Morgunblaðið - 12.12.1973, Page 18

Morgunblaðið - 12.12.1973, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1973 Magnús Jónsson: Þingflokkarnir undir- 1 r • • / 1 pt 1 •• >•» P bui sjalfir loggjof fjárreiður sínar um A HMMTUDAG í síðustu viku var til umræðu þingsályktunartil- laga frá þremur þingmönnum Alþýðuhandalagsins um fjárreið- ur stjörnmálaflokkanna. Er í til- lögunni í f.vrsta lagi lagt til. að opinber rannsókn verði látin fara fram á fjárreiðum flokkanna og í öðru lagi, að ríkisst jórninni verði falið að láta undirhúa lagafrum- varp um fjárreiður þeirra. í ræðu. sem Magnús Jónsson varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins hélt, sagði hann, að Sjálf- stæðisflokkurinn væri því sam- þvkkur, að löggjöf um fjárreiður flokkanna væri sétt. Hins vegar væri fráleitt af Alþingi að fela rfkisstjórninni að undirbúa slfka löggjöf. Það ættu þingflokkarnir sjálfir að gera með þvf að skipa nefnd í málið. Þá kvað Magnús fyrri lið tillögunnar vera ákaf- lega hæpinn, þar sem ekki væri sýnilegur grundvöllur undir slíka rannsókn. Ekki væru neinar reglur til um efniö og eflaust yrði erfitt að athuga ýmislegt í því efni, ekki sízt hjá flokki flutn- ingsmanna tillögunnar. Ragnar Arnalds (Ab) mælti fyrir tillögunni og sagði tilefni hennar vera orð, sem Geir Ifall- grímsson formaður Sjálfstæðis- flokksins og Morgunblaðið hefðu látið falla um grunsamlegar fjár- teiður Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Sagði hann. að Matthfas Bjarna- son hefði í umræðum á Alþingi 12. növember sl. minnzt á árlega veizlu, sem Sjálfstæðisflokkurinn béldi fyrir styrktarmenn sína. Síðan sagði Ragnar: ..En spurn- ingin er. fyrir hvaða þjtinustu af hálfu Sjálfstæðisflokksins hafa fjármálamennirnir verið að gjalda með þvílíkum stórgjöfum, aðekki dugði minna til en veizlu- boð sem kvittun og ofurlitill þakklætisvottur fyrir viðskiptin." Magnús Jónsson kvað rök- semdafærslu síðasta ræðumanns fyrir því, að veizlur Sjálfstæðis- flokksins væru ámælisverðar vera ákaflega kynduga. Annars vegar væri veizlan svo dýr, að menn þyrftu að leggja fram fé, til að unnt væri að halda hana. Hins vegar væru stuðningsmenn flokksins að þakka flokknum fyrir þjónustu hans. Ekki væri gott að skilja samhengið. Annars vegar væri flokkurinn að þakka og hins vegar væri honum þakkað. Magnús kvað það alveg rétt, að haldin væri árlega smáboð fyrir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks- ins og væri engin launung yfir þeim, enda væri erfitt að sjá, hvaða spillingu þetta sýndi. Þingmaðurinn kvaðst ekki ætla að gerast sérstakur málsvari fyrir formann Sjálfstæðisflokksins né ritstjóra Morgunblaðsins, þessir aðilar væru sjálfsagt sjálfir færir um að svara fyrir sig. Magnús kvað Sjálfstæðisflokk- inn alls ekki vera á móti þvf, að löggjöf yrði sett um fjárreiður stjórnmálaflokkanna. Ilins vegar væri spurning um, hvernig slík löggjöf ætti að vera. Það ætti að vera hafið yfir gagnrýni á Alþingi, að þingflokkarnir sjálfir skipuðu nefnd til að athuga málið, I stað þess að fela ríkis- stjórninni að undirbúa slíka lög- gjöf. Fyrri liður tillögunnar væri ákaflega hæpinn. Ekki væri sýni- legur sá grundvöllur, sem slík rannsókn ætti að hvíla á. Ef þeir flokkar, sem bent hefði verið á í sambandi við grunsamlegar fjár- reiður, vildu, gætu þeir farið í venjulegt