Morgunblaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1973 21 Jóhann Hjálmarsson ÞEGAR sagt er frá ljöðskáldum í Austur-Þýzkalandi er Wolf Biermann oftast efstur á blaði. Það er að mörgu leyti skiljan- legt. Ljóð Biermanns höfða beint til lesenda. Þau eru ein- föld að gerð og fjalla án allrar tæpitungu um ástandið í heim- inum, ekki síst vanda þess að eiga heima í AusturÞýska- landi. En í Austur-Þýskalandi eru fleiri skáld en Wolf Biermann. Þar eru Johannes Bobrowski Volker Braun og Gtinter Kun- ert. Peter Huehel, sem margir telja mesta núlifandi skáld þýskumælandi þjóða, bjó lengi f Austur Þýskalandi en er farinn úr landi Ath.vgli manna beinist nú að ungu skáldi Reiner Kun- ze-og þeim bókmenntamönnum fjölgar sífellt, sem telja hann meðal hinna útvöldu. Reiner Kunze er fæddur 193- 3. Ilann lagði stund á heim- speki og blaðamennsku í Leip- zig og varð kennari við háskól- ann þar 1957. Eftir tvö ár hafði hann fengið nóg af hinu aka- demíska andrúmslofti. Hann lenti í deilum við yfirvöld skól- ans, sem að hans dómi voru of formföst og einstrengingsleg. Hann gerðist iðnverkamaður og síðar landbúnaðarverkamaður. Hann dvaldist lengi f Tékkósló- vakíu og kvæntist tékkneskri konu. Eftir að hafa starfað við listaakademfuna í Berlín ákvað hann 1962 að freista þess að lifa á ritstörfum. Ilann býr í Greiz skammt frá Leipzig. Rithöfundasamband Tékkó slóvakíu veitti Kunze verð laun fyrir þýðingar hans á verkum tékkneskra skálda. Kunze fékk verðlaunin vorið 1968, en það ár átti eftir að verða örlagaríkt. í ágústmánuði hófst innrás Rússa í Tékkó- slóvakíu. Austur-Þýskaland tók þátt í aðförinni að þeim lýðræð- islega sösíalisma, sem Reiner Kunze hafði lengi dreymt um. Hann mötmælti með því að segja sig úr kommúnistaflokkn- um. Svar austur-þýskra stjórn- valda barst Kunze fljótt. Hon- um var tilkynnt að bækur hans yrðu ekki gefnar út framar í Austur-Þýskalandi. Kunze tók Sann- _ q ReinerKunze. leikurinn milli línanna þá til bragðs að senda handrit að nýrri Ijóðabók til Vestur- Þýskalands. Hið kunna forlag Rowohlt í Hamborg gaf út Sensible Wege árið 1969, én sú bók var tileinkuð tékknesku þjöðinni. 1972 gaf sama fdrlag út bök Kunzes Zimmerlaut- stárke. Kunze var dæmdur i 500 marka sekt fyrir þetta athæfi. I dómsúrskurði var hann sekur fundinn fyrir að hafa ekki snú- ið sér til austur-þýsks forlags áður en hann sendi handrit sín til Rowohlt. Afstaða austur- þýskra stjórnvalda til Kunze hefur eitthvað mildast i seintii tíð. Í apríl á þessu ári var hon- um tjáð að ný ljóðabök eftir hann myndi fást útgefin í Aust- ur-Þýskalandi. Hann fékk að fara til Miinchen til að taka við bökmenntaverðlaunum Aka- demie der schönen Kúnste in MUnchen. Ilann hafði fengið leyfi til að sækja alþjóðlegt rit- höfundamöt f Mölle í Sviþjóð, sem haldið var í ágúst sl., en á siðustu stundu var honum sytíj- að um vegabréf. Taiið er að samtök rithöfunda hafi staðið bak við þá ákvörðun. Harðorð mötmæli bárust frá Mölle (tg ákveðið var að nýstofnuð bök- menntaverðlaun, kennd við Mölle, skyldu veitt Kunze. Fyrsta 1 jóðabók Reiner Kunz- es kom út í Austur-Þýskalandi 1959. Hún hét Vögel tlber dem Tau. En þaðer einkum í siðustu bökunum tveimur, sem ljöð hans öðlast festu. Kunze er lítt kunnur á Norðurlöndum. Nokkur ljóð eftir hann birtust í bókinni En diktare ár ingen sockersáck (1968). en í henni eru þýðingar á Ijóðum margra austur-þýskra skálda eftir þá Jan Andrew Nilsen og Sebast- ian Lybeck. Fyrir nokkru kom út á vegum Eremit-Press i Svi- þjóð úrval úr ljóðum Kunzes í þýðingu þeirra Karls II. Bolay og Helmers Lang. Bökin, sem nefnist Dikter över alla gránser er góð kynning á skáldskap Kunzes, ekki síst af þeirn sök- um að frumkvæðin fylgja þýð- ingunum. Þeir félagar rita for- mála að bökinni. þar sem þeir leitast við að skýra Ijöð Kunzes. I Dagens Nyheter (26. 1 1. 