Morgunblaðið - 14.12.1973, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.12.1973, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1973. Minning: Valborg Steingríms- dóttir, Siglufirði Fædd 1. febrúar 1914. Dáin 10. nóvember 1973. Einn i dag, annar á morgun er lífsins saga, og tjáir ekki um að fást. En þegar dauðann ber svo skjótt að sem hér var. er niaður óviðbúinn og tekur því nokkurn tíma að átta sig á þvf. sem gerzt hefur. Það má sannarlega segja. að í okkar fjölskyldu hafi verið skammt stórra högga í milli. Fyr- ir tæpum tveimur árum dó bróðir Valborgar. Baldur. fyrír tíma fram, og nú kveður hún. Valborg var fædd á Þverá í Öxnadal. Hún vardóttir hjönanna Guðnýjar .lóhannsdóttur og Stein- gríms Stefánssonar, búandi hjóna þar. Steingrímur var bróðir Bernharðs Stefánssonar alþingis- manns. Rúmlega eins og hálfs árs að aldri missti. Valb.org föður sinn, aðeins þrjátíu ára gamlan. Að rúmu ári liðnu fluttist Guðný rnóðir hennar frá Þverá til Sauðárkróks, þar sem Valborg ölst upp hjá henni til 18 ára ald- urs. en þá fluttist Valborg lil Siglufjarðar og bjö þar allt til dauðadags. A Siglufirði kynntist hún eftir- lifandi manni sínum. Kristni Guð- mundssyni útvarpsvirkja og kvik- my nda rsýni nga nn ann i. Ileimilið og uppeldi barnanna var alltaf hennar aðalvettvangur, sem er þvf miður ekki alltaf met- inn sem skyldi, en er þö starfið störa. þegar það er vel af hendi leyst. Þau Valborg og Kristinn eignuðust þrjú börn. Þau eru: Steingrímur kvæntur Guðnýju Friðriksdóttur, þau eru búsetl á Siglufirði og eiga þrjú börn. Jö- hanna gift Birgi Gestssyni raf- virkja. þau eru búsett í Reykjavík og eiga eina d.óttur, og Ilulda Guð- björg gift Stefáni Gíslasyni bónda að Dyrhólum í Mýrdal, þau eiga þrjár dætur. Öll eru börnin hin myndar- legustu að allri gerð og gott fólk. Það er vissulega hin mesta gæfa foreldra að eiga slík börn. Hjónaband þeirra Valborgar og Kristins var alla tíð mjög gott. Þau voru svo samhent, að á betra varð ekki kosið. Þetta var mér, stjúpföður hennar, sem þessar línur ritar, vel kunnugt um, veit ég því, að nú er honum söknuður- inn sár. En öll sár gróa og þetta líka, ef trúin er nógu sterk og við felum drottni öll okkar sár í ein- lægni og bæn. Þegar börnin voru uppkomin og farin að heíman, fékkst Valborg, nokkuð við ýmiss konar listiðnað, sem átti hug hennar allan, þvf að hún var að eðlisfari mjög list- hneigð. Nokkur hin siðari ár vann hún utan heimilis, þegar tækifæri gafst. Valborg var hlýlynd kona. Hún hafði stórbrotna lund. framkoma hennar var hrein og bein og var hún ætíð tilbúin að rétta öðrum hjálparhönd. Þannig var hennar upplag. Valborg var mér alla tíð sem dóttir og á ég hlýjar endur- minningar um glaðlyndi hennar og gæzku. Vissulega er gott að minnast vináttu. þar sem engan skugga hefur borið á. Að lokum ert þu svo kvödd Val- borg niín með söknuði og þakk- læti fyrir allt og allt. af aldraðri möður þinni. sem nú hefur orðið að sjá á bak tveimur af þremur börnum sínum. Einnig ertu kvödd af hálfsystur þinní. Iluldu. og nniðursystur. Ilerdísi. Felum við þig svo góðum guði og biðjuin þér allra blessunar hans á landinu hulda og dulda. Kristinn Gunnlaugsson. A vegamótum, á inærutn lífs og dauða. þegar vegir skilja. nemum Sonur minn NJÁLL GUÐMUNDSSON, andaðist aðfaranótt 12 þ m. Helga Marteinsdóttir. t Systir okkar, GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR THORKELSSON, andaðist í Winnipeg 1 1. des. Fyrir hönd annarra ættmenna. Þórhallur Árnason, MagnúsÁ. Árnason. