Morgunblaðið - 14.11.1973, Page 28

Morgunblaðið - 14.11.1973, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÖVEMBER 1973 Þýtur í skóginum 4. kafli Froskur Eftir Kenneth Graheme „Þú vissir, að svona mundi fara, fyrr eða síðar, froskur," sagði greifinginn í umvöndunartón. ,,Þú hefur engu skeytt öllum viðvörunum okkar, þú hefur ausið út peningunum, sem þú erfðir eftir föður þinn, og þú kemur illu orði á okkur hin dýrin hér um slóðir með fantalegum akstri og árekstrum og illindum við lögregluna. Við metum sjálfstæði mikils, en við dýrin leyfum ekki vinum okkar að verða sér til athlægis nema að vissu marki, og nú er mælirinn fullur. Þú ert prýðisnáungi að mörgu leyti og ég vil ekki refsa þér um of. Ég ætla að gera enn eina tilraun til að tala um fyrir þér. Þú kemur með mér hér inn í stofuna og ég mun segja þér nokkur sannleikskorn um sjálfan þig. Við skulum svo sjá, hvort þú kemur samur froskur út aftur.“ Hann tók föstum tökum um framlöppina á froski, leiddi hann inn í stofuna og lokaði á eftir þeim. „Þetta er tilgangslaust," sagði rottan full efa- semda. „Orð hafa engin áhrif á frosk. Hann lofar öllu fögru, en stendur ekki við neitt.“ Þær létu fara vel um sig í hægindastólum og biðu þolinmóðar. Innan úr stofunni heyrðist ómurinn af rödd greifingjans, sem ýmist hækkaði eða lækkaði eftir áherzlum ræðunnar. Loks urðu smá-hlé á ræðu- flutningnum og í hléunum mátti greina langdregið snökt, sem greinilega kom úr barka frosks, því hann var að eðlisfari bæði veiklundaður og hjartgóður. Og ráðþægur var hann líka í orði, (en ekki á borði). Að þremur stundarfjórðungum liðnum opnuðust dyrnar og greifinginn birtist leiðandi við hlið sér niðurlútan og vesældarlegan frosk. Hann var brút- inn í framan og votur eftir táraflóðið og hann skjögraði á fótunum. „Seztu þarna, froskur,“ sagði greifinginn föður- lega og benti á stól. „Kæru vinir,“ hélt hann svo áfram, „mér er það sönn ánægja að tilkynna ykkur, aðfroskur hefur loks snúið af villu síns vegar. Hann iðrast sárlega heimskulegs framferðis undanfarið, og hann hefur ákveðið að hætta öllum afskiptum af bifreiðum um ókomna framtíð. Því hefur hann lofað mér hátíðlega." „Það eru góðar fréttir," sagði moldvarpan hátíðleg í bragði. „Já, vissulega góðar fréttir," sagði rottan og efa- semda gætti enn í röddinni. „Ef aðeins . . . ef aðeins . tt Hún horfði rannsakandi á frosk um leið og hún sagði þetta og gat ekki varizt því að greina undir- furðulegt blik í þrútnum augunum. „Nú er aðeins eitt eftir,“ hélt greifinginn áfram. „Froskur, þú átt að endurtaka við vinkonur okkar hér, það, sem þú viðurkenndir fyrir mér áðan inni í stofunni. í fyrsta lagi, að þú iðrist gjörða þinna og sjáir vel, hversu heimskulega þú hefur hagað þér.“ Þá varð löng þögn. Froskur blimskakkaði augun- um til og frá á meðan hin dýrin biðu þegjandi. Loks kom hljóð úr belg. „Nei,“ sagði hann fullur þrjózku. „Ég iðrast ekki. Og ég hef ekki hagað mér heimskulega. Þetta var dýrlegt líf.“ „Hvað þá æpti greifinginn. „Lygalaupurinn þinn. Sagðirðu mér ekki áðan ... ?