Morgunblaðið - 09.01.1974, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANUAR 1974
3
A meðfylgjandi mynd eru Guð-
laugur Þorvaldsson rektor, for-
maður Happdrættis Háskóla ís-
lands, (lengst til vinstri) og
Páll II. Pálsson forstjóri (fyrir
miðju) ásamt stórvinningshöf-
um úr Vestmannaeyjum, Jónu
Dóru Kristinsdóttur, Aka Heinz
Haraldssyni og Þorkeli Guð-
finnssyni — svo og umboðs-
manni happdrættisins i Vest-
mannaeyjum, Snæbirni Hjálm-
arssyni, og konu hans, Ernu
Jóhannesdóttur (til hægri).
Happdrætti
Háskóla
r
Islands 40 ára:
605 millj. kr.
greiddar í vinninga
á þessu ári
„Og sem ég stóð þarna og
horfði á stjörnuhrapið flaug
mér i hug sú hjátrú, að maður
gæti óskað sér einhvers — og
ég kallaði upp yfir mig, að svo
sannarlega óskaði ég þess að
vinna milljón i happdrætti, áð-
ur en árið væri úti."
Þannig fórust orð ungum
Vestmannaeyingi, Áka Heinz
'i—-Ucsvni. sem í hófi Happ-
drættis Háskóla Islands i fyrra-
kvöld skýrði frá tildrögum
þess, að vinningsnúmerið, sem
færði honum og vini hans, Þor-
keli Guðfinnssyni „stóra vinn-
inginn", komst í þeirra eigu.
Þeir félagar voru meðal heið-
ursgesta happdrættisins,
þéirra, sem hlotið höfðu tvær
milljónir króna i desember.
Annar vinningshafi Margrét
Sturlaugsdóttir, frá Stokkseyri,
kvaðst hafa heitið á lítinn
frænda sinn, að hann skyldi fá
5 þúsund krónur ef þau hjónin
ynnu stóra vinninginn og
reyndist snáðinn sannarlega
ákjósanlegur til áheits. Hún
sagði, að maðurinn sinn, Hörð-
ur Pálsson, væri að hugsa um
að nota peningana til að kaupa
bát.
Meðal gesta voru einnig
nokkrir umboðsmenn happ-
drættisins úti á landi, þar á
meðal Marta B. Guðmundsdótt-
ir á Stokkseyri, en þetta var
annað árið i röð, sem stærsti
vinningur lenti á númeri við-
skiptavina hennar.
Happdrætti Háskólans hefur
nú starfað í fjörutíu ár. Háskól-
inn fékk einkaleyfi til happ-
drættisrekstrar 1. jan. 1934 og
var dregið i fyrsta sinn 10. marz
það ár. Á þessu timabili hefur
happdrættið greitt á fimmta
hundrað milljóna króna til
framkvæmda í þágu Háskölans
og rannsóknarstofnana ríkis-
ins, en til þeirra rennur 20%
einkaleyfisgjald» sem happ-
drættið greiðir í ríkissjóð. Jafn-
gildir þessi upphæð, að sögn
forráðamanna happdrættisins,
1100 — 1200 milljónum króna á
núvirði, miðað við breytingar á
byggingarvísitölu eða hátt í 30
milljónir króna á ári að meðal-
tali.
Mikil þörf
aukinna
framkvæmda
Þeir sögðu, áð miklar fram-
kvæmdir hefðu verið á vegum
Háskólans undanfarin ár og
ætla mætti, að þær færu vax-
andi á næstu árum, væri við
þarfir skólans miðað. Nú er í
gangi bygging 2. áfanga húss
fyrir verkfræði-og raunvísinda-
deild og í undirbúningi miklar
framkvæmdir í þágu lækna-
deildar og tannlæknadeildir á
Landspítalalóðinni, einkum
sunnan Hringbrautar, en þær
verða að einhverju leyti kostað-
ar af framkvæmdafé Háskól-
ans. Mikill skortur er einnig að
verða á almennu kennsluhús-
næði fyrir aðrar deildir, þar
sem nemendum hefur fjölgað
mikið m.a. í viðskiptadeild og
heimspekideild. Þá var upplýst,
að viðhaldsskotnaður húsa og
lóða, tækjakaup og ýmiss konar
býnaður i skólahúsnæði, sem
fyrir væri, tæki nú til sín æ
stærri hluta af framkvæmda-
fénu.