1973) hefur einnig birst viðamikil grein um Kunze eftir Helmer Lang. I grein sinni í Dagens Nyhet- er bendir Ilelmer Lang á að Brecht hafi hafi verið nefndur meðal fyrirmynda Kunzes. En hið rétta sé að Kunze taki mið af skáldum eins og Ilölderlin. Rilke og Stefan Geórge. Það. sem lesa má milli línanna. skiptir mestu máli 1 skáldskap hans. Vegna þess að Ijóð Kunz- es eru ort í andrúmslofti þving- ana og ögnana verða þau stutt. oft lokuð og torræð, en slund- um margræð. Myndir hans eru táknrænar og oft notar hann orð, sem hafa fleiri en eina merkingu. Svo langt gengur Kunze 1 hnitmiðun að sum Ijóða hans eru aðeins tvær eða þrjár línur. Aðeins mikil skáld geta höfðað til lesenda með slíku móti. Ljóð Kunzes eru innhverf vegna þess að umhverfið gerir þau þannig. Eins og öll skáld er Kunze háður umhverfi sínu, þeim veruleika, sem við honum blasir. Hann er ekki sáttur við umhverfið. En íjöð hans öðlast dýpt vegna þess að þau eru sprottin úr innri .átökum. Það er gömul saga að skáldskapur eflist oft af háska. Og hantt verður ekki verðminni fyrir það að storka ríkjandi stjórnar- fari. Þótt mörg Ijöð Kunzes séu þannig að nauðsynlegt sé að skýringar fylgi þeim eru sum þeirra svo nakin í túlkun sinni að boðskapurinn liggur f aug- um uppi. Skáldið getur ekki alltaf hamið reiði sina. Eg neftii sem dæmi ljöðið um brottför Framhald á bls. 25. „I fimmtu lotu stóð hann IV Aðalpersónan — og höfundur Guðsgjafaþulu. 1 Guðsgjafaþulu segir, að íslandsbersi hafi beðið höfundinn að skrifa ævisögu sína. „Öskar Halldórsson minntist aldrei á neitt slíkt við mig,“ segir Hall- dór Laxness, „og er það diktur eins og margt annað i sögunni. Aftur á móti kallaði Óskar mig aldrei með nafni eins og segir í sögunni. Hann sagði „dreng- ur“ og „vinur“ við mig, eins og í sög- unni, og einlægt þegar við kvöddumst hafði hann yfir sama formálann: „Vinir fyrir lifið," éins og í sögunni. Einu sinni sagði hann við mig: „Heyrðu vinur, er.tu kominn upp á kant við samfúnið?" (i Þulunni er þjóðfélagið á einum stað kallað samfúnia. myndað úr sinfónfa og samfundet). Eg hygg, að hann hafi aldrei lesið eftir mig bók, og helzt hald- ið, að ég væri asni („normalasni" kem- ur fyrir i sögunni), en honum þótti vænt um mig fyrir því. Við ferðuðumst stundum saman á skipum, eða sáumst á hótelum, og ég kom heim til hans, þegar hann bjó í Ingólfsstræti 21. Lýsing kap- teins Egils D. Grimssonar á íslands- bersa í Guðsgjafaþulu er einnig „rétt“ lýsing áÓskari Halldórssyni." Þar segir: „í útlendum blöðum hefur staðið að vegna gjaldþrota sinna hafi Bersi Hjálmarsson verið margfaldur afbrota- maður á Islandi. Þessu vil ég andmæla. Mér er vel kunnugt um að gjaldþrota- menn í útlöndum verða venjulega að þola laung tukthús. Þrátt fyrir þrjú raunveruleg gjaldþrot Bersa, og hið fjórða mest, var hann aldrei sóttur til saka né dæmdur, heldur altaf gerður út af hendi Bánkans á nýaleik undir ein- hverju formi eða yfirskini. Einhvern- veginn vann þessi maður sér traust þrátt fyrir alt. Landslýðnum þótti vænt um hann einsog nokkurskonar hetju á borð við Gretti sterka Ásmundarson. Einginn bað honum óbæna, ekki einu- sinni þeir sem áttu hjá honum kaupið sitt áratugum saman. Þó voru þeir hon- um tryggastir, sem þektu hann best." „Öskar Halldórsson hafði sérkennilega persónutöfra sem heilluðu menn hvar sem hann fór,“ segir Halldór Laxness. Og ennfremur: „Hann borgaði öllum upp í topp á endanum. En það gátu liðið áratugir, þar til hann borgaði gamla vinnuskuld; og það var meðal annars af því að þegar hann hafði peninga hand- bæra, þurfti hann að bjóða bankastjór- um, stjórnmálamönnum og sildarkaup- mönnum til veizlu, en var gjaldþrota þess á milli. Samt missti hann aldrei traust. Hann var að borga síldarstúlkum sínum kaupið frá 1919, aldarfjórðungi síðar, hefur mér verið sagt." Eins og lesendur sjá, er íslandsbersi ævinlega að vitna i visnaskáldskap ým- islegan og getur höfundur þess i eftir- mála, hvaðan nokkrar vísurnar eru