Morgunblaðið - 29.12.1973, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.12.1973, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1973 16 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar RitstjórnarfuHtrúi Fréttastjóri Augiýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auolýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Eyjólfur KonráS Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10-100 Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 krá mánuði innanlands. í lausasölu 22, 00 kr. eintakið Skömmu fyrir jól kom það í ljós, sem raunar flestir vissu, að kommúnistar leggja meira upp úr bitlingum en mál- efnum. í nóvembermánuði var Alþýðubandalagið reiðubúið til þess að láta auðmýkja sig opinberlega, ef það mætti halda ráð- herrastólunum, þrátt fyrir heiftarlega andstöðu gegn lausn landhelgisdeilunnar og kom þá í ljós, að komm- únistar eru jafnan reiðu- búnir til þess að hverfa frá stefnu sinni til þess að halda völdunum. En á laugardag fyrir jól kom líka í ljós, að þeir Al- þýðubandalagsmenn eru reiðubúnir til þess að hætta miklu til að krækja í bitlingana fyrir sig og sína. Þá var tilkynnt, að Lúðvík Jósepsson bankamálaráð- herra hefði skipað flokks- bróður sinn, Guðmund Hjartarson, bankastjóra við Seðlabankann í beinni andstöðu við álit banka- ráðsins. Bankaráð Seðla- bankans samþykkti með fjórum atkvæðum gegn einu að mæla með Jóhann- esi Elíassyni bankastjóra við Útvegsbankann í bankastjórastarf það, er losnar við Seðlabankann um áramót. Sú ákvörðun Lúðvíks Jósepssonar að skipa Guðmund Hjartarson í þetta embætti, þrátt fyrir afstöðu bankaráðsins, er að sjálfsögðu hrein valdníðsla og stórfellt pólitískt hneyksli, enda fer ekki á milli mála, að Jóhannes Elíasson er mun betur und- ir þetta þýðingarmikla starf búinn en flokksbróðir Lúðvíks, sem hefur unnið sér það helzt til frægðar að annast fjármál kommún- istaflokksins um áratuga skeið. En veiting bankastjóra- embættis Seðlabankans veitti mönnum líka nokkra innsýn í þau heiftarlegu átök, sem staðið hafa milli framsóknarmanna og Al- þýðubandalagsmanna um langt skeið vegna banka- stjóramála. I 2 ár hefur Lúðvík Jósepsson gert ítrekaðar tilraunir til þess að koma Guðmundi Hjart- arsyni að sem bankastjóra við Búnaðarbankann. En allar tilraunir hans til þessa hafa reynzt árang- urslausar, fyrst og fremst vegna andstöðu framsókn- armanna og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Þegar sýnt var, að bankastjóraembætti mundi losna við Seðlabank- ann, gerði Lúðvík 'Jóseps- son framsóknarmönnum ákveðið tilboð. Hann skyldi skipa Jóhannes Elíasson í það starf gegn því, að fram- sóknarmenn tryggðu, að Guðmundur Hjartarson yrði ráðinn í hans stað í Útvegsbankann. Svo mikla áherzlu lögðu framsóknar- rnenn á að fá Jóhannes El- íasson skipaðan banka- stjóra við Seðlabankann, að Ólafur Jóhannesson tók persónulega að sér að tala við bankaráðsmenn stjórn- arflokkanna í Útvegsbank- anum í því skyni að tryggja fylgi þeirra við ráðningu Guðmundar Hjartarsonar. En þótt forsætisráðherr- ann sjálfur beitti sér svo mjög í málinu kom í ljós, að fulltrúi Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna í bankaráði Útvegsbankans neitaði algjörlega að standa að ráðningu Guð- mundar Hjartarsonar og varð þá ljóst, að framsókn- armenn gátu með engu móti fullnægt þvi skilyrði, sem Lúðvík hafði sett fyrir skipun Jóhannesar Elías- sonar í Seðlabankanum. Eftir að það lá þannig Ijóst fyrir, að hvorki i bankaráði Búnaðarbankans n; Kanka- ráði Útvegsbankans var meirihlutafylgi fyrir ráðn- ingu Guðmundar Hjartar- sonar í þessa banka, ákvað Lúðvík Jósepsson að beita embættisvaldi sínu til þess að skipa þennan flokks- bróður sinn í Seðlabank- ann, enda þótt einnig þar væri yfirgnæfandi meiri- hluti bankaráðs annarrar skoðunar. Hér hefur það í fyrsta lagi gerzt, að ráðherra hef- ur beitt valdníðslu gegn meðmælum bankaráðs Seðlabankans. í öðru lagi hefur tilraun til hrossa- kaupa um tvö bankastjóra- embætti farið fram fyrir opnum tjöldum milli Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsins, en mistekizt með öllu. Og í þriðja lagi hefur Lúðvík Jósepsson löðrungað Ólaf Jóhannes- son forsætisráðherra per- sónulega með skipan Guð- mundar Hjartarsonar í Seðlabankann. Hins vegar er athyglisvert, að allar hugsanir stjórnarflokk- anna um bankamál snúast um það eitt, hvernig þeir geta troðið flokksmönnum sínum í hin einstöku bankastjóraembætti. Hins vegar fer lítið fyrir þeim umbótum á bankakerfi landsmanna, sem lofað var