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR, Framnesvegi 57, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, mánudaginn 1 7 des kl 1 3 30 Gunnar Árnason, Hilmar Gunnarsson, Steinunn Jónsdóttir. Dóra Gunnarsdóttir, Pétur M. Jónasson og barnabörn. Eiginmaður minn, BJARNI SÆMUNDSSON, Hveramörk 6, Hveragerði, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju, laugardaginn 15, des kl 1 0 30 Sigurrós Guðlaugsdóttir. Minning: Guðbjörg Bjömsdóttír frá Vestmannaeyjum við staðar og hverfum á vit minn- inganna. Um árabil lágu leiðir okkar Val- borgar Steingrímsdóttur saman á Siglufirði. og leiddu fyrstu kynni okkar þar til þeirrar vináttu, sem aldrei barskugga á. Lalla. en svo var hún nefnd af vinum sínum, var búin sérstak- lega litríkri eðlisgerð, en hlédræg o.g vönd að vinum. Ilún var góðum gáfuin gædd og lífsvitur, trygg, glaðlynd og góð. Ekki skildu leiðir okkar. þótt ég flyttist burt frá Siglufirði, því að alltaf var samband á inilli okkar. — töluðum oft saman og heiin- sóttum hvor aðra. Það var alltaf hátíð á heimili mfnu. þegar hún kom, og áttum við saman marga góða stund hin síðari árin sem hin fyrri. Ilún átti fallegt og hlýlegt heim- ili á Siglufirði. þar sein ríkti frið- ur og andaði á móti gestum hljiíð 1 í f s h a m i n gj a he i mi li sf ó 1 ksi n s. Mikið gagnkvæmt ástríki var með þeim hjónum. Valborgu og Kristni. og var hjónaband þeirra sérstaklega innilegt og farsælt. Valborg var hamingjunnar barn og áttu þau hjönin jafnan hlut að þeirri gæfusmíð. sem sambúð þeirra var og heimili alla tíð. Eg kveð Löllu vinkonu mína með söknuði og trega og þakka henni einlæga vináttu hennar og tryggð. Eg votta eiginmanni henn- ar, Kristni Guðmundssyni, börn- iinuni þeirra og öðrum ástvinum innilega samúð mína í sárri sorg þeirra og harmi eftir mæta konu, sem var þeirn svo mikils virði. Valborg, Lalla. átti sér ómetan- leg fyrirheit um góða heimvon að leiðarlokum. ..Sælir eru hjartahreinir, því að þeir miinu Guð sjá." Guðnv Oskarsdóttir. Ilinn 18. nóvember síðastliðinn lézt að Hrafnistu. dvalarheimili aldraðra sjömanna, öldruð kjarn- orkukona, sem ekker! fékk bugað nerna elli kerling og dauði að lok- um. Guðbjörg fæddist 27. maí 1887 að Bryggjum í Austur-Landeyj- um. Foreldrar hennar voru Guð- ríður Sigurðardóttir og Björn Tyrfingsson bóni á Bryggjum. Guðbjörg var yngst þriggja systk ina, en bræður hennar voru Tyrf ingur, sem bjó á Bryggjum eftir föður sinn og Stefán, sem gerðist skipstjóri og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og kenndur var við húsið Skuld. Þeir, sem eru rosknir orðnir og svo þeir, sent kynnt hafa sér at- vinnusögu þessa lands, vita. að unglingar voru ekki aldir upp í neinni værð á árunum fyrir alda- mót. heldur gengu þeir að öllurn algengum störfum undir eins og þeir höfðu þroska til. Ber margt eldra fólk þess enn merki og er iðjuleysi ellinnar niörgum þung- hært. A þessum árum þóttu stúlkur lítt hæfar til að taka að sér for- stöðu heimilis, kynnu þær ekki eitthvað til handavinnu Þvf dvaldist Guðbjörg einn vetur í Reykjavík og nam fatasaum. Guð- björg var alla ævi vandlát konaog krafðist þess jafnan. að menn leystu verk sín vel af hendi, enda þötti hún sjálf með eindæmum verkhög. Hinn 16. júní árið 1916 giftist hún eftirlifandi manni sínum Sig- urði Sæmundssyni frá Nikulásar- húsum í Fljötshlíð. Þau byrjuðu búskap á Bryggjum í sambýli við Tyrfing, en fluttust árið 1918 að Tjörnum undir Eyjafjöllum og bjuggu þar til 1922. Þau hjón, Guðbjörg og Sigurð- ur. tóku á þessum