Morgunblaðið - 09.01.1974, Side 2

Morgunblaðið - 09.01.1974, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANUAR 1974 REYKVlKINGAR fá væntan- lega fallegar stúlkur í heim- sókn hinn 11. janúar n.k., en þá kemur Lúeia frá Gautaborg I heimsókn hingað ásamt sex þernum sfnum og öðru fylgdar- liði. Svo sem kunnugt er, er Lucíuhátíðin gamall sænskur siður. Hann er talinn upprunn- inn í Suðvestur-Svíþjóð. Þar gengu ungar stúlkur um byggð- tna um miðjan desember og boðuðu fólki, að brátt væri skammdegið á enda runnið og bjartir dagar og bjartari tímar framundan. A síðari tímum bera ungar stúlkur, sem valdar eru í hlutverk Lúcíu, ljósakrans sem tákn boðskapar síns. Fyrir utan þær Lúcíur, sem eru svo til á hverju heimili, í hverjum skóla og hverri stofnun á sjálf- an Lúcíudaginn, 13. desember, hefur dagblaðið GöteborgaPost- en og einnig i nokkur ár Göte- borgs Tidningen haft veg og vanda af vali Lúcíu Gautaborg- ar. I þvl sambandi hefur verið efnt til skyndihappdrættis og ágóðinn látinn renna til líknar- og mannúðarmála. Nú er Lúcia Gautaborgar væntanleg í heimsókn til ís- lands i boði tveggja fyrr- greindra blaða og islenzku flug- félaganna, Flugfélags íslands og Loftleiða. Eins og-fyrr segir, eru sex þernur með í förinni og einnig „Lúcíupabbinn ’, eins og hann er kallaður, en hann er þekktur söngvari og skáld, Lasse Dahlquist. Hópurinn kemur hingað 11. janúar og dvelur hér til mánu- dagsins 14. janúar. Meðan dval- ið er í Reykjavík mun hópurinn m.a. heimsækja forseta íslands, borgarstjórann f Reykjavík, Dvalarheimili aldraða sjó- manna og Sænsk-íslenzka félagið í Norræna húsinu. Á undanförnum árum hefur Lúcía Gautaborgar farið víða um Evrópu. ísland varð fyrir valinu að þessu sinni, vegna þess að eldgosinu í Eyjum lauk farsællega og árið 1974 fagna íslendingar 1100 ára búsetu í landinu. Myndin er af Lúciunni ásamt þernum sínum. Vilja sameina Búnaðar- bankann og Utvegsbankann MORG.UNBLAÐINU hefur verið sent álit bankamálanefndar sem bankaráðherra skipaði til þess að atliuga bankakerfið sérstaklega með tilliti til fækkunar útlána- stofnana. Hér í blaðinu hafa áður verið raktar allítarlega niðurstöð- ur nefndarinnar, en meginbreyt- ingin í bankakerfinu, sem nefnd- in leggur til að framkvæmd verði er sameining Útvegsbankans og Búnaðarbankans. Nefndin telur ekki æskilegt, að nein meiri háttar skipulagsbreyt- ing verði gerð á starfsemi Seðla- bankans, sem fyrir löngu hafi sannað ágæti sitt, en vill að sett verði nú löggjöf um starfsemi við- skiptabankanna. Hefur nefndin gert' drög að slíkri löggjöf. Enn- Gunnar Helgason for- maður fulltrúaráðsins AÐALFUNDUR fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík var haldinn í Súlnasal Hótel Sögu sl. mánudag. Var Gunnar Helga- son kjörinn formaður full- trúaráðsins, en Magnús L. Sveins- son, sem verið hefur formaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Aðrir í stjórn voru kosnir: Gunnar Thoroddsen, Ilörður Sigurgestsson, Kristín Magnús- dóttir, Kristján J. Gunnarsson, Olafur B. Thors og Siguröur Hafstein. Er stjórnin óbreytt að öðru leyti en því, að Geir Hall- grímsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs og kom Kristján J. Gunnarsson í stað hans. A fundinum voru samþykktar reglur fyrir prófkjör Sjálfstæðis- flokksins f borgarstjórnarkosn- íngunum í vor svo og skipulags- breytingar, sem fela í sér, aðsjálf- stæðisfélög verða stofnuð í hverf- um borgarinnar. Er sagt frá þess- Stærri inn- flutningskvótar Um síðustu- áramót gaf við- skiptaráðuneytið út auglýsingu um innflutningskvóta fyrir árið 1974, sem nær yfir sælgæti, hús- gögn, sement, óáfengt öl, brennt kaffi í smásöluumbúðum, bursta og spenna. Allir kvótarnir eru stækkaðir nokkuð og er það i sam- ræmi við skuldbindingar okkar