Morgunblaðið - 12.01.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.01.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDÁGUR 12. JANÚAR 1974 IMwgtiitHfifrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10-100. Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. Iumræðum um varn- armálin hafaþeir menn í lýðræðisflokkunum, sem hvatt hafa til brottfarar varnarliðsins, haldið fram þremur meginröksemdum fyrir þeirri kröfu. f fyrsta lagi, að sá fyrirvari hafi verið gerður við inngöngu íslands í Atlantshafs- bandalagið 1949, að hér skyldi aldrei verða erlend- ur her á friðartímum. í öðru lagi, að aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu ætti ein saman að vera nægileg trygging fyrir öryggi okkar eins og á árunum 1949 — 1951. Og í þriðja lagi, að framvinda mála á alþjóðavettvangi undanfarin misseri hafi stefnt í friðvænlegri átt og af þeim sökum þurfi ekki að hafa hér erlent varnar- lið. í sambandi við þann fyr- irvara, sem gerður var 1949, um að hér skyldi aldrei vera erlendur her á friðartímum, hefur Morgunblaðið v.akið athygli á því, að fyrir löngu eru brostnar forsendur fyrir þessum fyrirvara. Þegar á árinu 1957 gerði Bjarni Benediktsson grein fyrir þeirri skoðun sinni, að þá þegar væru forsend- ur brostnar fyrir þessum fyrirvara. Ástæðan var sú, að 1949 var enn talið, að styrjöld yrði háð með svip- uðum hætti og heimsstyrj- öldin síðari, að það mætti sjá með nokkurra vikna fyrirvara, hvort styrjöld væri í aðsigi og þess vegna ráðrúm til að kalla hingað varnarlið áður en styrjöld brytist út. Þróun hernað- artækninnar hafði hins vegar leitt til þess þegar á árinu 1957, að sýnt var, að styrjöld gæti brotizt út óvænt og fyrirvaralaust og að ekki yrði ráðrúm til þess að kalla hingað varnarlið. Landið gæti á einni nóttu orðið óvinaher að bráð. Þessar röksemdir eiga enn frekar við í dag og er því augljóst, að ekki dugar í umræðum um varnarmálin að halda á loft þessum fyr- irvara, sem gefinn var við allt aðrar aðstæður. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans, hefur mjög haldið því fram í skrifum sínum um varnar- málin, að hér eigi að endur- skapa það ástand, sem var á tímabilinu 1949 — 1951. Aðild að Atlantshafsbanda- laginu ein saman sé nægi- leg vörn fyrir ísland og það beri að skoða sem árás á Atlantshafsbandalagið og að lítið sé úr því gert, þeg- ar menn haldi því fram, að NATO-aðild okkar ein dugi ekki. Þessar staðhæfingar byggjast að sjálfsögðu ekki á neinum rökum. Hér á við það sama og um friðartíma fyrirvarann. Þróun hern- aðartækni hefur verið mjög ör á þeim aldarfjórð- ungi, sem liðinn er, síðan við gerðumst aðilar að Atlantshafsbandalaginu. Ef óvænt og fyrirvaralaus árás yrði gerð á ísland, er ljóst, að á það yrði litið sem árás á önnur Atlantshafs- bandalagsríki. Hins vegar gæti aðstoð Atlantshafs- bandalagsins þá ekki kom- ið til nema á þann hátt, að landið yrði vettvangur blóðugra átaka. Þetta er ástæðan fyrir því að við hljótum að líta svo á, að aðild að Atlantshafsbanda- laginu ein út af fyrir sig sé ekki nægileg. Hér verði einnig að vera varnarlið. Loks er því haldið fram af talsmönnum þess, að varnarliðið hverfi af landi brott, að svo friðvænlegt ástand sé orðið á alþjóða- vettvangi, vegna minnk- andi spennu og aukinnar þíðu, að hér sé ekki lengur þörf varna af þeim sökum. Það hefur oft komið fyrir áður, að glámskyggnir menn hafi talið friðinn öruggan. Frægt er dæmið um Neville