÍR og
FH verða að gera miklu betur en í
leiknum í fyrrakvöld, ef liðin eiga
að ná stigum af beztu liðunum í
deildinni og blanda sér í barátt-
una á toppnum.
I STUTTU MÁLI:
íþróttahúsið í Hafnarfirði 12. nóv.
Islandsmótið 1. deild.
URSLIT: FH — ÍR 21:18 (8:8).
Gangur leiksins:
LIÐ FH: Birgir Finnbogason 1, Birgir Björnsson 2, Sæmundur
Stefánsson 1, Viðar Sfmonarson 3, Jón Gestur Viggósson 1,
Auðunn Öskarsson 2, Ólafur Einarsson 2, Gunnar Einarsson 3,
Öm Sigurðsson 1, Þórarinn Ragnarsson 1.
LIÐ ÍR: Geir Thorsteinsson 2, Ásgeir Elfasson 2, Guðjón Mar-
teinsson 2, Ólafur Tómasson 2, Hörður Hafsteinsson 1, Þórarinn
Tyrfingsson 1, Ágúst Svavarsson 2, Hörður Arnason 2, Gunn-
iaugur Hjálmarsson 2, Vilhjálmur Sigurgeirsson 1, Jens Einars-
son 2, HilmarSigurðsson 1.
Mfn. FH IR
2. 0:1 Guðjón
5. Viðar (v) 1:1
6. 1:2 Guðjón
7. Viðar 2:2
8. 2:3 Agúst
10. Gunnar 3:3
11. 3:4 Hörður A.
13. Gunnar 4:4
16. Gunnar 5:4
20. 5:5 Gunnlaugur (v)
20. 5:6 Asgeir
22. Þórarinn 6:6
24. 6:7 Hörður H.
25. Viðar 7:7
25. 7:8 Asgeir
2t Viðar 8:8
Hálfleikur
31. Gunnar (v) 9:8
34. Viðar 10: 9 Guðjón
36. 10:10 Vilhjálmur
36. Birgir 11:10
37. 11:11 Agúst
38. Gunnar 12:11
40. Gunnar 13:11
43. Gunnar (v) 14:11
46. 14:12 Agúst
47. 14:13 Asgeir
48. Viðar 15:13
49. 15:14 Gunnlaugur
50. Viðar 16:14
52. Viðar 17:14
53. Viðar 18:14
54. Viðar 19:14
56. 19:15 Gunnlaugur
57. 19:16 Guðjón
Framhald á bls. 18
Haukar — Ármann 14:13:
Úrslitamark úr víta-
kasti að leik loknum
AÐEINS einu sinni náðu Haukar
forystu I leik sínum við Ármann I
1. deildar keppni Islandsmótsins
I handknattleik. Það var, er Hörð-
ur Sigmarsson skoraði 14. mark
liðsins úr vftakasti, eftir að leik-
tfminn var úti, og færði þar með
liði sfnu bæði stiginn f leiknum.
14—13 fyrir Hauka urðu úrslit
leiksins, og voru þau ósanngjörn,
ef miðað er við gang leiksins og
getu liðanna. Armenningar voru
öllu betri aðilinn, en úrslitaáhrif
hefur það sennilega haft, að fjöl-
margir áhorfendur að leiknum
voru fiestir á bandi Hauka og
hvöttu þá óspart til dáða.
Haukar náðu nú ekki eins góð-
um leik og gegn Fram á dögunum.
Sennilega hafa þeir gengið of
. sigurvissir til leiks, og hörð mót-
spyrna Ármenninga þegar frá
upphafi komið þeim á óvart.
Ármann náði þegar forystu í
leiknum, og hafði mest 4 mörk
yfir um tíma, og var það ekki fyrr
en á 41. mínútu, sem Haukum
tókst að jafna. Eftir það var mikil
barátta í leiknum og úrslitin tví-
sýn, en Haukamir höfðu heppn-
ina með sér og náðu báðum stig-
unum.
Þegar á heildina er litið verður
tæpast sagt, að þessi leikur hafi
verið tilþrifamikill. Ármenning-
arnir léku mjög skynsamlega all-
an leikinn, reyndu að hafa
sóknarlotur sínar langar og láta
þær ganga upp með marki, án
þess þó að tefja. Var töluverður
hraði og ógnun í spili þeirra. I
vörn var svo mikiil hreyfanleiki á
liðinu og hættulegustu sóknar-
leikmenn Hauka, Hörður og
Stefán, hafðir í sérstakrigæzlu án
þess þó að vera teknir úr umferð.
