Morgunblaðið - 14.11.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.11.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1973 POPPHEIMURINN 0 „Quadrophenia", tvær nýjar stórar plötur frá WHO, þykja engu síðra meistarverk en „Tommy“. Þetta er einnig rokkópera og fjallar um nokkur ár í lífi WHO-aðdáanda. Plötun- um fylgir sérstök myndabók. • DEEP PURPLE flugu a dögunum til Sviss til að æfa ný lög til flutnings á hljömleikum og stórri hljómplötu, sem kem- ur út eftir áramót. Þetta verður fyrsta platan eftir að nýju liðs- mennirnir Glen Hughes (bassa- leikari) og David Cocerdale (söngvari) komu í hljóm- sveitina. 0 Ný stór plata með lögum BOB DYLAN kemur á markað síðar i þessum mánuði. Þarna er um að ræða lög, sem hann hljóðritaði á árunum 1969 og 1970, er hann hljóðritaði plöturnar „Self Portrait" og „New Morning". Þetta er fyrsta Dylan-platan í þrjú ár, að frá- taldri plötunni með tónlistinni úr kvikmyndinni „Pat Garrett og Billy the Kid“. 0 Næsta KINKS-platan kem- ur Ut síðar í þessum mánuði, heitir „Preservation Act 1“, er samin, . útsett og tekin upp undir stjórn Ray Davies og er fyrri hluti söngleiks eftir hann. AÐ BJARGA SJÁLFUM SÉR — RÆTT VIÐ SIGURÐ GUÐJÓNSSON, HÖFUND „TRUNTUSÓLAR” „NEI, bókin var ekki beint erfið í fæðingu. Hún fæddist eiginlega allt I einu. Ég vaknaði eitt sinn grúttimbraður uppi undir hana- bjálka — alveg sérstaklega góð- um og elskulegum hanabjalka, og fór að skrifa. Það er meira að segja hugsanlegt að þetta hafi verið delerfum tremens“. Bókin, sem þannig var til, heitir „Truntusól“ og höfundurinn, sem þannig lýsir tilurð hennar, er Sig- urður Guðjónsson. „Truntusól" er sú bók ungs rithöfundar, sem hvað mesta athygli hefur vakið í yfirstandandi jólabókavertið, — bæði fyrir óvanaleg efnistök og lipran stíl, en ekki síður fyrir þá opinskáu sjálfsskoðun, sem fram fer á síðum hennar. I bókinni lýsir höfundur m.a. dvöl sinni á geðdeild hér í borg. Og Sigurður var ekki síður hreinskilinn í stuttu samtali við Slagsiðuna. Þótt bókin hafi ekki verið tekin með keisaraskurði, þá leið lengri tími unz hún varð fullvaxin. „Það má segja, að hún hafi verið eitt ár og átta mánuði í smfðum. Bók- in krafðist þess, að maður væri tiítölulega opinskár og það er ekk- ert auðvelt." Fyrsta skrefið. Bókin er spegil- mynd af mfnum hugmyndum um líf og tilveru, — þ.e. eins og þær voru fyrir ári. Þær hafa taisvert breytzt síðan. En þetta bind ég svo auðvitað innan ákveðins ramma, og það er alveg rétt, sem kom fram í ritdómi hjáölafi Jóns- syni, að hér er efniviður i raun- verulega skáldsögu. En þá skáld- sögu var ég einfaldlega ekki mað- ur til að skrifa.“ „Þessi bók“, sagði Sigurður, „var fyrsta skrefið til að bjarga sjálfum mér. Þegar maður var á spítalanum hafði maður góðan tíma til að hugs, — þó ekki hefði maður mikið annað. Og bókin er árangur þessara íhugana. HUn er einn hlekkur í langri keðju. Og ég er nú að reyna að flétta þá keðju áfram með sjálfum mér.“ Heilbrigði og óheilbrigði. Sig- urður kvaðst vera ánægður með þær móttökur, sem bókin hefur fengið. Margir gagnrýnendur hafa bent á, að hún sé rituð undir miklum áhrifum frá Þórbergi. „Já, ég játa fúslega skuld mfna við Þórberg”, sagði Sigurður, „og Schubert. Þetta voru menn, sem lásu á milli línanna. Þeir hafa haft mest áhrif á mig allra manna. Ég kynntist Þórbergi fyrst 12 ára gamall, og hef síðan lesið allt eftir hann. Ég held ég þekki Þórberg ákaflega vel, og veit það raunar." „En ég er ekki síður ánægður með þær