Morgunblaðið - 14.11.1973, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.11.1973, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÖVEMBER 1973 X9 Bretar taka 50—55% afl- ans á Vestfjarðasvæðinu Matthías Bjarnason; MATTHÍAS Bjarnason var einn þeirra þingmanna Sjálf- stæðisflokksins, sem greiddi at- kvæði gegn samkomulaginu við Breta um lausn landhelgisdeil- unnar og gerði grein fyrir þeirri afstöðu í ítarlegri ræðu á Alþingi í fyrradag. 1 ræðu sinni fullyrti Matthías Bjarnason, að brezku togararnir mundu taka 50—55% af þeim afla, sem þeir veiðainnan 50 mflnanna á Vestf jarðasvæðinu. Þá sagði Matthías Bjarnason, að það svæði, sem færi næst verst út úr þessum samningum væri Aust- fjarðasvæðið og loks kæmi það sér mjög illa að svæði D frá Bjarg- töngum og suður að Vestmanna- eyjum væri opið mánuðina marz og apríl. Hér fer á eftir frásögn af þeim kafla ræðu Matthfasar Bjamasonar, þar sem hann fjallar um efnisþætti samkomulagsins. Er Matthías Bjarnason vék máli sinu að efnisþáttum samkomu- lagsins, fjallaði hann fyrst um svæðin, sem fiskimiðunum er skipt í, og sagði, að þeir, sem vel þekktu til, vissu, að ágangur brezkra togara yrði fyrst og fremst á 2 svæðum. 1 fyrsta lagi á því svæði, sem er merkt A, svæði frá Bjargtöngum að Horni, svæði, sem í samningunum 1961 var undanskilið, þar sem Bretum var ekki leyft að veiða einn einasta fisk innan 12 mflnanna. Nú á að hleypa togurum inn á þetta svæði í 10 mánuði á ári í 2 ár, sagði Matthfas Bjarnason. Ég þori að ábyrgjast, að það er ekki fjarri sanni að segja það, eftir að þessi samningur er orðinn að veru- leika, að brezkir togarar muni sækja um 50—55% af þeim afla, sem þeir veiða innan 50 mílnanna á þetta svæði. Mér þætti gaman að sjá Lúðvfk Jósepsson koma með kenningu, sem afsannaði þetta. Næsta svæðið, sem fer'verst út úr þessu, er Austfjarðasvæði, svæði B, en það er auðvitað ekkert nálægt því jafnstórt eða vegur jafn mikið og Vestfjarðasvæðið, sagði þingmaðurinn. D-svæðið frá Bjargtöngum og suður að Vest- mannaeyjum hefur nokkuð að segja á tilteknu timabili, sérstak- lega fyrir mánuðina marz og apríl, en þá er mjög illt, að brezk- um togurum skuli hleypt inn á það svæði. Matthías Bjarnason sagði, að á árinu 1959 hefði aflamagn áVest- fjörðum verið komið niður í 12,2% af heildaraflamagni á land- inu. Þá var útgerðin þar algerlega að gefast upp, bátar voru seldir í burtu hver af öðrum vegna þess, að með þeim aðgerðum, sem áður voru gerðar f landhelgismálinu af eðlilegum ástæðum, við að loka fjörðum og flóum, þá sóttu erlend veiðiskip mest á þetta svæði og hreinlega skröpuðu upp fiskinum á miðum bátanna. Þannig hagar til á þessu svæði, að flestfiskimið-; anna eru utan við 40 mílur á vetrarvertíð hjá stóru bátunum, svo það kemur að litlu gagni, þó að útfærslan sé í 20 mílur, nema þá á tilteknum tímum árs fyrir hina smærri báta og það þarf auð- vitað að meta það. En hvað hefur svo gerzt síðan 1959, sagði Matthfas Bjamason. Þar fer ástandið að lagast, þegar þessi fiskimið voru friðuð fyrir erlend- um veiðiskipum innan 12 mflna, þá fer aftur að byggjast upp út- gerð á öllu þessu svæði, og á sfð- ustu vetrarvertíð var landað á Vestfjörðum 21.800 lestum af fiski bæði af togurum og bátum, og um 98% af þessum afla voru í fyrsta flokki og fryst að stærstum hluta í neytendapakkningar fyrir Ameríkumarkað, enda eru Vest- firðingar, sem eru um 4,7% af þjóðinni nú með 26% af heildar- framleiðslunni miðað við magn, en hærri ef miðað er við verðmæti að undanskildum loðnuafla. Hvað verður, þegar