Morgunblaðið - 17.01.1974, Side 1
32 SÍÐUR
13. tbl. 61. árg.
FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bensínskömmtun heldur áfram f Svíþjóð, og getum hefur verið að þvf leitt,
að henni verði haldið áfram í febrúar, þótt borið sé á móti því. Skömmtun á
olíu til olíukyndingar heldur jafnframt áfram, en heitt vatn verður ekki
skammtað.
Flutningar við
Súez stöðvaðir
Pundið í
lágmarki
Kairó, 16. janúar. AP.
ÍSRAELSKT herlið stöðvaði enn í
dag alla birgðaflutninga til
óbreyttra borgara í Súezborg og
til 3. egypzka hersins, sem er í
herkví á austurbakka Súezskurð-
ar.
Þetta gerðist, þegar israelskir
og egypzkir hermenn höfðu háð
tvo harða skotbardaga á öllu
svæðinu umhverfis Súezskurð og
beitt stórskotaliði, skriðdrekum
og vélbyssum.
Jafnframt lét Henry A. Kissing-
er, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, enn í Ijós bjartsýni á að-
skilnaði herjanna á Súezvigstöðv
unum, þegar hann kom ennþá
einu sinni til Aswan í dag eftir
nýjar viðræður við ísraelska ráða-
menn.
„Bilið mjókkar,“ sagði dr. Kiss-
landa og annar fundur hans með
israelskum ráðamönnum.
Umferðin til Súezborgar og 3.
egypzka hersins var stöðvuð á
þeirri forsendu, að bardagarnir í
dag hefðu verið óvenju harðir.
ísraelskir hermenn hafa þrisvar
sinnum áður stöðvað umferðina á
undanförnum sex dögum.
Ein af byggingum finnsku
gæzlusveitanna skemmdist mikið
í eidi, sem kom upp vegna skot-
hriðarinnar. Að sögn talsmanns
SÞ áttu Egyptar upptökin aðfyrri
bardaganum.
Þegar Kissinger kom til Aswan
til fundar við Sadat, sem hann
rædda við í eina og hálfa klukku-
stund, hafði hann meðferðis end
urskoðað kort til að sýna aðskiln-
að herjanna við Súezskurð eftir
viðræðurnar í Jerúsalem, þar sem
hann fékk aðeins þriggja og hálfs
klukkutíma svefn. Áður höfðu
Framhald á bls. 18
NTB.
HVlTA húsið sagði í dag, aðfljót-
færnislegir dómar um orsök
eyðunnar á Watergate-segul-
bandinu ættu ekki rétt á sér og
reyndi síðan að eyða öllu tali um
eyðuna.
„Frekari umræður væru óvið-
eigandi, meðan málið væri fyrir
dómstólunum," sagði í formlegri
London, 16. janúar. AP. —
NTB.
PUNDIÐ lækkaði enn í dag og
gengi þess gagnvart dollar og
vestur-evrópskum gjaldmiðlum
hefur aldrei verið skráð lægra.
Gengi dollarans heldur hins veg-
ar áfram aðstyrkjast.
Vinnudeilur og fréttir um að
brezka stjórnin kunni að sækja
um stórlán hjá Alþjóðagjaldeyris-
sjöðnum hafa aukið á erfiðleika
pundsins vegna vaxandi oliu-
kostnaðar.
Gordon Richardson, bankastjóri
Englandsbanka, sagði í dag, að
Bretar horfðust í augu við það að
þurfa að herða ólina talsvert um
árabil og að lifskjör mundu ekki
batna, ef halli á greiðslujöfnuði
yrði ekki réttur við.
Edward Ileath forsætisráð-
herra sagði, að Bretar mundu
komast yfir ríkjandi kreppu í
efnahagsmálunum og aftur risa
upp sem sterk þjóð. Hann talaði
um hagnýtingu eigin auðlinda og
átti greinilega við olíuna í
Norðursjó, sem á að gera Breta
sjálfu sér nóga með oliu eftir
1980.
yfirlýsingu frá skrifstofu ráð-
gjafa Hvita hússins, J. Fred
Buchardt.
Gerald L. Warren aðstoðar-
blaðafulltrúi neitaði staðfastlega
að svara flestum spurningum,
sem voru lagðar fyrir hann um
ástæðurnar til þess að 18V4
mínútna eyða er á bandinu með
samræðum Nixons forsetáog H.R.