viðtökur, sem ég held að bókin hafi fengið hjá ákveðnum hópi lesenda. Ég held hún falli bezt í kramið hjá fólki með ákveð- inn lffsstíl og ákveðin viðhorf til mælkvarða þjóðfélagsins á heil- brigði og óheilbrigði." Vfkkun skynhringsins. „Mat fólks í okkar efnishyggjuþjóðfé- lagi á því, hvernig fólk það sé, sem er á geðdeildinni er alger misskilningur. Annaðhvort á það að vera alger sénf eða fullkomnir bjánar. Sannleikurinn er sá, að þetta er aðeins venjulegt fólk af ýmsu tagi, sem á einn hlut sam- eiginlegan. Það hefur margt af- skaplega mikið næmi. Ég á við það, að það hefur komizt í kynni við ýmis djUp, sem liggja að baki hlutanna, að baki þeim efnis- heimi, sem við hrærumst í dag- lega. Það hefur komizt út úr þess- um fáranlegítahring efnisins. A geðdeildinni er svo með lækn- ingaaðferðum og lyfjum reynt að koma því inn í hringinn aftur, og reynt að þrengja aftur þennan ótrúlega víða skynhring sem margt af þessu fólki ræður yfir. I stað þessa ættu geðdeildarinár að reyna að samræma persónuleika manna, svo hann geti þolað þau átök sem óhjákvæmilega koma upp þegar hugurinn uppgötvar víðáttur, sem ekki er viðurkennt að séu til. A geðdeildum er ekki neitt viðurkennt nema það, sem hægt er að mæla eða þreifa á. Geðdeildir eru eitt hættulegasta tæki efnishyggjuþjóðfélagsins af því þær starfa undir yfirskini vís- inda og læknisfræði.“ A geðdeildina á ný? „Ég var eitt og hálft ár að jafna mig eftir meðferðina, sem ég fékk á spítal- anum,“ sagði Sigurður, „en mér er á ný að takast að víkka skyn- hringinn. „Getur það þá ekki þýtt að hann verði að leggjast inn á ný! „JU, það er vel hugsanlegt,“ segir hann. Og hvemig er skynhringurinn víkkaður? „Ja, það er ekki auð- velt að segja. Ég á ekki við hluti eins og LSD, hass eða því um lfkt. Það, sem ég á við, er alveg nátt- Urulaus hlutur. Ég bjó í fjögur ár upp á Akranesi. Þar er tiltöluleg kyrrð, og þetta kemur smátt og smátt þegar maður hættir að hugsa um þessa efnislegu hluti, — peninga, stöðu, tiltil o.s.frv. Það er þetta spursmál um að vera maður sjálfur. Og ég held að á geðdeildinni sé meira af fólki, sem en það sjálft en víða annars staðir í þjóðfélaginu. Ég er ekki að tala um fólk, sem þjáist af geðsjUkdómum, heldur fólk, sem á við einhverja „sálræna“ erfið- leika að stríða. A geðdeildinni er mikiðgerttil aðgera þettafólk að krónfskum aumingjum." „Ég efast um, að ég eigi eftir að skrifa aðra bók á ævinni,“ sagði Sigurður Guðjónsson. „Mér finnst ég vera búinn að segja allt f bili.“ —aþ. „HER ER EG MIKLU MEIRI MANNESKJA” Guðlaugur, Súsann og Heiða Marfa. Sigríður með synina tvo, Trausta og Júlfus Sfmon. „ÉG er ekki fyrir borgarlífið. Það er of mikil menning og kapphlaup um peninga. Ég vil heldur vera í sveitinni.“ Páll Símonarson, 24 ára, fæddur og uppalinn í Reykja- vík. Hóf í vor búskap á Flögu, innstu jörð í sunnanverðum Breiðdal. Hafði fram til þess tíma einungis búið í Reykjavík og unnið m.a. að bílaviðgerðum og á hjólbarðaverkstæði. Hvers vegna sneri hann blaðinu allt í einu við, fór af mölinni á mold- ina? „Eg var búinn að vera hjá frænda mínum í sveit, hér í Breiðdalnum, frá því að ég var smástrákur. Mig hefur alltaf langað til að verða bóndi og Páll Sfmonarson. dreif mig í það, þegar geta var til.