Morgunblaðið - 14.12.1973, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.12.1973, Blaðsíða 34
34 MOQGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1973. Þorvaldur Garðar Kristiánsson: Ibúðarlán til efling- ar byggðajafnvægi Lánin hækki í 1,2 milljónir ÞORVALDUR Garðar Krisl- jánsson (S) hefur flutt f rumvarp til laga um breytingu á liigum um Húsnæðismálastofnun rfkisins. Gerir flutningsmaður aö tillögu sinni. að nýr kafli komi inn i lögin með fyrirsögninni: tbúðalán til eflingar byggðajafn- vægi. Verði ríkisstjórninni þar heimilað að ákveða. eftir beiðni viðkomandi sveitarstjórnar, sérstaka fvrirgtreiðslu við hús- b.vggjendur í þeim héruðum landsins, þar sein aðstoðar er þiirf til eflingar bvggðajafnvægi í landinu. Þá gerir Þorvaldur Garðar einnig að tillögu sinni, að láns- fjárhæð byggingarláns Húsnæðis- málastjórnar megi nema allt að 1,2 milljónum. sem síðan sé heimild til að hækka til sam- ræmis við breytingar á vfsitölu b.vggingarkostnaðar. I greinargerð, sem frumvarpinu fylgir, kemur fram, að frumvarp sama efnis hafi verið flutt á síð- asta þingi, en þá ekki hlotið af- greiðslu. Þá segir: „Á nauðs.vn byggða,jafnvægis er víðtækur skilningur. Þóerþað svo, að við þetta mál hefur verið fengizt með minni árangri en flest önnur viðfangsefni. Þetta er vegna þess, að mönnum hefur seint skilizt, að til að stuðla að jafnvægi f byggð landsins þarf að koma til alhliða uppbygging þeirra byggðarlaga eða land- svæða. sem efla skal til aukins byggðajafnvægis. Enn fremur hafa menn lengi skirrzt við að viðurkenna, aðekki verður unnið að jafnvægi í byggð landsins nema mismuna þannig, að meira verði gert fyrir þá staði, sem efla þarf, en hina." Nokkru sfðar f greinargerðinni segir: „í allri viðleitni til eflingar byggðajafnvægi kreppir nú skórinn ekki sízt að í húsnæðis- málunum. Vfða úti á landi skortir nú íbúðarhúsnæði. Þetta á einkum við þróttmikla útgerðar- staði. Þar er húsnæðisskorturinn þess eðlis, að hann kemur i veg f.vrir fólksflutninga til þessara staða, sem annars væri grund- völlur f.vrir. Þetta er á stöðum, þar sem skortir fólk á vinnu- markaðinn, til þess að fram- leiðslutækin, sem þar eru þegar fyrir hendi, verði fullnýtt og rekin með eðlilegum hætti. Á þessum sömu stöðum eru víða hinar hagkvæmustu aðstæður til f rekari atvinnuuppb.vggingar. Þar sem svo háttar til, getur þvf Lárus Jónsson o.fL; Réttlátari byggingarlán á landsbyggðinni LARUS Jónsson og þrfr aðrir þingmenn Sjálfstæðisf lokksins hafa flutt tillögu til þingsályktun- ar um réttlátari reglur í veitingu húnnæðislána á landsbyggðinnu. Hljóðar tillagan svo: Alþingi ályktar aðskora á rfkis- stjórnina að láta endurskoða reglugerð um úthlutun lána hús- næðismálastjórnar f því skyní, að fullt tillit sé tekið til sérstöðu húsbyggjenda á landshyggðinni, þannig að fólk, sem hefur hús- byggingar á eðlilegum árstímá. miðað við aðstæður. þar sem það býr. hafi jafna möguleika til hús- næðisláns á þvf ári og húsbyggj- endur á mesta þéttbýlissvæði landsins. Meðflutningsmenn Lárusar eru Magnús Jónsson. Pálmi Jónsson og Matthfas Bjarnason. í greinargerð. sem fl.vlgir tillög- unni segirsvo