Morgunblaðið - 14.12.1973, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.12.1973, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1973. Skák Þegar Petrosjan fór í sókn Úrslitin á nýafstöðnu skák- þingi Sovétríkjanna sýna glöggt, að sovétzku þátttakend- urnir í áskorendakeppninni eru allir í toppformi. Rtissar ætla sem sagt ekki að láta hne.vkslið frá 1972 endurtaka sig. Einn þessara kappa er Georgíumaðurinn Tigran Petrosjan, f.vrrverandi heims- meistari. Petrosjan á langan og glæsilegan skákferil að baki, en sjaldan hefur hann þótt tefla beinlínis skemmtilega. Sannleikurinn er þó sá, að Petrosjan teflir flestum mönn- um betur. Djúpur stöðuskiln- ingur og þrautseigja í erfiðum stöðum eru aðalsmerki hans. Engu að siður getur Petrosjan ..kombinerað" glæsilega þegar sá gállinn er á honum og má i þvi viðfangi minna á skák hans við Paehman í Bled 1961. í eftirfarandi skák mætir Petrosjan öðrum f.vrrverandi heimsmeistara, Mikhail Tal, sem jafnan mun verða talinn á meðal fremstu sóknarsnillinga skáksögunnar. Flestir munu hafa vænzt þess, að i þeirra viðureign m.vndi Tal sækja allan tímann og úrslitin ráðast af því, hve vel Petrosjan tækist til í vörninni. Við skul- um nú líta á skákina og sjá, hvað gerðist. Skákin var tefld á umræddu Sovétmeistara- móti. Hvftt: M.Tal Svart: T. Petrosjan Carokann vörn 1. e4— c8. (Caro kann, eða byrjun fátæka mannsins, á alltaf nokkra trygga áhangendur. Þeirra á meðal eru Petrosjan og Botvinnik). 2. d4— dá, 3. Re3 (I einvígunum gegn Botvinnik lék Tal gjarnan 3. e5, en með harla misjöfnum árangri). 3. — dxe4,4. Rxe4 — Rd7, (Ýmsir meistarar Ieika hér gjarnan 4. — Rf6, en algengast er 3. — Bf5. Þessi leikur gefur hinum tveim þöekkert eftir). 5. Be 4 (Á Olympíumóti lék Paul Keres hér eitt sinn 5. De2gegn pólskum meistara. Áframhald- ið varð: 5. — Rgf6, 6. Rd6+ og mát! 5. — Rgf6, 6. Rg5 — e6, 7. De2 — Rb6, (Ilvítur hótaði 8. Rxf7). 8. Bb3 — a5!, (Virkasti varnarleikurinn. Svartur mátti alls ekki drepa á d4 vegna 9. Rlf3. ásamt Reöog svarta peðið á f7 fellur). 9. a4!? (Eftir 9. c3 — a4, 10. Bc2 — a3 gæti svartur framkallað veik- leika í hvítu peðastöðunni á drottningarvæng. Þessi leikur felur þó einnig í sér nokkra veikingu, einkum með tilliti til þess, að Tal hrókar langt síðar i skákinni). 9. — h6, 10. R5f3 — c5, 11. Bf4 — Bd 6, (fikki 11. — cxd4 vegna 12. 0-0-0 og hvítur hefur hættulegt frumkvæði). 12. Be5 — 0-0,13.0—0—0, (Línurnar hafa skýrzt. Hvftur stefnir að sókn á kóngsvæng, þar sem veikittgin á h6;ptti að koma honum að nokkrum not- um. Svartur verður hins vegar að reyna gagnsókn á drottn ingarvæng). 13. — c4!, (Kapphlaupið er hafið, hvor verður á undan?)- 14. Bxc4 — Rxa4, 15. Rh3 — Rb6, 16. g4 — a4, 17. g5 — hxg5.18. Rhxg5 — a.i. 19. b3 — Bb4. (Hvítum hefur tekizt að opna g — Ifnuna og sennílega vildu fáir hafa svörtu stöðuna gegn Tal. Petrosjan teflir hins vegar gagnsóknina af mikilli snerpu og öryggi. Ef hvítur léki nú 20. Dd3 gæti áframhaldið orðið: 20. — Rxc4, 21. Bxf6 — g6!, 22. Dxc4 (22. Bxd8 — a2) — a2, 23 Dxb4 — a 1D+. 24. Kd2 — Dal5 og vinnur). 20. Hdgl? (20. — Bc3 hugðist Tal svara með 21. Dd3 og eftir t.d. 21. — a2. 22. Kdl — alD + ,23. Ke2er. hvíta sóknin mjög hættuleg þött svartur hafi tvær drottn- ingar á borðinu. Galli texta- leiksins kemur bezt í ljós eftir 23. leik svarts). 20, — a2!. (Mun sterkara en 20. — Bc3) 21. Kb2 — Rxc4 + . 