Morgunblaðið - 12.01.1974, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 12.01.1974, Qupperneq 11
MÖRGUNBLÁÐÍÐ, LÁUGÁRDÁGUR 12. JANUAR 1974 Ný bók um lettneskt Þættinum barst fyrir skömmu bók, sem nýlega er komin út í Danmörku um lett- neskt bragð ( 1. e4 — e5, 2. Rf3 — f5). Höfundur bókarinnar eru þeir Börge Andersen nýverandi skákmeistari Dana og Hartvig Nielsen. Bókin er 48 bls. að stærð og skiptist í tvö höfuðþætti. Hartvig Nielsen skrifar fyrri hlutann, sem er saga lettneska bragðsins frá því það kom fyrst fram og til vorra daga, en síðari hlutinn, sem fjallar um „teroríu" byrjunarinnar, er saminn af Börge Andersen. Andersen greinir frá ýmsum nýjungum, sem fram hafa komið á síðustu árum, og hafa flestar þeirra verið reyndar fyrst í bréfskák- um. Mikill fjöldi skáka er f bókinni.bæði frá eldri og yngri tímum. Útgefandi er danska skáksambandið og kostar bókin 15 d kr. Lettneskt bragð sést ekki oft á skákmótum í dag, en þessi byrjun er þó ekki síður at- hyglisverð en margar aðrar. Við skulum nú líta á þrjár skemmtilegar skákir úr bók- inni, en rúmsins végna verða þær allar að birtast án athuga- semda. Fyrst kemur þá bréf- skák, sem tefld var árin 1876/77. Hvítt: F.W. Blehr (Oslo) Svart: S. Hertzsprung (Kaup- mannahöfn). 1. e4 — e5, 2. Rf3 — f5, 3. Rxe5 — Rc6, 4. Dh5+ — g6, 5. Rxg6 — Rf6, 6. Dh4 — Hg8, 7. Rxf8 — Hg4, 8. Dh6 — Hxe4+, | 9. Kdl — Rg4, 10. Dh5+ — Kxf8, 11. Dxf5+ — Kg7, 12. b3 — d5, 13.Bb2+— d4,14. Df3 — Dh4, 15. g3 '-— Re5, 16. Dg2 — Df6, 17. f4 — Bf5, 18. Be2 — Hxe2, 19. fxe5 — Bxc2+, 20 Kcl — Da6, 21. Df3 — Bg6, 22. Bxd4 — He4, 23. Dc3 — c5, 24. Dxc5 — Dd3, 25. Dc7+ — Kg8, 26. Bb2 — Hf8, 27. Ba3 — Re3, 28. dxe3 — Dxe3, 29. Rd2 — Hd4, 30. Hhdl — b5, 31. Bxf8 — Hc4, 32. Dxc4 — fcxc4, 33. Bb4 — c3 og hvíturgafst upp. bragð Þessi skák var tefld á hinu rómantiska skeiði skákarinnar, en hér kemur önnur nýrri, hún var tefld í norskri bréfskákar- keppni árið 1970. Hvítt: Blomberg Svart: Svedenborg 1. e4 — e5, 2. Rf3 — f5, 3. Bc4 — fxe4, 4. Rxe5 — d5, 5. Dh5 — g6, 6. Rxg6 — hxg6, 7. Dxh8 — Kf7, 8. Dd4 — Be6, 9. Be2 — Rc6, 10. De3 — Bh6, 11. f4 — d4, 12. Df2 — Rf6, 13. h3 — d3, 14. cxd3 — exd3, 15. Bf3 — Rd4, 16. Ra3 — Bf8, 17. f5 — gxf5, 18. b4 — Bxb4, 19. 0-0 — Rxf3+, 20. gxf3 — Df8 og hvít- ue gafst upp. Nú er nög komið af bréfskák- um í bili og hér kemur svo að lokum skák úr venjulegu móti, sem sýnir okkur m.a., að stór- meistarar eiga það til að beita brögðum, þegar þeim býður svo við að horfa. Skákin var tefld í undanrásum Sovétmeistara- mótsins árið 1959. Hvftt: J. Muratov Svart: B. Spassky 1. e4 — e5, 2. Rf3 — f5, 3. Rxe5 — Df6, 4. d4 — d6, 5. Rc4 — fxe4, 6 Rc3 — Dg6, 7. De2 — Rf6, 8 f3 — Rc6, 9. Be3 — Be7, 10. 