Morgunblaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1973
23
ÁKVEÐIN STEFNA
VERÐI MÖRKUÐ
í RAFORKUMÁLUM
„Kindin datt
ofaní
til lambsins
TILLAGA ellefu þingmanna
Sjálfstæðisflokksins til þings-
ályktunar um raforkumál var til
umræðu í sameinuðu þingi s.l.
þriðjudag. Fyrsti flutningsmaður
tillögunnar, Jón Amason, mælti
fyrir henni. Eins og áður hefur
verið greint frá I Morgunblaðinu,
þá gerir tillagan ráð fyrir, að
mörkuð verði ný stefna í raforku-
málum.sem feli m.a. I sér eflingu
raforkuiðnaðarins, svo að tryggð
verði næg og sem ódýrust og
öruggust raforka til allra not-
enda. Verði það m.a. gert með því
að stærstu verkefnin við orku-
vinnsluna verði leyst með sam-
eiginlegu átaki alþjóðar, og að
fólkið í byggðum landsins fái sem
beinust áhrif á stjórn raforku-
iðnaðarins.
Stefnt verði að þvf, að orku-
vinnslufyrirtæki séu sameign
sveitarfélags og rfkis, eða eign
sveitarfélaga, sameignarfélaga
þeirra eða hlutafélaga. Stefnt
verði að samtengingu orkuveraog
raforkukerfa. Orkuvinnslufyrir-
tæki verði sameinuð í landshluta-
fvrirtæki, eftir því sem hag-
kvæmt er talið. Komið verði á fót
samstarfsnefndun landshluta-
fyrirtækjanna varðandi orku-
vinnslu og samrekstur.
Við umræður um tillöguna
sagði Jón Ámason m.a.:
„Með þessari tillögu, sem hér er
til umræðu má segja, að borin sé
fram ákveðin stefnumörkun
raforkumálanna, bæði að því er
snertir sjálfa raforkuvinnsluna
og einnig dreifiveitur og aðra
þætti rafvæðingarinnar. Það er
öllum löngu ljóst, að í vatnsork-
unni og jarðvarmanum búa ein-
hverjar mestu auðlindir okkar
lands. Með sífelldri tækniþróun
verða þessar auðlindir auðnýttari
til hvers konar þjónustu fyrir íbú-
ana og til allra framleiðslustarfa.
Af þessu leiðir, ekki síst með til-
liti til þeirra gífurlegu verðbreyt-
inga, sem nú eiga sér stað í heim-
inum á olíu og annarri orku, að
eftirspurn eftir raforkunni fer
sfvaxandi. Þjóðin eygir nú mögu-
leika á nýjum og nýjum verk-
efnum til framleiðslu, sem miklar
vonir eru bundnar við og skapa
munu enn breiðari grundvöll og
auka alla fjölbreytni í fram-
leiðslugreinum þjóðarinnar. Það
segir sig þvi sjálft, að öll stærstu
verkefnin við sjálfa orkuvinnsl-
una verða ekki leyst nema með
sameiginlegu átaki alþjóðar.
Kemur m.a. til greina, að ríkið
verði eignaraðili á ýmsan hátt, en
engan veginn er nauðsynlegt að
lögbinda fyrirfram, að hlutur
ríkisins skuli vera 50% eða meira.
Eðlilegast væri, að hinar ýmsu
sveitarafveitur, sem koma til með
að kaupa raforkuna, ættu þess
kost að vera eignaraðilar og þar
með þátttakendur í sjálfri upp-
byggingunni á aðalorkuvinnslu-
fyrirtækjunum í landinu. Varð-
andi orkuvinnslufyrirtæki, sem
byggð verða i hinum ýmsu lands-
hlutum og eru af þeirri stærðar-
gráðu, að orkuframleiðslan verði
að miklu leyti hagnýtt á viðkom-
andi svæði er eðlilegast, að fyrir-
tækið eða orkuverið sé að sem
mestu leyti í eigu heimamanna og
undir þeirra eigin stjórn. I þeim
efnum höfum við fyrir okkur góð
fordæmi til fyrirmyndar. Þar er
t.d. Ándakílsárvirkjunin, sem er
sameign Akraneskaupstaðar og
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.
