Morgunblaðið - 12.01.1974, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1974
17
Ingólfur Jónsson:
Viðreisnarstjórnin fjórfald-
aði virkjað vatnsafl í landinu
Viðreisnarstjórnin fjórfaldaði
virkjað vatnsafl í landinu.
Óvenjulegir kuldar og frost-
hörkur gengu yfir allt alnd i
nóvember og desembermánuði
s.l. Við þær aðstæður reyndist
raforka viða of lítil vegna
vatnsskorts og truflana á vatns-
rennsli. Af því urðu margvísleg
óþægindi og vandræði í ýmsum
byggðarlögum. Umræður og
blaðaskrif hafa orðið talsverðar
vegna orkorkuskortsins. í tíð
fyrrv. ríkisstjórnar var unnið
markvisst og meira en nokkru
sinni áður að umfangsmiklum
framkvæmdum í orkumálum.
Jafnhliða var unnið skipulega
að víðtækum rannsóknum og
nýtingu jarðhita og vatns-
virkjamöguleikum. Nýjar hita-
veitur voru gerðar og aukið við
eldri veitur viða um land.
Virkjunarrannsóknir eru
kostnaðarsamar og taka yfir-
leitt langan tfma. Stærsta virkj-
unin, 210 megawött, er í Þjórsá
við Búrfell, sem komst í notkun
1969. Fyrrverandi ríkisstjórn
undirbjó einnig og fékk sam-
þykkt lög um virkjanir við Sig-
öldu og Hrauneyjarfoss, 170
megawött hvor virkjun. Náði
lagaheimildin auk þess til stíf lu
gerðar við Þórisós og Köldu-
kvisl og að veita Köldukvísl um
skurð í Þórisvatn og þaðan um
skurð í Tungnaá. Vatnsmiðlun
þessi er nauðsynleg og var
ákveðin strax við fyrstu virkj-
un við Búrfell. Vatnsmiðlunin
tryggir jafnara vatsnrennsli og
mun gera mest gagn, þegar
virkjanirnar þrjár eru allar
komnar í notkun.
XXX
Áætlað var af fyrrv. ríkis-
stjórn, að byrjað yrði á Sigöldu-
virkjun vorið 1973, en það hef-
ur tafist, eins og kunnugt er, til
tjóns fyrir alla aðila. Jarðhita-
stöð var gerð við Námafjall
1968 — 1969 og hefur hún
reynzt vel. Með þeirri virkjun
hefur ómetanleg reynsla feng-
ist, sem kemur að góðum notum
síðar.
Virkjun Smyrlabjargarár var
gerð, þótt menn hefðu gert sér
grein fyrir því, að vatnið gæti
þrotið í miklum frostum og
langvarandi þurrkum. Þrátt
fyrir það er virkjunin fjárhags-
lega hagkvæm. En reynslan
sýnir, að varaorka varður að
vera fyrir hendi, ef vatnið þrýt-
ur.
XXX
Undirbúningi að virkjun
Lagarfoss var lokið í árslok
1970 og fengin lagaheimild til
virkjunar. Iðnaðarráðherra, Jó-
hann Hafstein, ákvað, að virkj-
unarframkvæmdir skyldu hefj-
ast. Byrjað var á virkjun Laxár
1 Þingeyjarsýslu, eftir að stjórn
Laxárvirkjunar fékk ieyfi út
' gefið af orkumálaráðherra 23.
september 1969. Með bréfi
ráðuneytisins var heimilað að
virkja 7 megawött, en laga-
heimild var til þess að virkja 12
megawött. Sumarið 1969 ósk-
uðu menn úr stjórn Laxárvirkj-
unar eftir leyfi til þess að mega
virkja meira en það sem heimil
að var með nefndu ráðuneytis-
bréfi. Ekki þótti ráðuneytinu
ástæða til að verða við þeirri
ósk, eins og málin þá stóðu.
Nýlega var sagt í óráðshjali,
sem birtist i stjórnarblöðunum,
að viðreisnarstjórnin hefði ætl-
að að sökkva Laxárdalnum með
stjórvirkjun og stíflu í Laxá.