meiðyrðamál. Til að hefja slíka opinbera rannsókn, eins og hér væri lagt til, þyrfti að vera um einhverja löggjöf að ræða um efnið, sem flokkar hefðu þá brotið. Þá væru miklir erfið- leikar á framkvæmd slikrar rann- sóknar. Ef rannsaka ætti t.d. fjár- reiður flokks flutningsmanna út frá hinum dularfullu leiðum, sem getið hefði verið um i því sam- bandi, væri ekki víst, að þeir að- ilar, sem væru á endastöðinni hinum megin á þeirri Ieið, væru fúsirtil að gefa upplýsingar. Þingmaðurinn vék nú að því. hvernig hugsanlegt væri að stjórnmálaflokkarnir væru fjár- magnaðir. Margs bæri að gæta í þeim efnum. Ef t.d. hið opinbera ætti að veita flokkunum styrk, mætti benda á, að ekki væri um það neinar reglur, hvað væri stjórnmálaflokkur I þessu sam- bandi. Minnti hann á. að íTkið hefði þegar farið inn á þá braut að veita fé til blaða, sem e.t.v. enginn vildi vera kaupandi að. Slík ráðstöfun á almannafé væri Fjárlagaafgreiðsla: Breytingartill. fjárveitinganefnd- ar við 2. umræðu lagðar fram I G.-ER voru lagðar fram á Al- þingi brevtingartillögur fjár- veitinganefndar við fjárlaga-; frumvarpið. en þaðer til 2. um- ræðu í þinginu f dag. Þá var einnig dreift nefndaráliti meiri hluta fjárveitinganefndar. en ekki hafa enn verið lögð fram álit minnihluta. Þö að nefndin standi iill að breytingartillögun- um hafa fulltrúar stjórnarand- stöðunnar gert fyrirvara um. að þeir hafi óbundnar hendur um fylgi víð einstakar bre.vtingar- tillögur. Þær breytingartillögur. sem nefndin leggur nú til. fela í sér hækkun á fjárlagafrumvarpinu um 648,4 milljónir kr. Stendur frumvarpið því nú I 27.992 milljörðum kr. A þö frumvarp- ið sýnilega enn eftir að hækka talsvert 1 meðförum þingsins. Segir í nefndaráliti meiri hlut- ;ms, að af ákvörðunum um fjár- veitingar, sem bíði 3. umræðu, megi nefna: Utgjöld vegna launahækkana. hækkunar líf- ey ri sgr ei ðsl n a, hækkunar sjúkratrygginga o.fl. Enn frem- ur bíði heimildartillögur 3. um- ræðu að venju. vart eðlilegri en að fólk mætti sjálft leggja fram fé til sinna flokka. Fjarri lagi væri að halda, að einn stjórnmálaflokkur hér nyti miklu betri aðstöðu en aðrir. Það væri að vísu stærsti flokkur- inn, sem átt væri við, og raunar hefði mikill fjöldi manna viljað styðja þann flokk með fjárút- | látum. Kvaðst hann þó draga stór- lega í efa, að stærstu fjárhæðirn- ar í þessu sambandi væru í flokks- sjóði Sjálfstæðisflokksins, eins og Ragnar Arnalds hefði dylgjað um. Vísaði Magnús á bug orðum þing- mannsins sem ósæmilegum stað- hæfingum, að I Sjálfstæðisflokkn- um væri haldið uppi starfsemi meðóeðlilegum fjárútlátum. Kvaðst Magnús ekki vita, hvort það væri svb óskaplega fjarstætt eins og Ra^jnar hafði viljað vera láta, að leyfa mönnum að greiða til stjórnmálaflokka, innan vissra marka, framlög, sem væru undan- þegin skatti. Helgi F. Seljan (Ab) kvaðst einu sinni hafa tekið þátt í kapp- ræðufundi á móti Ileimdalli, og þá hefði hann verið kallaður Rússaþý. Rakti hann, hvernig hann hefði smátt og smátt orðið reiður í ræðustólnum, þar til hann var baulaður níður. Þingmaðurinn sagði, að Alþýðu- bandalagið hefði engu að leyna i fjármálum sínum og vonandi væri það einnig svo með aðra, þó að viðbrögð Morgunblaðsins við til- lögunni bentu til nokkurs óróa af tillöguflutningnum. Pálmi Jónsson: Urbætur fyrir veit- ingarekst ur að vetrarlagi