0-0-0--0-0, 11. d5 — Rb4, 12. a3 — a5, 13. axb4 — axb4, 14. Rbl — Hal, 15. Rd2 — exf3, 16. gxf3 — Rxd5, 17. Re4 — Rxe3, 18. Dxe3 — Be6, 19. Hgl — Df7, 20. Rd2 — Bf6, 21. Bd3 — Ha2, 22. Hdel — Bxb2+, 23. Kdl — Bd5, 24. Hg5 — Be5, 25. Hegl — Hal, 26. Hxe5 — dxe5, 27. Dxe5 — Ha5, 28. Kcl — h6, 29. Dd4 — De7, 30. Dg4 — Kh8, 31. h4 — He8, 32. Re4 — b3, 33. cxb3 — Bxe4, 34. Bxe4 — Dc5+, 35. Bc2 — De3+, 36. Kb2 — De5+, 37. Kcl — Ha2, 38. Be4 — Db2+, Kdl — Hd8+ og hvítur gaf. Nú kynnu ýmsir að ætla, að svartur ynni alltaf eftir þessa byrjun. Svo er auðvitað ekki. þessar skákir hafa verið valdar til þess að sýna fram á, að ekki ber að vanmeta lettneska bragðið. Jón. Þ. Þór. Fréttapistill úr Axarfirði Mikið vetrarríki Skinnastað, gamlárskvöld. Eftir sólríkt sumar og stillta haustmánuði gekk í harðindi með frostum og hríðum u.þ.b. viku af nóvember. Hafa þau haldist svo til óslitið síðan og farið versnandi. Vegurinn til Húsavíkur tepptist um tíma fyrir jól og vegurinn til Raufarhafnar og Þórshafnar snemma í desember eða fyrr. Voru þó gerðar umtalsverðar vegabætur á Þingeyingabraut rriilíi Húsavikur og Kópaskers sumurin 1972 og ‘73. Mjölkurbill úr Kelduhverfi fer þó til HúsaVík- ur, þegar gefur, sömuleiðis vöru- flutningabíll frá Kópaskeri. En erfitt hefur reynst upp á síðkastið að flytja mjólk frá Kópaskeri til Raufarhafnar og hefur þurft að grípa til snjóbíla og skipa. Nú um áramótin er hér mikið vetrarríki og illfært innan sveita. Fara menn helst á vélsleðum nauðsynjaerinda milli bæja. Tals- verðar tafir eru á póstflutningum, þrátt fyrir duglegan sveitapóst. Veldur m.a. óregla á flugi Norður- flugs til Kópaskers sakir veðurs og snjóa. Tiðarfarið hefur einnig truflað mjög allt samkomuhald hér í byggðarlögum, svo sem skemmtanir, fundahöld og kristnihald. Rafmagstruflanir hafa verið litlar. Bústofn hefur allur verið á gjöf síðan i byrjun nóvember, en bændur eru yfir- leitt vel heyjaðir eftir gott hey- skaparsumar. Alllöngu fyrir jól kom krapa- stífla í Jökulsá á Fjöllum á Sönd- unum, svo sem oft gerist í frost- hörkum og þrálátri norðanátt fyrri hluta vetrar, og hljóp áin í forna farvegi, en olli engu teljandi tjóni. Nú siðast hefur frést um hafís- hrafl bæði hjá Grimsey og úti fyrir Sléttu. En hafis kom síðast að ráði inn á Axarfjörð á útmán- uðum 1968 og eitthvert hrafl vet- urinn eftir, en báðir voru þessir vetur mjög harðir. Séra Sigurvin Bensín eða ekki bensín bílar SVÍAR hafa nú fyrstir Evrópu- þjóða tekið upp bensínskömmt- un til bileigenda. Svo virðist sem a.m.k. tvær aðrar þjóðir fylgi eftir mjög fljótlega. Þá hafa Bandaríkjamenn útbúið skömmtunarmiða til að geta gripið til skömmtunar