ætt- aðar. Óskar fór ekki með aðra vísu við Halldór Laxness en þá, sem stendur á 292. bls. i Guðsgjafaþulu (Undir Skag- firðíngastemmu). Hann hafði, að sögn Ernu Oskarsdóttur. fengið hana senda á merkum afinælisdegi: Heims i boxi hart frarn sté við heimsmeistara góðan: fjórum sinnurn féll á kné. i fimmtu lotu stóð hann. Fyrri partur þessarar vísu var ein- hvers konar klamburball, svo að Hall- dór Laxness prjónaði framan við hana. „Þó það sé ekki gott, þá er það kannski skárra en það var," sagði skáldið í sam- tali okkar og bætti við: „Siðari línurnar tvær fór Óskar oft með. Ég vissi aldrei hver gert hafði vísuna fyrr en þú sagðir ntér að hún væri eftir Sigurð frá Laugabóli, gantlan og góðan kunningja minn. Við Öskar Halldórsson vorum sam- skipa frá Kaupmannahöfn til Álasunds nokkru eftir striðið og það var þá, sem hann fór æ ofan i æ með þessa vísu og keyrði hnefann i borðið i hvert skipti. Hann var við skál þessa þrjá sólar- Jiringa á ferðalaginu, og ég er hræddur V grein um, að þá hafi gengið upp ófáir viskí- kassar, enda voru allir boðnir og vel- komnir til sumbls. Þegar hann skenkti flóði alltaf út af glösunum, sumu hellti hann niður i stólinn eða á gólfið eða ofan á hendur þeirra sem héldu á glös- unum, enda talsverður veltingur á skip- inu". Aðra vísu í Guðsgjafaþulu, líka þess- ari, orti Halldór Laxness sjálfur. Hún er svona: Nú á Íslandsbersi bátt, Bánkinn misti trúna. i fjórðu lotu féll hann látt. Fivnta byrjar núna. V Samtal við Óskar. 1 samtali.sem Valtýr Stefánsson átti viðöskar Halldórsson, 1 lífsins ólgusjó, segir hann frá því, þegar hann fór „ung- ur og lifsglaður" til Kaupmannahafnar með ferðastyrk frá Búnaðarfélaginu að læra garðyrkju hjá Andersen garð- yrkjubónda á Amager (sbr. Þau gerðu garðinn frægan). Óskar átti auðvitað ekki túskilding „fékk 8 kr. á viku, og varð að fæða mig sjálfur". Hann bjó i hesthúsinu „þeirn megin sem svínastían er'". Hann komst brátt að því, að til að vera maður með mönnum þar í landi þurftu menn að eignast þrennt: harðan hatt, sem kemur við sögu hans í Guðs- gjafaþulu, hjólhest og kærustu — en fanggæzla hans i Guðsgjafaþulu er upp- diktað islenzkt fyrirbrigði, Hnúlla. „Hatturinn kostaði ekki nema kr. 3.75“ — en kærastan var ódýrust. Hún kost- aði sama og ekkert: brjóstsykur og ball urn helgar, hefur Valtýr Stefánsson eft- ir Óskari. Andersen bauð Óskari með sér á veðhlaupabrautina, gaf honum nokkrar krónur og sagði honum. á hvaða hest hann skyldi veðja. Þannig varð vakinn áhugi hans á spá- kaupmennsku og fjárhættuspili. sem aldrei lét hanri í friði siðan. En í grein Valtýs Stefánssonar um Óskar fimm- tugan (Mbl. 17. júni 1943) segir hann, að Öskar sé einn þeirra manna, sem eigi fjársjóð .. — sem hvorki verðhrun. per- sónulegt mótlæti eða heimskreppa" geti svipt þá. Málþing um Guðs- gjafa þulu Þegar Óskar kom heim aftur, seldi hann fyrst „dót í pottum og kössum", en tók siðan garðland á leigu að Reykjum í Mosfellssveit. Þar ræktaði hann 1913 fyrstu tómatana á islandi, að eigin sögn. En að tveimur áruni liðnurn, þegar bú- skapurinn mistókst, „lenti ég á ralli". Hann sá. að þessi fjandi dugði ekki. eins og hann kemst að orði, og gekk í félag við mann fyrir austan um að setja upp lýsisbræðslu. Félaginn sveikst um allt. sembeturfór. þvi þá gat Óskar losað sig við hann. „Eftir nokkurn tima átti ég lýsisbræðslustöðvar. Þá fóru menn að verða skotnir í mér sem fjáraflamanni. Og þá varð ég brátt gjaldþrota. Síðan hefur þetta gengið upp og ofan eins og þú veizt. Þegar rnaður verður gjald- þrota, þá rná maður ekki telja það eftir sér að vinna, ef rnaður ætlar að komast upp aftur . . ." Ekki er að sjá at' Guðsgjafaþulu. að sögumaður hafi leitað fanga i þessu samtali Öskars Halldórssonar og Vúiltýs Stefánssonar, þó að sumt i þvi minni á Islandsbersa i Þulunni. t. a. m. garð- ræktin. veðmálin og stafurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.