Skeiðfossvirkjun, sem er eign
Siglufjarðarkaupstaðar, Laxár-
virkjun, sem er að meiri hluta
eign Akureyrarkaupstaðar og síð-
ast en ekki síst orkuverin, sem
Reykjavíkurborg hefur reist,
bæði hér við Elliðaárnar, Sogið,
og einnig með þátttöku sinni í
hinum stærri virkjunum ásamt
Landsvirkjun.
aiwftci
Til að fullnægja orkuþörf í
hinum ýmsu landshlutum ber að
sjálfsögðu að meta þá valkosti,
sem um er að ræða f hverju tilfelli
A fundi sameinaðs þings sl.
fimmtudag mælti Magnús Jóns-
son (S) fyrir tillögu til þings-
ályktunar, sem hann flytur ásamt
Ellert B. Sehram (S) og hljóðar
svo:
Jón Arnason, alþm.
og að sjálfsögðu að velja þá leið,
sem tryggir í senn sem hagkvæm-
ast verð raforkunnar og veitir
einnig sem mest öryggi f rekstrin-
um. Þegar um er að ræða orku-
frekan iðnað eins og t.d. álfram-
leiðsluna í Straumsvík, kemur að
sjálfsögðu ekki annað til greina
en stórvirkjanir i stærstu fall-
vötnum landsins. Öðru máli gegn-
ir hins vegar um þjónustu og
allan almennan og algengan iðnað
til heimilisnota. I þeim tilfellum
ber að kanna rækilega alla þá
möguleika sem fyrir hendi eiu
heima i héraði og hagnýta siðan
að öðru jöfnu þann valkostinn,
sem veitir meira öryggi."
Þá sagði Jón Ámason, að segja
mætti, að raforkumálin stæðu nú
á tímamótum. Bæði væru nú fyrir
hendi í öllum landshlutum orku-
ver, og að því er lyti að sjálfri
raforkudreifingunni væri gert
ráð fyrir því, aðeftir rúmlega eitt
ár verði lokið við að leggja allar
dreifiveitur í landinu. Öll býli í
landinu, sem gert væri ráð fyrir
að fengju rafmagn frá samveit-
um, hefðu þá verið tengd inn á
samveitukerfið. Öll efling raf-
orkuiðnaðaiúns og aukning dreifi-
lina yrðu hins Vegar viðvarandi
verkefni framtíðarinnar.
Loks fjallaði þingmaðurinn um
þann verðmismun, sem væri á raf-
magni úti um landsbyggðina, og
sagðist telja það eðlilegt, að reynt
yrði að koma á verðjöfnun á raf-
orkunni, þannig að landsmenn
allir sætu við sama borð í þeim
efnum, hvað snerti raforku til
sömu nota.
Alþingi ál.vktar að skora á rfkis-
stjórnina að hefja sem fyrst við-
ræður við Sameinuðu þjóðirnar
um samstarf tslands og hins nýja
háskóla Sameinuðu þjóðanna
með það í huga að ein eða fleiri
deildir skólans verði staðsettar á
tslandi eða að fslenskar rann-
sóknarstofnanir taki upp sam-
vinnu við háskólann um einstök
verkefni.
Magnús Jónsson rakti f upphafi
ræðu sinnar aðdragandann að
hugmyndinni um háskóla Sam-
einuðu þjóðanna. Ilefði á síðasta
allsherjarþingi verið samþykkt
tillaga, sem tsland hefði m.a. stað-
ið að, um að undirbúa stofnun
skólans. Þannig hefði ísland
þegar í upphafi verið tengt hug-
myndinni. Síðan sagði Magnús:
„En menn munu þá spyrja,
hvað er háskóli Sameinuðu þjóð-
anna, og hvaða ástæða er til þess,
að ísland hafi áhuga á þessu máli.
Háskóli Sameinuðu þjóðanna eða
hugmyndin um hann var fyrst f
því formi, að þetta yrði alþjóðleg-
ur háskóli, þar sem stúdentar
væru við nám i ýmsum alþjóð-
legum verkefnum. Við nánari
athugun á málinu og i þeirri
skýrslu, sem nú f haust varlögðaf
hálfu framkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna f.vrirstjórnmála-
nefnd allsherjarþingsins er orðin
sú niðurstaða, að háskólinn verði
með öðrum ha'tti, þ. e. a. s. hann'
verði á hærra stigi. Þar eigi fyrst
og fremst hlut að máli menn, eldri
óg yngri, sem lengra eru komnir i
SL. mánudag kom til framhalds-
umræðu tillaga Karvels Pálma-
sonar (SFV) og Hannihals Valdi-
marssonar (SFV) um að rann-
sóknarnefnd verði skipuð til að
rannsaka framkvæmd landhelgis-
gæzlunnar fyrir Vestfjörðum frá
15. okt. sl.
