Morgunblaðið - 29.12.1973, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.12.1973, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1973 7 7> ÍT(J í ' ' .'u < ÍNeUrjjorkjEtmesi ns\ 'V. f Eftir J. Kandell Buenos Aires —. MÁNUDAGURINN 26. nóv. leið og þótt allir væntu komu Perons forseta til stjórnar- setursins hélt hann kyrru fyrir í húsi sínu í úthverfi höfuðborg arinnar, þar sem hann klæddist ekki einu sinni. Peron var að ná sér eftir veikindi, sem í opin- berum tilkvnningum voru köll- uð lungnakvef. Föstudags- kvöldið 23. nóvember flutti Peron 90 sekúndna langt sjónvarpsávarp frá heimili sínu, í þeim tilgangi að hnekkja orðrómi, sem kom- izt hafði á kreik, um að hann væri nær dauða en lífi. Þá sagði hann: „Ýmsir halda, að ég sé dauðans matur, en svo er ekki — ekki enn.“ Peron virðist að vísu ekki vera orðinn heilsulaus, en veik- indi hans hafa opnað augu þjóð- arinnar, jafnvel æstustu stuðningsmanna forsetans, fyr- ir því, að hann er orðinn gamall og sjúkur, og kannski ófær um að veita þá stjórnmálalegu for- ystu, sem margir höfðu treyst honum til. Þegar eftir síðustu forseta- kosningar tók Peron stjórnar- taumana algjörlega í sínar eig- in hendur, án þess að útnefna eftirmann, sem þjóðin sætti sig við. Þess vegna valda veikindi hans nú sívaxandi áhyggjum í Argentínu. Þegar Peron lætur af embætti, eða fellur frá, blas- ir ekkert annað en pólitískt tómarúm við í Argentínu. Eng- inn virðist vera fær um að taka við af Peron og halda í skefj- um hinum sundurleitu hags- munahópum, — sízt af öllu frú Isabel Peron, sem gegnir emb- ætti varaforseta landsins, en hefur enga reynslu í stjórnar- störfum. Ástandið í landinu er ömur- legt. Hópar hægri- og vinstri- sinnaðra öfgamanna hika ekki við að beita ofbeldi og hafa sig sífellt meira í frammi, jafnvel nú þegar Peron hefur góð tök á Er *. Peron fœr um að málum. Þess vegna er hætt við að alda ofbeldisverka ríði yfir þegar takinu sleppir. Fyrir skömmu skutu marxistiskir öfgamenn banda- rískan kaupsýslumann til bana. Peron hefur heitið því, að ganga á milli bols og höfuðs á skæruliðahópnum, en svo virðist sem þeir sæki að stjórn- inni, þar sem hún er veikust fyrir, og fæli erlenda aðila frá því að leggja fé í argentínsk fyrirtæki. En stjórnvöldin vilja ekki láta standa upp á sig. Lög- reglumenn skutu tvo marxistiska skæruliða til bana fyrir skömmu og vinstri sinnað- ur verkalýðsleiðtogi úr hópi Peronista, sem tekinn var höndum var látinn sæta pyntingum áður en honum var sleppt. Fyrir stuttu síðan gaf fulltrúi Peronista eftirfarandi yfirlýsingu: „Við getum ekki falið ofbeldið, en hugsið ykkur hve miklu meira væri um það, ef Perons nyti ekki við.“ Peron var kosinn forseti í veita forustu? þriðja skipti í septembermán- uði síðastliðnum. Hann hét að koma á lögum og reglu í þjóð- félaginu, en skæruliðaflokkarn- ir, sem eru bein afleiðing hinna mörgu herforingjastjórna, er ráðið hafa í landinu siðan Peron var hrakin frá völdum árið 1955, hafa skyggt mjög á embættisárangur hans. Helzta afrek Perons á for- setastóli er, hve mjög honum hefur tekizt að hefta verðbólgu- vöxtinn, Peron beitti í því við- fangi hinum miklu vinsældum sínum, og sennilega hefði eng- um nema honum tekizt að koma á algjörri kaup- og verð- bindingu, sem hefur haldið framfærsluvísitölunni stöðugri í hálft ár. Forráðamenn ýmissa fyrirtækja hafa lýst því yfir, að þeir séu neyddir til að selja vöru sína undir kostnaðarverði, en engu að siður hefur verðlag haldizt stöðugt og jafnframt hefur dregið úr óánægju al- mennings, — í bili að minnsta kosti. Enginn nema Peron hefði verið fær um að stjórna hreins- unum í hópi vinstrisinnaðra fylgismanna hans, án þess að af hlytist klofningur í flokknum. 