Ber það illa saman við stað-
reyndir. Magnús Kjartansson
iðnaðarráðherra viðurkenndi á
Alþingi það sem rétt er i mál-
inu 18. apríl 1972. Ráðh. sagði:
„Það er alveg rétt, sem þing-
maður Ingólfur Jónsson sagði
hér áðan, að þegar hann var
raforkuráðherra, var það leyfi,
sem hann gaf um virkjun,
bundið því skilyrði,. eða hann
lýsti þvi yfir, að í því fælist
ekkert fyrirheit um neina frek-
ari virkjun. Hins vegar var
engu að síður ráðist í það, að
þarna var hönnuð mun stærri
virkjun en lagaheimild er fyr-
ir.“ Ef fult samkomulag hefði
verið milli Laxárvirkjunar
stjórnar og Þingeyinga um
stærri virkjun, hefði ekki stað-
ið á leyfi stjórnvalda til fram-
kvæmda.
Sýslunefnd og Búnaðarsam-
band Suður-Þingeyjarsýslu
samþykkti, að vatnsborðshækk-
un í Laxá skyldi miðuð við 18 —
20 metra stiflu, en ekki meira.
Með 18 — 20 metra stíflu hefði
fengist 19 megawatta virkjun í
Laxá mjög hagstæð. Er það mik-
ill skaði, að ekki varð samkomu-
lag um virkjun af þeirri stærð.
Stífiuna hefði mátt gera á einu
sumri. En þótt samþykkt sýslu-
nefndar og Búnaðarsambands-
ins lægju fyrir, .voru landeig-
endur á öðru máli.
Ef samkomulag hefði orðið
um 19 megawatta virkjun,
byggju Norðlendingar ekki við
orkuskort um þessar mundir,
meðan unnið er að frekari
orkuöflun. Með 18 — 20 metra
stíflugerð hefði nokkur hluti af
landi Birningsstaða farið undir
vatn, en sú jörð er rikisjörð.
Land annarra jarða, sem undir
vatn hefði farið, er mjög lítið,
vart teljandi.
XXX
Virkjun Reykjafoss i Svartá í
Skagafirði er hagstæð. Fyrrver-
andi ríkisstjórn undirbjó þá
virkjun og fékk samþykkt lög
um virkjunarframkvæmdir.
Núverandi ríkisstjórn hefur
ekki virkjað Svartá, þótt allt
hafi verið undirbúið til þess
Rikisstjórnin afsakar aðgerðar
leysið með því, að ekki haf
náðst samkomulag við landeig
endur um virkjunina. En sú
afsökun er ekki haldgóð. 1
fundargerðarbók raforkumála-
nefndar Norðurlands vestra,
11. október 1969, er eftirfar-
andi bókað:
„Lýstu bændurnir því yfir, að
þeir væru virkjun hlynntir og
myndu leyfa virkjunina, þ.e.
nýtingu fallsins, alla mann-
virkjagerð og yfirferð yfir lönd
þeirra, enda komi fullar bætur
fyrir allt beint tjón og greiðsta
fyrir nýtingu vatnsaflsins. Bæt-
ur verði ákveðnar með sam-
komulagi. Ef það næst ekki, þá
af dómkvöddum mönnum."
Undirþessa bókun skrifa all-
ir þeir bændur, sem hlut eiga
að máli, en þeir eru Indriði
Jóhannesson Reykjum, Krist-
inn Jóhannesson, Reykjum,
Sigmundur Magnússon, Vind-
heimum og Pétur Pálmason,
Reykjavöllum. Af þessari bók-
un má sjá, að bændurnir voru
tilbúnir að semja eða láta málið
undir mat dómkvaddra manna.
Ef rétt hefði verið á málum
haldið, væri Svartárvirkjun nú
lokið. í stað þess að virkja eins
og til stóð, hefur rikisstjórnin
. lagt háspennulinu milli Eyja-
f jarðar og Skagaf jarðar. Sú lína
kemur að notum eftir nokkur
ár, en nú kemur hún ekki að
gagni, þegar mest liggur við,
vegna þess að á línuna vantar
orku til flutnings. Línan mun
hafa kostað ekki minna en það,
sem farið hefði til virkjunar
Svartár.
XXX
í tíð viðreisnarstjórnarinnar
var unnið að miðlunarfram-
kvæmdum vegna Mjólkárvirkj-
unarinnar. Jóhann llal'stein
iðnaðarráðherra fól Rafmagns-
veitum rikisins að gera athug-
un og áætlun um Mjólkárvirkj
un II. Jafnhliða þvi hafði raf-
væðingarnefnd Vestur Barða-
strandarsýslu látið gera áætlun
um virkjun Suðurfossár. Báðar
þessar áætlanir lágu fyrir við
stjórnarskiptin 1971.
