Morgunblaðið - 29.12.1973, Qupperneq 1
32 SIÐUR
291. tbl. 60. árg.
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1973
Prontsmiðja Morgunblaðsins
Noregur:
Nægar sannanir
gegn njósnurunum
Fulltrúar Norðurlanda komu saman f Stokkhólmi f dag til aS ræða samræmdar aðgerðir
Norðurlanda f olfumálum. A myndinni eru frá v. Guðmundur I. Guðmundsson sendiherra, Loe
Neuvo, frá Finnlandi, H. Christiansen, frá Danmörku, Jens Evensen, frá Noregi, Kjell Olof Feldt, frá
Svfþjóð, Ingvald Ulvensen, frá Noregi, og Rune Jóhannsson, sem einnig er frá Svíþjóð.
Bergen, 28. des. NTB.
LÖGREGLAN f Bergen hefur
nægar sannanir undir höndum til
að höfða töluvert umfangsmikið
njósnamál á hendur Pólverjan-
um WojzekGulgowskisemhefur
verið handtekinn í Bergen, og í
athugun er. hvort vísa skuli
sendiráðsritara pólska sendiráðs-
ins í Osló úr landi, en hann var sá,
sem Gulgowski afhenti upp-
lýsingar þær, er hann safnaði.
Lögreglan upplýsti í dag að Gul-
gowski, senj verið hefur starfs-
maður við háskólann í Bergen,
hefði fyrir nokkru sótt um stöðu
við tölumiðstöð norska rikisins, í
Osló, en lögreglan hafi varað við
því, að honum yrði veitt staðan.
Gulgowski virðist einkum hafa
njósnað um landa sína, sem bú-
settir eru í Noregi, en hann hefur
einnia stundað njósnir á öðrum
sviðum, sem lögreglan vill ekki
skilgreina-að svo komnu máli.
Lögreglustjórinn í Bergen sagði
fréttamönnum i dag, að þótt málið
væri nokkuð umfangsmikið.
kæmu þar ekki mjög margir við
sögu. Ekki lægju fyrir neinar
þær upplýsingar, sem bentu
til þess, að Pólverjinn væri
hlekktur í njósnarahring.
Ekkert benti til þess að
sendiráðsritarinn pólski hefði
aðra menn á sínum snærum
hefði aðra menn á sínum snærum
en Gulgowski, og engir norskir
ríkisborgarar væru viðriðnir mál-
ið. Ekki hefur enn verið tekín
ákvörðun um, hvað gera skyldi
við Gulgowski eða sendiráðsritar-
ann.
Bretland:
Aðeins meiri líkur á samn-
ingum við námaverkamenn
Yfir 400 þúsund hafa þegar misst atvinnu í Bretlandi yfirÞessaprðsenttöiu.Meðaiann-
London, 28. desember, AP.
NTB.
TÆKNIMENN við raforkuver í
Bretlandi ákváðu óvænt f dag að
ganga að launatilboði rfkisstjórn-
arinnarog hefja aftur fulla vinnu
og námaverkamenn féllust á að
halda aukafund í dag og er því
aðeins bjartara útlit en verið hef-
ur undanfarna daga. Astandið er
þó enn mjög alvarlegt. Rúmlega
400 þúsund manns hafa þegar
misst atvinnuna og búist er við að
sú tala fari yfir eina milljón fljót-
lega eftir áramót.
Jafnvel þótt samningar takist
við námaverkamenn um eða strax
eftir áramótin verður ekki komist
hjá því að stytta vinnuvikuna nið-
ur í þrjá daga um nokkurt skeið
að minnsta kosti og það mun leiða
til þess að fjölmörg fyrirtæki og
verksmiðjur verða að draga mjög
úr starfsemi sinni eða jafnvel
leggja hana alveg niður. Það leið-
ir svo aftur til þess að hundruð
þúsunda missa vinnuna.
Námaverkamenn hafa sett
fram launakröfur, sem eru tölu-
vert hærri en þau 13 prósent sem
er mögulegt að veita samkvæmt
áætlunum stjórnarinnar um að
draga úr verðbólgu í landinu. A
fundinum í dag var einkum rætt
um, hvernig hægt væri að bæta
kjör námamanna án þess að fara
ars hefur komið til umræðu að
þeir fái greitt kaup fyrir þann
Framhald á bls. 18
Þjóðhátíðarárið
hefst með bœn
og þakkargjörð
Biskup íslands beinir þeim
tilmælum til presta. að þess
verði minnst við guðsþjónust-
ur á nýjársdag, að afmælisár
byggðar á tslandi er runnið
upp. Óskar hann þess, að þjóð-
hátfðarárið 1974 hefjist með
bæn og þakkargjörð í kirkjum
landsins.
