Morgunblaðið - 12.12.1973, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1973
n
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auslýsingar
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10-100.
Aðalstræti 6, simi 22-4-80.
Áskriftargjald 360,00 krá mánuði innanlands.
í lausasötu 22, 00 kr. eintakið
OLIUKREPPAN
Olíukreppan, sem nú
gengur yfir Vestur-
lönd vegna allt að 30%
samdráttar í olíufram-
leiðslu Arabaríkjanna, hef
ur margar hliðar. Hún ógn
a r f rain léi ðslu s t a rf sem i
iðnaðarríkjanna í vestur-
álfu og getur um leið haft
þær afleiðingar, að full-
unnar iðnaðar\ örur, sem
þróunarlöndin kaupa frá
Vestur-Evrópu og Banda-
rfkjunum, verði mun
dvrari og erfiðara að fá
þær. I>annig getur sam-
dráttur í olíuframleiðslu
Arabaríkjanna komið fram
sem þungar búsifjar í efna-
hagslífi þróunarlandanna,
sem ekki mega viðmiklu.
En fátt er svo með öllu
illt. að ekki boði nokkuð
gott. í þeim löndum, þar
sem olíukreppan er ekki
farin að koma fram með
fullum þunga, eins og t.d. í
Noregi, virðist afstaða
fólks nánast mótast af því,
að þau óþægindi, sem leiða
af olíukreppunni, séu
skemmtileg tilbreyting. An
verulegra óþæginda, sýnist
fólk geta minnkað hita í
húsum sínum um fjórðung
og bann við bifrciðaakstri
um helgar hefur vakið
menn til umhugsunar um
það, að frítímann um
helgar sé hægt að hagnýta
með betri hætti en þeim að
aka um í bifreiðum.
Skortur á eldsneyti hefur
valdið því, að mörg flug-
félög hafa skorið áætlunar-
ferðir sínar niður um 25%.
Þetta þýðir í raun aukna
hagkvæmni í rekstri flug-
félaganna, sem fljúga nú
færri ferðir milli staða með
fleiri farþega í hverri vél,
og þannig getur olíukrepp-
an orðið til þess, aðhagnað-
ur flugfélaganna stórauk-
ist.
Með þessum hætti sýnist
olíukreppan geta haft
ýmsar jákvæðar afleið-
ingar, sem olíufurstar
Arabaríkjanna hafa tæpast
reiknað með, og hún hefur
kallað fram í fólki sterkan
vilja til þess að takast á við
erfið vandamál af dugnaði
og manndómi. Augljóst er,
að olíukreppan leiðir til
þess, aðvestræn ríki munu
stórefla tilraunir sínar til
þess að finna aðrar orku-
lindir, svo að þau verði
ekki jafnháð olíufram-
leiðslu Arabaríkjanna og
nú er. Þess sjást þegar
merki hér á íslandi, að
almennur vilji er til þess
að gera nú nýtt og stórt
átak í hagnýtingu jarð-
hita til húsahitunar og víða
f Vestur-Evrópu kanna
menn nú hverra kosta er
vöi. Að einu ári liðnu verð
ur olíuframleiðsla Norð-
manna orðin svo mikil, að
þeir verða sjálfum sér nóg-
ir, og við loka þessa ára-
tugar má búast við, aðolíu-
framleiðsla Breta úr
Norðursjó hafi einnig náð
því marki.
Menn getur greint á um
það, hvort réttlætanlegt sé
af Arabaríkjunum að beita
olíuvopnunum á þann hátt,
sem gert hefur verið í bar-
áttunni gegn ísrael. Hitt
sýnist augljóst, að hér geti
verið um tvíeggjað vopn að
ræða, og þótt margvísleg
óþægindi stafi af sam-
drættinum í olíufram-
leiðslu í bráð getur afleið-
ing olíukreppunnar orðið
sú fyrir Arabaríkin, að
innan nokkurra ára verði
Vesturlandaríki mun óháð-
Magnús Jónsson varafor
maður Sjálfstæðis-
flokksins gerði óráðsíuna i
f jármálastjórn ríkisins
að umtalsefni í ræðu á
Alþingi fyrir nokkrum dög-
um og benti á, að erlend
skuldasöfnun hefði verið
með eindæmum mikil í tíð
vinstri stjórnar, aukizt úr
13 milljörðum í ágústmán-
uði 1971 í 20,5 milljarða í
árslok 1973. í þessu sam-
bandi vék Magnús Jónsson
aðþenslunni í þjóðfélaginu
og sagði: „Fjármálaráð-
herra sagði að vísu í sjón-
varpi fyrir nokkrum dög-
um, að rfkisstjórnin væri
nú alltaf að basla við
þennan vanda, en einn
þáttur í því basli hlýtur að
vera sá að halda þenslunni
niðri með öllum tiltækum
ráðum. Einn þáttur í því er
auðvitað sá að reyna að
halda innan hæfilegra
marka ríkisframkvæmdum
og um leið að reyna að lifa
sem mest á þeim tekjum,
sem rfkissjóði berast upp í
hendur. en afla ekki einnig
f stórum stíl erlends fjár til
framkvæmda. En því
ari olíukaupum frá þeim en
ella, og meðþeim hætti get-
ur svo farið á endanum, að
þetta beitta vopn í dag
beinist gegn Aröbum sjálf-
um, þegar að leikslokum
dregur.