'Á undanförnum vikum hafa vinstrisinnar orðið að sætta sig við að flokksskrám væri lokað, samþykkt gerð, sem tryggir hægrisinna í ýmsum stöðum, en hrekur þá sjálfa úr áhrifastöð- um innan verkalýðshreyfingar- innar. Þar sem þeir hafa þótt heldur óþægir, og loks hafa vinstri sinnar orðið að sætta sig við að leiðtogar þeirra yrðu fyr- ir sífelldum árásum, jafnt hug- myndafræðilegum sem likam- legum. Dardo Cabo, einn helzti tals- maður vinstrisinnaðra Peron- ista sagði fyrir skömmu: „I Per- onistahreyfingunni eru bæði lifendur og dauðir, þjóðin og verkálýðurinn. Við eigum í styrjöld, þar sem við höfum for- ingja og stjórnanda. Þótt okkur greini stundum á er það alltaf Peron, sem gefur fyrirskipan- ir.“ Þetta er skýr aðvörun til hægrisinna í flokknum og annarra íhaldsmanna. Þegar Peron hverfur af sjónarsviðinu er enginn, sem getur haldið hinni sundurleitu hreyfingu saman. Eins og komið hefur fram hér í þættinum var meistaramót Sovétrikjanna nú teflt i deild- um og fór 1. deildar keppnin fram í Moskvu. Keppnin í 2. deild var háð í Tibilis og var baráttan þar ekki síður hörð og skemmtileg, enda deildin betur skipuð en flest alþjóðleg mót, sem haldin hafa verið á árinu. Keppninni í 2. deild lauk með sigri tveggja ungra og efnilegra meistara, en þeir eru R. Vag- anjan, yngsti stórmeistari f heimi og Dzindzjiasjvili. Hlutu þeir 11V4 v af 17 mögulegum. í 3. sæti varð góðkunningi ís- lenzkra skákunnenda, stór- meistarinn Vasjukov með 10V4 v. og fjórði varð Furman með 10 v. Þessir fjórir unnu sér rétt til þátttöku í 1. deild næsta ár. Eg sagði í þætti um daginn, að Davíð Bronstein hefði unnið sér rétt til keppni í 1. deild, en það var ekki rétt. Stafaði sú missögn af vondri rússnesku- kunnáttu minni. En Bronstein var meðal þátttakenda f 2. deild og aðra fræga meistara mátti kenna þar, t.d. Gufeld og Osnos. Að Karpov undant.eknum telja Sovétmenn Vaganjan eitt mesta efni sitt um þessar mundir og við skulum nú sjá, hvernig hann stendur að verki. Skákin var tefld í áðursagðri keppni. Hvftt: Makarytjev Svart: Vaganjan Frönsk vörn 1. e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. Rd2 — Rc6, (Þetta afbrigði á nokkrum vinsældum að fagna um þessar mundir, enda er það ekki eins útþvælt og t.d. 3. — Rf6 eða 3. — c5). 4. Rgf3 — Rf6, (Hér hefur einnig verið reynt 4. — e5 og eftir t.d. 5. dxe5 — dxe4, 6. Rxe4 — Dxdl+, 7. Kxdl — Bg4, 8. Bf4 — 0-0-0+, hefur svartur allnokkra mögu- leika fyrir peðið. 4. — e5 svarar hvítur hins vegar bezt með 5. Bb5). 5. e5 — Rd7, 6. Be2(?) (Alltof hægfara. Algengast er hér 6. Rb3 ásamt 7. Bb5). 6. — f6, (A þessum leik byggist af- brigðið að vissu leyti. Hvítur má ekki fá frið á miðborðinu). Sovétmeistaramótið önnur deild: 7. exf6 — Dxf6, 8. Rfl — e5!, (Svartur fórnar peði til þess að opna taflið. Þannig getur I ann bezt hegnt hvítum fyrir of hægfara taflmennsku). 9. dxe5 (9. Re3 kom ef til vill ekki síður til greina, en erfitt er að segja um, hvor leikurinn er betri). 9. — Rdxe5, 10. Dxd5 — Be6, 11. Db5 — a6!, (Skemmtileg gildra. Ef nú Dxb7 þá 12. — Ha7 og drottn- ingin er fönguð). 12. Da4 — 0-0-0, (Yfirburðir svarts eru nú ljósir. Hann á aðeins eftir að leika biskupnum á f8 út til þess að allt sé reiðubúið til atlögu. Hvítur þarf hins vegar að eyða a.m.k. þremur leikjum í að koma kóngnum í skjól og það tekst honum ekki). 13. Rxe5 — Dxe5,14. c3 ( Svartur hótaði bæði Rd4 og Hd4). 14. — Bb4!! (Glæsileg mannsfórn, sem er upphafið að sókn svarts). 15. cxb4 — Bc4,16. Re3 (16. Dc2 yrði svarað með Rxb4 og ef 16. Rg3 þá t.d. Bb5, 17. Da3 — Hd3, 18. Bf4 — De6, 19. b3 — Hxg3, 20. 0-0 — Hxg2+, 21. Kxg2 — Bxe2 og vinnur). 16. — Bxe2, 17. Kxe2 — Rd4+, 18. Kel — Hhe8, (Furðulegt! Hvítur hefur mann og peð yfir, engu að siður er hann gjörsamlega varnar- laus). 19. Bd2 — De4, 20. Kdl, (Hvíti kóngurinn reynir að flýja, en fer úr öskunni í eld- inn. 20. Kfl var ekki betra vegna 20. — Dd3+ og mát I 4. leik). 20. — Dd3, 21. Hhel — Rb3!, 22. He2 — Rxal, 23. Kel. (Svartur hótaði 23. — Dbl mát). 23. — Hxe3!, (Einfaldast og fljótvirkast). 24. fxe3 — Rc2+, 25. Kdl — Rxe3+, 26. Kel — Dbl+, 27. Kf2 — Rg4+ og hvftur gafst upp. Jón Þ. Þór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.