Morgunblaðið - 12.01.1974, Síða 18

Morgunblaðið - 12.01.1974, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1974 Athugasemd VEGNA fréttar í Morgunblað inu sl. fimmtudag um drukkinr Svía, sem fluttur var fyrir mistök til íslands með hópi farþega frá Kanarieyjum, hafa nokkrir far- þeganna komið að máli við blaðið og mótmælt því, að almennur drykkjuskapur hafi verið um borð. Það hefði verið öðru nær, enda hafi litlar veitingar verið að fá í flugvélinni. — Kissinger Framhald af bls.l áreiðanlegum upplýsingum, að ísraelska stjórnin vilji einnig, að sérstakar gæzlusveitir skipaðar bæði Egyptum og ísraelum verði staðsettar á öllum friðarlínum, sem lagðar kunna verða. Skýrt hefur verið frá því í Washington, að Kissinger muni halda til Jórdaníu og hugsanlega einnig Sýrlands og Saudi-Arabíu áður en hann leggi enn einu sinni leið sína til Egyptalands og ísra- els. Samninganefnd Egypta í Genf hefur nú verið kölluð heim til skrafs og ráðagerða, en hún mun fara þangað aftur jafnskjótt og eitthvað liggur fyrir um árangur viðræð'na Kissingers við leiðtoga deiluaðila. — Atvinnulausir Framhald af bls. 32 Patreksfirði eða 38 manns, sem er tveímur fleira en i nóvember en i minni kauptúnunum voru lang- samlega flestir skráðir atvinnu- lausir á Vopnafirði eða 81, sem er 79 fleira en í nóvember. Á Stokks- eyri voru 45 á skrá eða 9 fleiri en í mánuðinum á undan, og 29 á Eyr- arbakka eða 4 fleira en í nóvem- ber. Á Djúpavogi voru 33 skráðir atvinnulausir í árslok en þar var enginn á skrá í nóvember. Þórhallur Sigurðsson og Jón Júlíusson sem ræningjarnir. „Köttur úti í mýri” LAUGARDAGINN 19. janúar verður frumsýning i Þjóðleik- húsinu á nýju íslenzku barna- leikriti, en það heitir „Köttur úti í mýri“. Höfundur leiksins er Andrés Indriðason, dagskrár- maður hjá Sjónvarpinu. Andrés hefur starfað hjá Sjónvarpinu frá þvi að það tók til starfa og hefur stjórnað upptöku leikrita og þátta. Barnaleikurinn „Köttur úti í mýri“ er ævintýraleikur í 15 atriðum. Leikendur eru alls 15, en með helztu hlutverkin fara Ævar Kvaran, Anna Kristín Arngríms- dóttir, Flosi Ólafsson, Þórhallur Sigurðsson, Jón Júlíusson, Sigurður Skúlason, Klemenz Jónsson, Ingunn Jensdóttir, Einar Sveinn Þórðarson o.fl. - Leikmyndir eru gerðar af Jóni Benediktssyni, myndhöggvara, en hann hefur starfað hjá Þjóðleik- húsinu í mörg ár við Ieikmuna- smíði o.fl. Jón hefur einu sinni áður gert leikmyndir hjá Þjóð- leikhtfsinu. Jón Benediktsson er, sem kunnugt er, einn af þekktari myndhöggvurum hér á landi og hefur tekið þátt i fjölda sam- sýninga bæði hér á landi og erlendis. Leikstjóri er Gísli Alfreðsson, en Magnús Ingimarsson semur tónlistina, sem flutt er í leiknum. Lúcía Gautaborgar kom til landsins í gærkvöldi ásamt fylgismeyjum sínum með flugvél Loftleiða. Myndin var tekin I bústað sænska sendiherrans við komuna. 1 dag mun Lúcía og fylgis- meyjar hennar m.a. heim- sækja forseta íslands, borg- arstjórann I Reykjavfk og Dvalarheimili aldraðra sjó- manna, en þangað mun Lúcía koma með sjónvarps- tæki að gjöf. A morgun verð- ur svo Lúcíuhátíð á vegum Sænsk-íslenzka félagsins í Norræna húsinu. — Ljósm. Mbl. Brynjólfur. RAFMAGNSMÁL VESTUR- EYFELLINGA í ÓLESTRI MIKIL óánægja er um þessar mundir meðal fólks í VestunEyja- fjallahreppi í Rangárvailasýslu með rafmagnsmálin. 1 fréttabréfi til blaðsins frá Helga Vigfússyni, kennara í Seljalandsskóla, kemur fram, að um nokkurt skeið hefur rafmagn nær undantekningar- laust farið af á sama tíma og kvöldmjaltir standa yfir og bændur mega verst við rafmagns- leysi. Helgi segir, að þetta stafi vafalaust af of miklu álagi. „Hreppsbúar vilja gjarnan fá úr þessu bætt hið allra fyrsta," segir Helgi. Hafa þeir hug á að fá — Þróunar- sýning Framhald af bls. 32 sýningarinnar er þannig, að menn hafa hugsað sér að sýna uppruna islenzks þjóð- félags, bændaþjóðfélagið með ein- hverjum sjávarbúskap. Getur það falizt í einum bæ, sem notaður er sem forsenda. 