Morgunblaðið - 29.12.1973, Side 28

Morgunblaðið - 29.12.1973, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1973 Þútur í skóginum Eftir Kenneth Grahame 5. kafli ÆVINTÝRI FROSKS .. með byssurnar, sverðin og prikin. . !“ hrópaði rottan. .. og ráðumst til inngöngu,“ sagði greifinginn. „O. . . og flengjum þá, og flengjum þá og flengj- DRÁTTHAGI BLÝANTURINN um. . skríkti froskur og tók undir sig stökk um stofuna. „Jæja,“ sagði greifinginn jafn rólegur og áður. „Þá er það ákveðið, og þið þurfið ekki að þrasa meira um það. Nú er orðið áliðið svo bezt er að fara í háttinn. Á morgun vinnum við að öllum nauðsynleg- um undirbúningi.“ Froskur var allur í uppnámi og langaði ekkert til að sofa, en hann hlýddi auðvitað eins og hinir. Reyndar hafði þessi dagur verið honum bæði langur og viðburðaríkur og hrein lök og ábreiður voru honum nýnæmi eftir hálmbinginn á köldu dýflissu- gólfinu. Hann var varla lagstur út af á koddann, þegar frá honum foru að berast langdregnar hrotur. Auðvitað dreymdi hann margt og mikið. Um vegi, sem runnu undan honum rétt í þann mund, sem hann var að grípa þá og skurði, sem eltu hann og náðu honum, og fljótabát, sem sigldi inn f veizlusal- inn í Glæsihöll með vikuþrottinn á snúrunum, þar sem hann sat að kvöldverði með gestum sínum. Svo fannst honum hann vera staddur í leynigöngum, sem hann bisaði við að komast eftir, en göngin sneru upp á sig í allar áttir, svo hann komst hvorki fram né aftur. Loks var hann þó kominn aftur heim til sín og sat í vinahópnum sigrihrósandi og allir viðstaddir kepptust við að lofa hann og prísa fyrir gáfur og ráðsnilld. Hann svaf lengi fram á morgun og þegar hann kom niður, sá hann að hin dýrin höfðu þegar lokið morgunverðinum fyrir góðri stundu. Moldvarpan hafði brugðið sér frá, án þess að gera nokkrum grein fyrir, hvert hún ætlaði um kvöldið. Greifinginn sat FEROIIXIAIMO c§AJonni ogcTManni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi Þegar við komum að Oddeyrartanga, hætti ég að róa og hvíldi mig um stund. Ég var orðinn renn- sveittur. Báturinn ruggaði hægt á djúpinu. Allt var hljótt og kyrrt. En hér var hættulegur staður. Með útfalli streymdi sjórinn hér í stríðum straumi til hafs innan úr fjarðarbotninum, og með aðfalli streymdi hann inn. Utan við tangann breikkaði fjörðurinn mjög, en langt þar fyrir norðan endaði hann í úthafinu. Þess vegna höfðu foreldrar okkar bannað okkur strangiega að róa norður fyrir Oddeyrartanga. Við ætluðum ekki heldur að gera það, en við vorum komnir nokkuð nærri hættustaðnum. Við vorum svo ungir og athugalausir og höfðum allan hugann við flautuna og fiskana. öllu öðru gleymdum við. Ég tók nú til flautunnar og sagði við Manna: „Horfðu nú í sjóinn, og taktu vel eftir fiskunum, þegar ég fer að leika. Sjáðu, hvort þeir koma upp á yfirborðið“. „Já, Nonni. Byrjaðu þá“. Hann hallaði sér út yfir borðstokkinn. En ég byrj- aði að leika á flautuna. Við urðum æ ákafari. Hver smágári á yfirborði sjávarins kom okkur í æsing. Þá og þegar áttum við von á því, að fiskur styngi upp höfðinu. Við hvorki sáum né heyrðum, hugsuðum ekki vun annað en fiskana, sem við ætluðum að seiða til okkar. En þeir brugðust vonum okkar og héldu sig í djúp- inu. „En hvað þetta dregst lengi“, sagði Manni að lokvun. Þolinmæði mín var líka á þrotum. Skyldi Amgrímur hafa verið að gabba mig? Nei,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.