Morgunblaðið - 14.12.1973, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.12.1973, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1973. 45 Islenzk myndlist á 19. og 20. öld - Annað bindi Það er ekki ofsögum sagt af honum Ragnari Jónssyni í Smára. Það var honum ekki nægilegt að gefa Alþýðusambandi íslands hina feiknalegu listaverkagjöf, sem nú hefur hlotið nafngiftina Listasafn alþýðu, heldur lé't hann þegar hefja mikið og frjárfrekt starf við að skrá og koma út lista- sögu sfðari tíma á íslandi. Þessi hugdetta Ragnars var stór í snið- um og það virtist heldur ekki í fljótu bragði verða hlaupið að þessu verki og til voru þeir, er kímdu og jafnvel álitu að nú væri Ragnar í Smára að spauga og þetta væri skýjaborg, sem seint yrði að veruleika. En nú eru liðin nær tíu ár, síðan fyrra bindi þessa verks kom fyrir sjónir al- mennings, og nú fyrir nokkru hefur Björn Th. Björnsson lokið hinu síðara. En hann er höfundur verksins í heild. Þegar fyrra bindið kom á markað, reit ég nokkuð langa grein hér í blaðið og fagnaði fyrri hluta þessa verks, og sé ég ekki ástæðu til að endurtaka ýmislegt 1 úr þeirri grein hér, sem vel á við I verkið í heild. Við lestur þessa ! síðara bindis, sem mér skiist, að sé lokaþáttur þessa verks, kemur 1 ýmislegt í ljós, sem rriaður ekki vissi áður. Hinu er heidur ekki að leyna, að sumt virðist ekki standa ströngustu kröfur um sannleiks- gildi og sums staðar farið alrangt með. Því miður verður þetta að koma hér fram. Ef það yrði látið kyrrt liggja, rnundi verða um ævarandi misskilning að ræða í framtíðarskrifum um viss atriði listasögu okkar. Ég bendi aðeins á eina neðanmálsgrein, no. 37 en þar segir: Vegna óánægju með liststefnu Félags íslenzkra mynd- listarmanna og þó einkum val dómnefndar á erlendar og sam- norrænar sýningar, sögðu eftir- taldir listamenn sig úr félaginu: Ásgrímur Jónsson. Jón Stefánsson, Jón Þorleifsson, Jón Engilberts, Jóhann Briem, Kristín Jónsdóttir og þau hjónin Karen Agnete og Sveinn Þórarinsson. Þetta er ekki rétt; sannleikur þessa máls er, að hér um talaður klofningur átti rætur sínar að rekja til pólitískrar miskliðar, sem upp kom innan félagsins, en átti ekkert skylt við val dóm- nefndar á sýningar hérlendis eða utanlands. Annað atriði finnst mér leitt, að skuli hafa brenglast í þessu verki. Hjörleifur Sigurðsson listmálari var einn þeirra, er tóku virkan þátt í svokölluðum September- sýningum, en þegar höfundur þessarar listsögu, telur upp þá, er að þessari sýningu stóðu, hefur honum láðst að geta Hjörleifs. Fleira tíni ég ekki til að sinni, en ekki get ég sent þessar fáu línur frá mér án þess að benda á þessar staðreyndir. Að setja saman listasögu heillar þjóðar, er vandasamt og ábyrgðar- mikið verk. Höfundur kallar þetta'verksitt.,Drög að sögulegu yfirliti", og er það vel. Mætti segjamér, að hér hefði orðið til kveikja að frekari skrifum og rannsóknum á komandi timum, og fagna ég því. Því skulum við aðeins staldra við og gera okkur grein fyrir þeim aðstæðum, sem þetta verk hefur orðið til við. Björn Th. hefur liaft nokkuð sér- stakar aðstæður við samningu þessa rits. Ilann er samtíma- maður og þekkti persónulega flesta þá, er fjallað er um í þessu síðara bindi. Ég efast ekki um, að viss svipur sé yfir þessu verki, sem ekki hefði verið hugsanlegur, ef ekki hefði verið náið samband milli höfundar og þeirra lista- manna sem verkið fjallar um. Nú er það einu sinni svo, að mann- fólkið er ekki gjarnt á að fjölyrða um það, sem betur hefði mátt fara á lífsleiðinni. Þaðer því hérumbil víst, að ekki hafa öll kurl komið til skila og að ýmislegt vantar, sem ekki hefur verið tjáð höfundi, og auðvitað er þarna margt að finna, sem enginn er til frásögu um nema