Morgunblaðið - 09.01.1974, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANUAR 1974
25
félk í
fréttum
] Joan Kennedy
fer sínar
eigin götur
Joan Kennedy er nú nýlega
komin heim úr langri og um-
deildri Evrópuför, þar sem frú-
in þótti taka meiri þátt í hinu
ljúfa lifi en góðu hófi gegndi.
15 ára hjónaband hennar og
Edwards Kennedy er nú sagt
ramba á barmi skilnaðar.
í Bandaríkjunum kemur
þetta ekki svo mjög á óvart, þvi
að orðrómur um skilnað þeirra
hefur þar lengi verið á kreiki.
Ekki varð Evrópuför til að
draga úr þeim sögusögnum,
enda háttarlag hinnar 37 ára
gömlu Joan slikt, að það hlaut
fremur að ýta undir orðróminn
en hitt. Frúin var sem sagt ekk-
ert að tvínóna við hlutina, held-
ur hellti sér út í fjörugt nætur-
lifið af krafti og m.a. birtust
myndir af henni í ítölskum
blöðum, þar sem hún sást í inni-
legum vangadansi við ítalska
glaumgosann Girogio Pavone.
Kannski má orða það svo, að
Joan hafi átt þetta inni, því að
maður hennar Edward hefur
nú hin síðari ár gerzt æ um-
svifameiri í samskiptum sinum
við kvenfólk og hefur oft verið
bendlaður við hinar og þessar
fegurðardísir þar vestra. Opin
berlega byrjuðu vandræði Ed-
wards eftir slysið við Chappa
quidiek-eyju, þegar einkaritari
hans, Mary Jo Kopechne,
drukknaði, en nærvera hennar
í bifreið öldungadeildarþing-
mannsins þótti benda til þess,
að hann hefði ekki hreint mél í
pokahorninu i kvennamálum.
A myndinni sjáum við
Kennedyhjónin meðan allt lék í
lyndi.
Útvarp Reykjavík ^
MIÐVIKUDAGUH
9. janúar
7.00 Morgunúlvarp
VeðuTfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morg-
unleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15
(og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl. 8.45: Knút-
ur R. Magnússon heldur áfram lestri
sögunnar „Villtur vegar“ eftir Odd-
mund Ljone (4).
Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar
kL 9.30. Létt lög milli atriða.
Út játningum Ágústfnusar kirkjuföður
kl. 10.25: Séra Bolli Gústafsson í Lauf-
ási les-þýðingu Sigurbjörn Einarssonar
biskups (8). Kirkjutónlist kl. 10.40.
Morguntönleikar kl. 11.00. Þýzkt lista
fólk, Einsöngvarakór og Kammer-
hljómsveit Berlinar flytja „Stundir
sólarhringsins", óratóríu eftir Tele-
mann; Helmut Koehstj.
12:00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 Með sínu lagi: Svavar Gests kynnir
lög af hljómplötum.
14.30 Síðdegissagan: „Fjársvikararnir"
eftir Valentín Katajeff Þýðandinn,
Ragnar Jóhannesson cand. mag. les
(3).
15.00 Miðdegistónleikar: íslenzk tónlist
a. Tríó fyrir fiðlu, píanó og selló eftir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Ólafur
Vignir Albertsson, Þorvaldur Stein-
grímsson og Pétur Þorvaldsson leika.
b. Formannsvísur eftir Sigurðs Þórðar-
son. Einsöngvarar og Karlakór Reykja-
víkur syngja. Fritz Weisshappel leikur
undir á pianó. Höfundurstj.
c. Smálög eftir ýmsa höfunda. Ingvar
Jónasson leikur undir á víólu og Gúð-
rún Kristinsdd. á pianó.
d. Þorsteinn Hannesson syngur lög eft-
ir Jón Laxdal og Markús Kristjánsson.
Fritz Weisshappel leikur með á píanó.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir).
16.25 Popphornað
w
A skjánum
MIÐVIKUDAGUR
9. janúar 1974
18.00 Kötturinn Felix
Tvær stuttar teiknimy ndir.
Þýðandi Jóhanna Jóhanssdóttir.