Chamberlain, er hann kom frá viðræðun- um við Adolf Hitler í Múnchen, veifaði pappírs- snepli á flugvellinum í London og hrópaði: friður á okkar tímum. Skömmu síðar brauzt heimsstyrjöld- in síðari út. Á árinu 1956 töldu forystumenn vinstri flokkanna svo friðvænlegt í heiminum, að óhætt væri að láta varnarliðið fara og beittu sér fyrir samþykkt Alþingis þar um. Hálfu ári síðar kom til hernaðar- átaka í Mið-Austurlöndum, og Rússar beittu ofbeldi í Ungverjalandi. Þessir sömu menn komu þá fram á Alþíhgi og sögðu, að þetta hefði ekki verið hægt að sjá fyrir hálfu ári áður, en nú væri meiri þörf varnar- liðs en nokkru sinni fyrr. Vissulega er batnandi sam- búð stórveldanna og ríkj- anna í Mið-Evrópu ánægju- efni. Hinu má ekki gleyma, að enn er um mjög tak- markaðan áþreifanlegan árangur að ræða. Þess vegna er hyggilegt að fara að öllu með gát og fram- vinda mála í Evrópu og milli risaveldanna tveggja gefur enn ekki nægilegt til- efni til að hægt sé að láta varnarliðið fara. RÖKSEMDIR ANDSTÆÐINGANNA Hversvegna láta menn svona? New York — Einn furðuleg- asti þáttur mannlegrar náttúru er, að gáfaðir menn skuli hvað eftir annað sýkjast af þrá eftir embætti Bandaríkjaforseta, geta alls ekki hætt að reyna, þótt þeir verði fyrir sömu von- brigðunum hvað eftir annað. Hvers vegna skyldi t.d. Nel- son Rockefelier segja af sér embætti rikisstjóra í New York ríki til þess að sækjast eftir forsetaembættinu, en neita því þó um leið að hann hafi minnsta áhuga á því? Rockefeller er orðinn 65 ára gamall og hefur því ekki eins mikla möguleika og fyrr. Ekk- ert bendir til þess, að hann þurfi á meiri tekjum að halda til þess að geta dregið fram lífið. Hann ætti líka að geta látið sér víti annarra að varn- aði verða. Þrír síðustu forsetar hafa ekkí farið svo vel út úr embættinu. Kennedy var myrt- ur, Johnson neyddur til þess að draga sig í hlé og Nixon getur allt eins búizt við því að verða ákærður fyrir landráð. Hið klassíska svar við spurn- ingunni: Hvers vegna sækjast menn eftir forsetaembættinu? var gefið fyrir mörgum árum síðan af Alben Barkley vara- forseta, og vel má vera að hann hafi fengið það frá Theodor Roosvelt. Hann sagði: „Löngunin til þess að verða forseti er líkust sjúkdómi; þeg- ar hún hefur einu sinni gripið menn, er ekkert sem getur læknað hana, nema kannski helzt rotvarnarefni '. Annað atriði almenns eðlís: Ungir stjórnmálamenn láta hina gifurlegu ábyrgð forset- ans kannski vaxa sér í augum og öllum mönnum, sem ekki eru að farast úr sjálfsánægju, er áskapað að efast um eigið ágæti. Reyndir stjórnmála- menn hafa hins vegar kynnzt því af eigin raun, hve takmark- aður forsetinn getur verið, og því er ekki með öllu óeðlilegt þótt þeir hugsi sem svo: ég ætti ekki að vera verri en hann, kannski öllu betri. Rockefeller hefur sérstakar ástæður til þess að taka þátt í baráttunni. Hann hefur eytt öllum beztu árum ævi sinnar í opinberri þjónustu og hann hefur hlotið nær allar vegtyll- ur, sem hægt er að óska sér í lifinu, nema að verða forseti. Svo því þá ekki að reyna? Hann hefur gengt embætti ríkisstjóra New York rikis i fimmtán ár og er nú viður- kenndur sem leiðtogi allra ríkisstjóranna. Hann hefði helzt óskað sér að hljóta emb- ætti utanríkisráðherra, eða varaforsetaembættið, en þar sem Nixon gekk framhjá hon- um við veitingu þeirra ætlar hann nú að reyna á eigin spýt- ur. Þetta hefur ýmsa kosti, en felur einnig í sér vissar hætt- ur. Rockefeller