Hér hefur verið minnzt á
ýmsar framkvæmdir og undir-
búning í virkjunar- og jarðhita-
málum á undanförnum árum.
Nauðsynlegar rannsóknir og
framkvæmdir hafa tafist nokk-
uð i tíð núverandi rikisstjórnar.
Má m.a. nefna rannsóknir
vegna Kröfluvirkjunar, sem er
ekki enn lokið, virkjun Sigöldu,
virkjun Svartár og virkjana-
rannsóknir á Austurlandi. Að
sjálfsögðu vafðist það nokkuð
fyrir stjórnvöldum að byrja á
Sigölduvirkjun, vegna þess að
Framhald á bls. 19
Öðru hverju á næstunni
mun Morgunblaðið birta
þætti undir heitinu
„Ljósmyndir — kvik-
myndir — sjónvarp“,
skrifaða af Rúnari
Gunnarssyni. Hann er
tæplega þrítugur Reyk-
víkingur.
Eftir ljósmyndanám
starfaði hann í sex ár
hjá íslenzka sjónvarp-
inu, fyrst sem kvik-
myndatökumaður og síð-
an sem stjórnandi upp-
töku og útsendingar
sjónvarpsefnis.
Hann stundar nú sérnám — kvikmynda- og sjón-
varpsþáttagerð við Dramatiska Institutet í Stokk-
hólmi.
Fyrsti þátturinn, sem hér birtist fjallar um
Súper 8mm kvikmyndagerð.
Félagi minn Jón Magnússon
sem er afgreiðslumaður í sér-
verzlun í miðborginni, hefur
komið sér nokkuð vel fyrir f jár-
hagslega og hefur góðan frí-
tíma, sérstaklega eftir að ís-
lendingar hættu að mestu að
stunda viðskpti á laugardögum.
Hann getur því veitt sér þá
venjulegu afþreyingarskemmt-
un að stunda kvikmyndahús og
horfa á sjónvarp. Þar sem Jón
er maður raunsæis og athafna
fannst honum oft að allar þess-
ar myndir, sem stöðugt voru að
stytta honum stundir, segja sög-
ur og opna nýja heima, væru
ekki alveg nógu sannar og á-
þreifanlegar. Það angraði hann
stöðugt aðgeta ekki sjálfur ver-
ið þátttakandi í myndunum og
ráðið einhverju um gang mála.
Sem sagt: Jón vildi gera mynd-
ir sjálfur en ekki bara láta dæla
yfir sig verkum og hugmyndum
annarra, með öllu sem slíku
fylgir. Súper átta millimetra
kvikmyndatökuvélin, sem hann
keypti og gaf sjálfum sér á þrjá-
tíu og fimm ára afmælinu sínu
hefur reynzt ágætlega og nú
dundar hann við eigin kvik-
myndagerð. í byrjun voru
myndgæðin ekki upp á marga
fiska. Æfingin og smávegis til-
sögn hafa smámsaman aukið
tæknina, og nú skemmtir hann
fjölskyldu sinni og vinum með
stuttum kvikmyndum, sem
veita sannar ánægjustundir og
eru auk þess ómetanlegar sem
heimildir. Það er rétt að geta
þess að kosnaðurinn við þetta
skapandi áhugamál Jóns og
f jölskyldu hans er ekki svo ýkja
mikill.
Þeir eru ekki ófáir, sem
halda að kvikmyndir verði að-
eins búnar til i sérstökum kvik-
myndaverum, og sjónvarps-
myndir séu eingöngu teknar og
unnar af sprenglærðum fag-
mönnum. Þetta er á vissan hátt
rétt. Margt virðist samt benda
til þess að töluverð breyting sé í
vændum, að menn eins og
hann Jón fari að láta
til sín heyra og sjá á svipaðan
hátt og lesendur dag-
blaðanna, sem stinga niður
penna og koma hugmyndum
sínum á framfæri á prenti. Ef
til vill er þess ekki langt að bíða
að sjónvarpið taki upp ein-
hverskonar „Velvakanda" eða
,,velsjáanda“, þar sem sýndar
verða myndir gerðar af áhuga-
mönnum og kvikmyndagerðar-
klúbbum.