(Frá brskupi tslands)
Óbreyttur borgari for-
sætisráðherra Spánar?
Madrid, 28. desember, NTB.
ÞAÐ eru nú töluverðar Ifkur til
þess, að óbreyttur borgari verði
forsætisráðherra Spánar í fyrsta
skipti á 34 ára valdatímabili
Franco- stjórnarinnar. Rfkisráðið
hefur að undanfiirnu setið á fund-
um til að ræða, hver skuli verða
eftirmaður Carrero Blanco, sem
var myrtur fyrir átta dögum og
Minnkandi
verðbólga
í Ameríku
Washington, 28. desember, AP
YFIRMAÐUR efnahagsráðgjafa-
nefndar Nixons forseta sagði í
dag, að verðbólga yrði áfram mik-
il á fyrrihluta ársins 1974, en að á
síðari hluta ársins ætti hún að
minnka niður i um 4,5 prósent.
Hann viðurkenndi, að ýmsir ófyr-
irsjáanlegir atburðir gætu auðvit-
að breytt þessu, en taldi þetta
mjög nærri lagi miðað við þróun-
ina eins og hún er nú.
hefur orðið sammála um að til-
nefna þrjá menn.
Efstur á þeim lista er Torcuato
Fernandez Miranda aðstoðarfor-
sætisráðherra, sem hefur gegnt
störfum Blancos síðan hann beið
bana.
Ríkisráðið var að sögn sammála
um, að Miranda væri langheppi-
legasti eftirmaðurinn, jafnvel
áður en það kom saman til að
ræða málið. Hann nýtur einnig
stuðnings margra annarra vold-
ugra stjórnmálamanna.
Miranda er 59 ára gamall,
prófessor i lögfræði og fyrrver-
andi kennari Juan Carlos, prins,
sem Franco hefur skipað eftir-
mann sinn.
Samkvæmt stjórnarskránni hef-
ur Franco frest til sunnudags til
að skipa einhvern af þeim þrem-
ur, sem ríkisráðið tilnefndi sem
eftirmann Blancos.
Hinir tveir, sem til greina
koma, eru að sögn Juan Castanon
de Mena, hershöfðingi og fyrrver-
andi hermálaráðherra, og Pedro
Nieto Antunez, fyrrverandi flota-
málaráðherra.
Hlutverk ríkisráðsins spánska
er að „vera Ieiðtoganum (Franco)
til aðstoðar í sérlega mikilvægum
Genf, 28. des., AP—NTB.
FULLTRÚAR samningamanna
tsraela og Egypta í Genf til-
kynntu f dag, að náðst hefði sam-
komulag um ýmis atriði, er varða
heimköllun herja aðilanna frá
Suezskurði. Ekki var skýrt nánar
hvað þetta þýddi, enda gerðu
Egyptar og ísraelar með sér
samning strax í upphafi um að
skýra ekki jafnóðum frá þvf í
smáatriðum, sem gerðist á fund-
unum.
Næsti fundur verður haldinn 2.
janúar næstkomandi að afloknum
kosningunum í ísrael, sem
haldnar verða tveim dögum áður.
Moshe Dayan, varnarmálaráð-
herra ísraels, sagði í dag, að ef
samkomulag næðist um, að báðir
aðilar kölluðu heri sína heim frá
Suezsvæðinu, gæti það verið skref
í friðarátt, en þó yrði að fara að
öllu með gát.
Ráðherrann sag.ði þetta á fundi
með samtökum ísraelskra verk-
fræðinga og sagði ennfremur, að
heimköllun herja myndi óhjá-
kvæmilega lækka spennuna á um-
ræddu svæði, þar sem vopnahlés-
brot væru daglegur viðburður.
Hann lagði þó áherzlu á, að Israel
mætti á engan hátt fá verri víg-
stöðu.
Dayan sagði, aðstjórninni hefði
verið kunnugt um það fyrirfram,
að Arabar hefðu yfir að ráða
nýjum eldflaugum, en viður-
kenndi, að hann hefði persónu-
lega ekki metið „getu" þeirra
rétt. Hann viðurkenndi einnig, að
hann hefði ekki talið mögulegt, að
Egyptar gætu lagt flotbrýr yfir
Suezskurð á fjórum tímum, eins
og þeir gerðu í upphaf i stríðsins.
Henry Kissinger situr fundina í Genf og gefur hér V-merkið (sigur-
tákn Churchills), þegar hann kemur til hallarinnar.
Miðar í samkomulags-
átt á Genfarráðstefnu
málefnum ríkisins". I því eiga
sæti fulltrúar úr þjóðþinginu,
hernum, verkalýðshreyfingunni,
réttarkerfinu og frá borgaraleg-
um yfirvöldum.