Karvel Pálmason hélt fast við,
að tillagan beindist ekki að nein-
um sérstökum, heldur væri hún
flutt til að leiðrétta misskilning,
sem uppi virtist vera milli vest-
firzkra sjómanna og landhelgis-
gæzlunnar. Aðrir ræðumenn
töldu tillöguna beinast gegn for-
sætisráðherra, þar sem hann væri
æðsti yfirmaður landhelgisgæzl-
unnar og bæri ábyrgð á fram-
kvæmd hennar.
Pétur Sigurðsson (S) sagði til-
löguna fyrst og fremst vera van-
traust á æðsta yfirmann landhelg-
isgæzlunnar, dómsmálaráðherra,
og þess vegna kvaðst hann vilja
sty'ðja málið. Þingmaðurinn kvað
það rangt, sem forsætisráðherra
hefði reynt að gefa í skyn í ræðu
sinni við fyrri hluta umræðnanna,
að stuðningsmenn tillögunnar
hefðu í ræðum sínum veitzt að
áhöfnum varðskipanna.
Að lokum kvaðst Pétur hafa
breytingartillögu fram að færa
sem tæki af allan vafa um að
tillagan tæki til ráðherrans. Auk
þess lagði Pétur i tillögu sinni til,
að rannsóknin tæki til fram-
kvæmdar landhelgisgæzlunnar
allt frá því landhelgin varfærðút
i' 50 mflur og ekki einungis til
Vestfjarða, heldur og annarra
hafsvæða umhverfis landið, svo
sem miðanna fyrir Austfjörðum.
Karvel Pálmason kvartaði yfir
seinagangi á meðferð málsins.
Rúmur mánuður væri síðan það
var lagt fram og nær 3 vikur síðan
fyrri hluti umræðunnar fór fram.
námi heldur en á sér stað um
venjulega háskólastúdenta. Það
verða sem sagt visindamenn og
menn. sem eru við framhalds-
athuganir á viðkomandi s\’iði,
sem eigi sókn á þennan skóla. Og í
þessu formi mun málið væntan-
lega verða samþykkt á þingi Sam-
einuðu þjóðanna." Þingmaðurinn
gat þess sfðan, að í janúar á þessu
ári hefði verið sent út bréf til
allra þjóða, sem sýnt hefðu mál-
inu áhuga og spurzt fyrir um,
hvað þessar þjóðir vildu leggja af
mörkum eða hvaða háskóladeildir
eða stofnanir viðkomandi landa
þær gætu hugsað sér að yrðu
tengdar háskólanum.. I skýrslu,
sem fastanefnd íslands hefði sam-
ið og sent utanrfkisráðherra
kæmi fram, að aðallega yrði um
hafrannsóknir að ræða. hvað Is-
land varðaði, og þá gæti Hafrann-
sóknastofnunin tengzt skólanum.
Þö að sendinefnd Islands hefði
sent heim uppkast að svarbréfi
við bréfi Sameinuðu þjóðanna,
hefði því ekki verið svarað af
menntamálaráðuneytinu, og
kvaðst Magnús Jónsson vera
sannfærður um, að utanríkisráð-
herra væri þessi málsmeðferð
mjög ógeðfelld.
Magnús Jónsson kvaðst að lok-
um vona, að ekki þyrfti að verða
neinn ágreiningur um þetta
mikilvæga mál, enda hefðu aðrir
þingmenn, sem voru á þingi Sam-
einuðu þjóðanna i haust, verið
málinu hl.vnntir.
Kvaðst hann vilja árétta, að með
tillögunni væri enginn sakfelldur
(>g enginn sýknaður. Beindist hún
því ekki gegn neinum sérstökum
en væri einungis flutt til að fá
leiðréttan þann misskilning, sem
virtist ríkja milli vestfirzkra sjó-
manna annars vegar og starfs-
manna landhelgisgæzlunnar hins
vegar.
Þá átaldi hann, að forsætisráð-
herra hefði reynt að gera þetta að
tilfinningamáli með því að segja
að þetta væru kaldar kveðjur til
varðskipsmanna, eftir langa' og
stranga baráttu. Spurði þingmað-
urinn, hvort forsætisráðherra
hefði verið að gefa það í skyn, að
hjá þessum mönnum væri brest-
urinn, hafi verið um brest að
ræða.