Ég ætla nú að fjalla lítillega
um nokkur tækniatriði, sem
alltaf eru ofarlega á baugi með-
al þeirra, sem hafa atvinnu af
kvikmyndagerð. Fyrst nokkrar
staðreyndir í stafrófsröð:
A) Næstum allir meiriháttar
kvikmyndaframleiðendur
ramba á barmi gjaldþrots.
B) Sjónvarpsstöðvar eru nú-
orðið helzti markaður kvik-
myndaframleiðenda.
C) Kvikmyndatækjaframleið-
endur leggja mikla áherzlu á að
fullkomna Súper 8mm vélar og
filmur.
D) Súper 8 mm klippiborð og
sýningarvélar hafa verið settar
upp hjá flestum sjónvarps-
stöðvum samhliða 35 og 16 mm
tækjum.
E) 1974 kemur á markaðinn
frá Kodak framköllunarvél,
sem framkaliar eina rúllu Súp-
er 8mm (15 metra, 2!ó minúta
miðað við 24 myndir á sek-
úndu) á þrettán mínútum og
þarf enga sérstaka tænikunn-
áttu til að nota vélina.
F) Stóraukin notkun mynd-
málsins krefst þess að öll kvik-
myndatæki verði léttari og
meðfærilegri.
G) Súper 8mm framleiðsia er
eina svar kvikmyndarinnar við
myndsegulbandinu hvað kostn-
að áhrærir.
Þetta er nokkuð löng og
Súper 8 mm
kannski ruglingsleg upptaln-
ing, en ef hún er ekki áhuga-
verð sem slfk má lesa hana sem
ljóð, og þá getur enginn áfellst
höfundinn.
Þær Súper 8mm vélar, sem
nú eru á markaðnum skipta
hundruðum og eru mjög ólikar
að gæðum og verði. Það hefur
því verið töluvert verk fyrir þá
sem unnið hafa að tilraunum
með vinnsluaðferðir við kvik-
myndagerð að velja réttu'tæk-
in. Sem dæmi má nefna að
Sænska sjónvarpið gerði
hundrað mínútna Súper 8mm
kvikmynd síðastliðið sumar og
var þá gerð nokkuð nákvæm
athugun á hvaða vél hentaði
bezt til notkunar við tilraunina.
Allar reyndust vélarnar vera of
háværar til að hægt væri að
kvikmynda með hljópupptöku
innanhúss án sérstakrar hljóð.
deyfingar.
Að lokum var fyrir valinu
Canon 814 E, sem féll bezt í
hljóðdeyfðan kassa, sem upp-
haflega var ætlaður sem köfun-
arhólkur fyrir Ijósmyndavélar.
Vélinni, sem er rafmagnsdrifin,
var siðan stjórnað með nokkr-
um tökkum, sem festir voru
svona hér og þar utan á köfun-
arhylkið. Kvikmyndatökumað-
ur við myndina var Jan Linde-
ström, formaður félags
Sænskra kvikmyndagerðar-
manna. Hann hefur kvikmynd-
að nokkrar af myndum Bo Wid-
erberg, svo að ætla má að full
alvara hafi legið að baki þessar-
ar tilraunar, sem tókst nokkuð
vel. Endanlegar tölur um kostn-
að við gerð myndarinnar liggja
ekki fyrir en lauslega er áætlað
að sparnaðurinn við að nota
Súper 8mm myndstærð, í stað
16mm, hafi numið sem svarar
milljón íslenzkra króna. Það
munar um minna.
Eitt af þvi sem framleiðend-
ur smákvikmyndatökuvéla
keppast við að hanna eru vélar,
sem ekki þarf að hljóðdeifa sér-
skallega, og hafa svokallaðan
stýritón fyrir segulband, þann-
ig að hljóðupptaka með mynd
verði ekkert vandamál.
Framfarir á sviði kvikmynda-
gerðar eru örar og virðast bein-
ast í rétta átt. Áður fyrr taldist
það til forréttinda að kunna að
lesa og skrifa. Myndin og mynd-
un hafa alltaf verið forréttindi
fárra manna. Stefna verður að
þvi, að myndmálið verði eins og
hver annar eðlilegur tjáningar-
máti í mannlegum samskiptum.
Ég held að myndsegulbandið og
Súper 8mm filman komi þar að
góðum notum.
Rúnar Gunnarsson
Ljósmyndir — Kvikmyndir — Sjónvarp