Morgunblaðið - 09.01.1974, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 09.01.1974, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANUAR 1974 7 Fiskirækt í Sovétríkjunum: Stöðugt vaxandi þátt- ur í efnahagskerfínu FISKRÆKT og fiskeldi er í dag orðinn stór og mjög mikilvæg- ur þáttur sovézks efnahagslífs. Þessi þáttur hefur einkum þró- ast í sambandi við uppbygg- ingu þungaiðnaðar og hinna miklu virkjana til að fullnægja orkuþörf hans. Til marks um hið gífurlega umfang þessarar atvinnugreinar má banda á, að nú eru í Sovétríkjunum um 12 milijónir hektarar af vötnum gerðum af mannahöndum. Auk þessa af nátturunnar hendi um 24 milljónir af vötnum og ár þar f landi spanna yfir alls 800 þúsund kin. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þá möguleika sem slíkar aðstæður bjóða upp á I sambandi við fiskrækt og fiskeldi. Sovétmenn hafa sætt mikilli gagnrýni víða um heim fyrir að senda úthafsflota sina til veiða við strendur erlendra rikja, þar sem þeim hefur verið líkt við stórvirkar ryksugur, sem ekk- ert skilji eftir nema skafinn hafsbotninn. Ut I þessa gagn- rýni skal ekki farið nánar hér, en fremur fjallað um það merka ræktunar- og uppbygg- ingastarf, sem þeir vinna heima fyrir. í Sovétrikjunum eru 127 fisk- eldisstöðvar, sem framleiða fisk beint til manneldis. Auk þess eru 12 stórar stöðvar, sem ala fiskseiði til að sleppa í ár og vötn í landinu, svipað og Lax- eldisstöð ríkisins i Kollafirði gerir. Þessar stöðvar eru mjög stórvirkar og búnar öllum full- komnustu tækjum, sem völ er á og hafa útitjarnir og jafnvel tilbúnar ár og læki til að ala seiðin upp við sem líkastar að- stæður og þau koma til með að lifa við sem fullvaxta fiskar. Langmest áherzla er lögð á ræktun laxfiska og silungs, enda gefa þeir fiskar mestan arð á markaði fyrir neyzlufisk og eftirspurnin eftir siðum þessara fiska er einnig lang- mest. Arið 1972 var all sleppt um 70 milljón styrju- seiðum I ár og vötn ISovét- rikjunum, en úr hrognum úr þeim fiski er hinn heims- frægi sovézki kaviar búinn til. Þá var samtals sleppt um 2,4 milljörðum laxaseiða, bæði gönguseiðum og kviðpokaseið- um, og 8,3 milljörðum silunga- seiða. Hér er ekki um neitt smá fyrirtæki að ræða, eins og sjá má af þessum tölum. Það atriði fiskræktar í Sovét- rikjunum, sem mest hefur snert okkur Islendinga, er hnúðlaxinn, sem veiðzt hefur i nokkru magni í íslenzkum ám á undanförnum árum, en þó aldrei eins og í sumar. Tilraun- ir Sovétmanna með hnúðlaxinn hafa staðið í 15 ár, en þá hófu þeir að flytja flugleiðis hnúð- laxahrogn frá austurströndinni þvert yfir landið til eldisstöðva á Kolaskaga. Þar voru hrognin alin upp i gönguseiðastærð og þeim þvi næst sleppt i ár, sem renna i Hvítáhafið og Barents- haf. Hnúðlaxaseiðin ganga til sjávar í N-Atlantshaf og síðan aftur i árnar til að hrygna. Það uppgötvaðist svo ekki