Páll H. Pálsson, forstjóri
happdrættisins, skýrði í stórum
dráttum frá þeim breytingum,
sem orðið hefðu á fjölda og
upphæð vinninga frá upp:
hafi svo og verðbreytingum
og gat hann þess, að þeg-
ar happdrættið hóf starf-
Framhald á bls. 18
Stórvinningshafarnir frá Stokkseyri: Hörður Pálsson og kona hans, Margrét Sturlaugsdóttir, og
systkinin Viktor Tómasson og Kristín Tómasdóttir. Mynd vantar af vinningshöfum frá Isafirði,
Hermanni Sigurðssy ni og eiginkonu hans, Grétu Jónsdóttur.
11 FÉLOG SJÁLFSTÆÐISMANNA STOFNUÐ í
HVERFUM BORGARINNAR w w
Jón Gunnar Zoega og Gunnar Helgason
UNDANFARIÐ misseri hefur
staðið yfir allveruleg breyting
á skipulagi félagsstarfs Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík.
Hún er fólgin í, að stofnuð
verða 11 hverfafélög sjálfstæð-
ismanna í hverfum borgarinn-
ar, sem verða í skipulagslegum
tengslum við landsmálafélagið
Vörð.
1 tilefni af þessum breyting-
um sneri Morgunblaðið sér til
nýkjörins formanns fulltrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna i
Reykjavík, Gunnars Helgason-
ar, og framkvæmdastjóra full-
trúaráðsins, Jóns Gunnars
Zoéga, og innti þá nánari
fregna.
Þeir sögðu, að miöað við
stærð borgarinnar og hin
dreifðu borgarhverfi hefði
reynzt nauðsynlegt að hafa
skipulögð samtök sjálfstæðis-
manna í hinum einstöku hverf-
um. Það hefði sýnt sig, að íbúar
hverfanna hefðu haft mikinn
áhuga á, að stofna sérstök félög,
m.a. til að fjalla um sameigin-
leg áhuga- og hagsmunamál við-
komandi borgarhverfis. Mætti
m.a. benda á, að sum hverfi
borgarinnar, svo sem Breið-
holts- og Árbæjarhverfi, hefðu
fleiri ibúa en nokkur kaupstað-
ur á landinu.
Þá lýstu þeir undirbúningi
þeirra skipulagsbreytinga, sem
nú eru gerðar til að mæta þess-
um sjónarmiðum. Á aðalfundi
Varðar í des. sl. var Varðarfé-
laginu breytt, þannig að aðild
að Verði eiga nú hverfafélögin,
svo og einstakir félagsmenn.
Verður stjórn félagsins saman-
sett af fulltrúum kosnum af að-
alfundi og að auki einum full-
trúa frá hverri stjórn hverfafé-
laga. Þannig verður mjög náið
samband milli Varðar og
hverfafélaganna og geta félags-
menn hverfafélaganna tekið
þátt í allri starfsemi Varðar, þ.á
m. sótt aðalfundi með fullum
réttindum.
Með stofnun sjálfstæðra
hverfafélaga, sem koma í stað
hverfasamtakanna, fjölgar í
stjórn fulltrúaráðsins, því að
skv. reglum þess eiga formenn
allra sjálfstæðisfélaga í Reykja-
vík sæti í stjórninni. Framan-
greindar skipulagsbreytingar
voru staðfestar á aðalfundi full-
trúaráðsins sl. mánudag. Hefur
í framhaldi af þessum breyting-
um verið boðað til stofnfunda
11 hverfafélaga n.k. mánudag.
Gunnar og Jón sögðu: „Með
stofnun þessara félaga sjálf-
stæðisfólks í öllum borgar-
hverfum er hrint í framkvæmd
viðtækustu og þýðingarmestu
breytingu í starfi og skipulagi
Sjálfstæðisflokksins hér í borg-
inni, sem lengi hefur verið
gerð.
Það verður verkefni hvers fé-
lags að standa fyrir ýmiss konar
félagsstarfi meðal sjálfstæðis-
fólks í hverfinu, kvenna og
karla, yngri sem eldri, treysta
tengsl fólksins og kjörinna full-
trúa þess á Alþingi og i borgar-
stjórn, að berjast fyrir fram-
faramálum hverfisins á sviði
borgarmála og loks að vinna að
sem mestu kjörfylgi Sjálf-
stæðisflokksins i hverfinu.
Það er von stjórnar Fulltrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík og þeirra áhuga;
manna í hverfunum, sem með
henni hafa unnið að undirbún-
ingi að stofnun félaganna, að
sjálfstæðisfólk í hverfunum
fjölmenni á stofnfundina og
gerist þegar i upphafi virkir
þátttakendur í starfi félaganna.
Á þeim mun m.a. mjög mæða
kosningabarátta sjálfstæðis-
manna fyrir borgarstjórnar-
kosningar að vori, svo að á
miklu ríður, að starfsemi þeirra
fari sem bezt af stað."