miður hefur svo farið, að
það hefur tekizt að koma í
lóg öllu þessu fé, og þó að
mikið hafi verið talað um
það, sem ekki er að undra,
að nauðsynlegt væri að
sporna gegn hinni geysi-
l'.'gu verðbólgu, sem blasir
við allra augum, hefur ekk-
ert veriðgert í því efni.“
Síðan vék Magnús
Jónsson sérstaklega að
ríkissjóði og sagði: „Sann-
ast sagna, ef vel hefði verið
haldið á fjármálunum,
hefði ríkissjóður þurft að
hafa mikinn afgang á 2—3
síðustu árum. Það varð all-
verulegur greiðsluaf-
gangur hjá ríkissjóði 1970
og hann hefði þurft að
halda áfram að vera í vax-
andi mæli á síðustu árum,
þannig að raunverulega
hefði verið hægt að leggja
til hliðar nokkra milljarða,
því að varla getum við
búizt við, að þessi þensla
haldi endalaust áfram.
Þetta hefur ekki verið
gert, og því þarf enn að
afla þess lánsfjár, sem hér
er fariðfram á.“
Óráðsía í
ríkisfjármálum
Henti-
stefna
og ótti
haldast
1
hendur
STJORN málanna. háskóla-
Ixn-fjarar. frainmániwin í við-
skiplalífinu og aðrir þeir. sem
vel fyltyast með gangi mála
hér í lándi eru þeirrar skoðun-
;u". að skammt- muni að bíða
■nikilla tíðinda í suður-afrísk
uin stjórnmálum. Margir telja.
að á n;estu einu til tveimur
áruni niuni fást tir því skorið.
hvort þetta ólánssama land
atiðs og kynþáttamisréttis
muni hakla áfram á þeirri
hraut. sem óhjákvæmilega
hlýltir að leiða til enn fasistísk-
ari stjórnarhátta. og endar án
efa í blóðugri uppreisn. eða
hvort upp verður tekin frjáls-
lyudarí og mamniðlegri stjórn-
arstefna.
l.eiðtogar þjóðarf lokksins.
si'in fara með viild í Iandinu
virðasl lifa í stóðugum ótta við,
að uppreisn brjólist út innan-
laiids og að sverlingjar studdír
af kommúnistarikjunum ráðist
á landið utan frá. Suðurafr-
iska þjóðarflokknum hefur oft
verið líkt við þýzka Nasista-
flokkinn og því er það hálf
kaldranalegt. svo að ekki sé
meira sagt. að leiðtogar hans
álíta sig vera í svipaðri aðstöðu
og ísraelsmenn. þ.e. um-
kringda af övinaherjum.
Hlægileg samlíking.
Gyðingum hér í landi, eins
og t.d. Helen Suzman, sem sit-
ur á þingi fyrir Framsóknar-
flokkinn, finnst þessi samlík-
ing hhegileg. Frú Suzman, sem
oft hefur fengið að kenna á
Gyðingahatri stjórnmálaand-
stæðinga sinna, sagði i síðast-
liðinni viku: ,.Eg elska þessar
gömlu ljósmyndir. sem Die
Vaterland birtir af mér, þar
líkist ég helzt júðskum gammi,
sem rífur lítil kristin börn á
hol.’"