“ Páll sagði það ekki hafa verið neitt óheyrilega erfitt að hefja búskapinn. Vinnudagurinn hef- ur þó verið langur og oft erfið- ur. „En ég er ekki fyrir þægind- in,“ segir hann. „Eg vil fá að hafa fyrir lífinu." Hann hefur unnið með búskapnum, m.a. verið vélstjóri i frystihúsinu á Breiðdalsvík. Konan hans, Sigríður JUlius- dóttir, er einnig fædd og uppal- in í Reykjavík. Þau eiga tvo syni, Trausta, 6 ára, og JUlfus Símon, 2 ára. „Ég vildi alveg bUa i sveit," segir hún. „Þó hafði ég ekki hugsað mér, að það yrði á Aust- urlandi. En Palli var bUinn að vera hér i sveit og svo fórum við í sumarfrfinu í fyrra að gá að jörðum hér fyrir austan. Við komum m.a. hingað að Flögu, en ég hafði bara hugsað mér að tina hér steina, hafði heyrt að hér væri mikið af þeim og fall- egir. En mér leizt svo vel á mig hérna og var svo mikið að skoða, að ég gleymdi að tína steinana.“ HUn hefur ennþá ekki haft mikinn tfma í steinasöfnunina. „Ég hef ekki komizt eins langt og ég ætlaði mér. En það er alveg ábyggilega nógur tími til slíks seinna.“ Og hvernig líkar henni nú? „Þetta er allt annað líf og iangt því frá að ég sakni hins. Hér er ég miklu meiri mann- eskja. Hér er miklu meira að gera. Mér fannst alltaf of lítið líf að vera innan fjögurra veggja fyrir sunnan. Ég hlakk- aði til f allan vetur að komast hingað um vorið. Ég var líka svolítið kvíðin, en þetta hefur farið langt fram úr því sem ég vonaði. Ég hélt að fólkið myndi líta á okkur sem eitthvert Reykjavíkurpakk, en það hefur verið afskaplega almennilegt og andinn hérna í sveitinni er svo góður.“ Og ekki kveðst hún kvíða fyrir vetrinum. „Ég er miklu meira fyrir einveruna en að vera innan um fólkið. Ég er búin að fá yfrið nóg af því fyrir sunnan. Maður nýtur þess líka betur að hitta fólkið þegar það kemur hingað.“ Páll telur, að fleiri borgar- fjölskyldur ættu að drffa sig í sveitina. „Ég veit, að það er fullt af fólki, sem vill búa í sveit, en þorir ekki. Það er hrætt við háar tölur — sem ekki eiga sér stoð. Eg keypti þessa jörð á 921 þús. og 300 þús. kr. lán nægði fyrir útborgun- inni. Það er kannski dýrt á teikniborðinu að byrja búskap, en maður getur gert sér þetta mun ódýrara, t.d. með því að kaupa notaðar vélar o.fl. Þetta er talin góð jörð með mikla möguleika, t.d. er hér gott fjár- land. Ég ætla að stækka við mig og er byrjaður að rækta.“ Svo að Páll er bjartsýnn á framtíðina? „Það er ekki hægt annað en að vera bjartsýnn í þeirri að- stöðu sem ég er.“ Á annarri jörð f Breiðdal, Eyjum, býr vinafólk ungu hjón- anna á Flögu: Guðlaugur Gunn- laugsson, 20 ára, uppalinn í Hafnarfirði, og SUsann Ann Walker, 18 árat fædd í Eng- landi, en uppalin í Hafnarfirði. Þau eiga dóttur á öðru ári, Heiðu Maríu, og annað bam í vændum. „Okkur hafði alltaf langað til að fara Ut á land — hálfleiddist í bænum. Og þegar þau á Flögu voru búin að fá jörð hérna fyrir austan og við fréttum af þess- ari, slógum við til,“ segir Guð- laugur. „Við höfðum aldrei ver- ið í sveit áður og þetta er þvf ansi mikil tilbreyting. En þetta hefur gengið framar öllum von- um.“ OgSUsann tekur undirþetta: „Okkur líkar ákaflega vel hérna — þetta er þægilegt, ró- legt og gott líf.“ Sakna þau einskis? „Við vitum ekki hvað það ætti að vera.“ Guðlaugur játar, að þau hafi verið dálítið kvíðin, áður en þau komu austur, það var hálf- gerð óvissa um framtíðina. En nú sjá þau ekkert eftir þvf: „Við höfum tekið rétta ákvörðun," segir hann. En er ekki erfitt að byrja búskap með tvær hendur tómar? „JU, það er rétt, og vinnudag- urinn er miklu lengri hér. En maður sér ekkert eftir því, af því að maður er að vinna fyrir sjálfan sig.“ _sh Skrifaði um vist sína á geðdeild — Sjá viðtal við Sigurð □ □ □ □

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.