hefur í tuttugu ár reynt að virkja beztu menn þjóðarinnar til þess að rann- saka vandamál Bandaríkjanna, sáldað niðurstöður þeirra með stjórnmálalegri reynslu sinni og reynt þannig að nýta það, sem hagnýtt mátti teljast í pólitískri baráttu sinni. Þetta gerði hann fyrir hálf- um öðrum áratug, þegar hann, ásamt bræðrum sínum, samdi hina svonefndu Rockefeller- skýrslu. Hið sama vill hann endurtaka nú, er hann segir af sér embætti ríkisstjóra til þess að veita forstöðu nefnd, sem rannsaka skal hvaða kostir séu bandarísku þjóðinni beztir. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafnmikil þörf á því og nú, að rannsakað sé hvar við stöndum og hvert við stefnum. Rocefell- er hefur vafalaust rétt fyrir sér, er hann fullyrðir, að hver svo sem verður kosinn forseti árið 1976 muni eiga í erfiðleik- um nema hann hafi fyrir emb- ættistökuna rannsakað gaum- gæfilega hvaða kostir muni helzt bjóðast og hagi sér sam- kvæmt því. Rockefeller hefur sagt af sér til þess að takast þessa rannsókn á hendur, en hins vegar neitar hann algjör- lega, að hann hafi áhuga á því að verða forseti. í þessu atriði eru fólgnar hætturnar við baráttuaðferð Rockefellers. Öllum er að vísu ljóst, að rannsókn til endur- mats á högum bandarísku þjóðarinnar er nauðsynleg, það er einnig ljóst, að slík rannsókn kostar peninga og sá, sem græðir í stjórnmálalegu tilliti er Rockefeller. Þegar Rockefeller lýsti yfir því, að hann segði af sér emb- ætti ríkisstjóra lét hann í það skína, að hið eina sem hann hefði áhuga á væri áðurnefnd rannsókn. Þetta er veikleika- merki, því að það brýtur I bága við hinar nýju reglur um fjár- mögnun kosningabaráttu. í lagagrein 608, 18 segir: „Eng- inn frambjóðandi til kjörs for- seta eða varaforseta má eyða meiru til kosningabaráttunnar úr sínum eigin sjóði, né af fé fjölskyldu sinnar, en sem nemur $ 50.000.— Undirgrein skilgreinir svo hverjir teljist fjölskylda frambjóðandans og eru það eiginkona, börn, for- eldrar, afar og ömmur, bræður eða systur og makar þeirra. Þegar fréttamenn í Albany gengu á Rockefeller um það, hvort hann hygði á forseta- framboð, svaraði hann afdrátt- arlaust neitandi og sagðist ein- göngu ætla að veita rannsókn- arnefndinni forstöðu. Þetta er bara ekki allur sannleikurinn. Mál þetta felur í sér i senn mótsagnir og eilftinn harm- leik. Nelson Rockefeller er nú hálfsjötugur og sennilega hefði hann sagt af sér embætti ríkisstjóra til þess að sinna framtíðarmálum þjóðar sinn- ar, þótt hann hefði enga mögu- leika haft á þvf að verða kjör- inn forseti. Hann hefur fengizt við mik- ilvæg utanrikismál allar götur síðan Roosevelt forseti fól hon- um að fást við vandamál róm- önsku Ameriku og nú þegar hann hefur náð þeim aldri, þegar flestir minni menn myndu helzt kjósa að draga sig í hlé, ber hann enn i brjósti löngun til þess að ná kjöri sem forseti. Maður undrast þó enn. Hvers vegna getur hann ekki losað sig úr feninu fremur en Kennedy, Johnson eða Nixon. Hann hefur verið ákærður fyr- ir að nota skattfrjálst fé til þess að fjármagna rannsóknir sínar og stuðla þannig að því að hans eigin framavonir megi rætast. En það er eins og Al- ben Barkley sagði: eitthvað rekur þá áfram, ýmist gott eða illt, en þó í öllu falli einhver hvöt til þess að sanna eitthvað, til þess að hjálpa eða að minnsta kosti til þess aðgefast ekki upp. \ l AT'kV-/ ' / —i r ’v.V Ál- EFTIR JAMES RESTON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.