Morgunblaðið - 14.12.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.12.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1973. 11 STÖÐUGT ríður húsum í vaxandi mæli sú stefna útvarpsmðs að auka þátt erlendra þjóðfélagslegra mynda í sjónvarpsdagskránni. Á síðustu misserum hefur banda- ríkst sjónvarpsefni verið tekið út og efni frá Sovétríkjunum, Finn- landi og fleiri löndum verið tekið inn í ríkari mæli. Það er kostur að fá efni frá sem flestum löndum, en það er lint sjónarmið að fá efni bara til þess að vera með eitthvað efni eins og virðist í mörgum til- fellum. Öll sú buna þátta erlendis frá um hin margvíslegu þjóðfélags- vandamál úti í hinum stóra heimi, er orðin ill þolandi og hefur reyndar aðeins afleiðingu. Sjón- varpsnotendur skrúfa fyrir tæki sín í æ rikari mæli. Allt þetta þunga efni í sjónvarp- inu vekur hreinlega ekki áhuga fólks og það er einkennilegt að þótt einhverjir útvarpsráðsmenn séu yfirfullir af erlendum vanda- málum og sjái ekki sólina fyrir þeim, að þá skuli þeir endilega vera að reyna að keyra þetta inn á íslenzka sjónvarpsáhorfendur. Margir fróðlegir og jafnvel skemmtilegir þættir koma innan um, en yfirleitt er þetta þrautfúlt efni, sem enginn íslendingur hefur áhuga á. Erlenda sjónvarpsefnið erorðin allt of mikil rútína án þess að nokkur prakkkaraskapur sjái dagsins Ijós. Þessi stefna er hláleg ekki hvað sízt i dimmasta skamm- deginu, en það er nú svo þegar ráðamennirnir virðast standa með öll heimsvandamálin i kokinu. Grun hef ég um og reyndar vissu fyrir þvi, að sjónva rpsmennirnir sjálfir, þeir, sem vinna dagskrána, fái ekki að njóta sin og hugmynda sinna sem skyldi. Stefnan á að koma ,,ofan frá", segir meirihluti útvarpsráðs. Því er þó ekki að neita, að á ýmsu hefur verið bryddað, en hvorki sjónvarpið né aðrir breyta islenzkum áliuga fólksins í landinu. Það anzar ekki hverju sem er. Það liggur Ijóst fyrir að innlenda efnið er jafnvinsælasta efnið i sjónvarpinu og þar eru feikivin- sælir þættir. Þó má segja að islenzka efnið sé svo til alveg oplægður akur fyrir islenzka sjón- varpið og væri nær að leggja meiri áherzlu á íslenzka þáttagerð i staðinn fyrir að hella erlendum vandamálum inn i izlenzkt þjóðlíf eins og gert hefur verið f fyrr greindum mæli á siðustu misser- um. Ef islenzka sjónvarpið gengur fram hjá kreddum og klíkuskap i íslenzku menningarlifi getur það gert feikilega skemmtilega hluti, sem spönnuðu hina fjölmörgu þætti íslenzks þjóðlifs. Við eigum nóg af bæði jákvæðum og nei- kvæðum málum í okkar landi. of mikið til þess að leggja eins mikla áherzlu á erlendu vandamálin og raun ber vitni. — á. I Og svo jógum við til heiIsubótar á þriðjudagskvöld þegar 4. þáttur verður endurtekinn. 0 Þórunn Sigurðardóttir ber að dyrum í Garðahreppi. Með henni á myndinni er Rögnvaldur tæknimaður hjá útvarpinu. Hvað skyldi útvarpsráð lengi ætla að halda (il streitu þeirri vonlausu tilraun aðbreyta mat- artíma Islendinga á kvöldin með því að hafa fréttirnar kl. 6,30? Er ekki kominn tími til að þeir herrar geri sér grein fyrir þ\ í. að fólk, íslenzkt fólk. er ekki tilhúið til að hlusta á f réttirnar kl. 6.30. \ \ X GLUGG I HVAÐ EB AÐ HEYRA? VISNA og aðrir hæggerigir smitsjúkdómar í taugakerfi heitir hádegiserindi Guðmund- ar Péturssonar á sunnudaginn, I 0 Dr. Guðmundur Pétursson flytur hádcgiserindi. en Guðmundur er forstöðumað- ur tilraunastöðvarinnar að Keldum. Að því loknu er gestakoma úr strjálbýlinu þar sem Jónas Jón- asson tekur á móti gestum. 8 Dalvíkingar koma í heimsókn og flytja eitt og annað. Halla Jónasdóttir og Helgi Indriðason syngja einsöng og tvísöng, kvartettsöngur verður, gaman- vísnasöngur, flutl verður efni úr Þremur skálkum, vísnaþátt- ur og annað gamanefni. Auk þess verður flutt Dalvikurþula, sem ber nafnið blandað á staðn- um og þá munu þátttakendur rabba saman um lífið og tilver- una. Um kvöldið kl. 19.20 ber Þór- unn Sigurðardóttir að dyrum hjá fjölskyldi í Garðahreppi og ræðir við fjölskylduna. Þar búa hjónin Mikael Eðvard simvirki og Herdís Jónsdóttir .hjúkrun- arkona auk fjögurra sona þeirra. Mikael er fæddur Hol- lendingur, en flúði 6 ára gamall til Danmerkur á stríðsárunum. Þórunn rabbar við fjölskyld- una, sem ýmist hefur búið i Danmörku eða á íslandi og vinnutilhögun hjónanna er þannig að hún vinnur á nótt- inni en hann á daginn. Á þriðjudagskvöld tínir Þor- steinn Hannesson eitt og annað til úr tónlistarlífinu, en að því loknu les Thor Vilhjálmsson rithöfundur úr nýrri bók sinni, sem