18.15 Skippf
Ástralskur framhaldsmyndaflokkur.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.40 Svonaeru börnin
— í Sambfu
Fræðslumyndaflokkur frá norska sjón-
varpinu.
Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörns-
son.
19.00 Hlé
20.00 Fréttir
20.25 Veðurog auglýsingar
17.10 Útvarpssaga barnanna: „Blesi“
eftir Þorstein Matthiasson Höfundur
byrjar lesturinn.
17.30 Framburðarkennsla f spænsku
17.40 Tónleikar. Tilkynningar.
18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55
Tilkynningar.
18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55
Tilkynningar.
19.00 Veðurspá. Bein lína Erlendur
Einarsson forstjóri SlS svarar spurn-
ingum hlustenda. Umsjónarmenn:
Ámi Gunnarsson og Einar Karl Har-
aldsson.
19.45 Húsnæðis- og byggingarmál Olafur
Jensson tekur ákvæðisvinnutaxta til
umræðu og talar við Gunnar S. Björns-
son íframkv.stj Meistarasambands
byggingamanna og Sigurjón Pétursson
starfsmann verðskrár húsasmiða.
20.00 Kvöldvaka
a. Einsöngur Stefán Islandi syngur ís-
lenzk lög.
b. Gamalt strand Bergsveinn Skúlason
flytur fyrri hluta frásöguþáttar.
c. „Oft er það gott, sem gamlir kveða“
Vísnaþáttur í samantekt Braga Jóns-
sonar frá Hoftúnum. Baldur Pálmason
flytur.
d. Friðun hyala og sela Rósa B. Blöndai
skáldkona flytur erindi.
e. Haldið til haga Grimur M. Helgason
forstöðumaður handritadeildar Lands-
bókasafns íslands flytur þáttinn.
f. Kórsöngur Karlakórinn Þrymur a
Húsavík syngur íslenzk lög.
21.30 Útvarpssagan: „Foreldravanda-
málið —drög að skilgreiningu“ Erling-
ur Gíslason leikari les sögu Þorsteins
Antonssonar (4).
22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir
Upphaf góðtemplarareglunnar á ís-
landi
Sex félagar hennar á Akureyri svara
spurningum Arnfinns Arnfinnssonar
um stofnun hennar, sögu og framtíðar-
verkefni.
22.30 Nútfmatónlist Halldór Haraldsson
kynnir hana.
23.15 Fréttir í stuttu máli. Dagskráarlok.
%
20.30 Lff og fjör f læknadeild
Breskur gamanmyndaflokkur.
Konungleg heimsókn
Þýðandi Jón Thor Haraldsson.
20.55 Krunkað á skjáinn
Þáttur með blönduðu efni varðandi
fjölskyldu og heimili.
Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðs-
son.
21.40 Valdaránið í Chile
Sænsk heimildamynd um valdatöku
hersins i Chile og fall stjórnar Allendes
forseta.
Myndin er gerð að loknu valdaráninu
og fjallar einkum um rás atburða í
höfuðborginni, Santiago.
Þýðandi Þrándur Thoroddsen.
(Nordvision — Sænska sjónvarpið)
22.25 Dagskrárlok
□ Hinnfull-
komni glæpur
Oft höfum við heyrt sögur um
fólk, sem hyggst fremja hinn
fullkomna glæp, en mistekst.
Hér er ein slík saga frá Indiana-
polis, sem gerðist skömmu fyrir
jól.
Beverly Landers, sem nú
stendur á fertugu og starfaði
sem gengilbeina á veitingahúsi,
átti aðeins eitt áhugamál. Dag
og nótt, þegar fri gafst frá
vinnu, las hún glæpasögur, sér-
staklega þær, sem fjölluðu um
heimska lögreglumenn og
slungna bófa, m.ö.o. þann flokk
glæpabókmennta, sem lýsa,
hinum fullkomna glæpi. Þessi
tómstundaiðja hafði að lokum
slík áhrif á sálarlíf hennar, að
hún ákvað sjálf að fremja hinn
fullkomnaglæp.
