Morgunblaðið - 14.12.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.12.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1973. 1) 1 síðustu grein sýndi ég fram á. a<1 svæðalokun v;eri flóknust ojí erfidust í framkvæmd þvirra aðferða. sem völ væri á til verndar sókn í smáfisk. miðað •við þær aðstæður sem eru ríkjandi á okkar fiskislúðum. sem allar eru uppeldisslóðir en einnig gönguslóðir stórfisks. 2) Frumvarpsaðgerðin er. að þvf er lýtur að veiðarfærinu, sem þvl er stefnt gegn, b.vggt upp með sömu rökum og á sömu forsendum og frumvarpið 1889 — fyrsta frumvarpið um botnvörpuveiðar, og þetta frumvarp nti að því leyti merki- legt plagg. að það sýnir betur en flest annað. að við erum enn árabátamenn að basla við ný- tízku fiskveiðar. Grásleppu- frumvarpið er í rauninni bvggt upp á þeim skilningi. að botn- varpan sé hættulegt veiðar- færi fiskstofnunum. og þetta hagkvæma og stórvirka veiðar- færi eigi að banna eða þrengja sem mest veiðisvæðí þess. Þetta heyrist hvergi með þróuðum fiskveiðiþjtiðum. Það dettur engum í hug. nenia okkur. að banna notkun hagnýtustu veiðarfæranna. sem við að auki erum biinir að byggja stóran flota fvrir. Ef menn vilja tak- marka sókn með botnvörpu. eða einhverju öðru veiðarfæri. þá á að fækka skipunum. stytta út- haldstímana. eða takmarka há- marksaílann, o.s.frv. Eg hélt. að það hefði veríð einróma álit sérfræðinga á Van- couverráðstefnunni i hitteð- fyrra. þar sem rætt var af viti um takmarkanir á sökn. að það kæmi ekkt til mála að banna þróuðustu o,” hagkvænnistti veiðarfærin til að auka á ný notkun úreltra veiðarfæra. Það má nefna það sem dæmi um þá þekkingu. sem liggur að baki frumvarpsgerðinni. að það upp- lýsist fyrir nokkru síðan á fjöl- mennum fundi. að formaður nefndarinnar hafði ekki lesið staf í þeim merku erindum. sem flutt voru á þessari ráð stefnu. sem haldin var einmitt í sama muiul ng honum er falið að semja l'rumvarp um tak- mörkun á sókn. Maður hefðí haldið. að hann hefði fengið þau upp með hraði. Nei. for- stjóri Menningarsjóðs vissi meira um þessi mál en svo. að hann þyrfti á körlum eins Gulli- and að halda. Ilann hafði einu sinni lesið þýðinguna á grein- um Guillands. sem birtust i Ægi. hálfti iiðru ári eftir að ráðstefnan var haldin. Þetla eru nú karlar. sem óliætt er trtia fyrir hagsmunamálum sjávarútvegsins. 3) Frumvarpið hefði. ef að liigum yrði. í l'ör með sér van- nýtingu sumra okkar beztu miða. en ofsókn á önnur. Um þetta nefndi ég dænti í fyrri greininni. 4) ..Symmetrisk " veíðihólf á sundur slorinn fiskislóð af ál iun o” misdýpi og margs konar botnlagi víða dregnar beinar línur yfir góðar tog'slóðir og skilinn el'tir hluti þeirra. engu K-iðarfæTÍ til nota l.ína og net koma ai(' á suiiiar þeirra slóða. sem p.lnnig erti bútaðar siindur (Reynisdýpi. Kolluáll o.fl » 5) Við stærðarflokkun skip- anna er fylgt alröngum mælingareglum. Að úthluta skipum fiskislóðum eftir því. hver.su breið miðböndin eru í lestinni. er að vísu í samræmi við flest annað í frumvarpinu, en með því vitlausasta þó. Það getur ekki verið, að Alþingi fáist til að samþykkja. að lög- gjöf sé byggð á hreinu mælingasvindlí. og vfsast um þetta atriði til fvrstu greinar minnar (í sumar) . Sjá einnig samþ. Fiskiþings um þetta. 