22. Dxc4 — Rfd 5,23. Re4— f6 (Þar lá hundurinn grafinn Eftir 24. Bg3 — f5, 25. Be5 — alD+ vinnur svartur mann) 24. Bf4 — Ba.3+, 25. Kal — Rxf4, 26. h4 — Hf7, 27. Hg4 — Da5 og hvítur gafst upp. Hann á enga vörn gegn hótuninni Bb2+. Jón Þ. Þór. María Finnsdóttir, hjúkrunarkona: Frjálsar fóstureyðingar 1 NÁMI við hjúkrunarháskóla í Englandi fyrir tveim árum kynntist ég að nokkru þeim vandamálum, sem löggjöf um frjálsar fóstureyðingar frá 1967 hefir haft í för með sér þar í landi. Einnig starfaði ég á skurð- stofu Fæðingar- og kvensjúk- dómadeildar Landspítalans fyrir rúmum tveim áratugum. Það er reynsla, sem aldrei gleynist, þótt þessar aðgerðir hafi þá aðeins verið svipur hjá sjón miðað við það, sem nú er. Þvi langar mig til að leggja nokkur orð í belg. Ég vil leyfa mér að taka upp nokkra þætti úr nefndaráliti Heil- brigiðis- og tr.vgginagamálaráðu- neytisins um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Látum fyrst tölurnar tala um þá gífurlegu aukningu, sem verður, er löggjafarvaldið léttir af öllum hömlum. einstaklingur skal bundinn af lögum þessum til að taka þátt í aðgerðum þeim, sem lögin fjalla um, sé það andstætt samvizku þeirra." Vissulega er hér mikið vandamál á ferðinni, svo stórt að ekki er hægt að afgreiða þaðein- faldlega með því, að hér sé um fordóma að ræða. Anclúðin á þessum aðgerðum er fyrst og fremst fólgin í eðli hennar. Á sjöundu viku fer fóstrið að fá mannsmynd. 12 vikna gamalt get- ur það hreyft hönd að munni og gert soghreyfingar. 18 vikna gamalt sýgur fóstrið þumalfingur. Hér er um að ræða einstakling með sjálfstætt blóðrásar- og taugakerfi. I frumv. til laga segir: „Föst- ureyðing skal framkvæmd eins f ljótt og auðið er og helzt fyrir lok 12. viku meðgöngutíma. Fóstur- eyðing skal að jafnaði ekki fram- kvensjúkdómadeild Landspít- alans tekið upp rúm, sem ætluð eru konum með kvensjúk- dóma. Stór viðbygging er nú að rísa af grunni. Langþráð takmark þeim, sem við þessi störf vinna. Þar koma til bætt vinnuskilyrði og það sem er aðalatriðið, bætt þjónusta fyrir þær konur, sem hafa orðið að bfða aðgerða, þar til í óefni var komið. Konur hafa nýlega afhent stórfé til kaupa á tækjum, sem ætluð eru til rann- sókna og læknismeðferðar. Vonandi verða það ekki örlög hinnar nýju deildar að taka við þeim konum, sem komatil fóstur- eyðingar „eftir pöntun" á meðan hinar sjúku verða ennþá að bfða. Af nefndarálitinu og blaða- skrifum má skilja, að mistök hafa átt sér stað í framkvæmd núverandi laga. En geta þessi mistök réttlætt frjásar fóstureyð- ‘’S'jöldi fóstureyðinga í Bretlandi: 1968 júlí - des. 2o.ooo fóstureyðingar 1969 jan. - júlí 26.ooo fl júlí - des. 32.000 ff 197o jan. - júlí 41.ooo tf júlí - des. 48.ooo II 1971 allt árið 126.ooo M (13.6$ miðað við lifandi fædda)" í fyrsta kafla nefndarálitsins stendur: „Nefndin leggur höfuð- áherzlu á nauðsyn þess að fyrir- byggja ótímabæra þungun, sem leiðir til þess að farið er fram á fóstureyðingu. Nefndin lít- ur svo á, að -fóstureyðing sé alltaf neyðarúrræði vegna þess að um er að ræða læknisaðgerð, sem getur haft kvæmd eftir 16. viku meðgöngu- tíma." Um ástæðu gegn því að fóslurlát sé framkallað segir meðal annars i nefndarálitinu: „Framköllun fósturláts verður stöðugt hættulegra eftir því sem líður á lengd meðgöngutímans og lífsmöguleikar fösturs(?) og ung- barnamorða geta orðið áþreifan- legt vandamál". ingar? Er ekki ástæða til að fleiri heilbrigðisstéttir en læknar hafi fulltrúa við ákvörðunartekt um, hvaða konur skuli fá þessar aðgerðir framkvæmdar. áhættu í för með sér og krefst sérhæfðs starfsfólks og full- komins útbúnaðar, ef eitthvað ber útaf. Aðgerðin verður þess vegna að fara fram í sjúkrahúsum og verður þvf all kostnaðarsöm getnaðarvörn fyrir þjóðfélagið." Hér er lögð áhersla á sérhæft starfsfólk. Bregður svo við, að sfðar í nefndarálitinu er rætt um það óverjandi ástand erlendis þar sem löggjöfin er frjáls, að læknar og hjúkrunarkonur