m.a.: í reglugerð um veitingu íbúðar- lána á vegurn húsnæðismála- stjórnar er miðað við komutíma lánsumsókna og hvenær viðkorn- andi húsnæði verður fokhelt. Mið- að er við, að umsóknir. sem hljóða á nafn, þurfi að vera komnar fyrir 1. febr. ár hvert. til þess að lán fáist á því ári. Þessi regla er mjög óeðlileg gagnvart húsb.vggjendum á landsbyggðinni. vegna þess að aðstaða þar til lóðaúthlutunar er víða erfið og því oft á tíðum óhægt um vik að afla lóða- samninga og teikninga fyrir 1. febrúar. Þá er og á það að líta. að sé úthlutun miðuð við eindaga fokheldisvott- orðs. sem er snemma á hausti. er það mjög óhagstætt fyrir þau byggðarlög, sem búa við frum- stæðari byggingartækni, öhæga aðstöðu til öflunar sérhæfðs vinnuafls. svo og öblíðari náttúru skil.vrði en eru hér suðvestan- lands. Reglan um komutíma umsókna. sem hljóða á nafn einstaklings. er sérstaklega öhagstæð fvrir verk- taka í b.vggingaiðnaði. einkum bvggingaverktaka á landsbyggð- inni. Ljóst er, að vei má standa að sölu þeirra fbúða, sem hafin er bygging á í byrjun árs og eru orðnar fokheldar á hausti, þannig að hinn 1. febrúar sé unnt að leggja inn hjá húsnæðismála- stjórn unisókn um slfkar fbúðir frá kaupendum sjálfum. Þött- þetta sé vissufega örðugt hér á þéttbýlissvæðinu. tekur steininn úr á landsbyggðinni. því að þar tíðkast alls ekki að selja fbúðir á teikniborðinu. eins og mun gerast hér syðra. enda eftirspurn eftir fjölbýlishúsnæði alla jafna miklu minni á landsbyggðinni. verið hinn ákjósanlegasti grund- völlur til ef lingar b.vggðgjafnvægi í landinu, ef ýtt er undir fólks- flutninga til þessara staða frá þeim landsvæðum, þar sem fjöl- menni hefur raskað eðlilegu byggðajafnvægi. Til að hagnýta þennan grundvöll til eflingar b.vggðajafnvægi þarf aðgerðir, sem koma í veg fyrir, að húsnæðisskortur hindri búsetu- skipti fólks, sem vill leita til þessara staða í atvinnuskyni. Þessar aðgerðir þurfa og að vera þess eðlis, að þær í sjálfu sér örvi til þessara fólksflutninga. Þess vegna eru ekki önnur úrræði í þessu máli en að gera mögulegt, að ibúðarlán, sem veitt eru til þessara staða, verði hærri og hag- kvæmari en almennt gerist." Atvinnumál aldraðra SVAVA Jakobsdóttir (Ab) o.fl. flytja þingsályktunartillögu um atvinnumál aldraðra. Skal að því stefnt, að allir yfir 67 ára aldri geti átt kost á atvinnu við sitt hæfi. Línusvæði fyrir Vestfjörðum STEINGRÍMUR Hermannsson (F) flytur fyrirspurn til sjávar- útvegsráðherra: „Telur sjávar- útvegsráðherra koma til greina að afmarka sérstakt línusvæði fyrir Vestfjörðum, og ef svo er, hefur ráðherra i huga að gera það?“ Ellilífeyrir sjómanna Hannibal Valdimarsson (SFV) flytur frumvarp um breytingu á lögúm um almannatryggingar, þar sem lagt er til, að sjómenn, sem stundað hafa sjómennsku leng- ur en 35 ár, öðlist rétt til ellilíf- eyris við 60 ára aldur og sjó- menn, sem stundað hafi sjó- mennsku í 40 ár, fái rétt á tvö- földum ellilífeyri við sama aldur. Eins og kunnugt er, er almenna reglan sú, að menn öðlist rétt til ellilifeyris við 67 ára aldurs. Skipulag olíusölunnar Eggert G. Þorsteinsson (A) flytur eftirfarandi fyrirspurn til viðskiptaráðherra: 1. Hvað líður endurskoðun á skipulagi olíusölu i landinu? 