togurum verður aft- ur hleypt inn fyrir 10 mánuði á ári? Ætla þingmenn Vestfirðinga virkilega að gleypa þetta í einu lagi? Ætla þeir að svíkja það fyr- irheit, sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar, þegar þeir voru að biðla til kjósenda um að kjósa sig, því engir menn væru harðari í landhelgismálinu og mundu standa betur og fastar á rétti vest- firzkra sjómanna en þeir, það væri ekki hægt að treysta fram bjóðendum Sjálfstæðisflokksins til þess, þeir mundu engan veginn standa sig. Hvað ætla þeir svo að gera nú? Ætla þeir að kyngja þessum bita? Hvað sagðirðu Hannibal? (gripið fram í) Þúhef- ur nú alltaf talið þig gera rétt, þótt þú hafir ekkert gert, nema fara kollsteypur. Það birtist samtal á forsíðu Al- þýðublaðsins 23. okt. við einn af þingmönnum Vestf irðinga, Karvel Pálmason. Hann segir: „Aftur á móti hefi ég ekki tekið endanlega afstöðu til þessa máls, en eins og grundvöllur liggur fyrir í dag, þá tel ég ekki rétt að samþykkja hann óbreytt- an.“ Það er alveg eins með Karvel Pálmason og Magnús Kjartans- son. Hann hefur auðvitað óbreytta skoðun. Þetta eru orðnir kúnstugir karlar, þessir stjórn- endur. Ég held, að það sé útilokað annað en að segja, að þennan samning, sem hér liggur fyrir, skorti bæði upphaf og endi. Hann er opinn í báða enda, og ég harma það, að allir fulltrúar Alþingis í utanríkismálanefnd skuli mæla með samþykkt þessa samnings. Það hefur ekki ennþá verið skýrt frá því, að Bretar ætli að viðurkenna 50 sjómílna fiskveiði- lögsögu að samningstíma loknum, sagði Matthías Bjarnason, eða má búast við því, að floti hennar hátignar sigli aftur inn fyrir 50 sjómílur og yerji brezka veiði- þjófa eins og hann hefur gert undanfarna mánuði. Ég vænti þess, að forsætisráðherra eða undirsátar hans svari þessu. Og hvað verður gert við þá togara, sem brotið hafa fslenzka fiskveiði- lögsögu frá því að hún var færð út 1. sept. 1972 og sagt er, að allir séu skráðir hjá landhelgisgæzl- unni? Var gert eitthvert sam- komulag um þetta? Ef ekki, hver er þá skoðun Ölafs Jóhannesson- ar? Á að taka djöfsa, þegar þeir koma og festa þá eins og á að gera? Eða á að sleppa þeim? Ég vil fá að vita þetta. Við eigum kröfu til þess, þingmenn, að fá að vita hreinskilnislega og undan- bragðalaust, hver er skoðun ríkis- stjórnar og forsætisráðherra á þessu máli. Hvað um frekari friðunar- svæði? Lúðvík Jósepsson er ósköp lítill friðunarmaður. Hann hefur staðið sig illa f þeim efnum. Hvað er nú búið að gera með þessum samningi? Verður ekki að fara til Breta og spyrja þá, hvort það megi fara út í frekari friðunarað- gerðir innan 50 mílnanna. Hvað með lokuðu hólfin? Ég á sæti f stjórn LÍU, sem samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta þvf mið- ur að mæla með þessum samn- ingi. Þar var sagt, að Landssam- bandið ætti að gera tillögu um það, hvaða hólf skyldu opin á hverjum tíma þessa tvo mánuði. Svo kemur á daginn, að þetta er allt ákveðið úti f London. Þetta er bara eitt af því, sem Ólafur Jó- hannesson kemur heim með f bréfinu frá Heath. Hver bar fram þetta tilboð um hólfin sex lokuð í tvo mánuði í mai í vor? Voru allir ráðherrar í samninganefndinni sammála um það boð? Voru þessi hólf búin til að frumkvæði Lúð- víks Jósepssonar eða átti einhver annar aðild að því bami? Þá finnst mér lika furðulegt, þegar slikur samningur er gerður, að ekkert er minnst á, að Bretar falli frá mótmælum sfnum varð andi tollaívilnanir innan Efna- hagsbandalagsins. Það var gert í samningnum við Belgíu. Ég tel mig einn í þeirra hópi, sem hafa