ísafold gefur út. Er hér um ritgerðarsafn að ræða. Bókin byggist á ferðasögum og þátt- um um myndlistarmenn og kvikmyndir. Allmargir kaflar eru í bókinni og skipa ferðasög- urnar mest rúm. M.a. eru ferða- þættir frá Italíu, Sikiley og Pól- landi. Af myndlistarmönnum má nefna þætti um Kjarval, Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur, Þorvald Skúla- son, Karl Kvaran og lítil stemma er um Sverri Haralds- son, Sverrisstemma. Kvik- myndaþættirnir fjalla um flesta helztu kvikmyndahöf- unda samtfmans. Á mikvikudagskvöld er Þor- steinn Pálsson með þáttinn orð af orði og þar er fjaliað um það, hvort það sé járðvegur fyrir i'slenzkan Glistrup. Þeir, sem ræða rnálið, eru Indriði G. Þor- steinsson rithöfundur. dr. Ölaf- ur Ragnar Grímsson prófessor og Sigurður Lindal prófessor. Munu þeir ræða almennt upp- # Lesið verður úr l.jóðahréf- um Hannesar Péturssonar skálds. lausnina í flokkakerfinu og flokkakerfið almennl. þróun þess og möguleika. Kl. 21.45 á fimmtudag verður lesið úr ljóðabréfum Ilannesar Péturssonar skálds og á föstu- dagskvöld kl. 21 flytur séra Sig- urjón Guðjónsson þátt uni skáld jólanna, en hann er sér- fræðingur í gömlum sálmurn og sálmaskáldum. Munu fleiri þættir verða fluttir um þetta efni. Á laugardagskvöld 22. des. er m.a. þátturinn á bókamarkaðin- um. Samkvæmt upplýsingum Dóru Ingvadóttur eru lesnir 10 mín. lestrar úr hverri bók. sein tekin er fyrir, en þó eru styttri lestrar úr ljóðabókunum. á rnilli lestra eru stuttir kynning- arþættir um höfunda, þýðend- ur. útgefnedur og fleira. en alls verður þátturinn 80. mín iang- ur. FÖSTUDKGUR 21. desember 1973. 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Gestur kvöldsins Breskur flokkur músikþátta, þar sem kunnir einstaklingar úr ,,poppheiminum“ láta til sín heyra. Gestur þessa fyrsta þáttar er bandaríski vísnasöngvarinn Tom Paxton, sem flytur hér nokk- ur frumsamin ljóð og lög. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 21.10 Landshorn Fréttaskýringaþáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Guðjón Einarsson. 21.50 Mannaveiðar Bresk framhaldsmynd. 21. þáttur. Tilgangurinn helgar meðalið Þýðandi Kristmann Eiðsson. Efni 20. þáttar Jimmy reynir eftir bestu getu að ná sýnishornum af því, sem verið er að gera til- raunir með í verksmiðjunni. Andspyrnumönnum leiðist biðin, og þeir eru farnir að gruna hann um græsku. Hoehler kemst að sannleikan- um um Jimmy og reynir að þröngva. honúm til að gefa upplýsingar um félaga í and- spyrnuhreyfíngunni, en áður en það tekst hafa félagar Jimmys náð Hochler á sitt vald og tekið hann af lífi. En enn hefur ekki tekist að ná í sýnishorn af framleiðslu verksmiðjunnar. 22.40 Dagskrárlok ur mynd frá leik Vals og Fram í fyrstudeildarkeppn- inni í handknattleik kvenna og Enska knattspyrnan, sem hefst um klukkan 17.30. Umsjónarmaður Omar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónarmenn Björn Teits- son og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Söngelska f jölskyldan Bandarískur söngva- og gam- anmyndaflokkur. Þýðandi Guðrún Jörunds- dóttir. 20.50 Maðurinn Fræðslumyndaflokkur um manninn og hátterni hans. Þrettándi og síðasti þáttur. Allt fyrir ánægjuna Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.20 Erfðaféndur Páfans I afskekktu fjallahéraði í ítölsku Ölpunum búa Valdes- arnir og halda fast við trúar- brögð feðra sinna, kristin- dóminn, eins og þeir telja að hann hafi verið í upphafi. Danska sjönvarpið hefur gert kvikmynd um þessa elstu mötmælendur kristninnar, sem fram til þessa hafa varist öllum tilræðum kaþólsku kirkjunnar með bibliuna i annari hendi og byssuna í hinni. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. (Nordvision — Danska sjón- varpið) 21.55 Makalaus móðir (The Bachelor Mother) Bandarisk gamanmynd frá árinu 1939. L4UG4RD4GUR 22. desember 1973. 17.00 íþróttir Meðal efnis i þættinum verð- Sjónvarp og útva rp dagsins er á bls 23 í blaðinu í dag . . . Aðalhlutverk Ginger Rogers, David Niven og Charles Coburn. Leikstjóri Garson Kanin. Þýðandi Dóra Hafsteinsdótt- ir. Ung verksmiðjustúlka er á heimleið úr vinnunni og kemur þar að, sem móðir hef- ur skilið nýfætt barn sitt eftir við dyr munaðar- leysingjahælis,. Barnið græt- ur sáran og stúlkan tekur til við að hugga það, en hjálp- semi hennar dregur dilk á eftirsér. 23.15 Dagskrárlok I GLEFS I Fróðlegl væri ef þátturinn Is- lenzkt mál ta>ki lil skilgrein- ingar orðið Njaðarismi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.