fyrir en síðar, að hnúðlaxinn, sem upp- runninn er við Kyrrahafs- strönd gekk ekki aðeins i ár I Sovétríkjunum til hrygningar, heldur varð hans einnig vart í ám í Noregi, Skotlandi, Spitz- bergen og íslandi eins og áður hefur verið skýrt frá. Frá þvi að þessar fiskræktartilraunir hófust hafa um 200 þúsund hnúðlaxarveiðzt ísovézkum ám. Sovétmenn hafa á undanförn- um árum lagt æ ríkari áherzlu á að afla hrogna og seiða frá er- lendum þjóðum til að gera til- raunir með að byggja upp nýja fiskstofna í vötnum sinum og ám. Hafa þeir m.a. fengið sil- ungsseiði frá Bandaríkjunum i þeim tilgangi og náð að sögn góðum árangri með þeim til- raunum. í sovézkum veiðimálalögum eru mjög ströng og skýr ákvæði, sem kveða á um bætur fyrir skemmdir á veiðiám og vötnum sökum virkjana eða annarra framkvæmda i sam- bandi við iðnvæðingu. Einnig hefur mikið fjármagn verið lagt i að finna leiðir til að leyfa fiski að ganga óhindrað upp í gegnum stíflur við raforkuver, til þess að hann geti hrygnt i lóninu ofan við stifluna eða á vatnasvæðinu þar fyrir ofan. Eru fiskstigarnir þar auðvitað mikilvægastir, en Sovétmenn hafa nú einnig fundið upp al- gerlega nýtt tæki, sem er eins konar fisksöfnunartankur, sem gengur fyrir eigin vélar- afli. Fiskurinn safnast í þennan tank fyrir neðan stífluna og síð- an fer tankurinn upp eftir eins konar skipastiga og sleppir fiskinum í lónið. Þessar tilraun- ir hafa gefizt mjög vel og fisk- Stórfiskar drepnir gegnum is á Balkashvatni. ræktarmenn viða um heim tek- ið svipuð tæki i sina þjónustu. Við stíflugerð í sovézkum ám er I upphafi tekið fullt tillit til náttúrulegra aðstæðna í ánum og allir útreikningar miðaðir við, að sem minnst eða engin röskun verði á hrygningarað- stæðum I ánum. Er nú t.d. verið að ljúka við að fullkomna út- búnað við Volgufljót, sem á að tryggja jafnt og öruggt vatns- rennsli i ánni allan ársins hring, jafnvel, þegar rennslið er í algeru lágmarki af veður- farsástæðum eða öðrum nátt- úrufyrirbrigðum. Mikil áherzla hefur og verið lögð á að draga úr og koma i veg fyrir mengun af völdum iðnað- arúrgangs og skolps á þéttbýl- um svæðum. Telja Sovétmenn sig hafa náð mikilsverðum árangri á þessu sviði. Fiskrækt og fiskeldi i Sovét- rikjunum verður mikilvægara atriði í efnahagskerfinu með hverju ári sem líður og til marks um það má nefna að nú starfa um 15000 sérfræðingar og aðrir starfsmenn hjá sovézku veiðimálastofnuninni við um 600 héraðsstöðvar, sem hafa yfir að ráða fullkomnasta útbúnaði, sem völ er á. _jhj. ;>Xw. ' Sovézkir fiskibátar halda til veiða á stóru vatni sem myndaðist við virkjunarframkvæmdir mmmm Rtó ' 9 m V BÍLAVIÐGERÐIN Bilaverkstæðið Bjarg Bjargi við Sundlaugaveg, simi 38060. Tökum að okkur allar almennar bilaviðgerðir. Bilaverkst. Bjarg Bjargi, s. 38060 BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. Nóatúni 27 simi 25891 TILLEIGU 3ja herb. íbúð á góðum stað í bænum, hentug fyrir skrifstofur. Tilboð merkt 647, sendist Mbl. KÓPAVOGSBÚAR TAKIÐ EFTIR Tek 5 og 6 ára börn í timakennslu. Simi 41 564 TILSÖLU vel með farin Cortina árg '72 ekin 18.000 km. Uppl. í síma 12756. JÖRÐ ÓSKAST til kaups. Tilboð sendist Mbl merkt „991 SUNBEAM 1250 árg. '72, brúnn að lit, er til sölu. Upplýsingar i síma 52453. 