Morgunblaðið - 12.01.1974, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1974
Lfkan af 1. áfanga verkamannabústaða f Reykjavfk f Seljahverfi.
Verkamannabústaðir í Reykjavík:
308 íbúðir
á næstu
tveimur
árum
Stjórn verkamannabústaða f
Reykjavík hefur nú lokið undir-
búningsstarfi að framkvæmdum
við 1. áfanga í byggingum verka-
mannabústaða í Reykjavík. Er
ákveðið, að á árunum 1974 og
1975 verði byggðar 308 íbúðir, en
hafin er undirbúningur að bygg-
ingu 250 íbúða, sem stefnt er að
að byggja á árunum 1975 og 1976.
Byggingarsvæðið, þar sem íbúð-
irnar í 1. áfartga munu rísa, er í
Seljahverfi í Breiðholti II. Jarð-
vinna og uppsteypa á kjöliurum
hafa þegar verið boðnar út, og
verða tilboð f þessi verk opnuð 19.
janúar og ætti vinna því að geta
hafizt innan skamms.
í þessum fyrsta áfanga eru 308
íbúðir, sem eru mismunandi að
stærð og gerð. íbúðirnar eru í
þriggja og fjögurra hæða fjöl-
býlishúsum f Seljahverfi í Breið-
holti, en húsin standa á svokölluð-
um Selhrygg, norðanverðum. í
þessum áfanga verða 108 íbúðir
með fjögur herbergi, eldhús og
bað, 136 íbúðir með þrjú her-
bergi, eldhús og bað, 32 íbúðir
með tvö herbergi, eldhús og bað
og 32 fbúðir með eitt herbergi
með baði, eldunarkrók og svefn-
krók.
íbúðirnar standa í nokkrum
halla, þannig að gengið er á sléttu
úr garði inn á 1. hæð að sunnan,
en að norðan er hálfur stigi upp á
1. hæð. Kjallari er um það bil
undir hálfu húsinu og eru í hon-
um geymslur, þvottahús, strau-
stofa, leikherbergi, geymslur fyr-
ir reiðhjól, barnavagna og sorp.
Nýmæli er það, að allar hurðir í
íbúðunum eru það breiðar, að
fólk i hjólastól getur ekið um þær.
Þá eru íbúðirnar á 1. hæð sérlega
heppilegar fyrir hreyfifatlað fólk,
þar sem hægt er að aka í hjólastól
inn í þær slétt frá garðinum, en
þar er annar aðalinngangur í hús-
in.
íbúðunum verður öllum skilað
fullfrágengnum og tilbúnum til
innflutnings. Þá verða garðar
gerðir i stand og leiktæki sett á
barnaleikvelli. Bifreiðastæði
verða malbikuð og er reiknað með
l‘A bifreiðastæði á íbúð. Þessi frá-
gangur mun hækka nokkuð sölu-
verð íbúðanna, en stjórnin taldi,
að hér væri um svo mikilvægt
atriði að ræða fyrir íbúa hverfis-
ins, að þessi tilhögun væri sjálf-
sögð.
Ekki er enn fullákveðið, hvar
íbúðirnar í 2. áfanga verða byggð-
ar, en líklegt er, að þær rísi í
Fellahverfi, og það þar verði um
að ræða 4 f jögurra hæða „punkta-
hús“, sem talið er, að mjög hag-
kvæmt sé að byggja.
Rétt til kaupa á íbúð í verka-
mannabústað í Reykjavík hafa
þeir einir, sem fullnægja eftirfar-
andi skilyrðum:
1. Eiga lögheimili í Reykjavík.
2. Búa við ófullnægjandi hús-
næðisaðstöðu.
3. Hafa árið 1973 eigi haft yfir
338.750,00 kr. árstekjur miðað við
meðaltal þriggja ára, að viðbætt-
um 30.750,00 kr. fyrir hvert barn
innan 16 ára á framfæri. Skuld-
launs eign þeirra má heldur ekki
hærri vera en 629.032,00 kr.
Þessi tekjumörk miðast við
þann tíma, þegar íbúð er keypt,
og breytast í samræmi við breyt-
ingar á kaupgreiðsluvísitölu.
Eigin húsaleiga og bætur frá
Tryggingastofnun rikisins teljast
í þessu tilliti ekki atvinnu- eða
eignatekjur.