Sem fórnarlamb ákvað hún
fyrrverandi eiginmann sinn,
Gino Robinson. Hún hringdi til
hans og sagðist þurfa að tala við
hann um eitthvert atriði varð-
andi skilnaðinn. Og dagurinn,
þegar Gino Robinson hitti fyrr-
verandi konu sína, varð hans
siðasti.
Nokkru síðar fann bílstjóri
nokkur handleggja- og fóta-
lausan mannsbúk í skurði
skammt frá þjóðveginum, sem
liggur út frá Indianapolis i suð-
urátt. um svipað l'eyti fékk
fiskimaður tvo handleggi i net
sitt og á næstu dögum fundust
aðrir likamshlutar á hinum
ýmsu stöðum i grennd við borg-
ina.
Beverly Landers las fréttirn-
ar um þennan ógeðslega glæp i
blöðum og það hlakkaði í henni,
þegar lögreglan tilkynnti, að
hún stæði með tvær hendur
tómar i málinu.
En að lokum komst lögreglan
á sporið. Gino Robinson hafði
komizt í kast við lögin á her-
skylduárum sínum og þeir áttu
því fingraför hans i spjald-
skrám sinum. Við leit á heimili
Beverly Landers fannst byssa
sú, sem notuð hafði verið við
morðið og auk þess glæpareif-
ari sem fjallaði um mann, sem
meðhöndlaður var á svipaðan
hátt og Gino Robinson.
Bevely Landers gengur ekki
lengur um beina í Indianapolis
og kemur ekki til með að gera
það framar, því að nú situr hún
í fangelsi, dæmd til lífstiðar.
ti IK í
ffjfclmiélum f s ‘,
legum hætti. Síðan brá maður-
inn sér á þing kommúnista-
flokks Kúbu, þar sem hann var
hylltur ákaflega.
I kvöld kl 19.45 verður i út-
varpi þátturinn Húsnæðis- og
byggingamál. Stjórnandi þátt-
arins er Ölafur Jensson, sem
lengi starfaði hjá bygginga-
þjónustu arkitekta, en hann
hefur einnig staðið fyrir ráð-
stefnum og námskeiðum um
byggingamál, sem haldin hafa
verið á vegum Húsnæðis-
stofnunar ríkisins víða um
land.
í þættinum í kvöld verður
fjallað um ákvæðisvinnutaxta.
Ákvæðisvinnnutaxti er ákveð-
inn af aðilum úr byggingaiðn-
aðinum, en athygli vekur, að
þar eiga húsbyggjendur eða
neytendur engan hlut að máli.
Þar sem ákvæðisvinna hefur
færzt mjög í vöxt hér, og er
orðin ráðandi á mörgum svið-
uin að heita má, verður at-
hyglisvert að heyra það, Sem
fram kemur i þættinum um
réttmæti þessarar viðmiðunar,
en auk Ölafs koma þeir Gunnar
S. Björnsson framkvæmda-
stjóri Meistarasambands
byggingamanna og Sigurjón
Pétursson starfsmaður verða-
skrár húsasmiða fram i þættin-
um.
Þegar við ræddum við Ölaf,
bað hann um, að því yrði komið
áleiðis til þeirra, sem hlut ættu
að máli, að ábendingum unt
efni þáttarins yrði vel tekið, svo
og fyrirspurnum um bygginga-
mál og reynt að leysa úr þeim
eftir föngum.
Ólafur Jensson.
r
Akvæðisvinnutaxti
í byggingar-
iðnaðinum
I kvöld kl. 21.40 verður í sjón-
varpinu sænsk heimildarkvik-
mynd um valdatöku hersins i
Chile og fall stjórnar Allendes
forseta. Hvað veldur þvi, að for-
ráðamenn sjónvarpsins hafa
slikt dálæti á sænskum heimilda
myndum, er ekki gott að segja,
en óneitanlega er þetta val nú
orðið nokkuð einhæft. í þessu
tilviki má benda á það, að
sænsk yfirvöld hafa komið tals-
vert við sögu í sambandi við
mál Chile, og geta vart talizt
hlutlaus í því efni, en skammt
er um liðið siðan sænskur
sendiráðsmaður, Edelstam að
nafni, blandaðist í innanríkis-
i mál Chile með næstum óvenju-