Hjálpaði það Ármenningum einn-
ig mikið, að Ragnar Gunnarsson,
markvörður þeirra, varði oft með
miklum ágætum. Greinilegt er, að
Ármannsliðið getur orðið hættu-
legt hvaða 1. deildar liði sem er í
vetur, og virðist það allvel undir
keppnistímabilið búið.
Mótspyrna Armenninga virtist
setja Haukana út af laginu, þegar
i byrjun og áttu þeir undir högg
að sækja, gagnstætt því, sem búizt
hafði verið við fyrirfram. Liðið
lék góðan varnarleik, en sóknar-
aðgerðir þess voru hins vegar
tæpast nógu vel skipulagðar, og
ákafi einstakra leikmanna of mik-
i 11. Sem fyrr byggir Haukaliðið
mjög mikið upp á línumönnum
sínum, sem hafa gott grip og eru
harðir í horn að taka. En með því
að hafa hættulegustu sóknar-
mennina, Hörð og Stefán, stöðugt
undir smásjá, tókst Ármenning-
um að verjast línusendingunum
að töluverðu leyti.
Með þessum sigri taka Haukar
nú forystu f deildinni ásamt
Fram, og er það frávik frá því
venjulega, þar sem Haukunum
hefur oft gengið illa í byrjun ís-
landsmóta, en síðan stöðugt sótt f
sig veðrið.
I STUTTU MÁLI:
íþróttahúsið Hafnarfirði 12. nóv.
íslandsmótið 1. deild.
URSLIT: Haukar — Ármann
14:13 (6—8)
Gangur leiksins:
Mfn. Haukar
1.
3.
4. ólafur
7.
9.
13. Hörður
15.
18.
21. Hörður
23. Amór
24.
26. Guðmundur
28. Guðmundur
29.
32.
37. Þórir
38.
39. Guðmundur
40. Guðmundur
41. Hörður (v)
46.
48. Hörður
53.
54. Hörður
56.
58. Svavar
60. Hörður (v)
Armann
0: 1 Hörður
0: 2 Vilberg
1: 2
1: 3 Jón
4 Jón
2: 4
2: 5 Jón
2: 6 Ragnar
3: 6
4: 6
4: 7 Þorsteinn
5: 7
6: 7
6: 8 Vilberg
Hálfleikur
6: 9 Björn
7: 9
7:10 Jón
8:10
9:10
10:10
10:11 Hörður
11:11 Hörður
11:11
11:12 Hörður
12:12
12:13 Jón
13:13
14:13
Misheppnuð vftaköst: Gunnar
Einarsson, Haukum varði vftaköst
frá Olfert Naabye á 13. mín. og
Vilberg Sigtryggssyni á 48. mfn.
Ragnar Gunnarsson, Ármanni
varði vítaköst frá Herði Sigmars-
syni á 50. mín. og Ölafi Ölafssyni
á 57. mín.
Dómarar: Sigurður Hannesson
og Gunnar Gunnarsson. Þeir
dæmdu ekki illa, voru jafnan
sjálfum sér samkvæmir, en höfðu
tæpast nógu góð tök á leiknum,
sem varð þar af leiðandi óþarf-
lega grófur.
-stjl.
STAÐAN
STAÐAN f
mótsins f
I. deild tslands-
handknattleik er nú
þessi:
Fram 2 1 1 0 42:32 3
Haukar 2 1 1 0 33:32 3
Valur 1 I 0 0 24:18 2
FH 1 1 0 0 21:18 2
Armann 1 0 0 1 13:14 0
IR 1 0 0 1 18:21 0
Vfkingur 1 0 0 1 18:24 0
LIÐ HAUKA: Ómar Karlsson 2, Sturla Haraldsson 2, Svavar
Geirsson 2, Sigurður Jóakimsson 2, Ólafur Ólafsson 2, Stefán
Jónsson 2, Guðmundur Haraldsson 2, Hörður Sigmarsson 3,
Gunnar Einarsson 2, Þorgeir Haraldsson 1, Þórir Ulfarsson 1,
Arnór Guðmundsson 1.
LlÐ ÁRMANNS: Ragnar Gunnarsson 3, Olfert Naabye 2, Björn
Magnússon 1, Björn Jóhannesson 1, Ragnar Jónsson 1, Vilberg
Sigtryggsson 2, Jón Ástvaldsson 3, Kristinn Ingólfsson 1, Hörður
Kristinsson 2, Þorsteinn Ingólfsson 2, Jens Jensson 2.