Fyrstu lög um verkamannabú-
staði voru sett árið 1929 og voru á
grundvelli þeirra byggðar um
1500 íbúðir á öllu landinu. Um 7
- 8000 manns af tekjulægsta fólk-
inu hefur komizt í eigin húsnæði
með aðstoð laganna, en þau voru á
tímabili orðin óvirk, m.a. vegna
ónógs fjár í Byggingasjóði verka
manna og af fleiri ástæðum. Með
lögum nr. 30 frá 12. maí 1970
um Húsnæðismálastofnun rík-
isins voru gerðar verulegar
breytingar á stjórn og skipulagi
bygginga verkamannabústaða og
að því stefnt að auka á ný fyrir-
greiðslu við byggingu verka-
mannabústaða til hagsbóta fyrir
tekjulægstu þegna þjóðfélagsins.
í lögin voru sett ákvæði, sem
tryggðu betur fjármagn til bygg-
inga verkamannabústaða, og til
þess að það fjármagn nýttist sem
bezt, var ákveðið, að stjórnir
verkamannabústaða i hverju
sveitarfélagi skyldu, að undan-
genginni könnun á húsnæðisþörf,
semja byggingaráætlanir til fjög-
urra ára í senn og leggja þær
tillögur sínar fyrir hlutaðeigandi
sveitarstjórn til samþykktar. Að
öðru leyti kveður sá kafii laganna
um Húsnæðismálastofnun ríkis-
sins, sem fjallar um Byggingar-
sjóð verkamanna og verkamanna-
bústaði, nánar á um gerð og stærð
íbúða, skilyrði, sem uppfylla þarf
til kaupa á íbúð í verkamannabú-
stað (s.m.b. hér að framan), láns-
kjör o.fL
Hlutdeild sveitarstjórna og
Húsnæðismálastofnunar ríkissins
að stjórnum verkamannabústaða
var aukin til muna, en sveitar-
stjórn og ríki útvega meginhluta
þess fjár, sem stjórnir verka-
mannabústaða i byggingu fá til
ráðstöfunar. Ennfremur eiga
verkalýðsfélög í viðkomandi
sveitarfélagi aðild að stjórn
verkamannabústaða.
Stjórn verkamannabústaða í
Reykjavik, samkvæmt lögum nr.
30, 12. mai 1970, var fullskipuð á
árinu 1971. Þörfin fyrir aukið
húsnæði í borginni var frá byrjun
talin það augljós, að ekki þótti
ástæða til að gera sérstaka rann-
sókn, hvað þetta varðar, enda þótt
lögin mæli svo fyrir, að tillögur
um framkvæmdir skuli byggðar á
slikri athugun. Stjórnin kynnti
sér skipulagningu byggingafram
kvæmda bæði hérlendis og er-
lendis i sambandi við undirbún-
ing að fyrstu fjögurra ára áætlun
sinni um byggingar verkamanna-
bústaða í Reykjavik samkvæmt
lögunum frá 1970. Hefur undir-
búningsstarf það, sem innt hefur
verið af hendi, miðazt við það, að
framkvæmdir við 1. áfanga gætu
hafizt um það leyti, sem bygginga-
framkvæmdum á vegum Fram-
kvæmdanefndar byggingaráætl-
unar lýkur, en gert er ráð fyrir, að
það verði að mestu á þessu ári.
Samningar við borgarstjórn um
útvegun lóða hafa gengið greið-
lega. Borgarstjórn og Húsnæðis-
málastofnun ríkissins hafa fallizt
á áætlunagerð nefndarinnar, en
áætlanir hennar eru háðar sam-
þykki þessara aðila. Hefur borg-
arstjórn hækkað framlag sitt til
byggingarsjóðs verkamannabú-
staða úr 200,00 á ibúa árið 1971 í
300,00 kr. á ibúa árið 1972 og í
400,00 kr. á íbúa 1973. Þessar töl-
ur eru grunntölur og breytast til
samræmis við breytingar á vísi-
tölu byggingarkostnaðar. A árinu
1974 má búast við, að framlag
borgarinnar verði, að meðtöldu
álagi, um 700 kr. á íbúa.
Að endingu skal á það bent,
sem raunar er augljóst, að hratt
vaxandi dýrtíð hefur áhrif á
kostnað við fyrirhugaðar bygg-
ingaframkvæmdir og veldur því,
að söiuverð ibúðanna hækkar.
Einnig mun löggjafinn þurfa að
endurskoða tekjumark það, sem
kaupréttur íbúða í verkamanna-
bústað er miðaður við.
Formaður stjórnar verka-
mannabústaða í Reykjavík er Eyj-
ólfur K. Sigurjónsson, en varafor-
maður Gisli Halldórsson. Skipu-
lag byggingarsvæðis 1. áfanga var
gert af Reykjavíkurborg, og ann-
aðist Teiknisstofa Guðrúnar Jóns-
dóttur arkitekts það verk. Teikn-
ingar og hönnun bygginga hafa
eftirtaldir aðilar annazt: Teikni-
stofan s.f. Ármúla 6, Fjarhitun
h.f., Ríkarður Steinbergsson, Sig-
urður Halldórsson og Reynir Vil-
hjálmsson.