6) Frumvarpið ber óhæfi- legan og vítaverðan vott um s t að bu nd i n sé rsjó na rm i ð nefndarmanna sumra, bæði að því er lýtur að afmörkun heimaslóða einstakra b.vggðar- laga og stærðarflokkun skip- anna. Af þessu leiðir. að fiski- mönnum er mikið mismunað. I einstökum byggðarlögum. svo sem Reykjavík og Keflavík, eru togbátamenn flæmdir af heiina- slóð sinni og gert að sækja suð ur fyrir Reykjanes á smábátum sínuin. eða úti hólf ætlað .,350* tonna togurunum. í samræmi við anda frumvarpsins er svo náttúrlega fiskimönnum mis- munað innan sjávarplássanna. eftir því hvaða veiðarfæri þeir nota. 7) enn er að nefna einn ríkjandi misskilning í frum- varpinu. en það er, að stór tog- skip séu hættulegri smáfiski og seiðum en lítil togskip. I sam- ræmi við þennan misskilning er stórum flota lítilla togbáta (105 tn.) hleypt á viðkvæm mið. en stærri skipum meinað að nýta þær slóðir. Þetta er undarleg mótsögn hjá þeim. sem halda að botnvarpan sé hættulegt veiðarfæri, vegna þess að hún skafi botninn og taki ntikið af smáfiski. SmábátatroIIin taka nær botni en úlhafstrollinn, vegna þess að bobbingar þeirra eru miklu minni en stundum nota bátar hrein fiitreipistroll. það er bobbingalaus. á kola- veiðum. Þar sem veiðfang (bil- ið milli vængja og rnilii fót- reipis og höfuðlínu) er minna á bátavörpum en lithafsvörpum, taka þær því fremur smáfisk en úthafsvörpurnar. Eins og oft nú orðið stærri riðill í skver og vængjum í úthafsvörpum en bátavörpum. Ilrygningar- og klakshiðir ýsu og síldar fyrir Suðausturlandinu þarf að friða tímabundið. Það eru allir sam- mála um, en hins vegar ekki, að það eigi að gerasl með lögum frá Alþingi. Þetta á að gerast eins og við Eldey. Fylgjast með aðstæðum á slóðinni og stiiðva veiðar á henni. strax og ástteða er til. og leyfa þær einnig aftur strax og fært þykir. Þetta er mikilsverð slóð báta- flotans og öllum okkar togflota. og hún má ekki liggja ónýtt degi lengur en þörf er á Það er svo afturámóti töm della að halda. að það sé eitthvað skárra. að á slóðina s;eki logbát- ar heldur en togarar. Það er þveröfugt. 8) I l'rumvapi þessu um bann við logveiðum er víða ekki tek- ið tillit til þess, að í suinum sjávarplássum er alls ekki möguleiki að gera út á línu. Togveiðibannið jafngildir í þetm tilvikum banni við útgerð frá plássunum Það er erfitt að manna línu- báta, og útgerð þeirra er dýr og óhagkvæm. það er erfitt að afla góðrar beitu, og línu slóðir eru alltaf of langt undan í sumum plássunum og beinlinis verið að stofna lifi sjómanna í hættu með því að neyða þá til að róa með línu. Það er rétt fvrir þing- menn að huga svolítið að sjó- slysaskýrslum, þegar þeir hafa i' huga að reka alla smábáta á línu. Þeir sækja yfirleitt miklu lengra en togbátarnir og eru lengur að 1 vondum veðrunt: þeir hanga í lfnunni, þar til i óefni er komið, sem von er, hún er þeim oftast annars töpuð, en togbátar geta ekkert verið að, ef hann brælir, og hífa því upp i tæka tíð og halda til lands. Þessu atriði er alltof litill gaumur gefinn, þegar verið er að hvetja menn til línuútgerðar á smábátum. Sú röksemd kemur fram hjá nefndarmönnum. að það sé allt í lagi með að minnka veiðisvæði stærri togaranna okkar, með þeim hætti, sem ráð er fvrir gert I frumvarpinu. vegna þess að þeir fái aukið athafnarsvæði. þegar Bretar hverfi af miðun- um og þeir geti þá sótt þann afla. Bretarnir eru nú ekki farnir og ekki séð fyrir endann á þeirra veiðum á Islandsmið- um. en það er auk þess annar hængur á þessari röksemd og hann furðulegur. Við vitum. að allt uppí 80"{) af afla Breta er smáfiskur. sem sannar náttúrulega það, sem sýnt var framá i fyrri grein minni, að smáfisksslóðirnar eru ekki síður langt undan en grunnt, og samkvæmt röksemd nefnarmanna á að senda stóru togarana okkar í þennan fisk. Það er ekki ódenskileg rök- semd í „friðunarfrumvarpi '. Annað eins og búið er að tönnlast á smáfiskveiðum Bret- anna. Auk þess hélt ég. að ætlunin væri að minnka sóknina á miðin, sem svaraði sökn Breta, það er svona um 100 þús. tonn. og það væri sú friðun. sem allir