Morgunblaðið - 29.12.1973, Page 2

Morgunblaðið - 29.12.1973, Page 2
 2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1973 % 'i 4 28 millj. kr. gengis- tap hjá Alafossi NÚ ligMur fyrir að gengishækkun krónunar mun valda Aiafossi lim 28 millj. króna tjóni á þessu ári, sem nú er að líða, að sögn Haf- steins Baldvinssonar. stjórnarfor- manns fyrirtækisins. Um horfurnar á næsta ári sagði Hafsteinn, að fyrirtækið hefði möguleika á að selja framleiðslu- vörur til Bandaríkjanna fyrir um 160 milljónir króna á árinu 1974, en sagði að því miður væri verðið á Bandaríkjamarkaði ekki nógu hagstætt um þessar mundir og því ekki útséð um það hvernig færi. Mvndin var tekin í einum sölustað hjálparsveitarinnar. Skátar selja flugelda til styrktar hjálparsveitinni IIJAúPARSVEIT skáta í Reykjavík mun nú sem fyrr efna til flugeldasölu til styrkt- ar starfsemi sveitarinnar. Hef- ur hjálparsveitin komið upp sjö sölustiiðum víðs vegar um borgina, þar sem flugeldar af ýmsum gerðum eru á hoðstól- Flugeldasalan hefur löngum verið helzta tekjulind hjálpar- sveitarinnar og öllum ágóða af henni verið varið til reksturs- ins á sveitinni árið eftir. Hins vegar hafa nú fleiri félagasam- tök tekið upp þennan háttinn og nota ágóðann til líknarstarf- semi. Eru þá flugeldarnir boðn- ir til sölu við húsdyr, og finnst skátum það heldur ósanngjarnt og raunar óleyfilegur sölumáti, því töluvert strangt öryggis- eftirlit er með sölu verzlana, sem selja flugelda vegna eld- hættunnar sem þeim er sam- fara. inn í Björgvin látinn EILIF Asbo bankastjóri, ræðis- maður tslands í Björgvin, er ný- látinn, 68 ára að aldri. Asbo var lögfræðingur að mennt, en varð bankastjóri í Larvik 1936, síðan í Skien og loks við Vestlands- banken í Björgvin 1955. Því starfi gegndi hann til ársins 1972, er hann varð formaður bankaráðs- ins. Asbo var maður mjög vel látinn og kom það greinilega fram við Hljóp fyrir bíl Tvítugur piltur slasaðist, hlaut m.a. beinbrot, er hann hljóp i veg fyrir bil á Strandgötu í Hafnar- firði á fimmtudagskvöldið. Piltur- inn var ölvaður og hefur áður stundað þennan leik. Langur sáttafundur með útgerðar- og siómönnum jarðarför hans. Kransar bárust m.a. frá sendiráði íslands í Oslo og íslendingafélaginu í Björgvin. Eilif Ásbo var mikill íslands- vinur, og varð íslenzkur ræðis- maður 1966. Naut hann mikils trausts í því starfi sem öðrum. Hornfirðingar bíða Bjarna Höfn, Hornafirði — 28. desember ÁSTANDIÐ í rafmagnsmálum hefur verið með skásta móti í dag. Alls staðar þar sem hús eru kynnt með rafmagni, hefur hita verið haldið á þeim með olíuofnum og þau þannig vernduð gegn frost- skemmdum. Nú bíða menn aðeins Bjarna Sæmundssonar, sem leysa á rafmagnsskortinn hér að ein- hverju leyti til bráðabirgða, en skipið er væntanlegt í nótt eða á morgun. Var í dag unnið að því að leggja línu frá höfninni. -Fréttaritari Islenzki ræðismaður- SATTASEMJARI ríkisins, Torfi Hjartarson hélt í gær fund með samninganefndum útgerðar- manna og sjömanna. Hófst fund- urinn kl. 2 og lauk honum á níunda tímanum í gærkvöldi. Torfi hefur boðað nýjan fund með fulltrúum samhandanna kl. 2 í dag. Þetta var fyrsti sáttafundur þessara aðila með sáttasemjara og takist samningar ekki á næstunni, má búast við, að sjómenn leggi niður störf. Eins hafa útvegs- menn ákveðið að stöðva fiski- skipaflotann um áramót, ef stjórnvöld hafa þá ekki gert við- hlítandi ráðstarfanir til að hægt verði að gera út á árinu án stór- kostlegs tapreksturs. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að enn hefði ekkert heyrzt frá stjórnvöldum um þá ákvörðun LlU að stöðva fiskskipaflotann um áramót, ef ríkisstjórnin hefur ekki gert þær áðstafanir, sem þarf til að hægt verði að gera út fiskiskip á næsta ári. Hann sagði, að enn væri útlitið svart um það, hvort samningar milli útgerðar- manna og sjómanna tækist á næstunni. Jón Sigurðsson, formaður Sjó- mannasambands ísiands sagði, að sjómenn færu fram á töluverða 'hækkun á kauptryggingu. Krafizt væri 36 þús. kr. á mánuði fyrir hásetann, fyrir mann sem hefði IVí i hlut væri krafizt kr. 45 þús. í grunnkaup og fyrir 1. vélstjóra væri krafizt 54 þús. í grunnkaup. Þá sagði Jón, að sjómenn færu fram á 10-12% hækkun á aflahlut, en mjög væri misjafnt hvernig sú aflaskipting ætti að fara fram, það færi eftir stærð báta og fjölda skipverja. Mjög harður árekstur MJÖG harður árekstur varð milli jeppabifreiðar og stórrar malar- flutningabifreiðar innarlega á Kleppsvegi um kl. 17 á föstudag. Mun jeppabifreiðin ónýt eftir. Farþegi f henni skarst á andliti, en ökumaður slapp með skrámur. Malarflutningabifreiðin mun talsvert skemmd, en ökumann hennar sakaði ekki. Leikfélag Reykjavíkur frum- sýnir VOLPONE í kvöld veiðar í landhelginni I kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur jölaverkefni sitt, gamanieikinn Volpone, sem upp- haflega var ritaður árið 1604, en endurritaður um 1920 af Stefáni Zweig og upp úr því var Volpone kallaður gleðileikur. Volpone var áður sýndur í Iðnó 1949 og með- al leikara þá var Brynjólfur Jó- hannesson, sem nú leikur aftur sama hlutverk og þá. Leikstjóri í Volpone er Steindór Hjörleifsson, en leikmyndir gerði Steinþór Sigurðsson. Leikarar eru: Helgi Skúlason, Pétur Einarsson, Guðmundur Pálsson, Brynjólfur Jóhannesson, Jón Sigurbjörnsson, Valgerður Varðúti KRUFNING var í gær gerð á líki Öskars Braga Björnssonar, sem fannst látinn skammt frá húsinu Þinghóli í Sandgerði á fimmtu- dagsmorguninn. Grunur lék á, að Öskar hefði lent f átökum nóttina áður og við yfirheyrslur í gær kom fram, að hann hafði lent í átökum við húsráðanda í Þinghóli í Sandgerði um nóttina og verið kastað þar út. Hins vegar leiddi krufningin í Ijós, að Öskar hafði ekki látizt af vöidum áverka, sem hann hlaut í ryskingunum, og mun hann því hafa orðið úti. Dan, Sigurður Karlsson, Sigríður Hagalín, Karl Guðmundsson, Kjartan Ragnarsson, Magnús Rafnsson, Jóhann Steinsson og Daníel Williamsson. Nánar verður um sýninguna í blaðinu á morgun. Ný lög um MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá sjávarútvegsráðuneytinu um lög um veiðar með botnvörpu, flot- vörpu og dragnót í fiskveiðiland- helginni: Forseti Islands hefur í dag stað- fest lög um veiðar með botn- vörpu, flotvörpu og dragnót í fisk- veiðilandhelginni og taka þau gildi 1. janúar 1974. í lögum þess- um eru tæmandi taldar allar heimildir íslenskra skipa til notk- unar ofangreindra veiðarfæra í fiskveiðilandhelginni. Eins og í eldri lögum er gert upp á milli skipa með tilliti til stærðar þeirra þannig að minni skip fá á vissum svæðum að veiða nær landi en þau, sem stærri eru. Eins og áður er um að ræða þrjá stærðarflokka skipa, þ.e. skip minni en 105 brúttó rúmlestir, skip minni en 350 brúttó rúmlestir og skip stærri en 350 brúttó rúmlestir. Skuttogarar með aflvél 1000 bremsuhestöfl eða stærri falla í hinn síðastnefnda flokk skipa jafnvel þótt þeir mælist minni en 350 brúttó rúmlestir. Meðfylgjandi uppdráttur sýnir heimildir íslenskra skipa til botn- vörpu og flotvörpuveiða í fisk- veiðilandhelginni samkvæmt hin- um nýju lögum. I hinum nýju lögum er að finna allmörg nýmæli og breytingar frá eldri lögum og skal sérstaklega á það bent að viðurlög við brotum hafa verið þyngd verulega. í ákvæðum um sektir er nú miðað við sömu stærðarflokka og i ákvæðum um veiðiheimildir þannig að sektir verða þyngri eft- ir þvf sem skipin eru stærri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.