Morgunblaðið - 29.12.1973, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1973
3
BRJÓSTMYND af dr. Alex-
ander Jóhannessyni, fyrrum
rektor Háskóla tslands, var af-
hjúpuð við hátíðiega afhöfn f
fordyri hátíðarsalar Háskólans
í gær. Brjóstmyndin er gjöf frá
Happdrætti Háskóla Islands,
sem f tilefni 40 ára afmælis
sfns vildi heiðra minningu dr.
Alexanders.
Guðlaugur Þorvaldsson rekt-
or setti athöfnina og minntist
dr. Aiexanders og starfa hans í
þágu Háskóla íslands, einkum í
byggingarmálum. Minnti hann
og á þátt dr. Alexanders í þvi að
hugmyndin um stofnun
Happdrættis Háskólans komst á
rekspöl, en það hefur síðan
verið sá burðarbiti er allar
framkvæmdir Háskólans hafa
hvílt á. Menntamálaráðherra,
Magnús Torfi Ólafsson, flutti
ávarp og fór hlýjum orðum um
minningu dr. Alexanders. Sagði
hann m.a. að það ætti vel við að
Happdrætti Háskóla íslands
skyldi minnast 40 ára afmælis-
ins með því að minnast þess
manns sem hvað ötulast hefur
unnið í þágu æðri menntunar f
landinu. Sagði menntamálaráð-
herra, að með störfum sínum í
þágu Háskólans hefði dr. Alex-
ander reist sér verðugan
minnisvarða og yrði minningu
hans á loft haldið um ókomin
ár.
Eftirlifandi kona dr. Alex-
anders, Heba Geirsdóttir, af-
hjúpaði síðan brjóstmyndina,
sem er eftir Ríkharð Jónsson.
Heba Geirsdóttir afhjúpar brjóstmvndina af dr. Alexander. Til hægri eru Guðlaugur Þorvaldsson
rektor og kona hans Kristfn Kristinsdóttir. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Brjóstmynd af dr.
Alexander Jóhannes-
syni afhjúpuð í H.Í.
Vinstri stjórn ábyrg
fyrir raforkuskorti
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi ályktun, sem gerð
var á fundi stjórnar SUS hinn 20.
des. sl.
Brauzt inn í
5 verzlanir
BROTIZT var inn í fimm verzl-
anir í Miðbæ við Háaleitisbraut í
fyrrinótt og stolið skiptimynt og
fleiru. Ibúa við Fellsmúla varð
litið út um glugga um nóttina og
sá þá gluggatjöld í einni verzl-
uninni blakta fyrir vindi. Hringdi
hann þá í lögregluna og fór síðan
á staðinn og stóð þar vörð þar til
lögreglan kom. Er lögreglubifreið
var á ferð neðar á Háaleitisbraut-
inni sáu lögregluþjónarnir grun-
samlegan mann á gangi. Var mál-
ið kannað og reyndist hann vera
skorinn og blóðugur og með alla
vasa fulla af skiptimynt. Var þar
kominn innbrotsþjófurinn úr
Miðbæ. Var hann ölvaður og
skorti fé og hafði hugkvæmzt að
afla sér þess með innbrotsþjófn-
aði.
Innbrot í
r
Arbæjarskóla
BROTIZT var inn í Árbæjarskóla
aðfararnótt sl. föstudags og stolið
nokkur þúsund krónum í reiðufé
úr hirzlu á skrifstofu og úr matar
og kaffisjóði kennara skólans.
„Stjórn S.U.S. vekur athygli á,
að þau vandamál, sem við ts-
lendingar eigum við að stríða í
orkumálum, eru fyrst og fremst
þeim mönnum að kenna, sem nú
sitja f ríkisstjórn.
Ungir sjálfstæðismenn benda á,
að á viðreisnartímabilinu börðust
núverandi ráðherrar gegn upp-
byggingu innlendra orkuvera og
töldu landráð að fá erlent fjár-
magn til að gera okkur kleift að
ráðast í stórvirkjanir.
Ungir sjálfstæðismenn minna
á, að við valdatöku vinstri stjórn-
arinnar var ýmsum tillögum í
orkumálum, sem unnið var að á
viðreisnartímanum, varpað fyrir
róða, og ný stefna í orkumálum
var mótuð. Afleiðingar þessa eru
að koma í ljós. Fólk flýr hús sín
vegna rafmagnsskorts og talið er,
að Norðurland fái ekki raforku til
atvinnuuppbyggingar fyrr en eft-
ir 3—5 ár. Magnús Kjartansson
orkumálaráðherra hendir 200
milljónum í raflfnu, sem ekkert
rafmagn fer um.
Orkustefna rfkisstjórnarinnar
er enn eitt dæmi um, hver ðfagn-
aður hlýtzt af setu þessarar ríkis-
stjórnar. Þvf ber henni að segja
af sér.“
Haraldur Júlíusson,
kaupmaður, látinn
Haraldur Júlíusson kaupmaður
lézt á Sauðárkróki að morgni 27.
des.