“ DRÁTTHAGI BLÝANTURINN GUnnLAUG^AGA CHIiUíUnC-U hétu svo, Þorgils, Eyjólfur og Þórir, og voru þeir mestir menn út þangað. Og þessir menn, er nú eru nefndir, voru allir uppi á einn tíma. Og þessu nær urðu þau tfðindi, er bezt hafa orðið hér á Islandi, að landið varð allt kristið, og allt fólk hafnaði fornum átrúnaði. Gunnlaugur ormstunga, er áður var frá sagt, var nú ýmist að Borg með Þor- steini eða Illuga, föður sínum, á Gilsbakka, sex vetur, og var hann þá átján vetra, og samdist þá mikið með þeim feðgum. IWaður hét Þorkell svarti; hann var heimamaður Illuga og náfrændi og hafði þar upp vaxið. Honum tæmdist arfur norður f Vatnsdal, í Ási, og beiddi hann Gunnlaug fara með sér, og hann gerði svo, og riðu norður tveir saman í Asog fengu féð og greiddu þeir féð af höndum, er varðveitt höfðu, með atgöngu Gunnlaugs. Og er þeir riðu norðan, gistu þeir í Grfmstungum, hjá auðugum bónda, er þar bjó. Og um morguninn tók smalamaður hest Gunnlaugs, og var þá sveittur mjög, er þeir fengu. Gunnlaugur laust smala- manninn í óvit. Bóndi vildi eigi svo búið hafa og heiddi bóta fyrir; Gunnlaugur bauð að gjalda bónda mörk. Bónda þótti það of lítiö. Gunnlaugur kvað þá vísu: Mörk bauðk mundangs sterkum manni, tyggja ranna; gríasíma skaltu góma glóðspýtis þat nýta; iðrask munt, ef yðrum allráðr flóðaór sjóði lætr eyðanda Ifða linns samlagar kindar. (Ég bauð hinum meðalsterka manni, . hinum heimarfka bónda, mörk; þú skalt nýta (þiggja) þetta silfur hins blóðuga manns; þú munt iðrast, ef þú lætur að sjálfráðu fjársjóð þennan ganga þér úr greipum.) Þessi varð sætt þeirra, sem Gunnlaugur bauð. og riðu þeir suður heim við svo búið. Og litlu síðar beiddi Gunn- laugur föður sinn fararefna í annað sinn. Illugi segir: „Nú skal vera, sem þú villt,“ segir hann; „hefir þú nú heldur samið þig, úr þvf sem var.“ Reið Illugi þá heiman skjótt og keypti skip hálft til handa Gunnlaugi, er uppi stóð f Gufu- árósi, að Auðuni festargram. Þessi Auðunn vildi eigi utan flytja sonu Ósvffrs hins spaka eftir víg Kjartans Ólafssonar, sem segir f Laxdæla sögu, og varð það þó sfðar en þetta. Og er Illugi kom heim, þá þakk aði Gunnlaugur hinum vel. Þorkell svarti réðst til ferðar með Gunnlaugi og var fluttur varnaður þeirra til skips; en Gunnlaugur var að Borg, meðan þeir bjuggust, og þótti glaðara að tala við Helgu en vera í starfi með kaupmönnum. Einhvern dag spurði Þorsteinn Gunnlaug, ef hann vildi ríða til hrossa með honum upp í Langa- vatnsdal. Gunnlaugur kvaðst það vilja. Nú rfða þeir tveir saman, þar til er þcir koma til selja Þorsteins, er heita á Þor- gilsstöðum, og voru þar stóð- hross, er Þorsteinn átti, fjögur saman, og voru rauð að lit. Hestur var allvæniegur og lítt ffle&imofguflkciffinu . . Guð minn góður, rúllustig- inn er bilaður. Hvernig eigum við að komast niður? — Viljið þér fá 1000 krónu deyfingu eða bara þessa ódýru á 25 kall? — O sole mio. — Flugan, sem var f súpunni minni, var fsköld. — Þetta er dásamlegur fugl, frú, en hann fær svimaköst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.