við EFTA. Innflutningur flestra framangreindra vara verður gef- inn frjáls 1. janúar 1975. um málum annars staðar í blað- inu. Þá voru kosnir fulltrúar í flokksráð og Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins flutti ávarp. í skýrslu stjórnar, sem fráfar- andi formaður Magnús L. Sveins- son flutti, kom m.a. fram, að fyrir- hugað er, að Sjálfstæðishúsið verði fokhelt þegar í vor. Sagði hann ennfremur, að kjallari húss- ins yrði senn tilbúinn, þannig að hægt yrði að vinna þar að kosn- ingaundirbúningi fyrir borgar stjórnai'kosningarnar. fremur gerði nefndin drög að nýrri löggjöf fyrir sparisjóði og leggur til, að sparisjóðir verði sameinaðir á landshlutagrund- velli. Bankamálanefnd vill koma á gagngerri endurskoðun innláns- deilda samvinnufélaganna og skilja algjörlega í sundur fjárhag innlánsdeildanna og samvinnufé- laganna sjálfra. Þá vill nefndin og fækka fjárfestingarsjóðum með samruna i stærri deildir. Teiur nefndin, að unnt sé að fækka þeim úr 17 i 9. í bankamálanefnd eru þessir bankastjórar: Jóhannes Nordal, formaður, Ármann Jakobsson, Björgvin Vilmundarson, Guð- mundur Hjartarson, Jóhannes Elíasson og Magnús Jónsson. 63 kr. fyrir kg. Skuttogarinn Dagstjarnan frá Njarðvíkum var fyrsti íslenzki togarinn, sem seldi í Grimsby eft- ir áramótin. Skipið seldi í gær- morgun 82.2 lestir fyrir 26.688 pund, eða 5.1 millj. króna. Meðal- verðið. var kr. 63.18, sem er nokkru lægra en menn áttu von á. Egilsstaðaflug- völlur forarsvað „Við Flugfélagsmenn höfum rætt um það, að eina leiðin til þess að halda Egilsstaðaflugvelli opnum allt árið sé að koma fyrir frystitækjum undir honum og hafa hann frosinn allt árið um kring. Ekki má koma þíða né dropi úr lofti, þá er völlurinn orðinn ófær Fokker Friendship- vélunum," sagði Sveinn Sæ- mundsson blaðafulltrúi Flugfé- lagsins, þegar við spurðum um innanlandsflugið í gær. Flug\’öllurinn á Egilsstöðum hefur nú verið ófær Friendship- f lugvélunum í 3 daga. Til að koma farþegum frá Austurlandi hefur Flugfélagið notazt við DC-3 vél, en hún getur lent og tekið sig á loft þar eystra. Vélin, sem tekur 28 farþega, hefur selflutt farþega til Akureyrar, en þaðan komast þeir suður með Friendshipvél- unum. Þá hefur það ekkí bætt úr skák, að annar aðalflugvöllurinn á Austurlandi, völlurinn í Nes- kaupstað, er ófær vegna hálku, en vonazt er til, að hann opnist i dag. Að sögn Sveins hefur rætzt mjög úr innanlandsfluginu, og i gær var t.d. hægt að fljúga til Raufar- hafnar og Þórshafnar, en þangað hefur ekki verið hægt að fljúga lengi. Það gekk helzt illa að fljúga til Vestfjarða í gær og'hafði t.d. ekki tekizt að fljúga til Isafjarðar. Loðnan fundin úti af Langanesi RANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson, sem nú stundar loðnuleit, fann fyrstu loðnu vetrarins í gærmorgun 60 mílur réttvísandi norður af Svínalækjar tanga á Langanesi. Þarna virtist vera um nokkurt magn að ræða, en loðnan virðist vera nokkuð seinna á ferðinni en í fyrra. Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur og leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að fyrstu Þorri ekki fyrr en 25. jan. LÍKLEGA liggur einhverj- um — kannski bara prent- villupúkanum — á að hyrja þorrablótið, þvf a.m.k. á tveimur almanökum, sem komið hafa út nú um þessi áramót, er þorrinn talinn byrja viku of snemma. En þorri byrjar 25. janúar — ekki 18., eins og stendur í þessum almaniikum. Hefur þetta valdið nokkrum rugl- ingi og því snerum við okk- ur til dr. Þorsteins Sæm- undssonar, sem hefur um- sjón með hinu opinbera almanaki, islandsalman- akinu, sem Háskóli tslands gefur út. Þorsteinp sagði, að þorri gæti aldrei byrjað 18. janúar. Þorri byrjar föstu- daginn í 13. viku vetrar. En 13. vika vetrar byrjar laugardaginn 19. janúar. Þorri