þeir sem beinan hlut eiga að máli. Hvort hér er um kost eða galla að ræða, verður timinn að skera úr um. Og ekki má gleyma því, að heimildir vilja oft á tíðum brenglast, jafnvel hjá þeim persónum, sem í hlut eiga, og ef til vill er ekkert eðlilegra hjá hugmyndaríkum listamönn- um. Það er því ekkert sældar- brauð hjá þeim, er setja eiga saman ritverk af þessu tæi og eðlilegt að nokkuð vilji blandast málin. Fæstar listasögur hafa likast til verið alveg hárréttar og hnökralausar. Það er þvi ekki fráleitt að láta sér til hugar koma, að hér sé um visst afrek að ræða fráhendi höfundar. Hvað um það, hvort allt er hár- rétt og nákvæmt í þessu riti, er hitt auðsær fengur, að þessu verki skuli lokið og það komið út. Og ekki má gleyma hinum ein- stæða höfðingsskap Ragnars Jóns- sonar, sem kostað hefur verkið og útgáfu þess. Það er þvi fyllilega réttmætt að hvetja fólk, sem áhuga hefur á mvndlist, til að eignast þetta yfirgripsmikla verk og kynnast því af eigin reynd og hjálpa þannig til við að koma þaki yfir Listasafn alþýðu. Björn Th. Björnsson er orðglað- ur maður meðeindæmum, eins og allir vita. Stíll hans er sérkenni- legur og á það til að vera fjálgleg- ur fremur öðru. Nú bregður svo við, að mér finnst stíll Björns Th. ekki falla eins vel að efni þessa bindis og hinu f.vrra. Nú ritar hann um nútfma listaverk, og þá verður hin skrúðlegi stíll hans eins og spegilmynd annars tlma, og ósamræmis virðist gæta í heild- inni. Björn Th. hefur afar velvilj- uð viðhorf, og skoðanir hans á list eru jákvæðar og persónulegar og ofnar rómantískum kenndum á stundum. Hann á það til að hefja sum þau listaverk, er hann fjallar um, óspart til skýja, en auðvitað er það hans einka skoðun, sem frant kemur, og dálítið sjálfur tíð- arandinn. Það mætti segja mér. að nokkuð annað mat ætti eftir að koma fram á þessum verkum, er tímar líða. Við því er ekkert að segja, þannig hefur það alltaf ver- ið, og að mínu áliti óumflýjanlegt. List hefur ætíð verið lifandi afl í hverju þjóðfélagi, og síbreytilegt mat hennar er einmitt einn af lífgjöfum listar. Það, sem ein kyn- slóð hrífst af, er ef til vill ekki aðgengilegt fyrir þá næstu. Þvi miður er prentun þessarar bókar ekki eins góð og æskilegt væri. Mikið af verkum. sem prýða þetta seinna hefti. eru annað- hvort of grá eða of svört, svo listgildi þeirra verður vart metið. og í heild er útlit þessa verks ekki eins glæsilegt og við yfirleitt sjá- um á erlendum bökum uni líkt efni. Hvað veldur veit ég ekki, en betur niáef duga skal. Með þessu fjölskrúðuga verki hefur verið unnið afrek samt sem áður, og ég er ekki í neinum vafa um, að hér hefur íslenzk þjóð eignast undi rstöðuverk í þeirri fræðigrein, sem of hljótt hefur verið um hjá okkur, Myndlistar- sögu íslenzkri. Björn Th. Björns- son á þvt mikinn héiður fyrir framlag sitt, og vonandi verður útkoma þessa verks til aðýta und- ir áframhaldandi rannsóknir á þessu sviði. Hér er á ferð hafsjör af vitneskju um myndlist okkar til þessa, og ég vona, að ungir efnismenn notfæri sér það, sem þegar hefur verið komið í einn stað. Þessar fáu línur eru aðeins ætl- aðar til að vekja ath.vgli á þessu verki, og ég tek það frám, að þær eru hvergi fullnægjandi né hugs- aðar sem endanlegur dórnur um verkið. GUNNA og dularfulla brúðan yi-myvm iwémm r 1 JV ^ IjLJl jr|Js § fl * r« BJI i«i m|hii Þetta er 5. Gunnubókin. Nú eru allar Gunnubækurnar fáanlegar aftur. Gunnubækurnar eru óskabækur telpna á aldr- inum 7—13 ára. Stafafell. amizim Dönsku fótlagaskórnir komnir meÓ hlýju mjúku loÓfóÓri I Austurstræti Hugljúfa iðlabókin á markaðnum Urval úr því bezta, sem íslenzk skáld hafa ort til f"nasðra sinna. g"T"APAPEL.L Valtyr Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.