Á FUNDI Alþingis á fimmtudag I sl. viku mælti Pálmi Jónsson (S) fyrir tillögur til þingsályktunar, sem hann flvtur um athugun og tillögur til úrbóta á vanda þeirra aðila, sem stunda veitinga- og gistihúsarekstur að vetrarlagi, utan mestu þéttbýlissvæða lands- ins. Tillaga Pálma hljóðar svo I heild: „Alþingi ályktar að fela sam- gönguráðherra að skipa nefnd til þess að athuga og gera tillögur um úrbætur á vanda þeirra aðila, sem stunda veitinga- og gistihúsa- rekstur að vetrarlagi, utan mestu þéttbýlissvæða landsins. Skal nefndin m.a. taka til athugunar rekstrarafkomu og rekstrarfjár- þörf þessara þjónustuaðila yfir vetrarmánuðina, ásamt leit að leiðum til bættra afkomu, enn fremur tillögur um aðstoð hins opinbera, ef þess er þörf, og sam- ræmingu slíkrar aðstoðar. Nefndin skal skila áliti eigi síð- ar en svo, að leggja megi tillögu hennar fyrir Alþingi á næsta hausti." ’ Fer hér á eftir kafli úr fram- söguræðu þingmannsins: ,,Nú liggja fyrir fjárveitinga- nefnd, eftir því, sem ég veit til, nokkur erindi frá aðilum, sem stunda þessa þjónustugrein, þar sem farið er fram á ýmist nýja styrki eða hækkun á framlögum. Axel Jónsson: Tilviljun ræður aðstöðugjöldunum SI. mánudag var frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga til fyrstu umræðu I efri deild Al- þingis. Frumvarp þetta felur í sér tvær efnisbreytingar á gildandi lögum. í f.vrsta lagi er gert ráð fvrir, að sveitarfélögum verði heimilt að innheimta af hverjum gjaldanda með fimm jöfnum af- borgunum fyrri helming hvers árs, fjárhæð, sem nemi allt að 60% þess útsvars, sem honum ber að greiða fyrir næstliðið ár. Ila-kkar þessi prósenttala úr 30 I 60‘<ó, ef f rumvarpið verður að lög- um. t annan stað er ráð fyrir þvf gert, að fjármálaráðherra verði heimilað að ákveða breytingu á hinu nýja fasteignamati til sam- ræmis við verðlag 1. nóvember sl. Björn Jónsson félagsmálaráð- herra mælti fyrir frumvarpinu og sagði, að einstakar sveitarstjórnir svo og Samband íslenzkra sveitar- félaga hefðu haft áhuga á málinu og þ.vrfti að hraða því í gegnunj þingið, svo að sveitarfélögin vrðu ekki fyrir örðugleikum við gerð fjárhagsáætlana. Axel Jónsson (S) fagnaði frum- varpinu. Væri það sveitarfélögum til hægðarauka. Það væru fyrst og fremst út- svör, sem sveitarféiögin byggðu afkomu sína á. Það væri afar óeðlilegt, að sveitarstjórnir þyrftu að leita leyfis ráð- herra tii að mega fullnýta lög- mæltan útsvarsskala. Eins og nú væri háttað þyrftu sveitarfélögin að leíta heim- ildar ráðherra til að me^a leggja á 11% útsvar, í stað 10%. Nú væru lögin einu sinni svona úr garði gerð og væri þá ennþá frá- leitara af ráðherra að banna öll- um sveitarfélögum í landinu þessa álagningu f einu lagi, eins og hann hefði gert á siðasta ári. Axel Jónsson vék nú að aðstöðu- gjöldunum og sagði það vera frá- leitt, hvernig þeim málum væri háttað. Við setningu tekjustofna laganna 1971 hefði sveitarfélög- um verið heimilað að innheimta fyrir árið 1972 65% af álögðum aðstöðugjöldum á árinu 1971. Það hefði verið algjör tilviljun. sem réð því hversu mikið af leyfi- Iegum aðstöðugjöldum sveitarfé- lög hefðu innheimt það ár og sum hefðu engin aðstöðugjöld inn- heimt. Af Reykjanesi nefndi hann dæmi um, að 13 sveitarfélög hefðu innheimt aðstöðugjöld árið 1971 en 2 ekki. Þessi tvö hefðu þvi alls ekki fengið að