hefst því nú föstudag- inn þar á eftir, sem er 25. janúar. Þá er bóndadagur. Bvrjun þorra getur leikið á dögunum 19. — 26. jan., en að bóndadagur sé 26. janúar kemur afar sjaldan fyrir. Opið prófkjör um framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins A AÐALFUNDI fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík sl. mánudag var einróma sam- þykkt að viðhafa prófkjör við ákvörðun framboðslista Sjálf- stæðisf lokksins við borgar- stjórnarkosningarnar í vor. Voru jafnframt samþykktar reglur um framkvæmd prófkjörsins, og er í þeim gert ráð fyrir, að prófkjörið verði opið, en í því felst, að ekki er skilyrði fyrir þátttökurétti, að menn séu flokksbundnir sjálf- stæðismenn. Er I reglunum ákveðið, að próf- kjörið skuli standa yfir í minnst 2 daga og hefur verið ákveðið, að það fari fram í fyrstu viku marz- mánaðar, en eins og kunnugt er, munu borgarstjórnarkosningarn- ar fara fram 26. maí. í prófkjörsreglunum segir, að nemi þátttaka í prófkjörinu 'A hluta eða meira af fylgi Sjáif- stæðisflokksins við síðustu borgarstjórnarkosningar i Reykjavík sé kjörnefnd skylt að gera þá tillögu til Fulltrúaráðs- fundar um skípan framboðslista flokksins við kosningarnar, að í sæti listans skuli skipa þeim frambjóðendum, sem í þau voru kosnir, enda hafi þeir fengið, hver fyrir sig, atkvæði a.m.k. á helmingi allra gildra prófkjörs- seðla. Þá er i reglunum reynt að stemma stigu við fjölda frambjóð- torfurnar hefðu þeir fundið á milli kl. 6 og 7 í gærmorgun. Þeir dýfðu strax flottrollinu í sjóinn til að taka sýni og kom í ljós, að loðnan er nokkuð blönduð. Um einn þriðji hluti hennar var ókyn- þroska, en hinn hlutinn reyndist vera af eðlilegri stærð. Sagði Hjálmar, að miðað við reynslu tveggja síðustu ára væri nokkuð óvenjulegt, að ókyn- þroska loðna sæist í fyrstu loðnu- göngunni, en þær eru að öllu jöfnu þrjár, því gæti verið, að einhver loðna væri komin sunnar með Austfjörðum, en varla gæti þar verið mikið magn á ferðinni. Hann sagði, að fyrst þegar þeir hefðu komið að loðnunni hefði hún haldið sig á 60 faðma dýpi, en þegar birta tók færði hún sig nið- ur á 160 faðma. Búizt var við, að loðnan kæmi aftur upp með kvöldinu. I fyrra veiddist fyrsta loðnan um miðjan janúar, en árin 1970 og 1971 veiddist hún ekki fyrr en um miðjan febrúar. Ef loðnan er ekki komin lengra núna en á sama tima þá, er vart við því að búast, að hún veiðist svo nokkru nemi fyrr en í byrjun febrúar. Akranesi, 8. janúar. SKUTTOGARINN Krossavík AK- 300 kom úr þriðju veiðiferð sinni um áramótin. Aflinn var 55 lestir. Fjórir línubátar hafa hafið róðra nú þegar. I gær var aflí þeirra frá þrem upp í sex lestir. Togarinn Vikingur AK-100, seldi afla sinn í Bremerhaven i Þýzkalandi í morgun, 147 lestir fyrir 244.727 mörk, eða kr. 7,4 millj. Meðalverð erkr. 50,70. Júlíus. enda, en í prófkjörinu fvrir síð- ustu borgarstjórnarkosningar voru þeir um 70 talsins og þótti ýmsum það of mikið. Er gert ráð fyrir, að nú verði þeir helzt ekki fleiri en 48 en þó í engu falli færri en 32. Einungis flokksmenn Sjálf- stæðisflokksins eru kjörgengir í prófkjörinu og mega gera tillögur um frambjóðendur. Má hver flokksmaður stinga upp á allt að 3 frambjóðendum, en minnst 25 og mest 40 flokksmenn verða að bera fram frambjóðanda til að fram- boðið verði gilt. Kosningin fer þannig fram, að kjósandi krossar við minnst 8 og ekki fleiri en 12 frambjóðendur. Björn Bjarnason. • • Oryggis- og varnamál á fundi Varðbergs í KVÖLD KL. 20.30 ræðir Björn Bjarnason um öryggis- og varna- mál islands á almennum fundi, sem Varðberg, félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, efnir til í Tjarnarbúð. Einnig mun hann svara fyrirspurnum, sem fram kunna að koma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.