FRÉTTABRÉF af Snæf jallaströnd
Bæjum 3. jan. 1974.
FRÁMUNALEG óveðrátta hefur
ríkt hér við Djúp allagötu síðan
með byrjun nóvember sJ. Má
segja, að samfeld innistaða hafi
verið hér, norðan Djúps, allan
þann tíma. Hafa ríkt hér samfeild-
ar frosthörkur, en það hefur
komist upp i 18 stig upp til dala,
fannkomur og véðraharka allan
þennatíma.
Tvær ferðir' komast Djúpbátur-
inn ekki inn að Bryggju i Vatns-
firði vegna lagnaðaríss á Vatns-
fjarðarvík, en braust þar upp að
ferðina eftir jólin. Börn úr Snæ-
fjallahreppi frá Reykjanesskóla
urðu á heimleið sinní í jólafríið að
fara með Djúpbátnum til ísafjarð-
ar, þar eð báturinn komst ekki að
bryggjunum í Bæjum og Æðey
vegna bylsorta, og hvergi móaði
til lands. Urðu þau að bíða þar
milli ferða til að komast heim,
sem reyndar var þó ekki nema
einn dagur, þar sem Djúpbátur-
inn var orðinn dag á eftir áætlun
einnig vegna óveðurs.
Mikið lífgaði það uppá fámenn-
ið á Bæjunum, að börn og
ungtingar komu heim úr skólum
og atvinnu til að halda jólin
heima hjá sér, en fulltæpt stóð
það hjá sumum að komast leiðar
sinnar, og þá ekki síður að komast
til baka aftur einmitt vegna
óveðurs.
A gamlársdag var hér rok og
bylur, og ekki „hundi út sigandi"
á gamlárskvöld, og engin leið að
kveikja í flugeldi eða brennu, og
verður það að bíða þrettándans,
ef þá verður bjartara yfir. Ekki
hefur heldur Vatnsfjarðarklerki
gefið að messa á kirkjum sínum
nú um þessar hátíðar, nema
heima hjá sér í Vatnsfjarðar-
kirkju á jóladag. Flestír vegir eru
ilifærir og víðast alófært vegna
ófærðar af völdum snjóa. Einnig
hér I dag fann Djúpbáturinnekki
bryggjuna f Bæjum vegna byl-
sorta og roks, og sneri því við
aftur til ísafjarðar i brjáluðu
veðri. Heilsufarið hefur verið gott
hér í Djúpi það sem af er vetri,
enda hér hraust fólk og heilnæmt
loft.
Ekki tókst að ljúka Blævardals-
árvirkjun í haust, eins og vonast
var eftir, og urðu það vonbrigði
mörgum, þar sem segja má, að
rafmagnið sé nú orðið eitt af þeim
brýnustu nauðsynjum, sem lifað
er á. og ekki síst að það gjörbreyti
lífi fólksins í stjálbýlinu.
En Mýrárvirkjun er í góðu lagi
og lýsir upp alla bæi í Snæfjaila-
hreppi, og fimm í Nauteyrar-
hreppi, auk eldunar og annarra
heimilisnota.
Ekki slógu Súðvíkingar slöku
við í verðmætasköpun þjóðar
sinnar, er þeir strax á þriðja í
jólum fjölmenntu þar í hrað-
frystihús staðarins til þess að
flaka og vinna upp á annað
hundrað tonn af bolta þorski, sem
skuttogari þeirra Bersiflutti þeim
að landi rétt fyrir jólin. Einnig
reru bátar hér úti í sjóþorpunum
af fullum krafti milli jóla og ný-
árs, og i dag voru allir á sjó í 10
vindstiga veðri sjó og byl. Hér
þekkist ekki að flytja soðfisk að
úr öðrum landshlutum til neyslu,
en aftur á móti er mjólk og rjómi
fluttur i stórum stíl frá Reykjavík
með flugvélum, í kaupstaðarþorp-
in með ærnum tilkostnaði, enda
lítið gert til þess að ýta undir
aukna mjólkurframleiðslu hér
heima fyrir að mörgum finnst og
þá að nokkurn tíma tekur að ala
upp í skarð þeirranokkur hundr
uð kúa, sem felldar voru hér á
rnjólkurfélagssvæðinu á kalártim-
anum, sem margan lék grá'tt. Og
þótt mikið sé nú gumað af hags-
æld bænda á landi hér, er þó vist,
að hér um slóðir þarf margra ára
góðæri til þess, að bændur komist
úr þeim krappa dansi, sem harð-
ærið olli þeim.
Gleðilegt nýár,
Jens í KsUdalóni.