með litl- um fyrirvara, ef nauðsynlegt þykir, en sparnaðaráróður þeirra hefur borið það góðan árangur að ekki er vist að til þess komi. Bandaríkjamenn eru ekki eins háðir Aröbum og Vestur-Evrópu-þjóðirnar þar eð mikið magn olíu er bæði í Bandaríkjunum og Suður- Ameriku. Eftir siðari heimsstyrjöldina óg þá Kóreustríðið og allar ógnanir kjarnorkusprengja, sem mikið var skrifað um i dag- blöðum alls staðar í heiminum var vissulega ástæða til svart- sýni meðal bílaáhugamanna, en ekkert kom þó i veg fyrir að margir litu vongóðir til fram- tiðarinnar, enda varð sú raun- in, að þegar loksins bílamálin komust í eðlilegt horf voru tækninýjungar fleiri en nokkru sinni fyrr og vegafram- kvæmdir jukust um víða ver- öld. Allir sem gátu keyrt, vildu eignast bíl, en efna- hagurinn leyfði ekki nema til- tölulega fáum. Eftir 1950 hófst þvi smábílafaraldurinn í Evrópu og er nú fyrst með minnkandi bensínbirgðum að ná verulegri fótfestu i Banda- rikjunum. Þegar Nasser Egyptalands- forseti þjóðnýtti Súes-skurðinn 1956-7, varð efnahagskreppa í Evrópu og víða var tekin upp bensinskömmtun þannig að það er ekki í fyrsta sinn nú, sem slíkt er yfirvofandi. Snjallasta hönnun á sviði bilaiðnaðarins af smábílum var vafalítið hinn enski, Mini, sem fyrst birtist 1959 og hefur verið framleiddur síðan með litlum breytingum, og þó hann sé kannski orðinn nokkuð gamal- dags nú, er Mini einn sparneytnasti og liprasti bíll, sem völ er á og það er fyrir áhrif frá honum, að bílar eins og t.d. Fiat 127 og Renault 5 eru tilorðnir. Um 1960 kom fram í Banda- ríkjunum bíll, sem var talsvert _ frábrugðinn flestum öðr- um á þeim tíma, en það var Chevrolet Corvair með 6 strokka loftkældra vél aftur í og varð sá bíll til þess að Ralph Nader gaf út bókina „Ööruggur á hvaða hraða sem er" og varð til þess að Corvair var dæmdur svo hættulegur, að framleiðslu var fljótlega hætt. Þetta var kannski upphafið á allri hinni amerísku „öryggisbílaherferð", sem breiðst hefur um Banda- ríkin eins og eldur i sinu. Wankel-vélin kom einnig i sviðsljósið um 1960, en lá síðar nokkuð í skugganum þar til nú síðustu árin að mengunar- vandamál hafa verið mjög í sviðljósinu. Gallinn við Wankel-vélina er hins vegar sá að þó hún mengi minna en venjulegu bensínvéiarnar þá eyðir hún engu minna. Það hafa áður verið drunga- legir timar í bílaheiminum en alltaf hefur tekist að rétta úr kryppunni á ný. Nú telja sumir að senn heyri bílar fortíðinni til. Vonandi er þó, að a.m.k. hálf öld líði þangað til bensín- birgðir heimsins eru uppurnar. Alla vega veitir ekki af þeim tíma til að finna tæki til að leysa bensinbilinn af hólmi. Br.H.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.