mændu til. V ei ði sv æði nýsk öpu n artoga r- anna var minnkað um 3'4 í útfærslunum 1952 og 1958. Nú tökum við þessari nýsköpun með sama hætti. Þessi nýi togarafloli okkar á ekki ann- arra kosta völ en nýta land- grunnið hér víð land, nema rétt togarar, og þeir þá sjálfsagt reknir umsvifalítið heim aftur, ef þeir leita eitt- hvað fyrir sér á mið annarra landa. Manni er þetta þvf alltaf jafnóskiljanlegt að byggja landgrunnsflota svo til einvörð- ungu og taka svo af honum mörg beztu veiðisvæðin, friða svo fyrir honum stórfísk, sem gengur uppá grunnslöð en 'senda hann í smáfisk á grunn- untim dýpra á landgrunninu. Og verða svo að taka til að friða fyrir honum þar líka með svæðalokunum.' Alþingismenn ættu að gera sér það ljóst. að Alþingi er að setja ofan í augum þjóðarinhar með frumvarpi eins og fiskveið- lagafrumvarpsins. Það blasir \ið öllum, að þmgið er ekki f;ert um að setja löggjöf um þenitan aðalatvinnuveg þjöðar- innar. fiskveíðar. Til hvers eru 19. aldar menn að kaupa 20. aldar skip? 9) Frumvarpið gerir greini- lega ráð fyrir eignatjóni og at- vinnumissi fjölda fiskimanna, án þess að ætla þeim nokkrar bætur. Re.vkvíkingar verða þarna verst úti að venju og verður vikið betur að þeirra hlut síðar. Þegar fiskimönnum á einum stað er meinað að nýta heima- slóðir sínar og hagkvæmustu veiðarfærin og gert að róa á fjarlæg mið með úrelt veiðar- færi, sem þeirfáekki mannskap til, þá er það hliðstætt þvt. að bændum í einni sveit væri gert að heyja í fjarlægari sveit í óþökk bændanna þar, ellegar að öðrum kosti slá tún sín með orfi og Ijá, sem þeir fengju svo ekki menn til. Það er hætt við, að það kæmi hljóð úr horni á þingi, meðan þeir væru að ganga frá frumvarpi af þessari gerð. Það er rétt að taka hlut- lægt dæmi, eitt af mörgum. Samkvæmt auglýsingu frá sjáv- arútvegsráðuneytinu 6. júní s.l. sumar voru dragnótaveiðar leyfðar fyrir Norðurlandi nægj- attlega frjálslega til þess, að menn töldu gerlegt að stunda þær. Eg vissi um nýjan bát, sem ke.vpti nýjan dragtiótaútbúnað á þessum forsendunt, en slíkur útbúnaður nýr kostar um millj- ón króna. 16. júní eða 10 dögunt eftir fyrri auglýsinguna, kemur önnur, sem bannar veiðar á beztu dragnótasvæðunum fyrir Norðurlandi. Þar með var gruhdvöllurinn fyrir útgerð bátanna á þessar veiðar brost- inn. Þar sent bátarnir voru full- búnir til veiðanna og gátu ekki mannað þá til línuveiða. þó að þeir hefðu viljað það, fðru þeir af stað, en sumarvertíðin hlaut náttúrlega að misheppnast. Það nefndi enginn maður bætur. Hefði verið farið svona með bónda. sent hefði verið tilbúinn með allan sinn vélakost undir heyskapinn og svo hefði skyndi- lega komið tilkynning um, að hann • mætti ekki nýta nema hluta af túninu? Eg hefði ekki viljað mæta þeim hópi bænda á þjóðvegunum. sem hefðu undir slíkum kringumstæðum slegið undir nára á jeppum sínum og þeyst til Reykjavfkur að hitta ráðherraog þingmenn. Það held ég að sé alls stað;u' viðurtekin regla hjá fiskveiði- þjóðum, hinum þróaðri a.m.k., að fiskimönnum, sem verða fyrir barðinu á nýrri löggjöf, sem stjörnvöld telja nauðsyn- legt að setja. sé bætt tjón sitt og atvinnumissir. 10) Eg hef ekki lesið síðari útgáfuna al' frumvarpinu ýtar- lega. ég nenni ekki að lesa þessa endemisþvælu upp aftur og aftur. Þaðbreytir hvorteðer engu um það, að frumvarpiðer í öllum grundvallaratriðum skakkt hugsað, þó að gerð sé einhvers staðar smáleiðrétting á hólfi eða tfma. I öllnm megin atriðum, sem hér hefur verið fjallað um. er frumvarpið óbreytt. í frumvarpsgerðinni f fyrra hal'ði gleymzt að fjalla um spærlingsveiðai' með vörpu. en þær geta verið varhugaverðar. því að varpan er smáriðin, á klakslóðum. Samkvæmt samþykkt norð- austuratlantshafsnefndarinnar, sem ég held, aðgildi hér, mega allt að 10% af afla spærlings- báts vera ruslfiskur. Spærlings- veiðar okkar færu fram, ef þær verða einhverjar að ráði, á klakslóðum ýsunnar fvrir Suð- austurlandinu. Það mætti því hugsa sér heldur óhugnanlegt dæmi, sem nefndin hefði átt að setja upp, en það er, að bátur, sem veiðir 100 tonn af spær- lingi má vera með 10 tonn af ýsuseiðum og ýsukóðum. 