Suður-afrfska þjöðfélagið er
mjög þversagnakennt. Sambúð
Afrfkananna. sem flestir eru"
strangtrúaðir Kalvínistar. og
Gyðinga .er flóknari en svo, að
hægt sé að tala einfaldlega um
Gyðingahatur. Gus Saron er
lögfræðingur og sagnfræðing-
ur af Gyðingaættum. Hann
segir ást Afríkana á Biblíunni,
einkum þó á Nýja testament-
inu. minna að miirgtt levti á
baráttu og trúfestu Gyðinga.
sömuleiðis hrósar Saron Afrí-
könum. jafnt leiðtogunum sem
hinum almenna borgara, fyrir
þá saniúð og göðvilja. sem þeir
-hafi ártim saman sýnt Zíonista-
hreyfingunni og ísrael. En
Saron viðurkennir, að þetta sé
aðeins ein hlið málsins. Gyð-
ingar verða einnig oft fyrir ár-
ásum Afríkana. sem telja þá
ekki styðja sig í baráttunni fyr-
ir varðveizlu tungunnar og af-
ríkansks þjóðernis, sem og fyr-
ir að liðsinna óvinum. S,-
Afríku — Bretum og nú síð-
ari tímum svertingjum. For-
e.ldrum sínum til skelfingar
vinna nú margir stúdentar af
Gyðingaættum að því ásamt fé-
lögum sínum. að skipuleggja
verkalýðsfélög svertingja. Með
þessuhættaþeir frelsi sínu, þar
sem stjörnarandstæðingar í S-
Afríku eiga yfir höfði sér þjóð-
félagslegt bann. ekki ósvipað
bannfæringu kaþólsku kirkj-
unnar og fanglesinsdóma að
auki.
Bann við íítgáfu dag-
blaða.
Balthazar .1. Vorster forsætis-
ráðherra hefur einnig hótað,
að banna útgáfu allra dagblaða
í landinu. sem birti etni. er
valdið geti ókyrrð tnnan hinna
ýmsu þjóðflokka. sem byggja
S.-Afríku. Þessari hótun er
einkum beint gegn blaðinu
Rand Daily Mail. sem gefið er
út f Jóliannesarborg og verst
hatrammri baráttu fyrir
auknu frjálslyndi innan hinna
ströngu en þó óljósu útgáfu-
laga. sem rikja í landinu.
Vorster, forsætisráðherra Suð-
ur-Afrfku.
Baráttan um útgáfulögin
getur jafnvel haft úrslitaáhrif
;í það, hvort S.-Afríka kemur
til með að stefna í átt til aukins
frjálsræðis eða harðstjórnar.
Rand Dail.v Mail er mjög
sterkt blað, að því er viðkemur
augiýsingum, útbreiðslu og
pólitískum áhrifum, og það
sýnir betur en nokkuð annað,
að hin frjálslynda stefna blaðs-
ins nýtur vinsælda. Sem dæmi
má nefna, að meirihluti for-
ystumanna í efnahagslífinu
styðurstefnu blaðsins.
Brevtingar í efnahags-
Iffi.
Efnahagslíf S.-Afríku er i
þann niund að taka grundvall-
arbreytingum. Fram til þessa
hafa námagröftur og landbún-
aður, sem bvggðu framar öllu
á ódýru vinnuafli, verið höfuð-
atvinnuvegirnir, en þýðing há-
þróaðs tækniiðnaðar eykst
stiiðugt. Atvinnuvegirnir
þurfa því í æríkari mæli á
vel menntuðu starfsfólki að
halda og forystumennirnir
gera sér grein fvrir því, að
þetta fólk hlýtur að korna úr
röðum svertingjanna. sem eru
þrfr fjörðu þjóðarinnar og
fjölgar mun örar en hvítum
fbúuin landsins.
Peningamenn í landinu
kæra sig ekki um að vöxtur
efnahagslífsins verði stöðvað-
ur af kynþáttastefnu stjórnar-
innar, sem í raun og veru neyð-
ir svertingjanna til þess að
leita sér atvinnu utanlands.
Fyrir nokkru gerði forsætis-
ráðherrann ráðstafanir, sem
munu auðvelda svertingjum
söknina til betri starfa, án af-
skipta stjörnarinnar. Af því til-
efni flutti atvinnumálaráð-
herrann, sem þekktur er fyrir
kynþáttahatur. hrærandi ræð-
ur. þar sem hann grátbað
vinnuveitendur um að vera
göða og örláta við svarta verka-
menn.
Þannig haldast hentistefna
og ótti í hendur í landinu.
Hver úrslitin verða, er ekki
hægt að segja um á þessu stigi
málsins, en úr því að suður-afr-
ískir þjóðernissinnar geta ver-
ið I senn Gyðingahatarar og
stuðningsmenn ísraels þvi
skyldu þeir ekki einnig geta
verið hagsýnir kynþáttahat-
arar. Spurningin er: Vinnur
hagsýnin sigur á hugmynda-
fræðinni í S.-Afríku, —og í
Miðaustuijöndum?
7rVN \L/i
\ v *>:£;/:
X. ---v /
NeUtllorkShncs
Eftir
L. SILK