2. Hvenær er þess að vænta, að hugsanleg endurskipulagn- ing á olíudreifingunni geti komið til framkvæmda? Gengisskráning Fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar flytur frumvarp til laga um breytingu á iögum um Seðlabanka íslands. Er f frum- varpinu lagt til, að Seðlabanki Islands ákveði, að fengnu sam- þykki ríkisstjórnarinnar, þau efri og neðri mörk, sem gilda um daglega gengisskráningu krónunnar. Guðlaugur Gíslason: Flýtum hag- nýtingu raforku til húsahitunar A FUNDI í sameinuðu þingi á fimmtudag I sl. viku mælti Guð- laugur Gfslason (S) fvrir tillögu til þingsályktunar, sem hann flvt- ur ásamt Jöni Arnasyni (S) um nýtingu á raforku til húsahitunar og verðjöfnun á raforku. Hljóðar tillagan f heild svo: Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að taka til endurskoðun- ar fyrri áætlanir um raforkufram- leiðslu til húsahitunar með það fyrir augum. að öllum aðgerðum í þessum efnum verði f lýtt svo sem kostur er á. Jafnframt beiti ríkis- stjórnin sér fyrir nauðsynlegum lagabre.vtingum, ef með þarf, til þess að á verði komið jöfnunar- verði á raforku til húsahitunar, þannig að kostnaður við upphitun húsa með raforku verði sambæri- legur við hitun húsa á jarðhita- svæðum, þar sem hitaveitur eru fyrir hendi eða verður við komið meðeðlilegum hætti. Fer hér á eftir stuttur kafli úr ræðu Guðlaugs Gíslasonar: „Að sjálfsögðu er okkur flutn- ingsmönnum kunnugt um þær. áætlanir, sem uppi hafa verið á undanförnum árum og þá stefnu- mörkun að stefna að því að taka f æ ríkari mæli raforku til hitunar húsa í stað olíukyndingar. Allar hafa þessar áætlanir þó verið við það miðaðar, að þetta gæti gerst með eðlilegum hætti, þróast á nokkru árabili og skiptin því tek- ið nokkuð langan tíma. Hins veg- ar liggur það f.vrir nú f dag, að viðhorf öll í þessu sambandi hafa gerbreyst við þá verðhækkun, sem orðið hefur á olíu og enn er f.vrirsjáanleg framundan, ef að- stæður ekki breytast aftur f hið fyrra horf. Það má segja, að við séum kannski ekki í neinni beinni hættu í sambandi við okkar orku- mál í bili, en þó getur alltaf það að borið, að ef til styrjaldar drægi, þá værum við þar mjög illa sett, ef ekki væru gerðar fljót- virkari ráðstafanir til orkuöflun- ar heldur en nú eru áætlanir uppi um. Og þó að svo færi, að jafnvægi kæmist á i olíumálunum, þá er það eitt atriði, sem liggur alveg ljóslega f.vrir, en það er, að stofn- kostnaður við byggingu nýrra húsa er mun minni, ef gert er ráð fyrir í upphafi að um rafhitun verði að ræða í stað olfukynding- ar, eins og nú er víðast úti á Iandsbyggðinni. Það liggur nokk- ur reynsla fyrir í þessu sambandi um kostnað miðað við verð á oliu, sem var, áður heldur en verð- hækkunin skall yfir. Þær upplýs- ingar, sem ég hef um það, benda mjög ótvírætt f þá átt, að séu húsin f upphafi vel einangruð og með raforkuhitun reiknað, þá muni raforka ekki þurfa að verða dýrari heldur en olíukynding og jafnvel mun ódýrari, ef vel er að staðið. En f sambandi við það við- horf, sem nú hefur skapast vegna verðhækkunar á oliu, þá hefur enn mjög