viljað semja við Breta, en ekki hlíta afarkostum. Ég tel þennan samning afarkosti. Ég tel komið með samning, sem ekki er hægt að ganga að, hann teflir lífi og starfi manna á ákveðnum svæð- um f hreinan voða. Ég hygg, að það fari ekki á milli mála, af hverju ég er á móti þess- um samningi. Ég tel það mikla vanvirðu fyrir Island og íslendinga, að þegar íslenzkt varðskip tekur brezkan togara innan 50 mílnanna á ís- lenzkur lögreglumaður að kalla á brezkt eftirlitsskip til að láta prófa það, að þeir kunni að stinga út f korti. Þetta finnst mér mesta ógæfan af öllu. Ég tel það fráleitt og til skammar að bjóða Alþingi Islendinga upp á það að samþykkja slfkt ákvæði. Það er stórt mál og mikið, hvernig á að haga sér í veiðum innan þessara margumtöluðu fiskveiðihólfa. Hvað sem líður störfum byggða- nefndar og öðrum verkefnum til að efla byggð landsins, þá má mikið gera á móti til þess að vega upp á móti þeim ósóma, sem nú á að framkvæma, sérstaklega gagn- vart byggðarlögum, sem verst eru sett, hvað það snertir að halda fólkinu heima og hafa beðið mest afhroð á liðnum árum. Þetta er ekki sú byggðastefna, sem lofað var af þessari ríkisstjórn. Þrátt fyrir allt, sem þið hafið sagt um samninginn frá 1961, þá hefðuð þið átt að taka hann til fyrirmynd- ar, hvað þetta snertir. Gíslason: Utfærslan að mestu úr sögunni næstu tvö árin Guðlaugur Gfslason (S) tók næstur til máls og sagði, að stjórn- arliðið væri nú búið að éta ofan í sig öll þau stóru orð, sem það hefði viðhaft um Iandhelgismálið, þegar það hefði talað um að það væri algjört innanríkismál og annað í þeim dúr. Með því að samþykkja fyrirliggjandi samn- ingsuppkast væru þingmenn stjórnarflokkanna hreinlega að svíkja sína kjósendur. Raunar hefði það verið svo, að allt frá fyrsta degi útfærslunnar hefði ríkisstjórnin verið á undanhaldi í landhelgismálinu. Hefðu lævísleg vinnubrögð kommúnista vegið þar þungt á metunum. Þeir hefðu notað landhelgismálið I því skyni að koma fram yfirlýstri ætlan sinni í vamarmálunum. Þingmaðurinn sagðist telja það samningsuppkast, sem fyrir lægi, frumhlaup af hálfu forsætisráð- herra. Hann hefði ekki gert sér grein fyrir því, að Bretar hefðu verið komnir í klemmu. Ásókn þeirra á Islandsmið hefði minnk- að stórlega, og fiskimenn þeirra í sífellt vaxandi mæli verið farnir að sækja á önnur mið. Samkvæmt skýrslum landhelgisgæzlunnar hefðu að meðaltali verið 55 brezk skip að veiðum á tilteknu tfmabili árið 1971. Árið eftir hefðu þau verið 47 á sama tímabili, en þetta árið hefði tala þeirra verið komin niður í 43 skip á þessu tiltekna tímabili. Þessar tölur sýndu, að Bretar hefðu verið á augljósu undanhaldi, — þrátt fyrir her- skipaverndina. Þetta væri augljós staðreynd, sem forsætisráðherra hefði átt að gera sér grein fyrir, og ekki að miða allar aðgerðir við undanhald. Varðandi samanburð á samn- ingnum frá 1961 og þeim samn- ingsuppköstum, sem nú lægju fyrir, sagðist þingmaðurinn vilja benda á, að þar væri t.d. sá munur á, að eitt grundvallaratriði vant- aði I samningsuppkastið, sem væri viðurkenning Breta á út- færslunni. Slík viðurkenning hefði falizt í samningnum frá 1961. Um hámarksfjölda fiskiskipa Breta á miðunum, sagði þing- maðurinn, að hann teldi, að í því efni hefði forsætisráðherra látið Breta hlunnfara sig við gerð upp- kastsins. Á það bæri að líta, að samkvæmt tölum landhelgisgæzl- unnar hefðu verið hér mest 55 skip að yeiðum að meðaltali. Ef reiknað væri með, að það tæki skipin jafn langan tfma að sigla út og heim með aflann og að veiða, þá væri um 