leggja á nein aðstöðugjöld síðan. Þá hefði eitt sveitarfélag lagt 1971 aðstöðu- gjöld einungis á vissar tegundir atvinnurekstrar. Síðan þá hefðu verktakar á fleiri sviðum komið til í því sveitarfélagi, en ekki hefði verið neinn möguleiki að leggja á þá aðstöðugjald vegna þessara fáránlegu ákvæða. Lagði hann að lokum áherzlu á. að frumvarpið sem hér var til meðferðar fengi sem skjótasta af- greiðslu. Geir Hallgrlnisson (S) kvaðst vilja vekja athygli þingmanna á, að fyrri hluti frumvarpsins, sem fjallaði um greiðsluhætti á út- svari væri samhljóða breytingar- Framhald á bls. 22 sem veitt hafa verið á undanförn- um árum. Þaðer því augljóst mál, að þarna er orðið um verulegan vanda að ræða, sem þarf að taka til athugunar og þá í heild, hvort ástæða sé til þess að rfkisvaldið styrki með þessum hætti eða öðr- um þessa starfsemi eða þá að leit- að verði nýrra úrræða, og þá hvaða úrræða það kunni að vera. Eg tel nokkuð augljóst að orsakir þess mikla vanda, sem við er að glíma hjá þessum aðilum, séu fyrst og fremst þær, að á undan- förnum árum hefur reksturs- kostnaður ákaflega aukizt við þessa þjónustustarfsemi. Kröfur hafa aukizt um bættan aðbúnað ferðamanna, bæði að því er snert- ir almenna veitingasölu og eins gistihúsaaðstöðu, og þessum kröf- um hafa rekstraraðilar mætt með auknum kostnaði, sem hér um ræðir. Reksturskostnaðurinn hef- ur af þessum aðilum einkanlega verið talinn taka stórfelldum breytingum í átt til aukins kostnaðar, þegar vinnutíma- styttingin var samþykkt hér á Al- þingi fyrir tveimur árum leiddi að sjálfsögðu af henni, að vaktir starfsfólksins eru styttri. Það þurfti því aukinn fjölda starfs- fólks, sem hafði óhjákvæmilega í för með sér aukinn reksturskostn- að. Enn hefur það svo komið til, að á síðari árum hefur það verið tíðkað af opinberum aðilum á þessu sviði, þ.e. Ferðaskrifstofu rikisins, að setja upp sumargisti- hús sem víðast um landið, 1 skól- uríi. Þann tíma, sem ferðamanna- straumurinn er mestur og mestar tekjur er unnt að hafa af þessari þjónustustarfsemi taka þannig opinberir aðilar í sínar hendur verulegan hluta af þessari starf- semi og um leið kúfinn af þeim hagnaði, sem einkaaðilar hafa til þessa haft af starfsemi þessari yfir sumarmánuðina. Nú virðist svo komið,' að tekjur af rekstrin- um yfir sumartímann, þegar ástandið er verst, nægi ekki til þess að vega uþpá móti tapi þvl, sem verður á rekstrinum yfir vetrarmánuðina. Af þeim orsök- um eru þær óskir fram komnar, sem liggja fyrir hjá fjárveitinga- valdinu um ríkisstyrk." Síðar í ræðu sinni gat Pálmi Jónsson um ályktun, sem Fjórð- ungssamband Norðurlands hefur nýlega gert um þetta mál. Alyktunin er svohljóðandi: „Fjórðungsþing Norðlendinga skorar á alþm. Norðlendinga að beita sér fyrir fyrirgreiðslu og fjárhagsaðstoð til þeirra aðila, sem reka hótelstarfsemi við þýðingarmiklar samgönguleiðir að vetrarlagi, vegna ómissandi þjónustu við ferðamenn, án þess að nokkur fjárhagsgrundvöllur sé fyrir starfseminni. Jafnframt fyrir samsvarandi aðstoð til þeirra, sem stunda ómissandi hótelþjónustu I minni þéttbýlis- stöðum að vetrarlagi, án þess að von sé um hallalausan rekstur. Jafnframt vekur fjörðungsþing athygli á lánakjörum ferðamála- sjóðs, en lán hans eru bundin visitölu framfærslukostnaðar." AIMnCI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.