vilji ekki taka þátt í þessum aðgerðum af trúar- eða siðferðislegum ástæðum og ef hjúkrunarkonur vilji ekki hjúkra þessum sjúklingum, verði að fá „hjálp þeirra, sem það viljigera". Ef til vill er þetta skrifað með hliðsjón af því ákvæði í brezku Iöggjöfinni sem segir: „Enginn Hingað til, þ.e. á meðan aðgerðin er læknisfræðilegs- og þjóðfélagslegs eðlis, vinnur hjúkrunarkonan sinn hluta starfsins sem hvert annað skyldu- starf. En þegar fóstureyðingar eru framkvæmdar „eftir pöntun" hjá heilbrigðum konum, sem búa við góðar félagslegar aðstæður, þá horfir málið öðruvísi við. Þá vaknar spurningin um mismunun á röngu og réttu. En ef til vill gerir samfélagið ekki lengur þá kröfu til þessara starfsstétta, að þær geri greinarmun á röngu og réttu, heldur viðurkenni þá sið- gæðisvitund, sem segir að „til- gangurinn helgi meðalið". Fram að þessu hafa þær konur, sem fengið hafa fóstureyðingu framkvæmda á Fæðingar- og NÝR HEIMS- MEISTARI Suður-Afrfkubúinn Arnold Taylor vann til heimsmeistara- titilsins i hnefaleikun. bantamvigtar með þvf að sigra Mexikóbúann Romeo Anaya f 14. og næst síðustu lotu keppni þeirra, sem fram fór f Jo- hannesburg fyrir skömmu. Anaya var titilhafi. Leikurinn þótti mjög grófur og báðir hnefaleikararnir voru illa á sig komnir að honum loknum. Um ábyrgð og Glistrup GRATULERER Glistrup frændi! Danir, vinir vorir og frændur virðast vera búnir að fá nög af sósíalistavellunni í krataflokkunum í miðið. Hinn sjálfbjarga maður hefur gefið hinum „ábyrgu atvinnupólitík- usum" spark í rassinn, því að þeir hafa gleymt hagsmunum og vilja hans vegna velferðar- dekursins. Enda er Gylfi harmi lostinn. Þetta ætti að vera okkar „ábyrgu" pólitfkusum ábend- ing um að aðgæta hvar þeir standa. Sem betur fer fyrir þá, er enginn Glistrup á ferðinni í islenzkum stjórnmálum. ís- lendingar hafa bara Bjarna Guðnason og hann segir, að Glistrup sé „hitlerstýpa". Bjarni er nýbúinn að stofna fiokk utan um sjálfan sig. Á þennan flokk smellti hann gömlu og góðu nafni, sem var á lausu — Frjálslyndi flokkur- inn. Þö var nafnið Þjóðernis- sinnaflokkurinn laust líka. Flokkurinn er þó ekki frjáls- lyndari en það, að herstöðva- komplex Bjarna er ófrávíkjan- legt boðorð í þeirri sveit. Annars er það víst, að Bjarni hefur höfðað til margra með málflutningi sínum um sam- tryggingu hinna „ábyrgu" stjórnmálaflokka. Ilins vegar verða einræðistilhneigingar hans sjálfs og þröngsýni, m.a. í herstöðvamálinu, þess vald- andi, að hann vinnur ekki Glistrupsigur hér á landi. Og fyrir það, að Bjarni er B.jarni. en ekki Glistrup, mega hinir „áb.vrgu" pólitíkusar þakka sínum sæla. Það verður fröð- legt að sjá, hverju fram vindur í Danmörku — hver „ábyrgð' þeirra ómissandi „ábyrgu" verður. Nýlega var engin ríkisstjórn f Belgíu svo mörgum mánuð- um skipti. Belgir sögðu, að hlutirnir hefðu síður en svo gengið verr þann tíma, ef ekki bara betur. Maður, sem gerir lítið á vinnustað, má ekki láta sig vanta. Þá sæju menn, að hann léti ekki eftir sig neitt pláss. En við getum litið yfir hrak- farasögu íslenzkra efnahags- mála og spurt: Hvar er „ábyrgðin?" Ilver verður „áb.vrgð' Lúðvíks eftir að hann hefur þvingað fslenzk fyrirtæki i gjaldþrot eða rekstrarstöðvun í gegnum verðlagsnefnd? Ilver verður „ábyrgð" verkalýðsforustunn- ar eftir næsta gengisfall? Ilver er „ábyrgð" Ölafs Jóhannes- sonar á meira en 20% verð- bólgu, sem er meira en annars staðar gerist, þó svo að Halldór E. sé „alltaf að basla við hana"? Ætli þeir fái ekki bara fálka- kross, þegar þeir hætta — þ.e.a.s. ef Bjarni verður ekki búinn að leggja orðuna niður. Halldór Jónsson verkfr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.