Mörk Hauka: Hörður
Sigmarsson 6, Guðmundur
Haraldsson 4, Ólafur Ólafsson 1,
Þórir Ulfarsson 1, Svavar Geirs-
son 1.
Mörk Armanns: Jón Astvalds-
son 5, Hörður Kristinsson 3, Vil-
berg Sigtryggsson 2, Ragnar Jóns-
son 1, Þcrsteinn Ingólfsson 1,
Björn Jóhannesson 1.
Brottvfsanir af velli: Vilberg
Sigtryggsson í 2 mfn., Björn Jó-
hannesson í 2x2 mín., Sigurður
Jóakimsson f 2 mín.
Blaklandsleikir
ISLENDINGAR munu leika
sinn fyrsta landsleik f
blaki f vetur. Mótherjamir
verða Norðmenn, sem koma
munu hingað helgina 23.-2. marz,
eða 6.—7. aprfl og leika tvo leiki.
Er jafnframt ákveðið að annar
leikurinn fer fram á Akureyri, og
verður það fyrsti landsleikurinn,
sem þar verður háður. Hinn leik-
urinn mun fara fram f Hafnar-
firði.
Tveir
leikirí
kvöld
KEPPNINNI í fyrstu deild-
inni f handknattleik verður
haldið áfram f Laugardalshöll-
inni í kvöld og fara þá fram
tveir leikir. Fyrst mætast Vfk-
ingur — FH og sfðan IR —
Valur, fyrri leikurinn hefst
klukkan 20.15.
Þeir þrír leikir, sem fram
hafa farið í 1. deildinni það
sem af er keppnistímabilinu,
hafa fært áhorfendum tals-
verða spennu og skemmtun og
fullvíst er, að ieikirnir í kvöld
verða báðir skemmtilegir.
Víkingar virðast ekki eins
sterkir nú og við hafði verið
búizt og sömu sögu má segja
um FH, þó svo að liðið hafi
unnið IR örugglega. FH varð í
þriðja sæti íslandsmótsins í
fyrra, en Víkingur f fjórða.
Ætli liðin sér að vera með í
toppbaráttunni í vetur er
hvert stig dýrmætt.
Valsmenn hafaoft átt í erfið-
leikum með iR-inga, en ættu
þó að vera komnir yfir þær
sálrænu truflanir, sem fylgt
hafa þeim í leikjunum gegn
IRIs Valssigur líklegur og
öruggur ef IR Ieikur ekki
betur en gegn FH í fyrrada.
N0RÐURLANDA-
MÓTIÐ ÁKVEÐIÐ
BUIÐ er að ákveða, að Norður-
landamótið í golfi 1974, fari
fram hérlendis. Þetta var
endanlega samþykkt á fundi
hjá golfsamtökum Norður-
landa, sem haldinn var fvrir
skömmu. Leikdagar verða 31.
ágúst og 1. september og
verður keppt á velli Golf-
klúbbs Reykjavíkur f Grafar
holti. Þar er nú unnið af full-
um krafti að undirbúningi
mótsins og fljótlega munu
tveir menn frá klúbbnum fara
til Englands, tal þess að kynna
sér þar viðhald golfvalla.
Þá hefur komið til tals, að
landskeppni við Finna f golfi,
fari fram annaðhvort dagana
fyrir mótið eða dagana eftir
mótið.
BADMINT0NM0T
BADMINTONFÉLAG Hafnar-
fjarðar heldur opið möt í B-
flokki, 8. desember n.k. og
hefst mótið kl. 13.30. Keppt
verður í einliðaleik og tviliða-
leik karlaogkvenna og tvennd-
arkeppni. Mótið verður haldið
í Iþróttahúsi Hafnarfjarðar við
Strandgötu. Leikið verður með
nælonboltum.
Þátttaka tilkynnist eftir kl.
20.00 til Áma Sigvaldasonar i
síma 52788, eða Jóns Magnús-
sonar í sfma 51038 fyrir 1. des.
n.k.
ARSÞING GSÍ
ÁRSÞING Golfsambands Is
lands verður haldið f fundar-
sal Hótel Holts, Þingholti,
laugardaginn 17. nóvember
n.k. og hefst kl. 10.00 f.h.