árurn börn yfir sumartímann af kaupstaðarfólki og þá einkum frá Vestmannaeyj- um, en móðir mín, sem er bróður- döttir Guðbjargar, minnist ætíð með þökk sumardvalar sinnar á Tjörnum, en þangað var hún send sjúklingur. er hún var á ungum aldri. Þótti það nær óbrigðult. að nýmjölkin og útilífið í sveitinni ynni bug á margs konar kvillum og sú varð raunin á við móður mína. Minnist hún þá einkum á hlýlegt viðmót þeirra hjiina f sinn garð. enda hélzt óslitin og mikil vinátta með þeim frænkum. nteð- an báðar 1 ifðu. Arið 1922 fluttust þau hjön aft- ur að Bryggjum. en árið eftir héldu þau til Vestmannaeyja og reisu þar húsið Hallormstað. Systir mfn. t MARGRÉT PÁLSDÓTTIR andaðistá Hrafnistu miðvikudaginn 1 2. des. Páll Pálsson, Hnífsdal. t Útför konunnar minnar, GUÐBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR. saumakonu, Króki 1, fer fram frá isafjarðarkirkju, laugardaginn 15. des. kl 2 síðdegis. Fyrir hönd vandamanna, Þórður Einarsson. Tllraunaslöðln á Keldum verður lokuð laugardaginn 15. des. GUNNARS ÓLAFSONAR, bústjóra. vegna útfarar sem þau voru kennd við síðan, og þar áttu þau heimili fram á haust- ið 1972. 1 Vestmannaeyjum stundaði Sigurður sjómennsku í tugi ára. en smíðar þess á milli. Fór því svo sem oft vill verða. að forstaða heimilisins féll f hlut Guðbjargar, er Sigurður dvaldist löngum fjarri við störf sín. Eftir að Sig- urður hætti sjómennsku, var hann um skeið verkstjóri hjá Helga Benediktssyni og hóf síðan að vinna við skipasmfðar hjá Ar- sæli Sveinssyni. Þar Vann hann fram úndir 1960. Þuð Guðbjörg og Sigurður eign- uðust 4 börn og er ekki altítt, að barnalán sé jafneinstakt og raun ber vitni uni þeirra börn. en af þeim komust þrjú til þroska. Þau eru: Torfhildur, fædd 31. maí 1912. gift Óskari Friðbjörnssyni lögregluþjóni í Reykjavík. Björn húsasmíðameistari í Reykjavfk, fæddur 25. júlí 1819, kvæntur Jóhönnu Ingimundardóttur og Þórarinn skipasmíðameistari í Vestmannaevjum. fæddur 24. febrúar 1924. kvæntur Perlu Björnsdóttur. Yngstur var Sigurð- ur Björgvin fæddur 29. ágúst 1925, en þau hjön urðu fyrir þeirri þungu raun að missa hann aðeins 6 ára gamlan. Það bar til með þeim hætti. að unaðslegan sumardag, hinn 18 júní árið 1932, var Sigurður litli að leik ásamt fleiri börnunt við syðra hafnar- garðinn í Vestmannaeyjum. Sátu þeir þar og dorguðu. Sigurður ntissti þá færið sitt og hugðist teyja sig eftir þvf. en féll út af garðinum. Enginn fullorðinn var nærri og börnin hjálparvana hjá. Öhætt er að segja, að Guðbjörg hafi ekki látið bugast við þetta atvik. þótt þungbært væri. Guð- björg var mikil trúkona og er ekki að efa. að trúin hefir veitt henni styrk. en styrk trúarinnar þekkja aðeins þeir, sem re.vnt hann hafa. Guðbjörg var alla tíð mikil hús- móðir og góð heim að sækja. Mað- ur átti það víst að fá kaffi og pönnukökur f hvert skipti, sem kontið var að Ilallormsstað. Mér þótti gaman þangað að koma sem barni, því að þar fékk ég kaffi. en helzt ekki annárs staðar. Jafnan var mikil geslakoma að Hallormsstað. Guðbjörg var ræðin og fróð og er afleitt, að ekki skyldi notfærður fróðleikur henn- ar um Iiðna tíma meir en gert var. Guðbjörg var fyrir því að lifa mestu náttúruhamfarir, sem gengið hafa yfir Suðurland á einni öld á einni öld: Jarðskjálft- Framhald á bls. 34 t Faðir okkar, ANDREAS ANDERSEN, Barmahlíð 50, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju, þriðjudaginn 18 desem- ber kl 3 e.h. Anna Andrésdóttir, Kristjana Andrésdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.