Haraldur Júlíusson var fæddur
þ. 14. febr. 1885 á Barði við Akur-
eyri. Foreldrar hans voru Júlíus
Kristjánsson á Barði og kona hans
María Flóventsdóttir, er þar
bjuggu lengi.
Haraldur stundaði nám við
gagnfræðaskólann á Akureyri, en
fluttist vorið 1912 til Sauðárkróks
til* Kristins P. Briem kaupmanns,
sem þá var að hefja verzlunar-
rekstur og vann við verzlun hans
til 1919. Þá hóf hann eigin verzl-
un og rak hana til dauðadags og
nú síðast í félagi við son sinn.
Haraldur var mjög virtur sem
verzlunarmaður á Sauðárkróki og
hafði ýmis trúnaðarstörf á hendi,
og tók m.a. þátt í rekstri Út-
gerðarfélags Sauðárkróks.
Haraldur Júlíusson var kvænt-
ur Guðrúnu Bjarnadóttur, sem
látin er fyrir nokkrum árum.
Ovæntur
gestur hjá
Orlofsky
EINS OG getið var í Mbl. í gær
fögnuðu frumsýningargestir
Þjóðleikhússins á annan í jól-
um mjög leiksýningunni á
Leðurblökunni.
Það, sem einkum vakti at-
hygli, var óvæntur gestur, sem
kom í veizlu Orlofskys og söng
þar lag eftir höfund óperett-
unnar Jóhann Strauss.
Þetta er gamall siður-, að
frægir listamenn komi óvænt
fram í þessu atriði óperett-
unnar.
A hljómplötu Herberts von
Karajan koma t.d. allmargir
frægir listamenn fram.
A frumsýningunni í Þjóð-
leikhúsinu var hinn óvænti
gestur Guðrún A. Simonar, en
samkvæmt uppiýsingum
Sveins Einarssonar þjóðleik-
hússtjóra mun ætlunin, að
áframhald verði á þessu og
mun nýr og óvæntur gestur
koma fram á hverri sýningu.
Albert Guðmundsson:
Þak á útgjöldin
Peningur til minja um
Lýst eftir vitni 1100 ára byggð gerður
Á milli kl. 13 og 18 annan dag
jóla var ekið á rauðleita nýja
Morris-bifreið, R-36975, við Háa-
leitisbraut 20 og vinstra aftur-
bretti hennar dældað. í skemmd-
unum var gulur litur með græn-
um blæ og bendir það til þess, að
bifreiðin, sem tjóninu olli, hafi
verið þannig á litinn. Þeir, sem
kynnu að geta gefið upplýsingar
um ákeyrsluna, eru beðnir að Iáta
rannsóknarlögregluna vita.
MINNISPENINGUR um 1100 ára
byggð á tslandi verður gefinn út f
byrjun ársins og verður hann af-
hentur f febrúarmánuði n.k.
Allur ágóði af sölunni rennur til
lfknarmála.
Peningurinn er teiknaður og
grafinn í mót af Bárði Jóhannes-
syni og framleiddur af honum
ásamt gull- og silfursmiðjunni
Ernu.
Upplag minnispeningsins er
takmarkað. Slegnir verða 100
peningar í 22 karata gull og er
þyngdin 53 grömm. Hann kostar
37 þúsund krónur. I silfur verða
slegnir 400 peningar, þyngdin er
36 grömm, verðið 4.500 krónur. 1
kopar verða slegnir 1000 pen-
ingar, þyngdin er 36 grömm,
verðið er 3 þúsund krónur.
Minnispeningarnir verða
númeraðir og afgreiddir í öskjum.
Við afgreiðslu fjárhagsáætlun-
ar Reykjavíkurborgar skömmu
fyrir jól gerði Albert Guðmunds-
son borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins sérstaka bókun, þar
sem hann lýsti þeirri skoðun
sinni að setja ætti sérstakt þak á
útgjaldaáætlun hverju sinni,
þannig að hún rúmaðist innan
ramma álagningarreglna, sem
ákveðnar hefðu verið fyrirfram.
Bókun Alherts Guðmundssonar
er svohljóðandi:
„Albert Guðmundsson vill
leggja áherzlu á þá skoðun sína að
stefna beri að því að breyta álagn-
ingaraðferðum ríkis og sveitar-
félaga á þann hátt, að álagningar-
reglur séu ákveðnar áður en út-
gjaldaliðir og framkvæmdaáætl-
anir eru gerðar, þannig að ekki
verði gerðar hærri útgjaldaáætl-
anir en þær, sem rúmast innan
þeirrar upphæðar, sem er þannig
samþykkt hverju sinni. Stefna
ber að þvi, að hver einstaklingur
haldi eftir af heildartekjum
sínum hærri hundraðshluta en nú
er. Til þess að svo megi verða,
verður smátt og smátt að draga úr
framkvæmdum þess opinbera
minnka það, sem kallað er sp-
neyzla, og gæta ítrasta sparm
öllum útgjöldum. Þess’ laUÚ
verður bezt náð með ofai.&.eindri
takmörkun á skattheimtu í formi
ýmiss konar álagningargjalda,
sem nú hvíla þungt á Reykvíking-
um og raunar íbúum þessa
'Iands.“