11) Við eigum ekki nákvæmt staðarákvörðunarkerfi, sem kunnugt er. Þetta eykur bæði fiskimönnunum og Gæzlunni erfiðið. Það er ögam- an að veiða á sundurtættri fiskislóð af boðum og bönnum, ef ekki er hægt að gera ná- kvæmar staðarákvaðanir. Nefndin virðist ekki hafa ætlað að gera mönnuin lífið léttara á þessu sviði fremur en öðrum. Eg hef ekki rannsakað það mál nákvæmlega, en mér sýnist. að fvrir Suðurlandinu (D.3) sé mönnum ætlað að miða við fjöruborð lágrar strandar, sem ekki sést nema endrum óg eins og er þar að auki breytileg. 12) Svo er ráð fyrir gert í f rumvarpinu. að hafrannsókna- stofnunin fái mikið vald til af- skipta af fiskveiðum okkar, óskylt verkefni hennar sem vís- indastofnunar. Fiskifræði er aðeins ein hlið fiskveiðimála og það er algerlega óraunhæft að ætla fiskifræðingum að stjórna fiskveiðum. sem saman standa af hagrænum, tæknilegum og félagslegum þáttum ekki síður en fiskifræðilegum. Fiskifræð- ingar eru vísindamenn og stofn un þeirra, Hafrannsóknastofn- unin, vísindastofnun. Þeir eiga mörgum spurningum sem snerta fræði þeirra. ösvarað á þeirri stofnun, og ástæðulaust á meðan að hrúga óskyldum verkefnum á stofnunina. Það getur ekki verið, að vfsinda- mennirnir kæri sig um ýmis konar löggæzlustörf eða úrslita- vald f flóknum hagrænum og félgslegum efnum. Það virðist eðlilegra að ætla hagsmuna- og félagssamtökum. að verulegu leyti þann hlut, sem ætlaður er Hafrannsókna- stofnuninni í frumvarpinu, og vísast um þetta atriði til sam- þýkkta Fiskiþings, sem allir aðilar sjávarútvegs samþykktu einróma. Reyndar er ég einnig á móti því valdi, sém sjávarút- vegsráðuneytinu er ætlað að hafa til útgáfu reglugerða um nýtingu fiskveiðilandhelginn- ar. Það hefur sýnt sig þráfald- lega í sambandi við reglugerðir og leyfi til rækju-, humar- og skelfiskveiða með dragnöt. að ráðherrum gera verið mislagð- ar hendur og er þessu skeyti ekki stefnt gegn neinum sér- stökum sjávarútvegsráðherra. Flokkspólitfskir ráðherrar eru í slæmri aðstöðu til að taka ákvarðanir í þessum efnum. Þetta vald til ákvarðana og út- gáfu reglugerða er sennilega bezt komið í höndum samtaka sjávarútvegsins. Ilugsanlegt væri, að ráðherra gæti synjað staðfestingar. án þess að geta gefið út aðra reglugerð á eigin spýtur. Þaðer yfirleitt betra. að það vanti reglugerð. heldur en búa við rangláta eða skaðlega reglugerð. 13) Nú höfum við samið við Breta og úthlutað þeim hölfum. og sýnist ini orðið allvel séð fyrir hólfum á íslenzku fiski- slóðinni. Getur það verið. ao alþingismenn, sjái ekki. þegar þeir nú líta á kortið. eftir að búið er að bæta inná brezku hólfunum. hvers konar endemis grautargerð þetta er ot'ðin? Manni hefði nú sýnzt, að það þyrfti að koma einhver re.vnsla á það, hvernig veiðar Breta í þeirra hólfum verkuðu á islenzku hólfaskiptinguna, áð- ttr en gengið væri endanlega frá henni með löggjöf. Það er nú von manna, að Alþingi noti þetta tækifæri til að ýta frá sér frumvarpinu á ný Alþingis- menn standa frammi fyrir al- þjóð með þetta frumvarp í höndunum, sem hálfgerðir glópar, og í viðtölum vill eng- Framhald á bls. 43 Samandregnar meinlokur grásleppufrumvarpsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.