110 skip að ræða, sem stunduðu veiðarnar á þessum tima, þ.e. helmingurinn væri á siglingu eða við Iöndun. Með því að ákvarða fjölda fiskiskipa, sem heimild hefðu til veiðanna sam- kvæmt þessum nýja samningi 139, væri hreinlega verið að gefa Bretum kost á að auka sóknina á Islandsmið. Um það ákvæði I. töluliðs orð- sendingarinnar, sem fjallar um útilokun frysti- og verksmiðjutog- ara, sagði þingmaðurinn, að hann véfengdi ekki, að slík skip væru skaðleg tæki á fiskimiðunum, bæði hér við land sem annars staðar. Hitt væri þó staðreynd, að Bretar sendu þessi skip sin sára lítið á íslandsmið, heldur til veiða á enn fjarlægari mið. Kæmi það glögglega fram f skýrslum um talningar landhelgisgæzlunnar á veiðiskipum við landið. Þessum fyrsta tölulið hefði for- sætisráðherra hampað mjög, og talið hann vera eitt allra mik- ilvægasta ákvæði samningsins og það, sem Bretum væri mest f óhag. Yrði það að teljast furðuleg fullyrðing. Um annan lið orðsendingar- innar, sem fjallar um hin friðuðu svæði, sagði þingmaðurinn, að sú spurning hlyti að vakna, hvort Islendingar væru bundnir af þeim dagsetningum, sem í orð- sendingunni stæðu, eða hvort við þyrftum að leita sam- þykkis Breta til frekari að- gerða í þessum efnum, eins og efni orðsendingarinnar gæfi því miður tilefni til að ætla. „Og ef svo er, hvar eru þá allar fullyrðingar hæstvirts sjávarút- vegsráðherra um að landhelgis- málið sé algert innanrfkismál okkar Islendinga, ef við þurf- um að leita samþykkis ráða- manna í London til frekari aðgerða í þessu einhverju þýð- ingarmesta atriði f sam- bandi við hagnýtingu fiskimiða okkar? Og á það má einnig benda í þessu sambandi, að önnur aðalrök okkar, og kannski þau veigamestu fyrir útfærslu fisk- veiðimarkanna, eru og hafa verið, að við viljum sjálfir og einir og alveg óhindraðir af öðrum ráðaog meta, hvaða svæði innan fisk- veiðimarkanna við viljum annað- hvort alfriða eða friða fyrir til- teknum veiðarfærum." Varðandi þriðja tölulið orð- sendingarinnar, sem fjallar um lokun ákveðinna veiðisvæða, sagði Guðlaugur, að lok- un bátahólfanna væri Is- lendingum að sjálfsögðu f vil. öðru máli gegndi um lokun hinna sex hólfanna með þeim tímamörkum, sem f orðsend- ingunni væri að finna. Ekki væri annað að sjá en að Bretar einir hefðu verið látnir ráða tímasetn- ingu við lokun hólfanna og for- sætisráðherra hvergi komið þar nærri. Vitnaði þingmaðurinn í þessu sambandi í skýrslu landhelgis- gæzlunnar um fjölda togara á til- teknum svæðum við landið, sem sýndi, að mjög óveruleg ásókn væri á þessi svæði á greindum lokunartfmum. Sfðan sagði Guð- laugur: „Eina lokunin, sem hægt er að segja, að komi eitthvað við Breta, er lokunin fyrir Austurlandi. Liggur við að ætla, að Guðlaugur Gfslason alþm. tfmasetningu þar hafi verið hagað þannig til að þóknast hæstvirtum sjávarútvegsráð- herra og gera honum þar með hægra að kyngja samningnum. Að öðru leyti er ekki hægt að sjá annað en að lokunartími hólfanna sé hreinn óskalisti Breta, sem Iftið eða ekkert tef ji veiðar þeirra hér við land, þvf auðvitað geta hinir sárafáu brezku togarar, sem stundað hafa veiðar á lokunartám- anum á hinum einstöku hólfum, fært sig annað með kannski næstum alveg sama árangri. Sannleikurinn er sá, að þegar tímasetning hólfanna er athuguð, verður ekki séð, að hún skipti Breta nokkru máli, sem heitir, og er þá með samkomulaginu raun- verulega verið að opna Bretum næstum óhindraðar veiðar á hinu umdeilda svæði næstu tvö árin og Framhald á bls.24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.