Framhald á bls. 18
í dag og það samsvarar 15%
gengislækkun siðan í fyrrasumar.
Margar vikur eru síðan pundið
hefur einnig lækkað gagnvart
vestur-evrópskum gjaldmiðlum.
Ekkert bendir til þess, að kola-
verkfallið leysist í bráð.
Byltingu
spáð
r
í Israel
Tel Aviv, 16. jan. AP.
Oháða blaðið
Haaretz hélt því fram,
að nokkrir sendiherr-
ar Evrópuríkja hefðu
tilkynnt ríkisstjórnum
sínum, að ísraelsher
kynni að áforma bylt-
ingu gegn stjórn
Goldu Meir forsætis-
ráðherra með stuðn-
ingi Bandaríkjamanna.
Talsmaður Bandaríska
sendiráðsins sagði, að ekki
tæki þvi að gera athugasemd
við fréttina. Margir ísraels-
menn hlógu að fréttinni.
Samkvæmt fréttinni á
Moshe Dayan landvarnaráð-
herra að hafa gefið í skyn,
að gerð yrði bylting.
Bandarikjamenn eiga að
hafa heitið stuðningi við
byltingu til þess að koma til
valda styrkri stjórn, er
semdi við Araba um frið,
samkvæmt fréttinni.
Pundið var skráð á 2.16 dollara
Hvíta húsið ey ðir
öllu tali um eyðuna
Washington, 16. janúar. AP.
Miðjarðarhaf
Tillðgur Israela
um brottflu'ning herja
Skyggða svæðið á kortinu sýnir,
hvar ísraelsku hersveitirnar yrðu
samkvæmt tillögum Israels.
Israelar munu hafa boðist til að
draga heri sína til baka 18 mílur
frá Suezskurði til hinna
hernaðarlega mikilvægu fjalla-
skarða f Sínaieyðimörkinni.
inger. „Eg er hingað kominn til
þess að mjókka það ennþá meir,“
bætti hann við. Þetta er þriðja
ferð hans til Aswans, síðan hann
fór í sáttaferð sína til Miðaustur-
Rógsherferðin gegn Solzhenitsyn enn hert;
Hótað brottrekstri úr
landi — jafnvel lífláti
Moskvu, 16. janúar AP-NTB.
HIÐ vikulega tfmarit sovézku
rithöfundasamtakanna, Litera-
turnaja Gazeta bættist í dag í
hóp þeirra sovézku fjölmiðla
sem byrjað hafa rógsherferð á
hendur Alexander Soizhenit-
syn vegna útkomu bókarinnar
„Archipelag Gulag“. í heilsíðu-
grein ræðst tímaritið afar
harkalega á rithöfundinn.
Q „Solzhenitsyn er óvinur
lands sfns, hann er óvinur
ianda sinna. Það eru engar ýkj-
ur að segja, að hann sé í and-
legu samfélagi við landráða-
menn, sem beittu vopnum gegn
eigin þjóð,“ segir f greininni.
Q Og í útvarpsþætti f gær-
kvöldi var látið að því liggja, að
Solzhenitsyn ætti að fara úr
Iandi til að búa í „þeim löndum
þar sem sköpunarverkum hans
er hampað sem sfgildu dæmi
um baráttuna gegn hugmynd-
um sósfalismans."
SÍM AOFSÓKNIR
Natalya Svetlova, eiginkona
Solzhenitsyn, sagði i símtali við
fréttamenn í dag, að simhring-
ingum linnti varla hjá þeim
hjónum þar sem þeim væri hót
að öllu illu. Ættu ógnanir þess-
ar og svívirðinga sér ekki síður
stað á nóttunni en að degi til.
Natalya Svetlova sagði, að
Solzhenitsyn væri ekki tilbúinn
til að gefa út yfirlýsingu um
herferðina gegn honum á þessu
stigi.
Óopinberar heimildir f
Moskvu herma í dag, að Solzh-
enitsyn hafi jafnvel verið hótað
lífláti. Öeinkennisklæddir lög-
reglumenn standa vörð fyrir ut-
an íbúð rithöfundarins allan
sólarhringinn.
MYNDSKREYTING
Greinin í Liternaturnaja Gaz-
eta er skreytt tveimur mynd-
um, sem teknar voru í einni af
stærstu bókaverzlun Stokk-
hólms í fyrra, og er þeim ætlað
að sýna hversu lítill áhugi sé á
verkum Solzhenitsyns. í
Framhald á bls. 18