breyst f þá átt, að að- stöðumunur verður enn tilfinn- andlegri í sambandi við hitun húsa fyrir þá, sem úti á lands- byggðinni búa og ekki hafa að- stöðu til að njóta hitunar frá hita- veitum eða jarðvarma og hlýtur þvf einnig þetta atriði að verða tekið til rækilegrar endurskoðun- — Minning Framhald af bls. 30 ana 1896. sem hún rnundi vel, og eldgosiðá Ileimaev. Guðbjörg var eftirsótt til við- ræðna. hvort sem ungir eða aldnir a'ttu í hlut. Mörgum þótti gott að leita hjá henni ráða, og við ungl- inga átti hún einstaklega létt með að tala. Minnið brást henni ekki fram á hennarsíðustustundir og fylgdist hún jafnan vel með hög- um frændfólks síns og vina. svo að furðu gegndi. Hvort sem rætt varviðGuðbjörgu ttm flókin atriði úr íslenzkum bókmenntum og þau útskýrð. eða um almennan al- þýðufróðleik íslenzkan. var hún jafnfhugul um það, sem á góma bar. og menn komu ekki að tóm- ttm kofunum hjá henni. hvað álit og skoðanir á málefnunum varð- aði. þvf aðGuðbjörg varskapgerð- arkona. Þeir langskólamenn, sem reyna að gera lftið úr íslenzkri alþýðumenntun fyrr á árum og hennar skoðunum. hefðu átt að kynnast Guðbjörgu á Ilallorms- stað. Um árið 1965 tók Guðbjörg að kenna nokkurs lasleika í höfði, en hélt þó áfram að veita heimili þeirra hjóna forstöðu. Það rná segja. að setið hafi verið, meðan sætt var. Guðbjörgu brast aldrei lífslöngunina og heimili sitt yfir- gaf hún ekki f.vrr en þau hjón voru flutt á sjúkrahús hjá Þörarni syni sfnum og Perlu konu hans og þótti Guðbjörgu mikíð til um þá miklu umönnun. sem Perla veitti henni og þeim hjónum báðum. Er þau hjón urðu að flýja jarð- eldana í Heimaey, tók Torfhildur þau á heimili sitt og þar dvöldu þau fram á mitt sumar, en þá fluttust þau á dvalarheimilið Hrafnistu hér í bæ. en þar fékk Guðbjörg þá beztu umönnun. sem völ var á. Ymsar hugsanir leita á hugann við fráfall ættingja og vina. í raun og veru er ekki ástæða til að harma andlát aldraðs fölks, er heilsan hefir yfirgefið. heldur mega aðstandendur þakka af al- hug. ef helstrfðið varir skamma stund. Sigurður getur minnzt langrar og hamingjuríkrar ævi- brautar með góðri konu og við minnumst þeirra hjóna sam- an. ljúflegs viðmóts Sigurðar, sem allir hans kunningjar og vinir þekkja, og alúðlegs en hressilegs viðmóts Guðbjargar. Athyglisvert var að hlýða á málfar hennar fag- urt og meitlað. Ef til vill væri málfar allt betra hjá almenningi, ef hann ætti þess kost að hlýða á mál eins og Guð- björg á Ilallormsstað talaði, veita því athygli og læra það. Utför Guðbjargar var gerð frá Hábæjarkirkju f Þykkvabæ og sótti þangað fjölmenni hinn 24. nóvember síðastliðinn í frost- köldu, en fögru veðri. Menn höfðu orð á því. að víðsýnt væri um næstu byggðir. Eyjarnar sáust rísa úr sæ undan landi. h'eimili hennar um nær fimm áratuga skeið, og fæðingarsveit hennar blasti við þeim. er austur fóru. Jarðvist Guðbjargar er á enda. en minningin um konuna. sem fylgdist svo vel með þróun tfm- ans, að unglingar hændust að henni bæði sér til skemmtunar og til þess að leita sér góðra ráða. lifir. Reykjavík,3. desember 1973. Arnþór Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.