2JA HERB. ÍBÚÐ ÓSKAST hið fyrsta. Uppl í sima 40395 e kl 5 e.h. ATVINNA ÓSKAST Ábyggileg kona óskar eftir vinnu, margt kemur til greina. Upplýs- ingar i sima 26768 VIÐGERÐIR á leðurjökkum og kápum. Skóvinnustofan, Langholsvegi 22, Sími 33343 GEYMSLUHÚSNÆÐI fyrir vefnaðarvörur óskast. Kjallari eða jarðhæð, 30—50 ferm. Uppl. í síma 83595 ATVINNA ÓSKAST Tvitug stúlka óskar eftir vinnu á teiknistofu, sem fyrst. Uppl. i sima 83563. ATVINNA Stúlka óskast til aðstoðar i afgreiðslu okkar. Vaktavinna. Upp- lýsingar i dag milli kl. 3 og 4 Bifreiðastöð Steindórs s.f.. Hafnar- stræti 2. NEMI Reglusamur piltur óskast í málara- iðn Tilb. sendist afgr. Mbl. fyrir mánu- dag n.k. merkt: „Traustur — 990" 0" GETTEKIÐ AÐ MÉR stærri og smærri verk með skurð- gröfu JCB 3 C. Slmi 19378 Hilmar Friðsteinsson. BIFREIÐAVIÐGERÐIR Getum bætt við okkur verkefnum. Bíla- og búvélaverkstæði A. Michelsen, Hveragerði Simi 99-41 66. Heimasími 41 80. DIESELRAFSTÖÐVAR og rafalar V/i — 37 kw , 220 volt, A 6. Upplýsingar simstöð Rauðkolls- staðir, Snæfellsnesi. STÚLKUR óskast i borðsal og eldhús Hrafn- istu Upplýsingar hjá bryta. Simi 35133. FRÍMERKJASAFNARAR Sel islenzk frímerki og FCDútgáfur á lágu verði. Einnig erlend frimerki og heil söfn Jón H. Magnússon pósthólf 337, Reykjavik. ÞRIGGJA HERBERGJA ÍBÚÐ til leigu strax i nýrri blokk í Breið- holti. Upplýsingar i sima 2 5922 frá kl. 1 6— 1 8 i dag. GRINDAVÍK Til sölu 3ja og 4ra herb. íbúðir Einnig 3ja og 5 herb. einbýlishús i góðu standi. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, simi 1263 og 2890. KEFLAVÍK Stór 3ja herb ibúð til leigu. Teppal innb. skáparog þvottah Einnig 2 herb. m. sér inng., snyrtingu og m. innb. skápum. Sími 25600 frá 9—5 og 30130 eftir kl . 5. Kópavogur og nágrennl Roskin hjón, sem hefðu aðstöðu og áhuga á að taka ungan mann inn á heimili gegn greiðslu, óskast. Pilturinn stundar vinnu, er þægilegur í umgengni, en þarfnast aðhlynningar góðs heimilis. Upplýsingar gefnar á Félags- málastofnun Kópavogskaupstaðar, Álfhólsvegi 32, sími 41570. ,, ... Félagsmálastjon. ÚTSALA — BREIÐFIRÐINGABÚÐ (uppi) Verzlun, sem er hætt rekstri, selur mikið magn af vörum á ótrúlega lágu verði. Karlmannaföt kr. 1 200.00 — lítil númer Stakir iakkar kr. 500.00 — lítil númer Kvenkjólarkr. 300.00— Kápur kr. 800.00 Kvenskór kr. 200.00 Fjölbreytt úrval af smávöru á börn og fullorðna. (JTSALA - BREIÐFIRÐIHGABUB (uppl)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.