1 þessum bæ er heimilisiðnaðurinn, en út frá honum greinast hinir ýmsu geislar, þróunin til nútímaþjóð- félags með sjávarútvegi, land- búnaði, iðnaði, verzlun o.s.frv. Ríkisvaldið og Reykjavíkurborg eru þarna að sjálfsögðu áberandi þættir, þegar nútimaþjóðfélagið byrjar að þróast. „Þetta er geysimikil sýning og eitt af þeim mest spennandi atrið- um í sambandi við þjóðhá- tíðarhald ársins, ef vel tekst til.“ sagði Indriði G. Þorsteinsson. Hann sagði jafnframt, að komið hefði til tals, að sýna líkan af Reykjavíkurborg á einhverju þróunarskeíði hennar. Yrði það líkan í talsvert mikilli stærð. Þetta sem annað er þó enn í deigl- unni og er sýningin að sjálfsögðu enn í mótun. austur rafmagnsveitustjóra rikis- ins og raforkumálaráðherra, svo og þingmenn kjördæmisins, til skrafs og ráðagerða. Skruggu- veðrið á dögunum olli einnig tölu- verðum skemmdum í sveitinni, svo að rafmagns- og símasam- bandslaust varð með öllu. Engin viðvörun eða tilkynning var út- gefin í hljóðvarpi af hálfu við- komandi stofnana vegna þessa ástands, að sögn Helga. Hér fer á eftir undirskriftalisti með nöfn- um yfir 40 hreppsbúa, þar sem farið er fram á úrbætur í raf- magnsmálum: Við undirritaðir íbúar Vestur- Eyjafjallahrepps förumþessáleit við viðkomandi ráðamenn raf- orkumála, að bætt verði úr raf- orkuþörfum sveitarinnar, en á vissum tímum fer rafmagn af án fyrirvara. Takmarkið — Ahorfendur Framhald af bls. 31 íþróttaviðburðir fara fram i Hafn- arfirði en Reykjavík. Ef litið er t.d. á aðsókn að leikj- um í Reykjavíkurmóti, meistara- flokki karla, kemur í ljós, að þar er einnig um fækkun áhorfenda að ræða. Árið 1972 komu að meðaltali 320 áhorfendur á hvern leik en í haust voru þeir aðeins 150 að meðaltali. Ef litið er á alla íþróttaviðburði, sem selt er inn á í Laugardalshöll- inni, þá er meðaltalið fyrir árið 1971 777 manns, árið 1972 410 áhorfendur og á síðasta ári voru að meðaltali 460 áhorfendur að hverri keppni. Keppnum hefur fjölgað mjög mikið í Laugardals- höllinni á hverju ári, þannig voru þær 99 1971, en 140 í fyrra. Þannig, að aftur sannast það, sem áður er sagt, þeim mun fleiri íþróttaviðburðir, þeim mun færri áhorfendur á hvern íþróttavið- burð að meðaltali. með undirskriftasöfnun þeirri, er hér liggur fyrir, er að gagnkvæm miðlun upplýs- inga og skoðanaskipti eigi sér stað hið allra fyrsta, t.d. með fundi í „Heimalandi“. Seljalandsskóla 7. jan. 1974. Ólafur Kristjánsson, Seljalandi, Sigurður Jónsson, Seljalandi, Sigriður Kristjánsdóttir, Seljalandi, Björn Ö. Lárusson, Fitjarmýri, Baldur Ólafsson, Fit, Sigmar Sigurðsson, Sauðhúsvelli, Magnús Sigurjónsson. Hvammi, Guðmundur Guðmundsson, Núpi, Jón Einarsson, Núpi, Guðjón Sigurðsson, Núpi, Jóhannes Árnason, Moldnúpi, Ragnar Guðmundsson, Núpi, Einar Sveinbjarnarson, Yzta-Skála, Jón Sveinbjarnarson Mið-Skála, Jóna Guðmundsdóttir, Ásólfsskála, Bjarni Ólafsson, Skálakoti, Anna María Tómasdóttir, Efstu-Grund, Einar Sigurðsson, Varmahlíð, Ingi Einarsson, Varmahlíð, Ingibjörg H. Jónsdóttir, Indriðakoti, Lárus Ágústsson, Indriðakoti, Margrét Jónsdóttir, Holti, María Auðunsdóttir, Efri Hól, Katrín Auðunsdóttir, Syðri-Hól, Guðmundur Kristjánsson, Syðri-Hól, Guðrún Guðmundsdóttir, Syðri-Hól, Jónas Pétursson, Syðri-Hól, Mattias Guðjónsson, Syðri Kvíhólma, Sigurjón Guðjónsson, Efri Holtum, Leifur Einarsson, Nýjabæ, Kolbrún Valdemarsdóttir, Nýjabæ, Jón H. Magnússon, Fornu-Söndum, Helgi Friðþjófsson, Seljalandsseli, Kristjana Kristófersdóttir, Stóra Dal, Anna Högnadóttir, Stóra Dal, Kjartan Ólafsson, Eyvindarholti, Guðjón Ólafsson, Syðstu-Mörk, Ólafía Guðjónsdóttir, Stóru-Mörk, Úlfar Bryjólfsson, Stóru-Mörk, Brynjólfur Úlfarsson, Stóru-Mörk, Árni Sæmundsson, Stóru-Mörk, Ólafur Sveinsson, Stóru-Mörk, Helgi Vigfússon, Seljalandsskóla. £e\KKúsV(\a\\amu. OPIO í KVÖLD. KVÖLDVERÐUR frá kl. 18. LEIKHÚSTRÍÓIÐ ásamt söngkonunni Hjördísi Geirsdóttur. Sími 19636

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.