í málefnasamningi ríkis- stjórnarinnar fyrir 2XA ári. VALDANIÐSLA LUÐVIKS Völd flokks- ins í hernum verða treyst Eftir C.L. ! ' V''L }LSi ííeúf Ilork Shnes Sulzberger _V • ! \ ■i /V'a’N1, * París. — ARIÐ 1950 gaf IHaó Tse-tung út ritgerð, þar sem m.a. mátti lesa: „Hver einasti Kínverji verður að taka afstöðu til þess, hvort hann vill styðja heims- valdasinna eða sósfalisma. Það er enginn þriðji kostur og ekki er hægt að komast hjá því að taka afstöðu." Um árabil töldu menn sann- an sósíalisma byggjast á fylgi- spekt við stefnu Sovétríkjanna, þótt alltaf væru að vísu þeir menn til, sem leyfðu sér að ef- ast og héldu uppi andmælum. Jafnvel Stalín, sem lifir enn í hugmyndafræði kínverskra kommúnista, var stundum ó- sammála Maó. Honum stóð auð- sjáanlega ekki á sama um, að annað kommúniskt stórveldi, sem reynzt gæti óþægt í taumi, væri í uppsiglingu. Stalín greip sjálfur í taumana og bannaði útgáfu sovézkrar bókar, þar sem stefna Maós fékk góða dóma. Hann var eini pólitíski ráðamaðurinn í heim- inum, sem sendi sendiherra sinn til Kanton með liði Chiang Kai-shek, og loks neyddi hann kínversk stjórnvöld til þess að samþykkja tímabundna dvöl sovézks herliðs í Port Arthur og Dairen. Engu að síður halda Kínverj- ar því fram enn þann dag í dag, að deilur þeirra við Sovétmenn hafi ekki hafizt fyrr en að Stalín látnum. Krúsjeff gerði grín að kínversku landbúnaðar- kommúnunum og reyndi að beita kínversku þjóðina efna- hagslegum þvingunum. Arið 1957 sagði hann einhliða upp samningum um samvinnu á sviði hernaðartækni. Ari síðar hætti Krúsjeff allri samvinnu á sviði verzlunar- og tæknimála og kallaði heim alla sovézka sérfræðinga sem dvöldust í Kína. Sama ár iét Krúsjeff sér sæma að fordæma Kínverja sem „hreina þjóðernissinna". En hann lét ekki þar við sitja. Arið 1962 sendi Krúsjeff Ind- verjum MIG-þotur og hóf þar með til vegs þá stefnu, sem Brezhnev hefur fylgt dyggilega síðan, að reyna að umkringja Kína með því að styrkja ná- granna þeirra. Þessir atburðir urðu til þess, að með kínverskum ráðamönn- um vaknaði löngun til þess að umbylta stöðu alþjóðamála. Þessu voru bandarískir ráða- menn sammála. Kínverjar gátu ekki barizt gegn tveimur risa- veldum í senn og þess vegna gjörbreyttu þeir öllum áróðri sínum og hófu nú að beina skeytum sínum gegn Sovét- mönnum með því að kalla þá heimsvaldasinna. Með því sneiddu Kínverjar fræðilega hjá þriðju leiðinni, sem Maó hafði útilokað. Segja má, að Kínverjar séu að snúa aftur til aldagamallar bar- áttu sinnar gegn öllum barbör- um, en samkvæmt gömlum, kín- verskum kenningum eru allir útlendingar barbarar. Þessi barátta er þeim mun auðveldari sem Kínverjar eru staðfastari í þeirri trú, að deilur Banda- ríkjamanna og Sovétmanna séu óendanlegar. Á sama hátt eru Kínverjar þess fullvissir, að þíðan í samskiptum risaveld- anna, sem kemur meðal annars fram í heimsókn Brezhnevs til Washington og í vopnahléinu í Mið-Austurlöndum, sé aðeins timabundin og óraunveruleg. Bætt sambúð Kínverja við Bandarikjamenn og Japani endurspeglar hins vegar deilur Kínverja og Sovétmanna. Sinnaskiptin gera Kínverjar auðveldari með því að lýsa því yfir, að Sovétríkin séu ekki sósialískt riki. Ung kennslu- kona í Shensi hafði eftirfarandi um þetta að segja: „Ég kenni, að klíka sovézkra ráðamanna samanstandi af endurskoðunar- sinnum, sem ógna öryggi okkar. Fyrr á árum vorum við vinir Sovétmanna, en þeir snerust gegn okkur þegar Krúsjeff komst til valda.“ Sovétmenn óttast hins vegar hugmyndaræðilega samkeppni Kínverja og hafa áhyggjur af þeim möguleika, að átta hundr- uð milljónir Kínverja flæði inn yfir óbyggð landsvæði Mið-Asiu og Síberiu. Síðan 1947 hefur íbúum Innri-Mongólíu fjölgað um 200 þúsund, en á sama tíma hefur Kínverjum, sem byggja landamærahéruðin, fjölgað um nær fimm milljónir. Ástæður Sovétmanna eru hins vegar eilítið yfirborðs- kenndar. Enn eru um það bil áttatíu af hundraði alls Kína öræktað land og þvi ætti að vera þar nokkurt rými fyrir þjóð, sem reynir að halda fólks- fjölguninni í skefjum. Chou En-lai forsætisráð- herra Kína og Kosygin forsætis- ráðherra Sovétríkjanna hafa gert með sér samkomulag um landamærahéruðin, þar sem ákveðið var að þau landamæri sem voru í gildi árið 1969, skyldu gilda áfram. Sovétmenn hafa hins vegar aldrei farið eft- ir þessu samkomulagi. Þess í stað hafa þeir aukið herlið sitt við landamærin. Kínverjar brugðu hart við, stórjuku fram- lög sín til varnarmála og lögðu fast að ráðamönnum Atlants- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.