Björn Pálsson (F)' sagði þá
Vestfirðinga oft hafa veitt öðrum
þingmönnum hina beztu skemmt-
un á þingt. Þeir settu þar á svið
kosningafundi, hvenær sem tæki-
færi gæfizt. Flutningur þessa
máls væri þannig til kominn, að
f lutningsmenn væru að reyna að
fiska atkvæði í kjördæmi sínu
með því að hera málið upp. Þó að
þeir Karvel og Matthías Bjarna-
son þreyttu kapphlaup um at-
kvæði vestfirzkra sjómanna,
þvrftu þeir ekki að reka hnýflana
i aðra menn. Kvað Björn meiri
ástæðu til að þakka þeim mönn-
um, sem bæru ábyrgð á fram-
kvæmd landhelgisgæzlunnar, þ.e.
fyrst og fremst forsætisráðherra.
heldur en að vera að flytja svona
vitleysu. Vera mætti, að Matthías
Bjarnason hefði krækt i nokkur
atkvæði gegn samningunum við
Breta, en áreiðanlegt væri, að
Karvel Pálmason krækti ekki i
nein atkvæði með þessari tillögu.
Vestfirðingar væru lifsfjörugir
menn. Þeir hlypu þótt þeirþyrftu
ekki að hlaupa. Bændur þekktu
það. að lömbin dyttu oft ofan i
holur á vorin. Þá væri hægt að
finna þau á þvi að kitidin móðir
þeirra stæði jarmandi yfir hol-
imni. Hér væri málum svo hátt-
að, að kindin hefði dottið ofan i
holuna til latnbsins. Kvaðst
Björn þar eiga við Hannibal. sem
dottið hefði ofan i holuna til Kar-
vels. Sagði Björn að lokum. að sér
d.vtti ekki i hug. að þingdeildar-
menn færu að samþykkja þessa
vitleysu.
Matthfas Bjarnason (S) sagði
að nú skyti skökku við hjá Karvel
Pálmasyni að segja, að tillagan
beindist ekki að neinum. Auðvit-
að hlyti hún að beinast að þeitn
sem sekur væri. Nú segði Karvel
bara. að hún væri flutt til að
leiðrétta misskilning en allir
væru saklausir. Ekki væri á því
vafi, að tillagan beindist gegn
dómsmálaráðherra, ettda væri
hann æðsti yftrmaður latidhelgis-
gæzlunnár og bæri ábyVgðá störf-
uni hennar.
Forsætirráðherra hefði minnzt
á það í ræðu sinni, að varðskipin
hefðu verið notuð til að flytja
föðurbæti. Þetta væri nú ekki
gott f stríði. Það væri eins og
Churchill hefði f seintii heitns-
styrjöld, kallað Montgotnéry heitn
nteð allan 8. herinn úr bardögun-
um við Ronunel til að taka upp
kartöflur.
Þingtnaðurinn sagði það vera
staðreynd. að Karvel Pílmason
hefði dregið i land allt frá því
tillagati kotn fram. Nú væri i
rauninni ekkert eftir hjá honutn
netna raddstyjj>urinn. Þá hefði
hann einnig tafið málið tneð mál-
þófi. þó hann kvartaði utn að af-
greiðsla þessu gengi seint. Væri
það sennilega gert i þeim tilgangi.
að tillagan kæmist ekki til nefnd-
arog fengi þinglega tneðferð.
Að loknutn þesstiin umræðttm
var umra'ðunni enn frestað. þar
sem fleiri alþingistnenn vortt á
tnælendaskrá og fundartími úti.
Ný þingmál
Hafskipa-
bryggja á Eyri
Allir þingmenn Vestfjarða-
kjördæmis flytja þingsálykt-
unartillögu um, að samgöngu-
ráðherra verði heimilað fyrir
hönd ríkissjóðs að festa kaup á
hafskipabryggju á Eyri f
Ingólfsfirði.
Gjald til Iðn-
nemasambands
Fyrirspurn frá Svövu Jakobs-
dóttur (Ab) til menntamálaráð-
herra:
1. Hvað líður innheimtu gjalds
til Iðnnemasamlrands tslands
skv. lögum nr. 68/1972, um
breytingu á lögum nr. 68 11.
maf 1966, um iðnfræðslu?
2. Ilve hárri fjárhæð nernur
þetta gjald frá gildistöku lag-
anna?
Starfslið við
stjórnsýslu
Heimir Ilannesson (F) spyr
forsætisráðherra:
1. Hversu stór hluti þjóðar-
innar starfar við opinbera
stjórnsýslu, þ.á m. banka-
störf og ötinur opinber
þjónustustörf á vegum rfkis
og sveitarféjaga?
2. Eru á dagskrá fyrirætlanir
stjórnvalda um að reyna að
koma því til leiðar, að hluti
þessa vinnuafls hefji bein
störf hjá framleiðsluatvinnu-
vegunum?
Magnús Jónsson:
ísland verði aðili að há-
skóla Sameinuðu þjóðanna